Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 4
4 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR OLÍUMÁLIÐ Ríkislögmanni verður falið að undirbúa skaðabótamál fyrir hönd ríkissjóðs gegn olíufé- lögunum vegna ólöglegs verðsam- ráðs. Þetta var ákveðið á ríkis- stjórnarfundi í gær. „Það er verkefni lögfræðinga að meta upphæð bótakrafna. Ákveð- in mál voru lögð til grundvallar í úrskurði samkeppnisyfirvalda, eins og það hvernig verðsamráðið snerti Vegagerðina. Við teljum að á þeim grundvelli geti ríkið reist skaðabótakröfur til að verja hags- muni ríkissjóðs og almennings,“ segir Árni Mathiesen fjármála- ráðherra. Tillaga um málshöfðun af hálfu ríkisins er gerð sameigin- lega af fjármála-, dómsmála- og samgönguráðherra. „Menn eiga að hafa rétt við í viðskiptum og við eigum að gæta hagsmuna ríkissjóðs í þessu tilviki og gefum engan afslátt af því,“ segir Árni. Reykjavíkurborg og Vest- mannaeyjabær hafa þegar ákveðið að gera hliðstæðar skaðabótakröf- ur, en samanlagðar bótakröfur þeirra tveggja geta numið vel á annað hundrað milljónum króna. Ljóst er því að bótakröfur ríkis- sjóðs gætu orðið umtalsvert hærri en sú upphæð. „Ég fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slást í hópinn með Vestmannaeyjabæ, Reykjavíkurborg og Neytenda- samtökunum og höfða mál gegn olíufélögunum og krefja þau um skaðabætur vegna þess tjóns sem þau ollu almenningi með lögbrot- um sínum,“ segir Lúðvík Berg- vinsson, þingmaður Samfylking- arinnar, en hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Vestmanna- eyja. Hann segir samráð olíufélag- anna eina alvarlegustu atlögu að lífskjörum fólks sem fyrirtæki hafi staðið fyrir og því mikilvægt að sótt sé að þeim með úrræðum sem lög heimila. „Ef stjórnendur olíufélaganna sæta refsiábyrgð og félögin greiða sektir og skaða- bætur felast í því skýr skilaboð til allra á markaðnum um að svona brot verði ekki liðin. Hins vegar vekur það athygli mína að stór fyrirtæki eins og FL-group, ÍSAL, Norðurál, Bílanaust, Landssím- inn og fleiri fyrirtæki skuli ekki hafa höfðað bótamál, en þau voru sannarlega þolendur samráðsins,“ segir Lúðvík. johannh@frettabladid.is DÓMSMÁL Tuttugu og eins árs göml- um manni er gefið að sök að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis 22. apríl á síðasta ári. Mál hans var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði manninn eftir að hann hafði keyrt vestur Lautasmára en af ökulag- inu að dæma var hann ófær um að stjórna bifreiðinni. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar og sviptur ökuréttindum. - mh Ökumaður í vímu: Ófær um að stjórna bílnum ÞÝSKALAND, AP Þýskur hjúkrunar- fræðingur, Stephan Letter, viður- kenndi fyrir dómi í gær að hann hafi drepið sjúklinga sína er hann var við störf á sjúkrahúsi í Suður- Bæjaralandi. Hins vegar mundi hann hvorki hversu marga sjúklinga hann hefði drepið, né hvað þeir hétu. Letter, sem er 27 ára, er ákærð- ur fyrir dráp á 29 sjúklingum frá febrúar 2003 til júlí 2004. Fólkið var á aldrinum 40 til 95 ára, þótt flestir hafi verið eldri en 75 ára. Verði Letter fundinn sekur getur hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Búist er við að réttarhöldunum ljúki í maí. - smk Þýskur hjúkrunarfræðingur: Játar raðmorð á sjúklingum JÁTAR RAÐMORÐ Stephen Letter viðurkenndi í gær að hafa myrt sjúklinga sína. Neitað um fóstureyðingu Pólsk kona hefur kært ríkisstjórn Póllands fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að læknar neituðu henni um fóstureyð- ingu eftir að þeir vöruðu hana við að meðgangan gæti skaðað sjón hennar. Fóstureyðing er leyfð í Póllandi ef með- gangan er talin hættuleg heilsunni. PÓLLAND Ríkið krefst bóta vegna olíusamráðs Vegagerðin, Landhelgisgæslan og lögreglan voru stórir þolendur verðsamráðs olíufélaganna og ríkið ætlar nú að krefjast skaðabóta. Skilaboð til allra á mark- aðnum um að svona brot verði ekki liðin, segir Lúðvík Bergvinsson þingmaður. OLÍUTANKAR Í ÖRFIRISEY Ávinningur olíufélaganna af verðsamráðinu nam nærri 6,5 milljörðum króna frá 1996 til 2001 samkvæmt skýrslu Samkeppnisráðs. LÚÐVÍK BERGVINS- SON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGAR- INNAR „Skilaboð til allra á markaðn- um um að svona brot verða ekki liðin.