Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 14
 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Langþráður draumur Guðbergs Guðbergsson- ar rættist þegar hann fór nýlega til Bandaríkjanna og flaug herþotu. Guðbergur hefur gert margt ævintýra- legt um ævina en ekkert af því kemst í líkingu við þotuflugið. Guðbergur er enn í skýjunum eftir að hafa flogið þotunni, sem er af gerðinni AERO L-39 C, og er notuð af herjum víða um heim. „Þetta var æðislegt. Toppurinn á tilverunni,“ segir Guðbergur og andlitið ljómar við tilhugsunina. Hann hefur prófað margt um ævina, meðal annars akstursí- þróttir af ýmsu tagi, og hefur haft áhuga á flugi um margra ára skeið. Guðberg hafði lengi langað til að fljúga herþotu en það er hæg- ara sagt en gert að komast í flug- stjórasætið í slíkri vél. „Þetta var langt ferli, ég þurfti meðal annars að skila læknisvottorði, framvísa amerísku flugskírteini, hafa ákveðið marga flugtíma að baki og svo þurfti ég að senda afrit af vegabréfinu mínu til bandarísku alríkislögreglunn- ar,“ segir Guðbergur. Þar á bæ var gengið úr skugga um hann væri ekki hryðjuverkamaður en enginn fær að fljúga herþotu í Bandaríkjunum nema fara í gegnum slíkt.“ Fyrir nokkrum árum lærði Guðbergur listflug í Bandaríkj- unum og í gegnum tengsl sem hann kom sér upp þá komst hann í samband við mann sem á her- þotur og annast þjálfun flug- manna. Þotan sem Guðbergur flaug á sér sögu. „Hún var notuð við upphafsatriði James Bond mynd- arinnar Die another day. James lendir í átökum við fjölmarga vopnaða karla, sprengir allt upp og flýgur svo burt á vélinni.“ Og ekki er að spyrja að flugeigin- leikum AERO L-39C. „Hún klifr- ar fimmtán þúsund fet á mínútu og það tók mig 40 sekúndur að fljúga úr 500 fetum í tíu þúsund fet.“ Á mannamáli þýðir þetta að vélin fer hratt. Hún nær þó ekki hljóðhraða en það er aldrei að vita nema Guðbergur eigi eftir að fljúga slíkri þotu áður en langt um líður. „Maðurinn sem ég flaug með hefur aðgang að MiG 23 en hún nær fimmföldum hljóð- hraða. Ég þarf að fara til Moskvu til að fljúga svona þotu því þær eru í eigu rússneska hersins.“ Guðbergur fékk góða dóma frá flugþjálfaranum sem meðal annars sæmdi hann nafnbótinni „Top Gun Beggi“. Hann skrif- aði líka í viðurkenningarskjal að Guðbergur hefði flogið sem atvinnumaður væri. Ekki amaleg einkunn það. Guðbergur vill ekki segja hvað ævintýrið kostaði en viðurkennir fúslega að það hafi verið dýrt og nefnir að þotan hafi eytt um 600 lítrum af eldsneyti á tímann. „En það var sko vel þess virði að prufa þetta fyrir svona dellukarl eins og mig,“ segir Top Gun Beggi og lætur sig dreyma um MiG 23 og Moskvu. bjorn@frettabladid.is Toppurinn á tilverunni GUÐBERGUR „TOP GUN BEGGI“ GUÐBERGSSON Í FLUGSTJÓRASÆTINU „Þetta var æðislegt. Toppurinn á tilverunni,“ segir Guðbergur um reynsluna af því að fljúga AERO L-39 C herþotu. Honum býðst nú að fara til Moskvu og fljúga MiG 23. Öryggið á oddinn „Það er af þeirri einföldu ástæðu að við viljum ekki að þetta fólk verði fyrir áreiti.“ JÓNATAN GARÐARSSON SÖNGVAKEPPNISSTJÓRI RÚV UM NAFNLEYND ÞEIRRA ER VÖLDU LÖGIN TIL ÞÁTTTÖKU Í KEPPNINNI. FRÉTTABLAÐIÐ. Bönnum VG „Afturhaldssamur og öfgafullur stjórnmálaflokkur sem er á móti skattalækk- unum, atvinnuuppbyggingu og framförum í íslensku efnahagslífi á ekki erindi í íslensk stjórnmál.