Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 78
 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SÚR HVALUR 30% afsláttur af harðfiski og hákarli Opið alla laugardaga 10-14 NFS ER Á VISIR.IS LÁRÉTT 2 viðbót 6 samþykki 8 stein- bogi 9 þrá 11 utan 12 mataráhald 14 ummælin 16 frú 17 líða vel 18 for 20 númer 21 betl. LÓÐRÉTT 1 birta 3 tveir eins 4 óákveðinn 5 ræktað landsvæði 7 hvatning 10 ílát 13 svelg 15 kropp 16 framkoma 19 guð. LAUSN HRÓSIÐ ...fær Guðmundur Arnar Guð- mundsson kynningarstjóri Sirkuss fyrir að kynna videóblogg fyrir landanum. LÁRÉTT: 2 ábót, 6 já, 8 brú, 9 ósk, 11 án, 12 skeið, 14 orðin, 16 fr, 17 una, 18 aur, 20 nr, 21 snap. LÓÐRÉTT: 1 ljós, 3 bb, 4 óráðinn, 5 tún, 7 áskorun, 10 ker, 13 iðu, 15 nart, 16 fas, 19 ra. Sigrún Elsa Smára- dóttir, Samfylking- unni: Mig langar auðvitað að Samfylkingin fái hreinan meirihluta í borgarstjórnarkosning- unum í vor og nái þar með að hrinda í fram- kvæmd stefnumálum Samfylkingarinnar um gjaldfrjálsa leikskóla. Þá langar mig líka að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að bjóða öllum börnum leikskólapláss við lok fæðingarorlofs, halda Orkuveitu Reykjavíkur áfram í eign Reykvíkinga og stuðla með öllum tiltækum ráðum að enn mann- vænna og betra samfélagi manna í Reykjavík. Ester Bíbí Ásgeirs- dóttir, hljóðmaður og bassaleikari Singa- pore Sling: Mig langar að vera betri leikari en ég leik mig akkúrat núna svo ég geti skriðið undir sæng, sofnað og látið mig dreyma um betri tíð og blóm í haga. Janúar- og febrúarmánuðir fara ekkert sérstaklega vel í mig, þetta svartasta skammdegi, svo mig er farið að lengja dálítið eftir sólinni og fegurð vorsins. Bergur Þór Ingólfsson, leikari: Mig langar að temja mér nægjusemi því fyr- irferðarmiklar langanir mínar snúast um að eiga frið í hjarta og ró í sál. Þetta er lífsverk- efni því við búum í samfélagi þar sem mammonstrúin er svo sterk að sífellt finnst eitthvað sem togar og maður telur sig verða að eignast. Ég veit samt að hamingjan felst ekki í leðursófasetti. Mottóið er því sannfæringin um að hamingjan komi innan frá. ÞRÍR SPURÐIR Hvað langar þig einmitt núna? Þegar unga fólkið er spurt hver sé uppáhaldsverslunin þess kemur nafn verslunarinnar KronKron oft upp. Hingað til hefur verslunin verið í nokkurra fermetra húsnæði að Laugavegi 55 en á næstunni mun hún flytja að Laugavegi 63 í miklu stærra húsnæði en gengið er inn í versl- unina Vitastígsmegin. Eigendur verslunarinnar, Magni Þorsteins- son hárgreiðslumaður og Hugrún Dögg Árnadóttir hönnuður hafa kynnt Íslendinga fyrir framsæk- inni hönnun en í KronKron hafa þau selt hönnun Eley Kishim- oto, Marjan Pejoski, Humanoid, Vivian Westwood og Wood Wood svo einhver merki séu nefnd. Aðspurður um flutningana sagði Magni að það væri ýmislegt í pípunum sem ekki væri hægt að nefna að svo stöddu en eitt væri víst að þau myndu halda áfram með merkin og jafnvel bæta ein- hverjum merkjum við. „Við féllum fyrir þessu hús- næði enda er það stórglæsilegt og hentar okkur voðalega vel. Þarna er hátt til lofts og vítt til veggja. Fötin munu njóta sín afar vel í þessu húsnæði,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Stefnan er að opna verslunina um næstu mánaðamót þótt það standi vita- skuld svolítið tæpt. Magni og Hugrún munu sjá algerlega um að hanna verslunina eins og þau hafa gert hingað til. Skóbúðin Kron og fataverslunin KronKron hafa fengið reglulegar andlits- breytingar og hafa þau ekki verið hrædd við að blanda saman litum og prófa eitthvað nýtt. Magni vildi þó alls ekki gefa upp hver stíllinn á búðinni yrði, það myndi koma í ljós þegar hún opnaði. „Búðin á eftir að breytast heilmikið en við reynum þó að halda okkar sjarma þótt plássið verði miklu meira,“ sagði hann. Aðspurður um vortískuna sagði hann hana stórskemmtilega. „Tískan er fjölbreytt og það eru margir stílar í gangi. Það er erf- itt að pikka eitthvað eitt út enda mun þetta allt koma í ljós þegar við opnum.