Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 50
MARKAÐURINN 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Hvert er umfang peningaþvætt- is í heiminum og er hægt að gefa sér eitthvað um stöðuna hér? Umfang peningaþvættis í heiminum er gríðarlegt. Ýmsar kannanir hafa verið gerðar og margir talið að ekki sé hægt að gefa upp nákvæmar upphæðir til að meta umfang peninga- þvættis en talið er að um þús- und trilljónir Bandaríkjadala séu þvættaðar árlega. Ekki hefur farið fram formleg athugun á umfangi peninga- þvættis á Íslandi og því erfitt að segja til um það. Þó má líta til þess að í skýrslu starfshóps til að meta umfang skattsvika á Íslandi kom fram að umfang skattsvika næmi tugum millj- arða. Ef sú tala er talin með umfangi fíkniefnabrota, augð- unarbrota, innherjasvika og fleira er ljóst að um verulegar fjárhæðir er að ræða sem geta tengst peninga- þvætti. Það er því samfélagsleg skylda okkar allra að sporna hér við fæti. Hér er um mikið alvörumál að ræða. Eru líkur á að mafíur eða hryðjuverkahópar horfi til Íslands sem vænlegs vett- vangs peninga- þvættis? Eftir því sem Ísland er meira í umfjöllun fjár- mála á alþjóða- vettvangi sem framsækin og rík þjóð, þeim mun sýnilegri erum við og því líklegra að þessir hópar fari að prófa að þvætta peninga á Íslandi. Þessir hópar eru sífellt að leita nýrra tækifæra til að þvætta peninga og fjármagna hryðjuverk. Hvaða hópar eru það hér sem líklegastir eru til að þurfa á pen- ingaþvætti að halda? Hér á landi myndi ég telja að líklegast væri um aðila að ræða sem stunda skipulagða glæpastarfsemi sem tengist fíkniefnaviðskiptum og auðgun- arbrotum. Hvaða afleiðingar gæti áfellis- dómur FATF haft á fjármála- markað og fyrirtæki hér? Áfellisdómur af hálfu FATF gæti haft slæm áhrif á fjár- málamarkað, fyrirtæki og samfélagið í heild. Samkvæmt tilmælum FATF ber fjármála- fyrirtækjum að gefa sérstakan gaum að viðskiptasamböndum og viðskiptum við persónur, þ.m.t. fyrirtæki og fjármála- stofnanir, frá löndum sem fara ekki, eða á ófullnægjandi hátt, að FATF-tilmælunum. Þetta gæti torveldað útrás íslenskra fyrirtækja og jafnvel orðið til þess að fjármálafyrirtæki fái lakari lánshæfismöt en ella. Hversu mikla áherslu leggur Fjármálaeftirlitið á eftirlit með mögulegu peningaþvætti? Þrátt fyrir að hlutverk Fjármálaeftirlitsins samkvæmt núgildandi löggjöf sé mjög tak- markað telur Fjármálaeftirlitið mikilvægt að eftirlit með mögulegu peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sé í viðeigandi horfi. Eftirlitið felur í sér athuganir á málefnum peningaþvættis hjá eftirlits- skyldum aðilum og jafnframt að veita þeim ráðgjöf. Vegna þess er Fjármálaeftirlitið að bæta við starfsmanni sem á að vinna sérstaklega að eftirliti með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá eftirlitsskyldum aðilum. Hverju þarf að breyta í lagaum- hverfinu hér til að betur verði tekið á peningaþvætti? Nauðsynlegt er að uppfæra eldri löggjöf í samræmi við hin 40 FATF tilmæli og 9 sér- stök tilmæli ásamt því að innleiða þriðju peninga- þvættistilskipun- ina. Ýmislegt þarf að kveða skýrar á um og sérstaklega er nauðsynlegt að viðeigandi aðilar séu meðvitaðir um þær reglur sem um þá gilda og fylgi þeim. Hvaða breytinga er að vænta hér á landi á næstunni varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti? Ljóst er að á