Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis Group -3% 9% Atorka Group -2% -3% Bakkavör Group -1% 8% Dagsbrún 0% -5% Flaga Group -5% -16% FL Group 1% 20% Íslandsbanki 0% 16% KB banki 3% 26% Kögun -2% 3% Landsbankinn -2% 10% Marel 0% 8% Mosaic Fashions -2% -6% SÍF 1% 0% Straumur 9% 30% Össur -3% -8% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Vanskil lántakenda í bankakerfinu hafa minnkað jafnt og þétt undanfarin misseri þrátt fyrir mikla útlánaaukningu til einstaklinga og fyrirtækja. Friðrik Halldórsson, framkvæmdastjóri við- skiptabankaþjónustu KB banka, segir að marg- þættar ástæður séu fyrir þessari þróun en tvennt skipti sköpum. Annars vegar hafi efnahagsástand á Íslandi verið gott og eins hjálpi til að einstaklingar hafi endurskipulagt peningamálin sín með end- urfjármögnun húsnæðislána á lægri vöxtum sem óneitanlega minnki fjármagnskostnað heimilanna. „Fólk ákvað að hætta að eyða peningum í óþarfa kostnað eins og dráttarvexti.“ Friðrik nefnir að aukin umsvif í þjóðfélaginu komi fyrirtækjum til góða og þau eigi þar með auð- veldara að standa í skilum með sín lán. Í uppgjöri Íslandsbanka á fjórða ársfjórðungi fyrir viðskiptabankasvið á Íslandi kemur fram að greitt hafi verið út af afskriftarreikningi 59 milljónir króna samanborið við 640 milljóna króna framlag á sama tímabili fyrir ári síðan. Þá var lítið útlánatap á starfsemi dótturfélaga í Noregi á síðasta ári. Framlag á afskriftarreikning er nú skilgreint í rekstrarreikningi sem virðisrýrnun útlána í rekstr- arreikningi. Um síðustu áramót nam virðisrýrnun útlána og krafna hjá Íslandsbankasamstæðunni sem hlutfall af lánum, kröfum og ábyrgðum um 0,2 prósentum samanborið við hálft prósent í loks árs 2004. Sömu sögu er að segja af uppgjöri KB banka. Þar er greinilegt að vanskil fara minnkandi og nam virðisrýrnun útlána á árinu 2005 alls 2.450 millj- ónum króna en 3.825 árið 2004 þrátt fyrir mikinn vöxt útlána á síðasta ári. Virðisrýrnun sem hlutfall af heildarútlánum nam aðeins 0,15 prósentum á síðasta ári. Hjá Landsbankanum var samsvarandi hlutfall 0,58 prósent og hafði lækkað úr 0,73 prósentum árið áður. Landsbankinn lagði um 6,2 milljarða á afskriftarreikning á síðasta ári. VANSKIL LÆKKA Þrátt fyrir að meira sé lánað til einstaklinga og fyrirtækja hefur útlánatap bankanna minnkað. Markaðurinn/Valli Vanskil í bankakerfinu minnka en útlán aukast Lægri fjármagnskostnaður af húsnæðislánum og hagstætt árferði skýra minni vanskil. Ú T L Á N A T Ö P O G A F S K R I F T A R E I K N I N G A R B A N K A N N A Í Á R S L O K 2 0 0 5 * Íslandsbanki KB banki Landsbankinn Virðisrýrnun útlána og krafna 1,9 2,5 6,2 Virðisrýrnun útlána og krafna/lánum, kröfum og ábyrgðum 0,20% 0,15% 0,58% Staða afskriftareiknings 8,9 13 13,1 Hlutfall útlána í afskriftarreikningi 0,76% 0,70% 1,31% Heimild: LÍ * Allar upphæðir í milljörðum Lífleg viðskipti hafa verið með stofnfjárhluti í Sparisjóði vél- stjóra að undanförnu. Yfir 30 prósent stofnfjár í SPV hafa skipt um hendur en þetta eru yfir þúsund bréf. Samfara hefur gengi bréf- anna tvöfaldast frá því snemma í desember og hækkað um 60 prósent frá áramótum. Kannski má því segja að SPV hafi hækk- að mest allra bankastofnana það sem af er ári. Eftir því sem næst verður komist eru kaupendur