Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR18 H Á D E G I S V E R Ð U R Ásgeir Baldurs gegnir starfi framkvæmda- stjóra Vátryggingafélags Íslands sem er hluti VÍS samsteypunnar. Samsteypa sem hefur að undanförnu tekið miklum breyt- ingum og vaxið umtalsvert. Félagið stendur á gömlum grunni og varð til við samein- ingu Samvinnutrygginga og Brunabótafélags Íslands. „Þetta voru hvort tveggja gagnkvæm félög sem er algengt í vátryggingarekstri, en er reyndar á undanhaldi,“ segir Ásgeir og útskýrir að það fyrirkomulag þýði að vátryggingatakar séu eigendur félaganna. Rekstur tryggingafélags er fremur flók- inn og byggir á að verðleggja sig rétt miðað við tjón framtíðarinnar. Hinn hluti hefðbund- innar starfsemi er að ávaxta þann sjóð sem geymdur er til að mæta tjónum í framtíðinni. „Vátryggingafélög eru fjármálafyrirtæki og atvinnugreinin er frábrugðin öðrum grein- um. Við erum alltaf að berjast við að meta áhættuna rétt og verðleggja okkur út frá því. Það er hins vegar samkeppnin sem ræður verðlagningunni og það virðist sem trygg- ingarfélögin séu almennt að verðleggja sig of lágt miðað við endanlegan tjónakostnað. Það er eitthvað sem ekki mun ganga til lengri tíma litið. Það sem heldur uppi afkomu trygg- ingafélaganna eru fjárfestingartekjunnar. Grunntryggingareksturinn skilar ekki mikl- um afgangi. Fjárfestingartekjurnar verða ekki svona góðar endalaust og það er það sem við verðum að hafa í huga til lengri tíma að jafnvægi sé í trygg- ingahlutanum.“ ÖRYGGI OG HUGARRÓ Ásgeir hefur starfað hjá VÍS frá árinu 2000. Hann lærði viðskipta- fræði í Bandaríkjunum, en tók MBA nám hér á landi. „Ég fór öfuga leið miðað við marga aðra,“ segir hann og brosir. Hann sinnti markaðsmálum og þjónustusviði í upphafi þeggar hann kom til starfa hjá VÍS árið 2000. Tryggingabransinn er sérstakur að því leyti að kúnninn er yfir- leitt illa stemmdur þegar reynir á viðskiptin. „Nærgætni og þjónusta skiptir miklu máli og kúnninn hefur miklar væntingar til þjónust- unnar þegar hann þarf á henni að halda. Við erum að selja vöru sem seljandi og kaupandi vona að aldrei reyni á. Í raun erum við að selja öryggi og hugarró.“ VÍS hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. „Við fórum í naflaskoðun árið 2003 og skilgreindum félagið og mótuðum stefnuna. Við höfum mikinn metnað og sáum að vátryggingamarkaðurinn á Íslandi væri ekki nægjanlegur til að fullnægja þeim metn- aði sem við höfðum til vaxtar. Við þurftum því að horfa í kringum okkur.“ Ásgeir segir að stefnan hafi verið sett á fjármálaþjónustu og öryggisþjónustu. „Við settum okkur ann- ars vegar metnaðrfull markmið til ársins 2006 og hins vegar til ársins 2013. Þá var eigið fé 4,5 milljarðar og eignir í kringum 27 milljarða. Nú er eigið fé um 30 milljarðar og heildareignir í kringum hundrað milljarða. Í raun má segja að árið 2005 höfum við verið búin að ná mörgum af þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir árið 2013 sem mörgum þótti óraunhæft.“ Ásgeir að lykill- inn að árangrinum liggi í því að starfsmenn hafi tekið þessu mjög vel. „Við náðum að breyta fyrirtækinu og fyrirtækjamenning- unni. Félagið varð þjónustudrifnara og við fórum að hlaupa hraðar. Við náðum að breyta því sem við vildum breyta.