næstunni munu verða miklar breytingar varð- andi aðgerðir gegn peninga- þvætti. Von er á nýrri löggjöf um aðgerðir gegn peninga- þvætti. Fjármálaeftirlitið hefur undanfarið verið að vinna að leiðbeinandi tilmælum um ráð- stafanir fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga og vátrygg- ingamiðlara gegn peninga- þvætti og verður umræðuskjal birt til umsagnar fljótlega. Bæta við sig manni í peningaþvættið T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Kristins Arnars Stefánssonar lögfræðings hjá Fjármálaeftirlitinu Huga þarf að forvörnum vegna peningaþvættis hjá fleiri starfsstéttum en starfsfólki fjármálafyr- irtækja, er meðal þess sem fram kom á málþingi sem Orator, félag laganema, hélt í Háskóla Íslands fyrir helgi. Jafnframt upplýsti Kristinn Arnar Stefánsson, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, að í gangi væri endurskoðun á lagaumhverfi og viðbúnaði vegna peningaþvættis í tilefni af úttekt FATF (Financal Action Task Force on Money Laundering) á stöðu mála hér. FATF er samstarfsvettvangur ríkja gegn peningaþvætti innan OECD. Hópurinn hefur gefið út tilmæli um aðgerðir í 40 liðum og fylgir þeim eftir með miklum þrýstingi. Auk Kristins héldu erindi á málþinginu Sigþrúður Ármann lögfræðingur á alþjóðasviði Viðskiptaráðs Íslands og Högni Einarsson lögreglufulltrúi á efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Í erindum sínum fjölluðu þau um gildandi löggjöf og aðgerðir gegn peningaþvætti, sem og alþjóðlegt samstarf. FLÝTA ÞARF UMBÓTUM Peningaþvætti er gjarnan orðað við glæpastarf- semi af ýmsum toga, eiturlyfjasölu, vændi og hvers kyns ólöglega atvinnustarfsemi. Í máli fyrirlesar- anna þriggja á málþingi Orators kom þó fram að þvættið einskorðaðist ekki við þessa hefðbundnu glæpastarfsemi. „Sá sem svíkur undan skatti þarf jú líka að koma undanskotinu í umferð,“ sagði Kristinn og taldi slíkt sport ekki öllum ókunnugt. „Ha, er það þá peninga- þvætti?“ kvað einn lögfræðineminn við í forundran og uppskar rannsakandi augnaráð fyrirlesara, sem játtu því í kór að víst væri það svo. Kristinn Arnar sagði í erindi sínu miklu skipta að koma á nauðsynlegum umbót- um varðandi varnir gegn peninga- þvætti hér í samræmi við tilmæli FATF áður en skilað verður skýrslu til hópsins, 24. þessa mánaðar, um aðgerðir gegn peningaþvætti, en von er á fulltrúum hans hingað í apríl. „Hópurinn gerði könnun á Noregi í fyrra og þeir fengu mikla og harða gagnrýni, þrátt fyrir að hafa lagt mikið upp úr því að vinna í þessum málum,“ sagði Kristinn sem einnig á sæti í nefnd sem skipuð hefur verið um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögn- un hryðjuverka. Hann segir áfell- isdóm FATF geta haft áhrif á láns- hæfismat fjármálafyrirtækja. „Á næstu vikum munum við því sjá talsverða vinnu í þessum mála- flokki, lagafrumvörp um aðgerðir gegn peningaþvætti og má viðurkenna að hér sé verið að kippa málunum í lag.