Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 74
34 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 5 6 7 8 9 10 11 Miðvikudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Stjarnan og Þór Ak. mætast í DHL-deild karla í handbolta.  19.15 Fram og FH mætast í DHL- deild karla í handbolta.  19.15 Fylkir og Haukar mætast í DHL-deild karla í handbolta.  19.15 Valur og Víkingur/Fjölnir mætast í DHL-deild karla.  19.15 KA og ÍR mætast í DHL-deild karla í handbolta.  19.15 Selfoss og Afturelding mæt- ast í DHL-deild karla í handbolta.  19.15 ÍBV og HK mætast í DHL- deild karla í handbolta.  19.15 Grindavík og Haukar mæt- ast í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta.  19.15 Breiðablik og KR mætast í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta.  19.15 Keflavík og ÍS mætast í Iceland Express-deild kvenna í körfu- bolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.30 Bestu bikarmörkin á Sýn.  19.30 Enska bikarkeppnin á Sýn.  22.20 Handboltakvöld á Rúv. > Jóhann Birnir á þrjá kosti Jóhann Birnir Guðmundsson á þrjá kosti varðandi hvar hann leikur næsta sumar. Sænskt lið hefur áhuga á að skoða hann á næstunni. Jóhann sagði í samtali við Fréttablaðið að samningamál hans við lið á Íslandi væri í biðstöðu á meðan mál hans og sænska félagsins, sem hann vildi ekki gefa upp hvað var, væri enn í skoðun. Jóhann verður ekki áfram hjá Örgryte en hans gömlu félagar í Keflavík leggja mikla áherslu á að fá hann til sín auk þess sem hann er ofarlega á óskalista hjá Íslandsmeisturum FH. Sören Åkeby þjálfari Malmö í Svíþjóð er ánægður með þá takta sem Emil Hallfreðsson hefur sýnt honum á þeim vikum sem hann hefur verið hjá félaginu. Emil er í láni hjá Malmö frá Tottenham en sænska liðið lenti í fimmta sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og Åkeby stefnir ótrauður á topp- baráttuna á því næsta sem byrjar í apríl. Það var Ólafur Kristjáns- son fyrrverandi þjálfari Fram sem benti Åkeby á Emil þegar hann var enn hjá FH og hefur sænski þjálfarinn því fylgst með Emil lengi en auk þess talaði hann við ungmennalandsliðsþjálfara Svía sem bentu honum á að Emil væri mjög góður leik- maður enda lék hann Sví- ana grátt í 4-1 sigri ung- mennalandsliðs Íslands þar sem hann lagði upp þrjú markanna. „Hann er mjög sér- stakur en skemmtilegur. Við fórum í æfingaferð til Suður-Afríku, þar var Emil veikur og gat ekki tekið þátt í æfingunum en síðan við komum aftur til Svíþjóðar hefur hann lagt mjög hart að sér og hefur hrifið mig. Hann er mjög hraður og teknískur sem nýtist okkur vel auk þess sem hann er líkamlega sterkur,“ sagði Åkeby við Fréttablaðið í gær en hann hefur mikla trú á Hafnfirð- ingnum. „Ég bind miklar vonir við að hann muni eiga gott tímabil hér. Hann er byrjaður að tala smá sænsku og þegar hann verður nánast altalandi gerir það honum auðveldlega fyrir. Hann er ungur og verður bara betri og betri og við munum gefa honum tíma til að aðlagast. Hann einbeitir sér vel og það er einnig kostur að hann getur spil- að bæði á vinstri kantinum eða í framlín- unni,“ sagði Åkeby og bætti við að hann væri virkilega ánægður með að klófesta loksins Hafnfirðinginn efnilega, Emil Hallfreðsson. SÖREN ÅKEBY ÞJÁLFARI MALMÖ UM NÝJASTA LIÐSMANN SINN EMIL HALLFREÐSSON: Sérstakur en skemmtilegur HANDBOLTI Eins og kunnugt er sagði Viggó Sigurðsson upp samn- ingi sínum við HSÍ fyrir áramót þar sem hann var ósáttur við kjör sín og vinnuaðstæður. Viggó sagðist þrátt fyrir það vera til í að stýra landsliðinu áfram en þá á öðrum forsendum en í dag. Stjórn HSÍ fundaði um málefni lands- liðsþjálfara í hádeginu í gær og