Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 69
E N N E M M / S IA / N M 2 0 3 15 40 90 1. vinningur 130milljónir Bónus-vinningur 3,5 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Vertu me› fyrir kl.17. Taktu mi›a– rö›in gæti veri› komi› a› flér Nú er potturinn tvöfaldur og stefnir í 90 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 40 milljónir og bónusvinningurinn í 3,5 milljónir. Tvöf aldu r pottu r2 Eru sveigjanleg starfslok valkostur? Ráðstefna í Salnum, Kópavogi, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.15 Setning - Gísli Páll Pálsson formaður Öldrunarráðs Íslands Erindi: Tryggvi Þór Herbertsson Hagfræðistofnun H.Í. - Sveigjanleg starfslok Örn Clausen lögfræðingur - Vil vinna meðan ég get Berglind Magnúsdóttir öldrunarsálfræðingur - "Líf eftir starfslok" kvíðvænlegt eða eftirsóknavert? Ólafur Ólafsson formaður LEB - Eldri borgarar mun hressari nú en áður Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri LL - Borgar sig að flýta töku ellilífeyris? Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður Alcan - Sveigjanleg starfslok hjá Alcan og hugsanlegar hindranir Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsasmiðjunnar - Reynsla Húsasmiðjunnar af því að ráða eldra fólk til starfa Fyrirspurnir úr sal Samantekt - Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM Ráðstefnustjóri er Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis. Ráðstefnulok kl. 16.20 Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis Öldrunarráð Íslands í samvinnu við ASÍ, BHM, BSRB, LEB, SA og Samband íslenskra sveitarfélaga Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir lítur engan veginn á píanóið sem sjálf- sagðan hlut. Hún heldur vægast sagt óvenjulega píanótónleika á Myrkum músíkdögum í kvöld. „Við erum að reyna að útvíkka píanóið sem form og sem hljóð- færi,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir um tónleika sem hún heldur í tón- listarhúsinu Ými í kvöld, þar sem hún flytur meðal annars þrjú verk eftir bandaríska tónskáldið Greg Davis. Einnig flytur hún verk eftir George Crumb og Giacinto Scelsi, ásamt því að frumflytja verk eftir Hilmar Þórðarson. Tónleikarnir eru tileinkaðir náttúrunni og píanóinu og einnig er hugsað til listamannsins Dieters Roth, en ekki minna en þrjú píanó þurfa að vera á sviðinu til þess að Tinna geti flutt öll þessi verk. Hugmyndin að þessum tónleik- um kviknaði hjá þeim Tinnu og Greg Davis fyrir nokkrum árum, en þau kynntust á námsárum sínum í Boston. „Við erum að gera nýjar teg- undir af undirbúnu píanói,“ en með „undirbúnu píanói“ er átt við að ýmsum aukahlutum er bætt við píanóið til þess að fá úr því öðru- vísi hljóma. Í einu verkinu notar Tinna til að mynda fjöldann allan af slag- verkshljóðfærum sem þau hafa komið fyrir í píanóinu. „Það má segja að píanóið breyt- ist í slagverkshljómsveit í þessu verki,“ segir Tinna. Hún fékk einnig lánaðan flyg- ilinn hans Dieters Roth til þess að nota í sannkallaðan tónlistar- gjörning, sem verður í anda lista- mannsins. „Hann var mikill tónlistarmað- ur sjálfur og gerði ýmsar tilraun- ir. Þetta er líka mjög tilrauna- kennt verk. Píanóið verður fyllt af alls kyns dóti, en ég þori ekki að lýsa því neitt nánar. En þetta verður frekar lífrænt má segja.“ Síðast á dagskrá tónleikanna er frumflutningur á verki eftir Hilmar Þórðarsson, þar sem tölvutækninni er beitt með afar nýstárlegum hætti í samspili við píanóið. „Þar er ég að prófa nýja vídeó- tækni sem gerir mér kleift að stjórna píanóinu með höndunum í lausu lofti. Ég fæ þarna tækifæri til að breyta tónunum sem heyrast frá píanóinu.“ Tinna segir ótrúlega mikið umstang fylgja því að gera hljóð- færin þannig úr garði að hægt verði að flytja þessi verk. En hún lofar því að tónleikarnir verði mikil veisla, ekki síður fyrir augað en eyrað. Tónleikarnir í Ými hefjast klukkan 20 í kvöld. ■ Reynt á þolrif píanósins MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2006 GREG DAVIS, TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR OG HILMAR ÞÓRÐARSON Ekki minna en þrjú píanó og alls kyns aukahluti þarf til þess að gera Tinnu kleift að flytja verkin, sem eru á dagskrá tónleikanna í Ými. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.