úr öllum áttum auk MP fjárfestingar- banka sem á tæp tíu prósent stofnfjárbréfa. Félag í eigu Þorsteins M. Jónssonar, sem kenndur er við Kók, keypti stór- an hlut af Vélstjórafélaginu á dögunum. Enginn miðlægur markaður er með stofnfjárbréfin og hefur gengið því verið mismunandi á milli þeirra verðbréfafyrir- tækja sem miðla bréfunum. Mikil viðskipti voru fyrir stuttu á genginu 46 en hæst hafa bréfin farið í 50. Fyrstu opinberu viðskiptin með bréf í SPV fóru fram á genginu 24 þannig að hækkunin nemur 90- 100 prósentum. Verðmæti eins stofnfjárhlut- ar er nú um 1.882.320 kr. miðað við gengið 48. Áður en viðskipti fóru af stað fyrir frumkvæði MP Fjárfestingarbanka áttu stofnfjáreigendur sex hluti að hámarki, sem eru að nafnverði 235 þúsund, og því er mark- aðsverðmæti fyrir fullan hlut komið í ellefu milljónir króna. MP fjárfestingarbanki keypti á genginu 24-27 og hefur hlut- ur hans því tæplega tvöfald- ast. Bankinn hefur þó einungis atkvæðisrétt á sex bréfum. Heildarvirði stofnfjár er sex milljarðar miðað við hæsta gengi sem er líklega svipað og allt eigið fé sparisjóðsins um síðustu áramót. - hh / eþa MIKIL VIÐSKIPTI Í SPV Fjórðungur stofnfjár hefur skipt um hendur og gengið hækkað hratt. Hluturinn er um 1,8 milljóna króna virði. MARKAÐURINN/STEFÁN Þriðjungur í SPV skiptir um hendur Tvöföldun gengis á tveimur mánuðum. Eitt bréf nærri tveggja milljóna króna virði. Íslandsbanki endurgreiddi í gær viðskiptavinum sínum sem eru í Vild, Gullvild eða Platínum hluta af greiddum vöxtum skuldabréfa. Um það bil 10 þúsund viðskipta- vinir bankans fengu endurgreidd- ar samtals 50 milljónir króna vegna vaxtagreiðslna árið 2005. Endurgreiðsla vaxta tekur til skuldabréfalána sem veitt eru í útibúum bankans, svo sem almennra skuldabréfalána og óverðtryggðra og erlendra hús- næðislána. Viðskiptavinir þurfa að hafa staðið í skilum á árinu 2005 til að hljóta endurgreiðslu. - hhs 50 milljónir til bakaUppgjör Össurar sem birt var í gær var talsvert undir vænting- um greiningaraðila. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 3,1 millj- ón bandaríkjadala eða ríflega 195 milljónum króna. Meðaltalsspá greiningardeildanna sagði til um 266 milljóna króna. Greining Íslandsbanka hafði spáð fyrir um 349 milljóna dala hagnað. Miðað við spá hennar voru tekjur félagsins ríflega 5 milljónum bandaríkjadala undir væntingum. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að í afkomu- spá fyrirtækisins hafi verið gert ráð fyrir að framlegð af vörusölu yrði um 60,6 prósent en raunin hafi verið um 59 prósent. Vegna lægri framlegðar af vörusölu og lægri tekna hafi EBITDA verið 7,9 milljónir dala en í afkomu- spá hafi verið gert ráð fyrir 12 milljónum dala. Hagnaður alls ársins 2005 nam 11,7 milljónum bandaríkjadala eða 734,7 milljónum íslenskra króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 15,2 milljónum bandaríkjadala. Sala ársins nam 160,7 milljónum bandaríkjadala sem jafngildir 10,1 milljarði íslenskra króna, samanborið við 124,4 milljónir í fyrra. Hlutabréf í félaginu höfðu lækkað um 2,38 prósent um tvö- leytið í gær. - hhs Össur undir væntingum JÓN SIGURÐSSON, FORSTJÓRI ÖSSUR- AR Afkoma Össurar var talsvert undir vænt- ingum markaðsaðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.