“ STARFSFÓLK BANKA HALDI VÖKU SINNI Sigrþrúður Ármann sagði í erindi sínu að pen- ingaþvætti væri sívaxandi vandamál í heiminum, enda forsenda þess að að þeir sem glæpastarfsemi stunda fái nýtt illa fengið fé sitt í lögmætum til- gangi. „Peningaþvætti er þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinn- ings af broti sem er refsivert samkvæmt almenn- um hegningarlögum, svo sem auðgunarbroti eða meiri háttar skatta- eða fíkniefnalagabroti, broti gegn tollalögum, lögum um ávana- og fíkniefni, áfengislögum og lyfjalögum. Það er líka peningaþvætti þegar aðili geymir eða flytur ávinning af broti, aðstoðar við afhendingu ávinninings eða stuðl- ar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af broti,“ sagði hún, en þar með geta ýmsir reynst meðsekir um peningaþvætti. „Það er sem sagt refsivert að maður njóti ávinnings af broti sem annar hefur framið.“ Sigþrúður fór hvernig verk- lagsreglur fjármálastofnana miða að því að vinna gegn peningaþvætti, til dæmis með því að kalla ávallt eftir gildum persónuskilríkjum þegar stofnað er til viðskipta, eða með almennri árvekni, svo sem með því að veita því eftirtekt þegar detta inn færsl- ur á erlenda reikninga sem ekki hafa verið hreyfðir lengi. FJÖLDI DÆMA UM SAKFELLINGAR Högni Einarsson sagði að í gegn- um árin hefðu komið upp nokkur dæmi hér á landi þar sem erlendir glæpamenn hafi skyndilega farið að leggja peninga inn á reikninga sem jafnvel hefðu verið stofnað- ir nokkrum árum fyrr, en ekkert verið notaðir. Hann tók í máli sínu nokkur dæmi um sakfellingar fyrir peningaþvætti, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, til dæmis í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða á árunum 1998 til 2000. Þar rannsakaði efnahagsbrotadeildin peningaþátt- inn sérstaklega og komst að því að um 110 milljónir króna í gjaldeyri hefðu verið notaðar til fíkniefna- kaupa og til að borga fyrir ferðir og annan kostnað. Við rannsókn slíkra mála segir hann lögreglu njóta góðs af tilkynningum bankanna um grunsamleg viðskipti, en hér til hliðar má sjá í töflu hver þróun samstarfs banka og lögreglu hefur verið í þeim efnum. Högni sagði fleiri en fíkniefnasala hafa verið dæmda fyrir peningaþvætti og rifjaði upp að Íslandsbanki hefði fyrir nokkrum árum kært gjald- kera sem tók við peningum hjá vini sínum, sjóðs- stjóra hjá Kaupþingi og þáði greiðslu fyrir, en sá þurfti að koma í umferð ólöglegum innherjagróða. Allir voru fyrirlesarar málþingsins sammála um að auka þyrfti eftirlit með peningaþvætti og það þyrfti að ná út fyrir fjármálastofnanir einar, svo sem til lögfræðinga, lögfræðistofa, fasteignasala og hverra þeirra sem í aðstöðu væru til að þvætta peninga. Þá kom fram að í smíðum væri „þriðja peningaþvættistilskipunin“ frá Evrópusambandinu, sem legði auknar skyldur á fjármálastofnanir, svo sem um að flokka viðskiptavini í áhættuflokka auk þess sem ákvæði væru um að viðskipti með reiðufé yfir ákveðinni upphæð yrðu gerð tilkynningaskyld. Aðgerðir gegn peninga- þvætti nái til breiðari hóps FYRIRLESARAR BERA SAMAN BÆKUR SÍNAR Sigþrúður Ármann hjá Viðskiptaráði og Kristinn Arnar Stefánsson hjá Fjármálaeftirlitinu skoða gögn Högna Einarssonar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra. Fréttablaðið/GVA ÁHUGAFÓLK UM PENINGAÞVÆTTI Laganemar fjölmenntu í stofu 101 í Lögbergi til að hlýða á fyrirlestra um peningaþvætti og veltu vöngum yfir vandanum með fyrirlesurum. Fréttablaðið/GVA M Á L I Ð E R Peningaþvætti Ár Fjöldi tilkynninga 1994 1 1995 9 1996 2 1997 11 1998 25 1999 51 2000 113 2001 125 2002 189 2003 241 2004 301 2005 283 Heimild: Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra T I L K Y N N I N G A R T I L L Ö G R E G L U U M P E N I N G A Þ V Æ T T I S G R U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.