Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Framgangi Kína og Indlands undanfarin ár hefur verið líkt við ris Þýskalands á 19. öld og Bandaríkjanna á 20. öldinni. Það er því ekki að undra að allra augu beinist að risunum tveimur í austri enda hefðu slík valdaskipti ófyrirséðar afleiðingar fyrir heimsbyggð- ina alla. Hagkerfi beggja landa vaxa með ógnarhraða. Kína náði nærri 10 prósenta hagvexti á síðasta ári og sölsaði undir sig sæti Bretlands sem fjórða stærsta hagkerfi heims. Áætlað er að hagvöxtur Indlands hafi verið á milli 7,5 til 8 prósent árið 2005. Það er því ekki um að ræða smávægilegar breyting- ar á löndunum tveim sem hafa að geyma tvo fimmtu hluta alls mannkyns. AÐSTÆÐUR LANDANNA UM MARGT LÍKAR Margt er líkt með Kína og Indlandi. Mjög miklar andstæður ríkja í báðum löndum. Tíundi hluti Indverja býr við samsvarandi kjör og Íslendingar og þessi millistétt fer ört stækkandi. Eftir sem áður er stór hluti Indverja bláfátæk- ur en hlutföllin milli milli- stéttarinnar og hinna er að breytast hratt. Sama er uppi á teningnum í Kína. Bæði lönd- in reiða sig að miklu leyti á landbúnað og hafa tekið stór skref í áttina að minnka fátækt eftir að hafa farið rót- tækar leiðir að efnahagsum- bótum. Mikill fólksfjöldi er vandamál beggja þjóða sem skapar gríðarlega þörf fyrir náttúruauðlindir á borð við land, vatn og orku. Bæði ríkin að finna leiðir til að stemma stigu við umhverfisvandamálum. Þar að auki standa þau frammi fyrir ytri deilum, Kína við Bandaríkin vegna Taívans og Indland við Pakistan vegna Kasmír. Að auki líta ríkin hvort til annars, bæði sem fyrirmynd og ógn en ekki síst tækifæri sem hefur að mestu leyti ekki verið nýtt. HAMLAR LÝÐRÆÐIÐ FRAMÞRÓUN? Við fyrstu sýn virðast aðstæður Kína og Indlands svipaðar. Eitt atriði sker þó ræki- lega á milli þeirra – Indland býr við lýðræði og hefur gert frá sjálfstæðistökunni 1947 en Kína er einræðisríki. Þá sem fylgst hafa með þróuninni í Kína og Indlandi greinir á um hvort skorturinn á lýðræði standi Kínverjum fyrir þrifum eða ekki. Þorvaldur Gylfason, prófessor við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands, sem hefur skoðað málefni landanna, tilheyrir fyrri hópnum. Honum þykir lyginni líkast hversu langt Kína hefur komist með núverandi fyrirkomulagi. Hann telur að Kínverjum sé ekki stætt á því að halda sínu striki eins og hefur verið. Þeir verði annaðhvort að hægja á efnahagsumbót- unum eða veita fólki færi á að koma komm- únistaflokkinn frá völdum í kosningum. Þeir verði að veita fólki færi á samkeppni á stjórnmálavettvangi eins og þeim þykir núna sjálfsagt að það sé samkeppni í efnahags- lífinu. Það er þó spurning hvað þeim tekst lengi að halda fólki við réttindaskortinn með því að láta tekjur þess aukast frá ári til árs. Þorvaldur telur að til langs tíma litið verði þær andstæður sem nú eru við lýði í þjóð- félaginu ósættanlegar. Spurningin sé bara hvað orðin „til langs tíma litið“ þýði og það viti enginn. „Ég er jafnviss um það eins og ég sit hér að eftir 25 ár verði annaðhvort kommún- istaflokkurinn farinn frá völdum í Kína eða þeir hafa þurft að hægja á umbótunum,“ segir Þorvaldur. Á þessu byggist sú skoðun hans að framtíðin sé í raun bjartari fyrir Indland þrátt fyrir að Kína hafi sýnt meiri framþróun