Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í staf- rænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N Stefnumótun í verndun hugverka- réttinda er nauðsynlegt skilyrði til að geta verið þátttakandi í nýju heildarhagkerfi („global economy“), þar sem óáþreifan- leg verðmæti eru að verða stærri og stærri hluti af verðmætum fyrirtækja. Það er oft sagt að við búum í „nýju hagkerfi“. Þetta þýðir m.a. að stöðugt stærri hluta af vexti viðskiptalífsins er hægt að þakka óáþreifanlegum verðmæt- um, þ.e. verðmætum sem eru ekki af efnislegum toga. Í dag er áætlað að um það bil 70% af verðmætum fyrirtækja séu vegna óáþreifanlegra verðmæta (tilvísun: Brookings Institute), sem ekki reiknast beint inn í árs- uppgjör fyrirtækja. Slík óáþreifanleg verðmæti geta verið óskráð réttindi í formi höfundarréttar (copyright), iðn- aðarleyndarmála og verkþekk- ingar („know how“), eða þau geta t.d. verið skráð í formi einka- leyfa, vörumerkja eða hönnunar. Á alþjóðlegan mælikvarða falla slík réttindi undir samnefnarann „Intellectual Property Rights“, sem er venjulega skammstafað IPR. HVERS VEGNA IPR-STEFNUMÓTUN? Fyrirtæki með einkaleyfi hefur rétt til að koma í veg fyrir að aðrir stundi atvinnustarfsemi innan þess tæknilega sviðs sem lýst er í einkaleyfakröfunum. Það að fá einkaleyfi á nýjum afurð- um og nýrri tækni er venjulega nauðsynlegt til að komast hjá eftirlíkingum. Einkaleyfi geta náð yfir almenn og breið svið eða sérstakar lausnir og eru þau veitt til 20 ára. Hægt er að bera einka- leyfi saman við sérstaka löggjöf sem bannar misnotkun á þeirri tækni sem einkaleyfið nær yfir í öllum þeim löndum þar sem það er skráð. Til viðbótar við að tryggja einkarétt á tæknilegu forskoti þá ver einkaleyfi fjár- festingar, tryggir ávöxtun, hindr- ar samkeppnisaðila og hefur í för með sér verðmætaaukningu fyrir fyrirtæki. Mikilvægt er að hafa í huga að einkaleyfi er opin- bert skjal, sem hindrar að aðrir geti fengið einkaleyfi fyrir sömu uppfinningu. Þessu til viðbótar er vert að nefna að einkaleyfi er samfélagsleg auðlind fyrir bæði tækni- og vísindalega þekkingu. Það er nefnilega þannig að eig- andi einkaleyfis hefur fullkom- inn rétt til þess að koma í veg fyrir að aðrir notfæri sér tækn- ina í viðskiptalegum tilgangi. Á svipaðan hátt er vörumerki kennimark fyrirtækis sem og þeirrar vöru eða þjónustu sem fyrirtækið hefur á sínum snær- um. Vörumerkjaskráning gefur tilsvarandi einokun til notkun- ar á vörumerkinu og jafnframt hindrar aðra í að nota sama eða samsvarandi merki. Hönnunarvernd er einnig mikilvægt verkfæri til að koma í veg fyrir að aðrir geti líkt eftir sjónrænni áherslu á vöru fyr- irtækis, nefnilega útlit þeirr- ar vöru sem fyrirtækið hefur skapað. Hönnun er oft notuð sem vernd samhliða einkaleyf- um, en getur einnig verið notuð ein og sér. Vara getur nefnilega verið vernduð á marga vegu, t.d. með einkaleyfum, hönnun og vörumerkjum. Með því að samtvinna mis- munandi tegundum vernda er hægt að ná ákveðnu markaðs- forskoti. Við að fá t.d. einkaleyfi af nýrri vöru næst 20 ára mark- aðs einræði. Á þessum 20 árum gefst tækifæri til að hanna og þróa vörumerki sem notendur þekkja og halda tryggð við eftir að einkaleyfið fellur úr gildi. HVAÐ ER IPR STEFNUMÓTUN? IPR stefnumótun fjallar m.a. um að beita einkaleyfum á fagmann- legan hátt. Hún fjallar um að vinna að áætlunum um hvaða markmiðum fyrirtæki vill ná. Einkaleyfi eru mikilvægt áhald sem hefur áhrif á að hve miklu leyti markmiðið næst. Þegar fyrirtæki hefur sett sér ákveðið markmið, t.d. hvaða vöru skal framleiða, þarf að ákveða hvaða einkaleyfastaða er nauðsynleg til að markmiðið náist. Út frá þessu meta fyrirtækin hvaða einka- leyfaumsóknir skal leggja inn. Mikilvægt er að framkvæma bæði innan- og utanhússgrein- ingu á fyrirtækinu. Það þarf að skoða óáþreifanlegar