“ Á síðustu árum hafa opnað nokkrar verslanir sem sérhæfa sig í erlendri tískuhönnun. Magni segist ekki hræðast samkeppn- ina þó hann viðurkenni að það sé ekki markaður fyrir margar slíkar verslanir. „Ég held að það sé samt sem áður alltaf markaður fyrir fal- leg föt. Það er gaman að geta selt skó, smáhluti og flíkur frá þess- um flottu hönnuðum. Ég held að það hafi verið orðið tímabært að geta keypt þessi merki á Íslandi en margir hafa í gegnum tíðina keypt þessi föt á erlendri grundu. Við erum með merki sem eru ofsalega stór á heimsvísu og má segja að þetta sé bara rjóminn af því besta,“ segir Magni að lokum sem var á leið úr landi í inn- kaupaferð til að eiga örugglega nóg af vörum þegar nýja versl- unin opnar. martamaria@frettabladid.is VERSLUNIN KRONKRON: STÆKKAR UM TUGI FERMETRA Rjóminn af því besta HLAKKA TIL AÐ FLYTJA Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir, eigendur verslunar- innar KronKron sem brátt flytur í miklu stærra húsnæði. FRÉTTIR AF FÓLKI Össur Skarphéðinsson alþingismað-ur er á ferð um Vestur-Afríkuríkið Togo ásamt rithöfundunum Þráni Bert- elssyni og Nirði P. Njarðvík og sjónvarps- manninum Jóni Ársæli Þórðarsyni sem eltir Össur á röndum og safnar efni fyrir þátt sinn Sjálfstætt fólk. Össur fer á kostum í ferðalýsing- um á bloggsíðu sinni og það er deginum ljós- ara að þeir félagar eru í sannkallaðri ævintýraferð. Össur lenti meðal annars í miðri vúdumessu og þegar svarta- galdursprestarnir hrelldu innfædda með hvæsandi slöngu gekk Össur fyrir skjöldu og tók skepnuna taki: „Ég stökk inn í hringinn við óttablandin fagnaðarlæti fjöldans. Ég tók slönguna góðu taki rétt aftan við hvoftinn svo hún næði hvorki að bíta mig né aðra, öðru aftan við miðju kykvendisins og hóf hana á loft, einsog afrískur stríðsmaður sigraðan andstæðing, við siguróp fólksins.“ Össur segist hafa átt í ógnarbasli með að hemja slönguna sem ólmaðist „ógnarþung og öflug“ í höndum hans. „En það hafðist og ég hefði örugg- lega unnið kosningu í þessu þorpi eftir þetta einvígi mitt og vúdúslöngunnar. En vúdúprestunum sem nota galdras- löngur til að skapa ótta hjá fólkinu líkaði þetta ekki og slangan var að lokum þrifin af mér og sett í kassa,“ segir Össur sem endaði daginn á því að synda allsber í sundlauginni á Hotel Napoleon með Jóni Ársæli og skola þannig af sér ævintýri dagsins. Stuðningsfólk Silvíu Nóttar halda áfram að berjast fyrir hagsmunum sinnar konu þótt útvarpsráð hafi í gær lýst yfir stuðningi við salómonsdóm Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem ákvað að vísa Silvíu ekki frá forkeppni Eurov- ision þrátt fyrir að laginu hafi verið dreift á netinu fyrir frumflutning. Síðdegis í gær höfðu tæplega 6000 manns skráð sig á undirskriftalista á netinu þar sem skorað var á RÚV að láta ákvörðun Páls standa óhaggaða. RÚV vill ekki gefa upp hversu margir tóku þátt í símkosningu eftir þriðju forkeppnina á laugardaginn en heyrst hefur að Silvía hafi þar slegið öll met og fengið yfirgnæfandi meirihluta sím- sendra atkvæða. -ÞÞ Heimasíðan tónlist.is hefur ákveðið að hasla sér völl í útgáfu í gegnum nýtt útgáfufélag, Cod music, sem mun einbeita sér að grasrótinni í íslenskri tónlist. Hugmyndin er að gefa tólf til fimmtán flytjendum tækifæri til að taka upp tónlist við bestu aðstæður sem fylgt verður eftir með öflugri markaðssetningu. Í raun er hér um hefðbundna útgáfu að ræða nema að tónlistin er aðeins gefin út sem niður- hal á netinu og í farsíma til að byrja með. Ef sýnt þykir að að ákveðnir flytjendur hafi gott efni eftir sjálfa sig fram að færa sem líklegt er til að ná hylli verður farið í útgáfu á geisladiskum í framhaldinu. Þetta nýja útgáfufélag starfar í takt við þá þróun að flytjendur hafa verið að fanga athygli umheimsins eftir óhefðbundum leiðum í aukn- um mæli. „Hugmyndafræðin er að þetta sé hin nýja útflutningsgrein. Þorsk- urinn á undir högg að sækja en íslenska tónlistin nýtur hylli hvar sem er,“ segir Stefán Hjörleifsson hjá tónlist.is. „Það er bara spurning hvenær þetta tekur yfir. Núna efast enginn lengur um að netið sé framtíðin,“ segir hann. Frosti Logason úr hljómsveit- inni Mínus hefur verið ráðinn verk- efnastjóri og ásamt honum mun tónlistarráð velja tilvonandi flytj- endur. Gert er ráð fyrir að a.m.k. sex flytjendur verði síðan valdir og afraksturinn gefinn út á netinu þar sem gestir fá tækifæri til að hafa áhrif hverjir þrír verða valdir til fullbúinnar útgáfu. Nánari upplýs- ingar er að finna á www.tonlist.is og á vefsíðunni www.cod.is. -fb Grasrótin í fyrirrúmi STEFÁN HJÖRLEIFSSON Stefán er sannfærð- ur um að netið sé framtíðin, rétt eins og erlendir tónlistarsérfræðingar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.