niðurstaðan af þeim fundi var sú að ákveðið hefur verið að ræða við þrjá til fjóra aðila um starfið og Viggó Sigurðsson er einn þeirra. Hann er þó ekki settur í forgang. „Ég get staðfest að við munum ræða við Viggó en önnur nöfn vil ég ekki nefna eins og er en um er að ræða þrjá til fjóra einstakl- inga,“ sagði Guðmundur Ingvars- son, formaður HSÍ, en þegar hann er spurður hvort það væri í for- gangi að ræða við Viggó svaraði Guðmundur neitandi. Guðmundur staðfesti enn frem- ur í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki kæmi til greina að semja eingöngu við þjálfara fram yfir leikina við Svía í sumar sem koma til með að ráða miklu um framtíð íslenska landsliðsins. Samið yrði að minnsta kosti eitthvað fram á næsta ár en Guðmundur stefnir á að klára þessi mál á næstu tveim- ur til þremur vikum. Mennirnir sem Guðmundur ræðir um eru samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Atli Hilmarsson og Alfreð Gíslason. Heimildir blaðsins herma að mjög takmark- aðar líkur séu á því að Alfreð fái starfið enda er hann búinn að ráða sig í vinnu hjá Gummersbach frá og með sumrinu 2007. Þar að auki er hann á starfslokagreiðslum frá Magdeburg fram til þess tíma og við þær greiðslur getur HSÍ ekki keppt. Ofan á það bætist að starfið hjá Gummersbach gæti mögulega losnað fyrr. Nafn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrum lands- liðsþjálfara, hefur einnig verið nefnt í umræðunni síðustu daga en heimildir blaðsins herma að hann sé ekki á lista stjórnar HSÍ. Áreiðanlegar heimildir Frétta- blaðsins herma að stjórn HSÍ hafi takmarkaðan áhuga á því að gera nýjan samning við Viggó Sigurðs- son en renni þess í stað mjög hýru auga til Geirs Sveinssonar, fyrr- um landsliðsfyrirliða. Fréttablað- ið hefur einnig heimildir fyrir því að Viggó hafi átt átakafund með handknattleiksforystunni í nóvember og miðað við það sem fram fór á þeim fundi eru litlar sem engar líkur á að Viggó verði áfram þjálfari. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Sveinsson í gær og spurði að því hvað hann myndi gera ef til hans yrði leitað? „Fyrir það fyrsta þá er enginn búinn að ræða við mig um starfið. Það var rætt við mig á þeim tíma sem Viggó var ráðinn og að ég skyldi setjast að samningaborðinu þá sýndi að ég hafði áhuga á starf- inu. Ég myndi gera það sama í dag,“ sagði Geir en heimildamenn Fréttablaðsins telja ekki ólíklegt að fari svo að hann verði ráðinn muni Júlíus Jónasson verða hans hægri hönd. henry@frettabladid.is Geir að taka við af Viggó sem landsliðsþjálfari í handbolta? Formaður HSÍ, Guðmundur Ingvarsson, segir að Viggó Sigurðsson sé ekki í forgangi í viðræðum um lands- liðsþjálfarastarfið. Þrír til fjórir menn koma til greina í starfið og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, efstur á lista stjórnar HSÍ. Geir hefur áhuga á starfinu. SÍÐASTI LEIKURINN? Viggó Sigurðsson og Bergsveinn Bergsveinsson sjást hér saman á hliðarlínunni gegn Noregi á EM. Þetta var líklega þeirra síðasti leikur með landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÆSTI LANDSLIÐSÞJÁLFARI? Geir Sveinsson sést hér stýra Val FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DHL-deild kvenna: GRÓTTA-FRAM 34-29 Mörk Gróttu: Ivana Veljkovic 10, Agnes Árnadóttir 6, Karen Schmidt 6, Arndís Erlingsdóttir 5, Krist- ín Þórðardóttir 3, Þórunn Friðriksdóttir 2, Gerður Einarsdóttir 2. