Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2006 Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði GENERAL MOTORS, GM, MUN FRUMSÝNA 2007 ÁRGERÐINA AF CADILLAC ESCALADE Á EVRÓPSKU BÍLASÝNINGUNNI Í GENF Í MARS. Á komandi bílasýningu í Genf ætlar GM að spila út stóru trompi enda hefur þessi risi í alþjóðlegu viðskiptalífi verið í mikilli lægð að undanförnu. Cadillac Escalade er einn flottasti og best útbúni jeppi sinnar tegundar enda er hann ákveðið stöðutákn í Bandaríkjunum. Að undanförnu hefur Escalade lúxus-jeppinn verið að bæta við sig markaðshlutdeild, bæði í Evrópu og Asíu. Það eru því margir sem bíða spenntir eftir frumsýningu 2007 Escalade-ins og vonandi fyrir GM að þeir fari eitthvað að rétta úr kútnum. Cadillac Escalade Cadillac Escalade er einn alflottasti lúx- usjeppinn sem hægt er að finna. Max Mosley, forseti FIA, alþjóðasamtaka bifreiðaeig- endafélaga, var í síðustu viku sleginn til riddara frönsku heiðursfylkingarinnar fyrir framlag sitt til akstursmála. Max Mosley ber nú mjög virt- an heiðurstitil sem hann hlýtur fyrir störf sín að auknu öryggi í umferðarmálum og að málefnum mótorsports í heiminum. Utan- ríkisráðherra Frakklands sá um athöfnina í síðustu viku en meðal þeirra sem voru viðstaddir var meðal annars fjölskylda Mosleys en hún hefur verið ansi umdeild í gegnum tíðina. Faðir Max var for- maður fasistaflokksins í Bretlandi og hefur Max sjálfur þótt svolítið umdeildur þess vegna. Max sjálfur er án nokkurs vafa einn áhrifamesti baráttumaður fyrir auknu umferðaröryggi sem uppi hefur verið. EuroRAP stofn- unin var á sínum tíma stofnuð að hans frumkvæði en hún hefur séð um árekstrarprófun bíla. Starf- semi þeirrar stofnunar hefur breytt viðhorfi í heiminum til þess hve öryggi bíla er mikilvægt. Auk þessa hefur Mosley verið afar áberandi í kringum Formúlu 1 keppnina. Þá hefur hann verið í nánu og reglulegu sambandi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda um umferðaröryggismál og kom ein- mitt til Íslands á vegum félagsins í nóvember árið 2004 og flutti ávarp á Umferðarþingi. Hann á stóran þátt í því að EuroRAP-starf hófst á Íslandi sem snýst um að vinna að umbótum í vegamálum. Heimild: www.fib.is. Max Mosley sleginn til riddara í Frakklandi Max Mosley ber nú heiðurstitilinn Chevalier dans l‘Ordre de la Légion d‘Honneur. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS SÚ FRÉTT HEFUR SPURST ÚT AÐ NÝR JAGÚAR XKR MUNI KOMA Á MARK- AÐ ÁRIÐ 2007 EÐA 2008. Jagúar frumsýndi í fyrra XK sport- bílinn á bílasýningu í Frankfurt. Svo virðist sem breski bílaframleiðandinn ætli að bæta um betur og nýlega náðust ljósmyndir af reynsluakstri bílsins. Var hann meðal annars próf- aður við vetraraðstæður. Helsti munur XK og XKR er breytt framhlið XKR. Á húddinni eru einnig stór loftinntök og að aftan eru fjögur stór púströr. Auk þess verður nýi CKR með stærri bretti og hærra vindskeið að aftan. Vélin í bílnum verður held- ur ekkert slor, 4,2 lítra, V8-vél sem á að skila um 400 hestöflum. Líklegt er talið að XKR eigi helst að keppa við BMW M6 og Mercedes SL55. Að öllum líkindum verður bíll- inn frumsýndur á bílahátíðinni í París í haust og að hann komi á markað seinni part árs 2007. Jagúar XKR Eitthvað í þessa áttina mun nýr Jagúar XKR líta úr. væntanlegir bílar } NÝR VOLVO S80 MEÐ 315 HESTAFLA VÉL VERÐUR FLAGGSKIP SVÍA Á KOMANDI BÍLASÝNINGU Í GENF. S80 telst vera aðallúxusbíll sænska bílaframleiðandans Volvo en önnur kynslóð þeirrar tegundar verður frumsýnd í Genf í mars. Það sem helst ber til tíðinda í nýja S80 er geysiöflug vél. Bílinn verður hægt að fá með tveimur mismunandi vélum. Annars vegar er það sex strokka, 3,2 lítra og 235 hestafla vél. Hins vegar er það V8-vél sem býr yfir heilum 315 hestöflum. Fjórir mengunarkútar og þróuð rafeindastýring gera V8-vél- ina að einni háþróuðustu vél sinnar tegundar í heiminum og þá sem mengar minnst á markaðnum. S80 mun auk þess skarta ýmsum öðrum þægindabúnaði. Má þar meðal annars nefna einstaklega fullkomið öryggiskerfi og nýjan árekstrarvara. Útlitið hefur einnig verið skerpt og bætt. S80 á að keppa við aðra lúxus- bíla á heimsvísu og vonast stjórn- endur Volvo eftir því að þeir nái að stækka markaðshóp sinn verulega. Hinn nýi S80 kemur á markað hér á Íslandi í sumar. Volvo S80 Nýr Volvo S80 hefur innbygðan hjartslátt- arskynjara sem nemur hvort einhver er inni í bílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.