“ Félagið keypti fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu og eignað- ist meirihluta í Öryggismiðstöð Íslands. MARMIÐIN NÁÐUST FLJÓTT „Vegna þess hvað fötin sprungu utan af okkur fljótt, þá fórum við í endurskipulagningu og tókum upp nýtt skipurit sem miðar að því að geta vaxið erlendis og lagt áherslu á fjármála- starfsemi og fjárfest- ingar, jafnframt því að gera skýrari skil milli eftirlitsskylds hluta starfseminnar og annarrar starf- semi. Þannig uppfyllum við betur skyldur okkar gagnvart eftirlitsaðilum.“ VÍS hefur hafið útrásina með kaupum í Bretlandi, en með þeim hefur félagið búið sér til stökkpall til frekari sóknar og byggt upp tengsl. „Við höfum verið að vinna með íslenskum fyrirtækjum erlendis, meðal ann- ars í Bretlandi og Danmörku. Við sáum að við höfum margt að bjóða á erlendum mark- aði. Við höfum lengi verið að kynna okkur erlenda markaði og fjárfest í þekkingu á þeim. Það býr mikil þekking í fyrir- tækinu og við teljum að hún nýtist okkur einnig á erlend- um mörkuðum.“ Meðal þess sem hann nefnir er beinni samskipti við viðskiptavini, en algengt er að trygging- ar erlendis fari í gegnum sjálfstæða tryggingamiðlara fremur en að bein samskipti séu milli tryggingafélagsins og viðskiptavina. „Við höfum metnað til að vera stærsta tryggingafélag á Íslandi, en við gerum okkur grein fyrir því að hvert prósent í mark- aðshlutdeild er miklu dýrara hér en erlendis.“ IÐGJÖLD OF LÁG VÍS hóf snemma forvarnarstarf og trygg- ingafélög hafa í vaxandi mæli lagt lóð á vogarskálar þess að auka öryggi í samfé- laginu. „Frá árinu 1994 höfum við verið með öflugt forvarnarstarf með aðaláherslu á umferðaröryggi ungs fólks. Við höfum varið til þess um 200 milljónum á síðustu fjórum árum. Það er sameiginlegur hagur okkar og viðskiptavinanna að lækka tjónakostnaðinn. Forvarnarstarfið verður áfram mikilvægur þáttur hjá okkur. Þetta er mál allra og skilar sér bæði til okkar og samfélagsins.“ Erfitt er fyrir venjulegan neytanda að átta sig á hvenær tryggingaiðgjöld eru sanngjörn. Ásgeir segist oft verða var við umræðu um samtryggingu í verðlagningu. „Tjón á móti iðgjöldum á Íslandi eru þannig að kollegar okkar á Norðurlöndum skilja ekki hvað við erum að gera. Þegar litið er á afkomu trygg- ingafélagnna sér hver maður að hún er borin uppi af góðum árangri í fjárfestingum. Við greiðum nú meira út í tjón en við fáum í iðgjöld ef tillit er tekið til rekstrarkostnaðar. Vonandi mun tjónum fækka, en ég held að þörf sé á að hækka iðgjöldin. Samkeppnin hefur hins vegar haldið þessu niðri. Hún er af hinu góða og gerir það að verkum að við þurfum sífellt að leita leiða til að hagræða og standa okkur betur. Hér eru fjár- hagslega sterk tryggingafé- lög með víðtækt þjónustu- net,“ segir hann og bætir við að ekki megi vanmeta mikilvægi þess að trygg- ingafélög séu fjárhags- lega sterk. „Fólk vill ekki tryggja hjá félagi sem er fjárhagslega óstöðugt. Ég held að fyrir neytendur sé umhverfið hér mjög gott á þessum markaði.“ Ásgeir hefur metnaðar- full markmið og keppnis- skapið er ekki langt undan. Hann spilaði fótbolta með Breiðabliki upp í meistara- flokk og síðar með Völsungi á Húsavík þegar hann kom heim frá námi. Hann segist ekki hafa nýtt sér fótboltann til að fá náms- styrk í Bandaríkjunum. „Ég lét hin akadem- ísku gildi ráða vali á skóla,“ Þrátt fyrir að bregða á leik með félögum í fótbolta eru fótboltaskórnir komnir upp í hillu. „Ég var löngu búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna þegar ég yrði þrítugur og ég stóð við það.