Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 41
MARKAÐURINN meiri í Indlandi en í Kína árið 1950 en síðan þá hefur Kína vaxið örar en Indland. Verg landsframleiðsla á mann í Kína óx um 5,7 prósent á ári að jafn- aði á móti 2,5 prósent- um í Indlandi á tíma- bilinu 1960 til 2003. Framleiðsla á mann ellefufaldaðist í Kína á þessu 43 ára tíma- bili en þrefaldaðist á Indlandi á sama tíma. Stór ástæða þess að Kínverjar eru lengra á veg komnir með opnun hagkerfisins er að umbætur í Kína hafa staðið tvöfalt lengur en í Indlandi. Indland hóf efnahagsumbætur sínar um svipað leyti og múrarnir féllu í Austur-Evrópu. Þangað höfðu Indverjar sótt sína fyrirmynd um áætlunarbúskap. Það var óáran í indversku efnahagslífi og stjórnvöld sáu að nú þurfti að söðla um en þau gerðu það með hægð, ekki með stórum stökkum. Kínverjar byrjuðu hins vegar að opna sitt hagkerfi um 1978 og hafa því talsvert forskot á Indverja. INDVERJAR VERÐA AÐ HEMJA FÓLKSFJÖLGUN Eitt af því sem hefur stutt við umbætur í Kína er að vel hefur tekist með að hemja fólksfjölgun. Nú eru þar tvær barnsfæðingar á hverja fjölskyldu að meðaltali. Ástæða þess hversu vel hefur gengið þar er vafalítið sú að stjórnvöld geta gefið þegnum sínum slík fyrirmæli. Yfirvöld í Indlandi hafa ekkert slíkt boðvald yfir fjölskyldulífinu í dreifðum byggðum Indlands. Fólksfjöldaspár benda til þess að Indland fari fram úr Kína á næstu fimmtán til tut- tugu árum. Indverskar konur eiga ennþá þrjú börn að jafnaði á meðan kínverskar konur eignast tvö. „Færri börn í hverju fjölskyldu þýðir að hægt er að gera betur við hvert barn. Þetta kalla hagfræðingar á köldu máli „fjárfestingu í mannauði“. Þegar börnin eru færri er hægt að leggja meiri rækt við þau og þá gerbreytast skilyrði þeirra til þess að hasla sér völl í atvinnugreinum þar sem þau eiga til dæmis kost á vel launuðum störfum,“ segir Þorvaldur sem segir þetta eitt brýnasta verkefni sem Indverjar standa frammi fyrir. FRAMTÍÐARHORFUR INDLANDS GÓÐAR Þorvaldur er bjartsýnn á fram- tíðarhorfur bæði Indlands og Kína. Hann er þó ívið bjartsýnni á framgang Indlands og segir ástæður þess að í Kína eru uppi mjög alvarleg vandamál sem geti staðið Kínverjum fyrir þrifum. Ber þar fyrst að nefna að einkaframtakinu var gefinn laus taumur í efnahagslífinu án þess að ráðist væri gegn ríkisfyrirtækjunum og þau einkavædd. Hann líkir því við að skapa skilyrði fyrir nýjan gróður að dafna og láta hann vaxa yfir þann sem fyrir er. Þetta þýðir það að gömlu ríkisbankarnir eru ennþá til í Kína og mikið af pólitískum lánveitingum frá fyrri tíð sem hvíla þungt á bönkunum. Þetta segir hann eitt dæmi af mörgum um það að það kunni að reynast Kínverjum dýrkeypt að hafa ekki gengið rösklegar til verka. Það eigi tíminn þó eftir að leiða í ljós. Á síðustu mán- uðum einkavæddi Kína og skapaði stærsta banka heims og finnst mörgum að í slíkar einkavæðingar hefði þurft að fara í ríkari mæli og fyrr. Í Indlandi horfa þessi mál allt öðruvísi við. Þar er samlíf einkageir- ans og hins opinbera mun skilvirkara. Gott bankakerfi er ein af lykilstoðum sem þarf til að þjóðfélagi vegni vel til langs tíma litið og þarna standa Indverjarnir mun betur að vígi. LÚTA SÖMU LÖGMÁLUM OG AÐRIR Margir hafa tilhneigingu til að líta svo á að Kína og Indland