Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 25
][ Fugla- og náttúruskoðunar- ferð með menningarlegu ívafi er fyrirhuguð til Búlgaríu og Rúmeníu í vor. „Ég get lofað að þessi ferð verð- ur gríðarlegt veganesti þeim sem vilja kynnast veröld fuglanna, bæði útliti þeirra og hátterni,“ segir Jón Örn Kristleifsson sem skipuleggur ferðina fyrir Fugla- verndarfélag Íslands. Hann segir hana henta öllum náttúruunnendum enda sé farar- stjórinn Jóhann Óli Hilmarsson sérfróður um fugla auk þess sem staðkunnugir menn verði með í för. Ferðin stendur frá 22. apríl til 6. maí. Þetta segir Jón Örn vera besta tíma fyrir fuglaskoðun. „Við gerum okkur vonir um að sjá um 200 tegundir fugla því þarna eru ekki einungis varpsvæði ótal teg- unda heldur fer óhemju mikið af farfuglum þarna um á leið sinni frá Asíu og Afríku til varpstöðva í Evrópu. Kaliakra-höfðinn verð- ur heimsóttur en hann er frægur farfuglastaður þar sem storkar og margt annað fiðurfé fer um vor og haust. Svo eru fjöllin full af spennandi fuglum, til dæmis mismunandi gammategundum sem eru með stærri fuglum í Evrópu. Óshólmasvæði Dónár í Rúmeníu er eitt mesta fuglasvæði álfunnar. Þar eru stærstu vetrar- stöðvar fagurgæsar í heiminum, varpstöðvar flatnefs og margra fleiri hegrategunda og þarna verðum við í þrjá daga á stórum pramma að sigla á milli með kíkja á lofti. Gaupa, rádýr og villisvín eru meðal spendýra deltunnar og yfir 1.600 skordýrategundir hafa fundist þar auk þess sem gróður- farið er einstakt.“ Jón Örn segir ekki aðeins nátt- úrunni gefinn gaumur í ferðinni heldur einnig ýmsum sögulegum minjum og nefnir meðal annars bæinn Nessebar í Búlgaríu sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar verður dvalið í tvær nætur. Hvað skyldi svo ferðin kosta? „Verðið er 138.480 frá Kaup- mannahöfn og allt er innifalið annað en drykkir sem eru ódýrir á þessum slóðum,“ segir Jón Örn að lokum. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.ferdaklubbur.is gun@frettabladid.is Fuglaskoðun við Svartahaf Jón Örn kveðst hafa fengið áhuga á fuglunum frekar seint en nú sé hann forfallinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ferðaskrifstofurnar eru alltaf með ný tilboð á utanlands- ferðum. Þeir sem eru með útþrá en vita ekki alveg hvert þá langar ættu að vera duglegir að kynna sér nýjustu tilboðin. Fjölmargir ferðamenn heimsækja borgina Manchester ár hvert. Í borginni er að finna fjölskrúðugt mannlíf sem er ýmist rautt eða ljósblátt þegar knattspyrnulið borgarinnar, Manchester City og Manchester United, leika sína leiki í ensku úrvalsdeildinni. Að ganga á leikdegi niður eftir Sir Matt Busby Way við heimavöll Man. Utd, Old Trafford, á leikdegi er mikil upp- lifun. 70.000 manns koma þá saman við völlinn og myndast eins konar karnivalstemming knattspyrnuá- hugamanna á götunni. Þó svo að Manchester sé í augum margra þekktust fyrir knatt- spyrnuna, þá býður borgin einnig upp á frábærar verslanir og mjög gott skemmtanalíf. Trafford Center er risastór verslunarmiðstöð þar sem margt er hægt að kaupa. Í Harvey Nichols við Corporation Street er einnig mikið vöruúrval. Góðar verslanir er sömuleiðis að finna við King Street, Market Street og High Street. Wheel of Manchester við Exchange Square er 60 metra hátt ljósum prýtt parísarhjól sem býður upp á óskert útsýni yfir Manchester. Tilvalið er að skella sér einn hring með hjólinu í miðborginni eftir að hafa heimsótt hin fjölmörgu söfn og verslanir sem Manchester býður upp á. ■ Manchester er skemmtileg borg heim að sækja. Lifandi og stór- skemmtileg borg Manchester er nýr áfangastaður hjá Icelandair. Borgin þykir frá- bær verslunarborg og er spennandi fyrir knattspyrnuáhugamenn. Býsvelgir eru litfagrir fuglar. MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON Þann 17.-19. mars verður hin árlega Telemarkhátíð haldin á Akureyri. Dagskráin er með hefðbundnu sniði og keppt verður í samhliðasvigi, stökki og svo verður verðlauna- afhending á laugardagskvöldið og margt fleira. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin á Akur- eyri. Nánari upplýsingar má finna á www.isalp.is þegar nær dregur. ■ Telemarkhátíð FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.