“ Á vellinum spilaði Ásgeir vörn, en núna er það sóknin sem gildir á velli við- skiptanna. ÁSGEIR BALDURS, FRAMKVÆMDASTJÓRI VÍS. VÍS hefur sett sér metnaðarfull markmið og Ásgeir nýtir keppnisskapið til að ná þeim. MARKAÐURINN/E.ÓL Gjörbreytt tryggingafélag í erlendri sókn VÍS hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Ásgeir Baldurs er framkvæmda- stjóri tryggingafélagsins og hefur verið í hringiðu breytinga á því. Hafliði Helgason hitti hann og ræddi við hann um tryggingafélagið, vöxtinn og útrásina. Ásgeir Baldurs Starf: framkvæmdastjóri VÍS Fæðingardagur: 17. nóvember 1972 Maki: Björg Jónsdóttir Börn: Rúnar Freyr f. 1991, Jóhanna Huld f. 2002 Hádegisverður fyrir tvo á Vox Hádeigisverðarhlaðborð. Drykkir Vatn og kaffi Alls krónur 5.410 ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Ásgeiri Baldurs framkvæmdastjóra VÍS Aurasálin var yfir sig hrifin þegar fréttir bárust af því að Dagsbrún væri búin að kaupa Securitas. Þetta er stórsigur fyrir okkur Baugsliða í samfélaginu því með kaupunum nálgast enn frekar sá dagur þegar Baugur verður raunverulegur valkostur við íslenska ríkið. Eins og allir vita þá er ríkis- valdinu venjulega skipt upp í þrjár greinar: Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Með tilkomu Securitas inn í Baugsveldið er grunnur lagður að framkvæmdavaldi. Baugur hefur því tekið að sér að upp- fylla hjá fólki grunnþörfina um öryggi en aðrar grunnþarfir í samfélaginu eru einmitt flestar á hendi Baugsveldisins. Þetta er ákaflega jákvæð þróun að mati Aurasálarinnar en Baugsveldið á þó enn langt í land með að ná íslenska ríkinu. Íslenska ríkið, sem Halldór Ásgrímsson stjórnar, býr við þann munað að geta skyldað börn til þess að sitja undir menntun í tíu ár. Baugsveldið býr þarna við mjög ójafna aðstöðu enda er enginn skyldað- ur til þess að horfa á Stöð 2 og NFS. Hér er pottur brotinn og er Aurasálin illa svikin ef málið verður ekki tekið upp af sam- keppnisyfirvöldum. Ríkið hefur einnig yfirburði á sviði heilbrigðisþjónustu. Þar á Dagsbrún enn sem komið er fá svör en augljóst er að næsta skref Dagsbrúnar hlýtur að vera á sviði heilbrigðismála. Samlegðaráhrifin sem geta skap- ast við að bjóða sjónvarp, síma, internet, öryggisþjónustu og heilbrigðisþjónustu blasa við. Nú þegar Dagsbrún og Baugsveldið hafa haslað sér völl á sviði framkvæmdavalds liggur í augum uppi að löggjafarvald og dómsvald eru næst. Ekki efast Aurasálin um að lögin sem sett yrðu í Baugsveldinu væru miklu hagkvæmari og gagn- særri heldur en þau sem samin eru í ráðuneytum og á Alþingi. Dómsvaldið yrði líka miklu hrað- virkara ef það væri einkavætt. Menn væru þá dæmdir til þess að vinna í matvöruverslunum eða sem ljósamenn á NFS. Fyrir vikið væri hægt að lækka kostn- að og auka hagkvæmni ásamt því að framfylgja réttætinu. Gróði Dagsbrúnar í fyrra var ekki nægilega mikill að mati Aurasálarinnar. Með því að bæta öryggisgæslu inn í rekst- urinn hlýtur þetta að lagast mjög mikið. Það eina sem þarf að gera er að hræða fólk nógu mikið til þess að kaupa þjón- ustu Securitas. Og augljóst er að Dagsbrún er í framúrskar- andi aðstöðu til þess að koma hræðsluáróðrinum á framfæri í gegnum ódýrar auglýsingar. Bissness hugmyndin er skotheld. Með öll tæki ríkisvaldsins á hendi sinni geta hluthafar í Dagsbrún horft fram á betri og bjartari tíð. Allt á einum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.