“ Gestur Jóns- son, lögmaður Skeljungs, vildi ekki tjá sig efn- islega um skaða- bótakröfu ríkisins þar sem hann hafði ekki séð hana. Hún bygg- ist á niðurstöðu Samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufé- lagana. „Við höfum engar kröfur séð af neinu tagi um þetta mál. Það kemur mér á óvart ef það er grund- völlur fyrir málshöfðun á hendur olíu- félögunum,“ sagði Gestur í gær en forsvarsmenn Skeljungs vildu ekki tjá sig um málið. - mh Lögmaður Skeljungs: Málshöfðunin kemur á óvart GESTUR JÓNS- SON, LÖGMAÐ- UR SKELJUNGS Forsvarsmenn Skeljungs neituðu að tjá sig um máls- höfðun ríkisins. Kristinn Hall- grímsson, lög- maður Olíufé- lagsins hf., segir það ekki koma á óvart að ríkið höfði mál gegn olíufélögunum þar sem tíðar- andinn í þjóðfé- laginu hafi gefið tilefni til þess. „ M i ð a ð við tíðarand- ann í þjóðfé- laginu kemur þessi ákvörðun ekki óvart en ég er ekki viss um að ríkið muni hafa árangur sem erfiði. Aðstæður eru allt aðrar en til dæmis í tilviki Reykjavíkurborgar. Þar er um fullframið brot að ræða þar sem menn höfðu sannarlega samráð um hvernig var staðið að útboðum. Í tilviki ríkisins eru engu slíku til að dreifa.“ - mh Lögmaður Olíufélagsins: Ríkið ekki með sterka stöðu KRISTINN HALLGRÍMSSON, LÖGMAÐUR OLÍU- FÉLAGSINS Kristinn segir það ekki hafa komið sér á óvart að ríkið höfði málsókn. ÁRNI MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA „Við eigum að gæta hagsmuna ríkis- sjóðs í þessu tilviki og gefum engan afslátt af því.“ SÖNGVAKEPPNI Útvarpsráð styð- ur ákvörðun útvarpsstjóra, Páls Magnússonar, um að lag Þor- valdar Bjarna Þorvaldssonar, sem skemmtikrafturinn Silvía Nótt flytur, haldi áfram í Söngva- keppni Sjónvarpsins. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, formaður útvarpsráðs, segir ákvörðun útvarpsstjóra endanlega og ráðið hafi enga lagaheimild til að grípa fram fyrir hendurnar á honum í málinu. „Útvarpsráð hefur skoðun á málinu. Þar er samhljóma tónn um að styðja útvarpstjóra,“ sagði Gunnlaugur eftir fund ráðsins í gær. Kristján Hreinsson, sem samdi tvo texta laga sem keppa til úrslita í keppninni, lagði fram kæru til ráðsins eftir að lagið Til hamingju Ísland var sett á netið. Hefur hann sagt lögin í ójafnri stöðu þar sem aðstandendur lagsins fari ekki að reglum keppninnar. - gag Útvarpsráð getur ekki gripið fram fyrir hendur Páls Magnússonar: Silvía Nótt keppir í úrslitum ÚTVARPSRÁÐ FUNDAR Lag Silvíu Nóttar verður áfram í undankeppninni fyrir Eurovision. Útvarpstjóri stendur hér gengt framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Útvarpsráð sést við upphaf fundar í gær í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FJARSKIPTI Netpóstþjónusta Og Vodafone lá niðri í eina og hálfa klukkustund í gær og gátu við- skiptavinir því ekki sent tölvu- póst frá sér þann tíma. Samkvæmt upplýsingum Og Vodafoneþjónustu varð bilunin vegna fjöldasendinga á ruslpósti erlendis frá. Segja þeir tölvuþrjóta nota svonefndar DoS-árásir til að úti- loka fólk frá þjónustu á netinu. Og Vodafone hafi brugðist skjótt við þegar þeim varð þetta ljóst og útilokað póstinn. Baðst Ogvodafone afsökunar á truflunum sendinganna á vef sínum í gær. ■ Ruslpóstur til vandræða: Tölvupóstur stöðvaðist GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 7.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 62,66 62,96 Sterlingspund 109,64 110,18 Evra 75,13 75,55 Dönsk króna 10,06 10,118 Norsk króna 9,333 9,387 Sænsk króna 8,074 8,122 Japanskt jen 0,5314 0,5346 SDR 90,24 90,78 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,4127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.