síðustu ár. KÍNVERJAR LENGRA Á VEG KOMNIR Þegar frá er talið að Indverjar búa við lýð- ræði en Kínverjar ekki vakna spurningar um samanburð að ýmsu öðru leyti. Sá samanburður er Kínverjum í vil nánast hvar sem fæti ber niður. Kínverjar eru lengra komnir en Indverjar hvort sem að því kemur að útrýma ólæsi eða að opna efnahagslífið fyrir erlendri samkeppni og laða að erlent fjár- magn. Framleiðsla á mann var þriðjungi FORSÆTISRÁÐHERRA KÍNA, WEN JIABAO, OG FORSÆTISRÁÐHERRA INDLANDS, MANMOHAN SINGH Myndin er tekin við undirskrift samkomulags milli Kína og Indlands í apríl í fyrra. Því var ætlað að leysa landamæradeilu landanna sem staðið hefur yfir í meira en fjóra áratugi. Samningurinn var liður í að auka efnahagslega samvinnu asísku risanna en tækifæri þeirra liggja ekki síst í auknum viðskiptum sín á milli. Ekki bara sólin sem rís í austri Kína og Indland og yfirvofandi heimsyfirráð þeirra voru mál málanna á heimsviðskiptaþingi World Economic Forum í Davos í lok síðasta mán- aðar. Í nýlegu áliti fjárfestingarbankans Goldman Sachs er áætlað að árið 2035 verði Kína komið fram úr Bandaríkjunum og Indland fram úr Japan hvað varðar stærð hagkerfisins. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði framgang og framtíðarhorfur risanna tveggja. 5.000 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1975 1978 1981 1984 1987 1990 1993 1996 1999 2002 * í dollurum á verðlagi 2000 Kína Indland H A G V Ö X T U R Á M A N N 1 9 7 5 - 2 0 0 3 * Töluverð reynsla hefur skapast hér á landi af við- skiptum við Kína og hafa þau aukist ár frá ári frá því að markaðsumbætur hófust þar um 1974. Árið 2004 stóð Kína fyrir 3,8 prósentum af öllum inn- flutningi til landsins og 0,6 prósent af útflutningi. Textílvörurnar eru langstærstur hluti af inn- flutningi frá Kína til Indlands. Þegar kemur að útflutningi skipar sjávarútvegurinn veigamestan sess. Mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stunda viðskipti í Kína og hafa yfir að ráða háþróuðum verksmiðjum þar. Samgöngufyrirtækin hafa einn- ig komið sér fyrir í Kína, til að mynda hafa bæði Eimskip og Samskip skrifstofur þar og Icelandair leigir flugvélar þangað. Íslandsbanki opnaði nýlega skrifstofu í Shanghai í því miði að þjónusta íslensk og norsk fyrirtæki sem hafa hafið starfsemi í Kína. För íslenskrar sendinefndar á vegum Útflutningsráðs, Samtaka fiskvinnslustöðva og Kínversk-íslenska viðskiptaráðsins til Kína árið 2003 sýndi hversu miklar væntingar íslenskt við- skiptalíf hefur til kínverska markaðarins. Fjölmörg íslensk fyrirtæki slógust með í þá í för og til góðra viðskiptasambanda var stofnað. Kínverjar hafa alla tíð sýnt viðskiptum við aðrar þjóðir áhuga. Þeir reka til að mynda allstórt sendi- ráð á Íslandi sem er eitt af því sem gerir aðganginn greiðari fyrir þá sem hyggja á viðskipti við Kína. Ísland og Kína K Í N A Innflutningur Ár Millj.kr. (fob) % af heild 2002 6112 2,9% 2003 7719 3,6% 2004 9806 3,8% Útflutningur Ár Millj.kr. (fob) % af heild 2002 1310 0,6% 2003 1327 0,7% 2004 1128 0,6% Við fyrstu sýn virðast aðstæður Kína og Indlands svipaðar. Eitt atriði sker þó rækilega á milli þeirra – Indland býr við lýðræði og hefur gert frá sjálfstæðistök- unni 1947 en Kína er einræðisríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.