Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR6 E R L E N T ������������ ������������������������������ ���������������������� ��� ����� ���� ����������������������������� ����������� � ��������� H im in n o g h a f / SÍ A Osló er dýrasta borg heims sam- kvæmt árlegri könnun Economist Intelligence Unit (EIU). Velti hún þar með Tókýó, sem verið hafði dýrust undanfarin þrjátíu ár, úr sessi. Tókýó vermdi þó annað sætið á undan Reykjavík sem varð í því þriðja. Tískuháborgin París deildi fjórða sætinu með japönsku borginni Osaka. „Það kemur ekki á óvart að Osló tekur toppsætið af Tókýó. Gríðarlegur vöxtur hefur verið í Noregi á meðan japanska jenið hefur veikst og verðhjöðnun ríkt í landinu,“ sagði í skýrslu EIU. Könnunin náði til hundrað og þrjátíu borga. Athygli vakti að Teheran, höfuðborg Írans, var borga ódýrust en hún vermdi toppsætið í könnun EIU fyrir fjórtán árum. -jsk Osló dýrasta borgin Tókýó velt úr sessi eftir fjórtán ára setu. Reykjavík í þriðja sæti. Forsvarsmenn mjólkurrisans Arla segja birtingu skopmynda af Múhameð spámanni í Jótlands- póstinum hafa kostað fyrirtækið allt að sex milljarða íslenskra króna. Arla er í eigu danskra og sænskra aðila. Arla hefur víðtæka starfsemi í Mið-Austurlöndum en hefur nú sagt upp hundrað og sjötíu starfsmönnum þar sem nánast ekkert er keypt af varningi frá fyrirtækinu. Skopmyndirnar voru fyrst birtar í Jótlandspóstinum í sept- ember á síðasta ári og síðar end- urprentaðar í fjölda evrópskra dagblaða. Birtingin fór heldur illa í múslíma; mótmælagöngur hafa verið haldnar víðs vegar um Evrópu og ráðist hefur verið á norræn sendiráð í múslimalönd- um. „Það tók okkur fjörutíu ár að byggja upp fyrirtæki í Mið- Austurlöndum og tuttugu ár í Sádi- Arabíu. Öll þessi vinna er farin í vaskinn,“ sagði Louis Honore, talsmaður Arla, og bætti við: „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur. Birtum meira að segja heilsíðuauglýsingar í helstu dagblöðum þar sem við skýrðum frá okkar hlið á málinu. En allt kemur fyrir ekki, við töpum einni milljón punda á dag.“ Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, segir stjórn- völd í landinu ekki geta beðist afsökunar fyrir hönd frjáls og óháðs fjölmiðils. Hann hefur þó reynt að miðla málum og meðal annars hitt sjötíu og sex erlenda sendifulltrúa undanfarna viku. - jsk Tapa einni milljón punda á dag Mjólkurfyrirtækið Arla hefur tapað sex milljörðum króna eftir birtingu skopmynda af Múhameð spámanni. Múslimar hunsa norrænar neysluvörur. EVRÓPA ER MEINIÐ, ÍSLAM ER SVARIÐ Birtingu skopmynda af Múhameð spámanni hefur verið mótmælt víða um heim. Norrænn varningur á undir högg að sækja í múslima- löndum og hafa mörg fyrirtæki orðið illa úti. Félögin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu keyptu nýja leik- menn fyrir sjötíu og sjö milljarða íslenskra króna í janúar. Er það rúmlega fjörutíu prósenta aukn- ing frá fyrra ári. Knattspyrnulið eyða að jafnaði háum fjárhæðum í janúar en þá opnast svokallaður félagaskipta- gluggi að nýju eftir að lokað hefur verið fyrir félagaskipti frá því að tímabilið hófst. Stórliðin Manchester United og Arsenal eyddu mest, United tæpum 1,4 milljarði og Arsenal litlu minna. Athygli vakti að meistaralið Chelsea eyddi ekki krónu en Jose Mourinho framkvæmda- stjóri hefur að því er virðist ótakmarkaðan aðgang að botnlausum vösum rússneska auðjöf- ursins Romans Abrahamovich. Þrátt fyrir mikil fjárútlát í janúar telja sérfræðingar að liðin haldi fastar um pyngjuna en áður „Ég held að þessi miklu fjárút- lát hafi verið undan- tekningin sem sann- ar regluna. Flest liðin, að Chelsea frátöldu, fara varlegar en áður. Við teljum að sú þróun muni halda áfram og minna fé verði varið í leik- m a n n a k a u p , “ sagði Dan Jones hjá Deloitte & Touche. - jsk Meteyðsla í janúar Ensku úrvalsdeildarliðin keyptu fjölda leik- manna í janúar. Sérfræðingar segja liðin þó halda fastar um pyngjuna en áður. Virði bréfa í indversku kauphöllinni hefur aukist gríðarlega undanfarið og fór BSE- vísitalan í fyrsta skipti yfir tíu þúsund stig á mánudag. Vísitalan komst hæst í tæp tíu þúsund og þrjú stig en endaði daginn í níu þúsund níu hundruð og áttatíu stigum. Rúmlega fjörutíu prósenta ávöxtun varð að meðaltali í Kauphöllinni árið 2005. Sérfræðingar sjá ekkert í spilunum sem bendir til þess að að hægjast fari á og hafa spáð því að BSE-vísitalan fari yfir tólf þús- und stig á árinu. Átta prósenta hagvöxtur hefur verið að meðaltali í landinu undanfarin ár og hefur erlendum fjárfesta fjölgað eftir því. Útlendingar keyptu indversk verðbréf fyrir um 700 milljarða íslenskra króna á síðasta ári. „Þetta undirstrikar enn og aftur hversu vel okkur hefur gengið. Það er engin tilviljun að erlendir fjárfestar telja Indland vænlegan kost,“ sagði Jayesh Sheth, forstjóri ráðgjaf- arfyrirtækisins Kantilal Chaganlal. - jsk Góð ávöxtun í Indlandi Indverska BSE-vísitalan er í hæstu hæðum. Útlendingar keyptu indversk verðbréf fyrir 700 milljarða á síðasta ári. FRÁ NÝJU-DELÍ Virði bréfa í ind- versku kauphöllinni jókst um fjörutíu prósent á síðasta ári. Ekkert lát virðist ætla að verða á hækkunum. T Í U D Ý R U S T U B O R G I R H E I M S 1. Osló 2. Tókýó 3. Reykjavík 4-5. Osaka 4-5. París 6. Kaupmannahöfn 7. Lundúnir 8. Zürich 9. Genf 10. Helsinki Hagnaður breska lággjaldaflug- félagsins Ryanair nam tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna á síðasta fjórðungi ársins 2005. Er það rúmlega hundrað og fimmtíu m i l l j - ónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. í tilkynningu frá Ryanair kom fram að fjöldi farþega hefði auk- ist um tuttugu og sex prósent frá fyrra ári og að ef ekki hefði verið fyrir verðhækkanir á eldsneyti hefði hagnaður fyrirtækisins verið mun meiri. Ryanair flýgur til þrjú hund- rað og þriggja áfangastaða og hyggst bæta við átján í apríl á þessu ári. - jsk Ryanair hagnast ELDSNEYTIÐ DÝRT Ryanair skilaði methagnaði á síðasta fjórðungi ársins 2005. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja hátt eldsneytisverð valda því að hagnaðurinn varð ekki AR G U S 06 -0 05 2 Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! Vildarþjónusta fyrirtækja Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Hærri innlánsvextir SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.