séu hvort um sig svo stór lönd að ekki henti að bera vöxt þeirra saman við önnur lönd. Þorvaldur segir þau samt sem áður falla undir sömu lögmál og önnur lönd hvað varðar efnahagslega vel- gengni. Indland og Kína vaxi nú mjög hratt vegna þess að þau hafa lagt rækt við að mennta fólkið sitt, að spara og fjárfesta og laða til sín erlent fjármagn og draga úr fólksfjölgun. Sömu sögu mætti segja megi um örríki eins og Ísland og risaveldin í austri. Hann segir þetta einmitt gera það að verkum að Kína vex helmingi hraðar en Indland og að Kínverjar séu nú orðnir helmingi efnaðri en Indverjar þrátt fyrir að hafa staðið jafnfætis þeim fyrir tuttugu árum. Það sé einfaldlega vegna þess að þeir hafi gengið helmingi lengra í að drífa upp menntunina, erlendu fjárfestinguna og draga úr fólksfjölguninni. 13MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 Ú T T E K T Ekki bara sólin sem rís í austri Kína og Indland og yfirvofandi heimsyfirráð þeirra voru mál málanna á heimsviðskiptaþingi World Economic Forum í Davos í lok síðasta mán- aðar. Í nýlegu áliti fjárfestingarbankans Goldman Sachs er áætlað að árið 2035 verði Kína komið fram úr Bandaríkjunum og Indland fram úr Japan hvað varðar stærð hagkerfisins. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði framgang og framtíðarhorfur risanna tveggja. 5.000 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1975 1978 1981 1984 1987 1990 1993 1996 1999 2002 * í dollurum á verðlagi 2000 Kína Indland H A G V Ö X T U R Á M A N N 1 9 7 5 - 2 0 0 3 * Indland hefur ekki átt eins mikil viðskipti við Ísland og Kína. Markaðsumbætur hófust ekki í Indlandi fyrr en árið 1991 og stutt síðan Íslendingar fóru að eiga viðskipti þar. 0,4 prósent af heildarinnflutningi til landsins árið 2004 kom frá Indlandi, að mestu textílvörur líkt og í tilfelli Kína, en útflutningur þangað er einungis brot af heildarútflutningi Íslands. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl í Indlandi. Ber þar fyrst að nefna Sæplast sem hóf rekstur verksmiðju í Gujarat-fylki fyrir tæpum tíu árum. Stærst íslenskra fyrirtækja á markaðnum er hins vegar án efa Actavis sem á í gríðarmiklum viðskiptum við Indland og keypti þar nýverið lyfjaþróunarfyrirtæki. Ekki má svo gleyma Eskimo Models sem fór inn á Indlandsmarkað ekki alls fyrir löngu og hefur meðal annars haslað sér völl í auglýsinga- og kvikmyndagerð í Bollywood. Í lok þessa mánaðar er fyrirhuguð ferð við- skiptasendinefndar frá Íslandi til Nýju-Delí sem um 15 til 20 íslensk fyrirtæki taka þátt í. Tilefnið er opnun íslensks sendiráðs þar í borg. Megináherslan verður lögð á fyrirtækjastefnu- mót auk þess sem haldin verður viðskiptaráð- stefna og móttaka. Ísland og Indland I N D L A N D Innflutningur Ár Millj.kr. (fob) % af heild 2002 2487 1,2% 2003 1771 0,8% 2004 1129 0,4% Útflutningur Ár Millj.kr. (fob) % af heild 2002 42,8 0,0% 2003 58,3 0,0% 2004 62.4 0,0% „Ég er jafnviss um það eins og ég sit hér að eftir 25 ár verði annað- hvort kommúnistaflokkurinn farinn frá völdum í Kína eða að þeir hafa þurft að hægja á umbótunum,“ segir Þorvaldur. Á þessu byggist sú skoð- un hans að framtíðin sé í raun bjart- ari fyrir Indland þrátt fyrir að Kína hafi sýnt meiri framþróun síðustu ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.