eign- ir fyrirtækisins, og í hvaða átt fyrirtækið er að þróast. Einnig ber að horfast í augu við hvaða raunhæfa möguleika fyrirtækið hefur innan tiltekins samkeppn- issviðs, og samtímis þarf að kort- leggja styrk þess og veikleika. Að auki verður að framkvæma ytri greiningu á markaðnum og ytri samkeppnisaðstæðum. Markmiðið með þessari stefnu- mótun er að tryggja fjárfesting- ar vegna rannsókna og þróunar, tryggja að nýjar vörur og ný tækni verði ekki nýtt af öðrum, og að sjálfsögðu að tryggja nýja markaði. Þessu markmiði er hægt að ná með samsetningu af einkaleyfum, vörumerkjum og hönnun. Fjárhagslegt gildi af slíkum verndum skal meta með tilliti til hugsanlegra sölu- og leyfis- tekna (“licence”), og einnig út frá því hvar fyrirtækin hafa, innan ákveðins viðskiptasviðs, rétt til að starfa (“freedom-to-operate” greining). IPR-stefnumótun – skilyrði til að geta tekið þátt í hinu nýja hagkerfi Guðmundur Þór Reynaldsson einkaleyfa- lögfræðingur og starfar hjá Plougmann og Vingtoft í Danmörku O R Ð Í B E L G Í dag er áætlað að um það bil 70% af verðmætum fyrirtækja séu vegna óáþreifanlegra verðmæta, sem ekki reiknast beint inn í ársuppgjör fyrirtækja. Ætlar þú að grípa tækifærið? Viltu veita starfsmönnum þínum tækifæri til að marka fyrirtæki þínu varanlega sérstöðu í ört vaxandi samkeppni? Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, góð skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. Þriggja vikna fyrirtækjanámskeið Hraðlestrarskólans eru sérsniðin að þörfum atvinnulífsins. Aukinn lestrarhraði, skilningur og markvissari upplýsingaöflun starfsmanna þinna gæti opnað þínu fyrirtæki aðgang að stórkostlegu tækifæri. Ert þú tilbúinn að grípa það? Hafðu samband í síma 586-9400, sendu póst á jovvi@h.is eða kíktu á http://www.h.is „Námið er mjög markvisst og ýtir skemmtilega við gömlu heilasellunum.“ Sigurður Jónsson, 59 ára afgreiðslumaður Rétt eins og Íslendingar eru uppnæmir fyrir þeirri upphefð sem kemur að utan, virðast margir á sama hátt fyllast þórðargleði þegar útlendingar draga okkur og það sem við fáumst við í efa. Útrás viðskiptalífsins hefur óneitanlega fylgt aukin athygli og hún ekki alltaf jákvæð. Erlendis furða menn sig skiljanlega á þeim vexti og sókn sem íslenskt viðskiptalíf hefur verið í að undanförnu. Þar hafa menn leitað ýmissa skýringa og hafa þær ekki allar verið jafn gáfulegar. Sum þessara skrifa hafa sennilega stjórnast af því að helstu skýr- ingarnar á því að íslenskt efnahagslíf hefur blómstrað og íslensk- um fjárfestum hefur vegnað vel eru ekkert sérlega spennandi eða ævintýralegar. Aukið athafnafrelsi, einkavæðing banka, öflugt líf- eyrissjóðakerfi, hagstæðari aldurssamsetning þjóðar en í nágranna- löndunum, erlendar stórframkvæmdir og meiri hagvöxtur en víðast annars staðar eru ekki spennandi skýringar fyrir þá sem vilja krydda frásögn sína. Þá er skemmtilegra að horfa til harmleikjanna og sjá fyrir sér oflátunga eins og Ikarus sem flaug of nærri sólinni sjálfum sér til tjóns. Eða að fabúlera um Ísland sem peningaþvottavél fyrir rússnesku mafíuna. Við þessa umræðu verðum við að búa, en verra er þegar hún er tekin upp hér heima af þeim sem eiga að vita betur. Við höfum sjálf bestu forsendurnar til þess að átta okkur á því sem stendur að baki vexti og viðgangi íslensks viðskiptalífs. Að undanförnu hafa birst greiningar erlendra banka á íslensku bönkunum. Þær greiningar hafa verið býsna gildishlaðnar og fram- setningin einkennst af nokkrum hálfkæringi. Þar hefur meðal ann- ars verið gengið svo langt að efast um réttmæti lánshæfiseinkunna virtra matsfyrirtækja á íslensku bönkunum. Þessa umræðu ber að taka alvarlega, ekki á þeim forsendum að hún sé rétt, heldur á þeirri forsendu að hún getur verið skaðleg. Fjármálakerfið stendur nú traustari fótum en nokkru sinni fyrr og vöxtur bankakerfisins