“ BIRKIR JÓN JÓNSSON ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS Í GREIN UM VG Í MORGUNBLAÐINU. TOPPURINN Á TILVERUNNI Guðbergur rekur þumalinn upp til merk- is um að flugið hafi verið stórkostlegt. AÐSTÆÐUR KANNAÐAR Guðbergur athugar hvort ekki sé allt á sínum stað áður en lagt er af stað í himinloftin. SÉÐ YFIR FORT LAUDERDALE Útsýnið yfir borgina var glæsilegt og þótt Guðbergur hafi þurft að hafa augun á mælunum gat hann notið þess. „Ég held að þetta séu eðlileg viðbrögð af hennar hálfu því hún hafði gefið það út að hún sæktist eftir fyrsta sætinu,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um þá ákvörðun Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar vor. Anna hafnaði í öðru sæti prófkjörs framsóknarmanna, á eftir Birni Inga Hrafnssyni. Ákvörðun Önnu kemur Arnþrúði ekki á óvart. „Eftir því sem mér skilst ætlaði hún aldrei að taka annað sætið.“ Arnþrúður efast ekki um að listi framsóknarmanna sé veikari án Önnu. „Hún er náttúrlega borgarfulltrúi og ég held að þetta hljóti að veikja listann.“ SJÓNARHÓLL ANNA EKKI Á LISTA FRAMSÓKNARFLOKKSINS ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR ÚTVARPSSTJÓRI „Ég er á fullu við að skipuleggja fimmtu matar- hátíðina Food & Fun á Íslandi,“ sagði Siggi Hall þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Hún verður haldin 22. til 26. febrúar næstkomandi. Allt er þar komið á lokasprettinn en þá eru það litlu smáatriðin sem eftir eru og oft fer mestur tími í þau.“ Og hver eru þessi smáatriði? „Stærðir á kokkajökkum á þá sem koma eru ofarlega á blaði. Kokkarnir eru frá tíu löndum og þeir eru litlir og stórir og feitir og lágir og háir og allt þar á milli.“ Siggi segist hafa það gott. „Ég er einmitt núna að gera matseðil með yfirkokkinum mínum á Óðinsvéum. Það er alltaf eitthvað spennandi á matseðlinum hjá okkur. Við erum að fara að setja í gang fjögurra rétta smökkunarmatseðil og við erum líka mjög hrifnir af íslensku öndinni þessa dagana. Já, og ekki má gleyma fiskréttunum okkar,“ hrópar hann eins og blaðamaður ætli að skella á hann. „Ég er núna að taka upp yndislegan saltfisk sem við erum að útvatna og ganga frá. Við erum alltaf með saltfisk hérna hjá okkur og teljum okkur vera með fremstu bacalaomönn- um í heimi. Íslendingar hafa alltaf vitað að þeir framleiða besta saltfisk í heimi en alltaf selt hann allan úr landi til Spánar og Portúgal. En núna eru uppskriftirnar og ferskar og skemmtilegar hugmyndir að koma hingað heim til baka og ekki þessi einstefna sem var. Svo er líka gaman að vinna við þetta hráefni á hefðbundinn hátt með smjöri og góðum kartöflum og öðru grænmeti sem við höfum hérna heima. Við reynum alltaf að vera með einn rétt á matseðlinum sem er suð- rænn en líka annan sem er með meira norrænu yfirbragði, eða svolítið íslenskan. Auðvitað er þetta allt voðalega spennandi og gert á nýstárleg- an máta,“ segir Siggi eldhress að vanda og býður alla hjartanlega velkomna í mat. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGGI HALL MATREIÐSLUMEISTARI Við erum bestu saltfiskkokkar heims Eðlileg viðbrögð STÓRSMYGLARINN MIKAEL MÁR BENDLAÐUR VIÐ HEIMABANKA- RÁNIÐ FYRIR SMYGLIÐ Fékk tvær milljónir inn á bankareikning 2x15 7.2.2006 21:19 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.