Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 2
2 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR Skráning fer fram á www.landsbanki.is og í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á www.landsbanki.is. Í boði er kaffi og veitingar. Fundargestir verða leystir út með lítilli gjöf. 410 4000 | www.landsbanki.is Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fyrirlestur í Vesturbæjarútibúi Landsbankans, Hagatorgi á morgun kl. 20 - Efnahagsmál í upphafi árs - Hvar liggja fjárfestingatækifærin? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 11 57 02 /2 00 6 ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� DÓMSMÁL Tuttugu og sex ára göml- um manni er gefið að sök að hafa notað greiðslukort og peninga sem hann fann á göngu á leið frá Hverf- isgötu að Fjarðargötu í Hafnarfirði, en mál mannsins var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn fór með seðlaveskið í verslanir Lyfju og Herra Hafn- arfjarðar og verslaði fyrir rúm 50 þúsund, bæði lyf og fatnað. Þá var maðurinn tekinn með lítilræði af amfetamíni og LSD. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni, þjófnað og fyrir að aka próflaus. - mh Síbrotamaður fyrir dómi: Fann veski og keypti lyf og föt UMFERÐARSLYS Á milli þrjú til sjö prósent allra banaslysa í umferð- inni má rekja til sjálfsmorða eða sjálfsmorðatilrauna. Þetta sýna rannsóknir sem hafa verið gerðar í Finnlandi, Svíþjóð og á Írlandi og danska blaðið Politiken segir frá. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa má áætla að þetta hlutfall sé um eitt til tvö prósent hér á landi þó ávallt sé erfitt að sýna fram á töl- fræði í þessum efnum. „Það eru tilfelli nánast á hverju ári þar sem leiða má líkur að því að um sjálfsmorð sé að ræða og jafnvel að það liggi alveg ljóst fyrir eftir rannsókn á bílslysinu að sú hafi verið raunin,“ segir Einar Magn- ús Magnússon, upplýsingafulltrúi á Umferðarstofu. „Ég veit dæmi þess að fórn- arlömb hafi hlotið alvarleg lík- amstjón af svo ekki sé talað um þann andlega miska sem menn verða fyrir í svona tilfellum. Það er mikil kvöl fyrir hvern sem er að hafa átt þátt í því að einhver beið bana þó menn beri enga sök,“ segir hann. „Það er ekki hægt að segja neitt ákveðið um þessi slys. Þau geta verið afar ólík en stundum er margt í aðdraganda þeirra sem rannsakendur heyra frá aðstand- endum sem vekur upp þennan grun. Einnig geta slysin verið með þeim hætti að það vekur upp þessar grunsemdir. Það er angi af stærri umræðu að brýna það fyrir fólki að fylgjast vel með hvort öðru svo hægt sé að minnka lík- urnar á því að fólk grípi til þess- ara óyndisúrræða hvort sem það er í umferðinni eða annars staðar. Þó er ekki hægt að kenna aðstand- endum um þegar svona fer því oft fer þetta mjög leynt,“ segir Einar. Ágúst Mogensen, forstöðumað- ur Rannsóknarnefndar umferð- arslysa, segir að vissulega gerist þetta hér á landi. „Við höfum einu sinni skrifað það í skýrslu hjá okkur að grunur léki á því að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. En það er mjög erfitt að segja til um þetta. Við heyrum einnig af því að gerðar hafi verið tilraunir til sjálfsvíga í umferðinni en farið betur en til stóð,“ segir Ágúst. Einar Guðmundsson, forvarn- arfulltrúi hjá Sjóvá, segir að tryggingafélögin sjái einungis lögregluskýrslur þar sem skýrsl- ur rannsóknarnefndar séu trún- aðarmál. „Samt segir tilfinningin mér það að þegar ég les lögreglu- skýrslurnar að þar hafi sjálfs- morð eða sjálfsmorðstilraun átt sér stað þó ekki sé hægt að sanna slíkt.“ Hann segir ennfremur mikla þörf á umræðunni en þó sé það afar vandasamt þar sem samfélagið sé lítið og slysin þar af leiðandi fá. jse@frettabladid.is Mörg banaslys má rekja til sjálfsmorða Erlendar rannsóknir sýna að sjálfsmorð eða sjálfsmorðstilraunir eru orsök margra banaslysa í umferðinni á hverju ári. Ekki eru til rannsóknir á þessu hér á landi en ýmis dæmi eru um að hér megi einnig rekja banaslys til sjálfsvíga. BANASLYS Í UMFERÐINNI Kannski fæst það aldrei sannað hversu mörg banaslys í umferð- inni megi rekja til sjálfsmorða eða sjálfsmorðstilrauna en slík slys eiga sér stað hér á landi líkt og í nágrannalöndum okkar. Sakaður um fjölföldun Fertugum starfsmanni fyrirtækisins Tölvutækja er gefið að sök að hafa afritað hugbúnað frá Microsoft inn á tölvur sem seldar voru úr versluninni. Málið var tekið fyrir í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Amfetamín í bíl Nítján ára gömul stúlka á Akureyri er ákærð fyrir að hafa verið með lítilræði af amfetamíni í duft- formi og átta amfetamíntöflur í fórum sínum. Efnin fundust á stúlkunni þegar lögreglan stöðvaði bíl sem hún var í og