hefur opnað nýjar dyr fyrir athafnafólk þjóðarinnar. Það er því sérkennilegt þegar greina má kokhrausta gleði, jafnvel hjá þeim sem telja sig búa yfir yfirsýn og ábyrgð, þegar augljósar rangfærslur birtast í erlendri umfjöllun. Fjármálafyrirtæki eru ekki bara venjuleg fyrirtæki. Þau eru ein af stoðum samfélagsins. Stjórnendur þeirra og þeir sem um þau fjalla undir formerkjum fagmennsku, eiga að bera meiri virðingu fyrir staðreyndum en svo að róið sé undir þegar vegið er ómálefnalega að þessum stoðum. Bankarnir verða hins vegar að taka þessa umræðu alvarlega og leggja sig í framkróka um að kynna starfsemi sína og svara skýrt þegar þeir eru dregnir í efa. Það er eðlilegt að stoðir bankakerfisins séu umfjöllunarefni og að forvígismenn þeirra séu krafnir svara ef efasemdir vakna. Því hlut- verki þurfa bankarnir að sinna af sömu kostgæfni og öðrum þáttum starfseminnar. Hér á landi höfum við komið okkur upp samsvarandi stofnunum til að hafa eftirlit með fjármálakerfinu og til eru í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess undirgangast bank- ar rannsókn og yfirferð alþjóðlegra matsfyrirtækja sem eiga allt sitt undir því að meta hlutina rétt. Slíkir aðilar hafa margfalt betri aðgang að upplýsingum um eignir og stöðu bankanna en markaðsaðilar svo sem greiningadeildir annarra banka. Eiginfjárhlutfall bankanna hefur aldrei verið hærra og eignadreif- ing þeirra aldrei jafn mikil. Sé ekki nema litið til þessara tveggja þátta, má sjá að íslensk fjármálafyrirtæki búa yfir verulegum styrk. Líka þótt á móti blási. Það þýðir hins vegar ekki að menn geti slegið af kröfum sínum um fagleg vinnubrögð og varúð sem nauðsynleg er í rekstri fjármálafyrirtækja. Vitleysan verður ekkert betri þótt hún komi að utan. Bankakerfið hefur aldrei verið sterkara Hafliði Helgason Ristir dýpra BBC | Neil Heathcote, greinahöfundur á vefsíðu BBC, er staddur í Dubai og fjallar um hvernig múslimar sniðganga danskar vörur. Hann segir verslanir víðs vegar í arabaheiminum hafa tekið danskan varning úr hillunum, meira að segja franska matvörukeðj- an Carrefour. Heathcote segist hafa farið í búðir í Dubai í leit að dönsku smjöri og osti en ávallt gripið í tómt; í staðinn sé boðið upp á vörur frá Nýja- Sjálandi, Tyrklandi eða Sádi-Arabíu. Hann telur jafnframt að í þetta skipti risti mótmælin dýpra en oft áður. Margsinnis hafi verið reynt að hvetja múslima til hunsa bandarískar vörur, til að mynda svaladrykki frá Coca-Cola eða bifreiðar frá Ford. Slíkar tilraunir hafi hins vegar runnið fljótlega út í sandinn. Danir hafi hins vegar ráðist gegn því allra heilagasta – sjálfri trúnni og spámanninum Múhameð. „Þeir hafa saurgað spámanninn okkar og óhreinkað trúna. Við höfum fullan rétt til að mót- mæla,“ hefur Heathcote eftir reiðum viðskiptavini lítillar kjörbúðar í Dubai. Birtir til í Japan? Guardian | Justin McCurry gerir efnahagsástandið í Japan að umfjöllunarefni í The Guardian og spyr hvort hagkerfið sé í raun að rétta úr kútnum eins og gefið hefur verið í skyn. McCurry segir ekki hægt að neita því að ýmislegt bendi til þess að hið versta sé að baki; Nikkei-vísitalan hafi hækkað um fjörutíu prósent á síðasta ári og ekkert lát virð- ist á. Atvinnuframboð sé nægilegt, líf að færast í fasteignamarkaðinn og framleiðni aukist mánuð eftir mánuð. Meira að segja neytendur hafi tekið við sér og eytt rúmlega 3,2 prósentum meira í fyrra en árið á undan. Þá sé allt útlit fyrir að tímabil verðhjöðnunar sé að baki; vísitala neysluverðs hafi hækkað lítillega undanfarna mánuði en sjö ár eru síðan vísitalan hækkaði tvo mánuði í röð. McCurry varar þó Japana við að fagna of snemma. „Erlendar skuldir Japana eru gríðarlegar og þeir reiða sig um of á útflutning. Spyrjum að leikslokum.“ U M V Í Ð A V E R Ö L D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.