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 31/1. Mörk Fram: Annette Köbli 12, Sara Sigurðardóttir 4, Stella Sigurðardóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Eva Hrund Harðardóttir 2, (4 með eitt mark). Varin skot: Guðrún Bjartmarz 7. HK-HAUKAR 28-31 FH-VÍKINGUR 29-19 Mörk FH: Maja Grönbæk 15, Ásdís Sigurðardóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Þóra B. Helgadóttir 2, Eva Albrechtsen 2, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 1, Birna Helgadóttir 1, Berglind Björgvinsdóttir 1. Mörk Víkingur: Hekla Daðadóttir 7, Helga Guð- mundsdóttir 3, Barbara Fisher 2, Natasa Daml- janovic 2, Ásta Agnarsdóttir 2, Anna Árnadóttir 2, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir 1. KA/ÞÓR-VALUR 23-30 ÍBV-STJARNAN 24-23 Mörk ÍBV: Pavla Plaminkova 9, Simona Vintila 6, Renata Horvath 4, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Elísa Sig- urðardóttir 1, Ragna Karen Sigurðardóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 9, Rakel Dögg Bragadóttir 6, Elsbieta Kowal 3, Hind Hannesdóttir 2, Kristín Clausen 1. Enska bikarkeppnin: BIRMINGHAM-READING 2-1 1-0 Mikael Forssell (30.), 1-1 Hunt (51.), 2-1 Gray (67.). CRYSTAL PALACE-PRESTON 1-2 1-0 Ward (26.), 1-1 Dichio (35.), 1-2 Dichio (88.). Afríkukeppnin: NÍGERÍA-FÍLABEINSSTRÖNDIN 0-1 0-1 Didier Drogba (47.). EGYPTALAND-SENEGAL 2-1 1-0 Hassan, víti (37.), 1-1 Niang (51), 2-1 Zaki (81). ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það verður mikið um dýrðir þegar óskarsverðlaunin verða afhend í 78. sinn í byrjun marsmánaðar. Jose Reina, mark- maður Liverpool, telur að Arjen Robben verði á hátíðinni, í harðri baráttu um verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki þar sem hann mætir meðal annars Joaquin Phoenix og Heath Ledger. Reina og Robben voru í aðal- hlutverki á sunnudaginn þegar markmanninum var vikið af velli fyrir að slá til Robbens sem féll í grasið. „Ég er brjálaður út í Robb- en, rauða spjaldið átti alls ekki rétt á sér sem er mjög svekkjandi. Robben er stórleikari og gerði nógu vel til að eiga skilið óskars- verðlaunin,“ sagði Reina. Reina ósáttur við Robben: Ætti að fá óskarinn Þormóður í Stjörnuna Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þormóður Egilsson, fyrrum fyrirliði KR, ákveðið að spila með 1. deildarliði Stjörnunnar næsta sumar og á víst aðeins eftir að skrifa undir samning þess efnis. Munnlegt samkomulag ku liggja fyrir. HANDBOLTI Það var fyrst og fremst Írisi Björk Símonardóttur að þakka að Grótta/KR tók góða forystu sem þær létu aldrei af hendi. Íris varði 31 skot í leikn- um á meðan Ivana Veljkovic fór á kostum í sókninni og skoraði tíu mörk. „Vörnin var mjög góð og þannig náði ég að taka mína bolta auk þess sem við kláruðum færin okkar vel og það var það sem skildi á milli í leiknum. Við misstum aðeins dampinn í síðari hálfleiknum en við komum sterkar til baka og kláruðum þetta bara örugglega,“ sagði Íris Björk brosmild í leiks- lok en hún lagði grunninn að sigri Gróttu/KR í leiknum. „Sigurbjörg Jóhannsdóttir er lykilleikmaður fyrir okkur og það var virkilega slæmt að missa hana,“ sagði Magnús Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. Sig- urbjörg meiddist í upphitun fyrir leikinn og munaði um minna fyrir lið Fram. „Okkar leikaðferðir ganga einfaldlega ekki upp með Sigur- björgu utan liðsins og það var það sem skipti sköpum fyrir okkur í leiknum. Varnarleikurinn var lélegur og við kláruðum færin okkar mjög illa,“ sagði Magnús. Það var Anett Köbli sem dró vagninn fyrir gestina úr Safa- mýrinni. Hún skoraði tólf mörk sem dugði þó engan veginn til fyrir Fram í leiknum. - hþh Grótta/KR vann öruggan 34-29 sigur á Fram í DHL-deild kvenna í gær: Sigur Gróttu/KR aldrei í hættu ANETT KÖBLI Gróttu/KR gekk illa að stöðva Köbli sem skoraði tólf mörk í leiknum FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.