Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Norski útgerðarmaðurinn og Íslandsvinurinn, Kjell Inge Rökke, brosir breitt þessa dag- ana, enda vex auður hans hratt vegna þeirra hækkana sem orðið hafa á norska markaðnum frá áramótum. Finansvavisen telur að hann hafi grætt um 750 milljónir króna á hverjum einasta við- skiptadegi ársins eða alls um sautján milljarða. Munar þar mestu að Aker ASA hefur hækk- að um fimmtung á árinu en rúm 68 prósent hlutafjár þess er í eigu hans. Dótturfélag Aker, Aker Kværner, sem stendur framar- lega í alls kyns tæknibúnaði fyrir olíu- og orkuiðnaðinn, hefur byrjað nýja árið á sömu nótum og hækkað um þrettán prósent. Það er ótrúlegt til þess að vita að fyrir þremur árum stóð veldi Rökkes á brauðfótum en hann bjargaði sér frá gjaldþroti á elleftu stundu. - eþa Rökke græðir á tá og fingri KJELL INGE RÖKKE ÁSAMT GERHARD SCHRÖDER Auður hans vex frá áramótum. Bandaríska fjármálafyrirtækið Citigroup hefur breytt verðmati sínu á lággjaldaflugfélögunum easyJet og Ryanair úr „kaupa“ í „halda“. Hins vegar er mælt með kaupum á hlutabréfum í Lufthansa og Air France. J.P. Morgan mælir enn með kaupum í easyJet og gefur upp verðið 400 pens á hlut sem er nokkuð yfir síðasta markaðsgengi. Í skýrslu Citigroup um horfur á flugfélaga- markaði í ár segir að búist sé við að hlutabréf evrópskra flugfélaga, sem hækkuðu umfram markaðinn í heild á síðasta ári, þróist í takt við önnur hlutabréf. Sú endurskipulagninging, sem hefur verið gerð á rekstri þeirra á undanförnum árum, mun skila sér í bættri afkomu í ár. Óvissa ríki þó með þróun eldsneytisverðs og stöðu á vinnumarkaði. - eþa LÆKKA VERÐMAT Citigroup hefur lækkað mat sitt á easyJet og Ryanair úr „kaupa“ í „halda“. Citigroup lækkar easyJet og Ryanair Kjartan Gunnarsson hefur verið tilnefndur í stjórn Carnegie sem fulltrúi Landsbankans en Björgólfur Thor Björgólfsson mun ganga út úr stjórninni en hann átti þar sæti sem fulltrúi Burðaráss. Sænski fjárfestingarbank- inn skilaði mjög góðri afkomu á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem var langt yfir vænting- um. Einkum þykir frammistaða bankans á sviði eignastýringar lofsverð. Hagnaður bankans var 2,2 milljarðar króna og er afkoman 69 prósentum betri en á sama tíma árið 2004. Allt árið hagnaðist bankinn um 5,4 milljarða króna sem er 67 pró- senta aukning frá 2004. Leggur stjórn bankans til að nær allur hagnaðurinn verði greiddur út í arð og fær Landsbankinn, stærsti hluthafinn, um 1,1 milljarð í sinn hlut. - eþa Kjartan Gunnarsson í stjórn Carnegie Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu (SPMI) jókst um 220 prósent á milli áranna 2004 og 2005. Alls nam hagnaður sparisjóðsins um 616 milljónum króna á síðasta ári, sem er langbesta afkoma hans frá upphafi, og var arðsemi eigin fjár um 42 prósent. Hreinar vaxtatekjur voru 650 milljónir króna og hækkuðu um þriðjung en hreinar rekstrartekj- ur voru 1,7 milljarðar sem var 85 prósenta hækkun frá árinu 2004. Gengishagnaður nam um hálf- um milljarði króna og vegur þar þungt hlutabréfaeign í Exista. Önnur rekstrargjöld voru um 667 milljónir króna sem er 41 prósents hækkun. SPM á sparisjóðina í Ólafsfirði og Siglufirði sem báðir skiluðu hagnaði á síðasta ári, þar af nam hagnaður Siglufjarðarsjóðsins um 