leitaði á farþegum í bílnum. DÓMSMÁL HNATTFLUG Leki sem greindist í eldsneytiskerfi tilraunaflugvélar bandaríska ævintýramannsins Steve Fossett olli því að fresta þurfti flugtaki í nýrri metflugstil- raun á Flórída í gær. Fossett, sem varð í fyrra fyrstur manna til að fljúga einsamall viðstöðulaust og án eldsneytisáfyllingar umhverfis jörðina, hyggst nú bæta um betur og fljúga umhverfis jörðina og yfir Atlantshafið að auki, alls rúmlega 43.300 kílómetra, til að slá heims- met sem staðið hefur í tvo áratugi. Fossett sagði að auðvelt hafi verið að gera við bilunina en hann myndi ekki reyna flugtak aftur fyrr en í lok vikunnar vegna óhag- stæðrar veðurspár. Flugtakið er einn hættulegasti áfangi metflugs- tilraunarinnar þar sem þá er vélin með 8,1 tonn af eldsneyti um borð. Gangi allt að óskum mun Fossett fljúga í um 13.500 metra hæð í um 80 tíma og lenda í grennd við Lundúnir. Í metfluginu í fyrra láku nærri 1.400 kíló af eldsneyti úr vélinni í flugtaki og eldsneytis- leki var eitt helsta áhyggjuefnið á meðan á fluginu stóð. - aa FOSSETT OG BRANSON Steve Fossett, t.h., og Richard Branson, aðalfjármagnandi metflugstilraunarinnar, eftir að hætt var við flugtak á Kanaveralhöfða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríski ævintýramaðurinn Steve Fossett gerir nýja hnattflugstilraun: Flugtaki frestað á Flórída UTANRÍKISMÁL „Það var einn Íslend- ingur í Meymana þar sem aðsúgur var gerður að búðum friðargæslu- liða,“ segir Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra. Æstir múslimar gerður aðsúg að Endurreisnar- búðum NATO í Afganistan í gær. Íslenskur friðargæsluliði, Friðrik Jónsson, var staddur í búðunum. „Hann var að búa tvo bíla sem Íslendingar eiga til flutnings til Kabúl en við vorum með friðar- gæsluliða í þessum búðum þar til í nóvember. Hann var í búðunum þegar þetta atvik gerðist en hann slasaðist ekki. Hann er óhultur í búðunum en liðsauki var fenginn til að gæta búðanna.“ Sex norskir friðargæsluliðar slösuðust í árásinni en æsinga- mennirnir voru á þriðja hundr- að. Hvorki friðargæsluliðarnir norsku né heldur aðrir í þeirra hópi beittu vopnum sínum. Afganskir lögreglumenn hófu aftur á móti skothríð og drápu fjóra árásarmannanna. Liðsaukinn sem ver búðirnar er breskt herfylki og beita þeir meðal annars herþotum við eft- irlit sitt. Búðirnar eru á erfiðu svæði, í miðbæ Meymana, en allir aðrir úr hópi íslensku frið- argæsluliðanna eru nú í búðum sunnar í landinu. Þær búðir eru rammgirt virki og því stafar engin hætta að þeim. -shá ÍSLENSKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR Í AFGANISTAN Einn níu Íslendinga sem eru í Afganistan slapp með skrekkinn þegar æstur múgurinn gerði áhlaup á Meymana búðirnar. Aðsúgur gerður að búðum friðargæsluliða í Meymana í Afganistan: Íslendingur var hætt kominn FLUG Sjötíu flugmenn ljúka störf- um hjá flugfélaginu Air Atlanta um þessar mundir. Guðný Hansdóttir, fram- kvæmdastjóri starfmannassviðs, segir 56 þeirra flugmenn sem starfað hafi hjá fyrirtækinu sam- kvæmt verktakasamningum í Mið- Austurlöndum. „Pílagrímaflugið er árlegt tímabundið verkefni sem Atlanta hefur sinnt á undan- förnum árum. Þessum verkefnum fylgir alltaf aukinn mannskapur sem aðeins vinnur fyrir félagið nokkra mánuði í senn.“ Guðný segir hina fjórtán einnig á verksamningum sem ekki verði framlengdir vegna nýrra flugvéla félagsins sem krefjist færri flug- manna í áhöfn. - gag Flugfélagið Atlanta: Flugmönnum fækkar um 70 BREYTTAR ÁHERSLUR Flugmönnum fækkar hjá Atlanta enda Pílagrímsfluginu lokið. RÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSRAEL, AP Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu sleppa tökunum á landi á Vesturbakkanum sem er aðskilið annarri samhang- andi byggð gyðinga en halda fast í rótgrónustu landtökubyggðirnar. Í fyrsta sjónvarpsviðtalinu frá því hann tók við embætti sagði Olmert að ef Kadima-flokkur hans sigraði í kosningunum í mars myndi Ísrael halda yfirráðum yfir Jerúsalem og þremur helstu land- tökubyggðunum á Vesturbakkan- um, ásamt hinum hernaðarlega mikilvæga Jórdandal. ■ Ehud Olmert í viðtali: Fleiri landtöku- byggðir rýmdar Vegna bilunar í Ísafoldarprent- smiðju var Fréttablaðið í dag prentað í prentsmiðju Morgun- blaðsins. Dreifingu blaðsins í einstaka hverfum kann að seinka vegna þessa. ■ Fréttablaðið: Bilun í prentsmiðju SPURNING DAGSINS Oddur Helgi, er fylgi L-listans mælt í ellimörkum? Nei, það er svo mikið að það er mælt í extra large. Oddur Helgi Halldórsson mun leiða L-listann en tilkynnt var í fyrradag að sá listi myndi bjóða fram á ný á Akureyri í sveitarstjórnar- kosningunum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.