86 milljónum króna. Heildareignir samstæðunnar voru 25 milljarðar króna í árslok og uxu um 62 prósent á síðasta ári. Eigið fé var um tveir millj- arðar sem er helmingsaukning milli ára. - eþa GÍSLI KJARTANSSON, SPARISJÓÐS- STJÓRI SPM Sjóðurinn þrefaldaði hagnað á milli áranna 2004 og 2005. Arðsemi eigin fjár var yfir 40 prósent. Hagnaður SPM meira en þrefaldast HÖFUÐ DAGSBRÚNAR Árni Pétur Jónsson forstjóri Og Vodafone, Björn Sigurðsson framkvæmdastjóri Senu, Stefán Hjörleifsson fram- kvæmdastjóri D3, Guðmundur Arason framkvæmdastjóri Securitas, Gunnar Smári Egilsson forstjóri Dagsbrúnar, Ari Edwald framkvæmda- stjóri 365 miðla og Viðar Þorkelsson fjármálastjóri Dagsbrúnar stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir að tilkynnt var um kaupin á Senu. Óli Kristján Ármannsson skrifar Dagsbrún greiðir heldur meira fyrir afþreyingar- fyrirtækið Senu en Norðurljós fengu fyrir Skífuna sumarið 2004. Skífan varð að Degi Group sem stofn- aði Senu utan um afþreyingarreksturinn. Norðurljós urðu að 365 sem runnu inn í Og Fjarskipti, sem breytti síðan nafni sínu í Dagsbrún. Samkvæmt heimildum blaðsins var Skífan seld á um 3 milljarða króna á sínum tíma, en meta megi söluverðið nú á 3,2 til 3,5 milljarða króna. Dagur Group heldur eftir verslunarhlutanum sem samanstendur af BT-verslununum, Skífunni, Sony Center og Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Alls eru þetta 15 verslanir með um 4 milljarða veltu á þessu ári. Róbert Melax, forstjóri og eigandi Dags Group, kveðst ánægður með viðskiptin og er þess fullviss að þau séu góð jafnt fyrir kaupanda og seljanda. „Dagur Group er nú orðið tiltölulega hreint verslun- arfyrirtæki og það langöflugasta á sínu sviði,“ segir hann og telur um leið að mikil tækifæri hljóti að felast í því fyrir Dagsbrún að fá Senu yfir til sín. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir vissulega rétt að Norðurljós hafi átt Skífuna, en margt hafi breyst frá þeim tíma. Hann segir Skífuna á sínum tíma fyrst og fremst hafa verið selda vegna athugasemda samkeppnisyfirvalda um að í rekstrinum færi saman heildsala og smásala á tónlist og tölvuleikjum. „Gerð var krafa um aðgreiningu þarna á milli, auk þess sem athuga- semd var gerð við að hluthafar í Norðurljósum áttu ítök í öðrum verslunarfyrirtækjum sem seldu tónlist,“ segir hann og kveðst fullviss um að ekki verði gerðar athugasemdir við kaupin nú. „Engar athugasemdir voru gerðar við að afþreyingarsviðið, sem nú heitir Sena og fjölmiðlahlutinn væru undir sama félagi, heldur snerust athugasemdirnar fyrst og fremst um verslunarhlutann. Og með því að við kaupum afþreyingarsviðið út og þar með heild- söluna, er loksins uppfyllt að fullu það sem lesa mátti úr úrskurði samkeppnisyfirvalda. Heildsala tónlistar og tölvuleikja hefur verið aðgreind frá smásölunni.“ Gunnar Smári segir að innan samstæðunnar sé að finna víðtæka reynslu í samskiptum við jafnt stóra erlenda birgja og innlenda framleiðendur. „Og í því er viss styrkur að geta sótt í reynslu hvers annars,” segir hann. Verslunar- og heildsöluhluti Skífunnar loksins aðskilinn Dagsbrún hefur keypt Senu, hluta þess sem áður hét Skífan og Norðurljós seldu. Sena er heldur dýrari en Skífan var öll áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.