Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 20
 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Óreiðustjórnmál Glerharður prófkjörsslagur frambjóð- endanna þriggja, sem berjast um efsta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, nær sínum mestu hæðum í dag og næstu tvo daga, enda er prófkjörið sjálft um helgina. Stuðningsmenn kemba fjölmiðlana, veifa skeiðklukkum framan í þáttastjórnendur ljósvakamiðlanna og leggja tommustokkinn við dálka dagblaðanna. Þeir skoða vel auglýsingar keppinautanna og virkja félagasamtök sem þeir kunna að vera tengdir eða njóta hugsanlega velvildar hjá. Hér rifjast upp kenning Ólafs Hannibals- sonar, sem segir lýðræðið skrumskælt og takmarkað hér á landi. Engar reglur um prófkjör. Engin leið til að áfrýja niðurstöðum ef grunur leikur á því að rangt sé haft við. Í prófkjöri Framsóknarflokksins á dögunum máttu þeir greiða atkvæði sem sýndu flokksskírteini, en einnig hinir sem skrifuðu undir það að þeir styddu stefnu Framsóknarflokksins. Þátttakan benti til þess að allt að 1.500 manns hefðu kvittað undir stefnuna án þess að ganga í flokkinn. Halldór Blöndal ávarpaði Ágúst Ólaf Ágústsson á þing- fundi í vetur og sagði hann hafa fengið 900 atkvæði í varaformannsslag á 500 manna landsfundi Samfylkingarinnar. Sýndarlýðræði Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykja- vík um næstu helgi er galopið. Menn geta þess vegna átt von á að sjá Sjálfstæðismenn gera áhlaup gegn einhverjum frambjóðanda. Eða Fram- sóknarmenn styðja með atkvæði sínu einhvern sem þeir telja Samfylkingunni síður til framdráttar. Þetta er einskonar laissez faire lýðræði, hliðstætt hagkerfinu sem stjórnast einvörðungu af frjálsum markaði og viðskiptaákvörðunum. Ólafur Hannibalsson gengur lengra í kenningum sínum um slakt lýðræði hér á landi og í rauninni fái kjósendur aðeins að velja sjö til tíu þingmenn í þingkosn- ingum á fjögurra ára fresti í stað sextíu og þriggja. Atvinnustjórnmálamennirnir raði sér í „öruggu“ sætin með góðu eða illu. Þegar Baldvin H. Sigurðsson velti Valgerði Bjarnadóttur úr sessi hjá Vinstri grænum á Akureyri tóku menn líka sérstaklega eftir undantekningunni sem sannaði regluna. johannh@frettabladid.is Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera sá spámaður, sem sér fyrir óorðna pólitíska atburði. Þessi hógværð mín hefur þó ekki komið í veg fyrir að ég hef nokkrum sinnum á undanförn- um mánuðum - eða allt frá því að prófkjöri sjálfstæðimanna um framboðslista lauk - verið spurð- ur um hvort ég sé ekki sammála því áliti langflestra leiðarahöf- unda, pólitískra álitsgjafa, pistla- höfunda og þáttastjórnenda að Sjálfstæðisflokkurinn sé með sigurvænlegum lista sínum búinn að vinna kosningarnar, nú sé ekki annað eftir en að hespa kosning- unum af og telja upp úr kjörköss- unum. Sjálfar kosningarnar séu nú bara nánast formsatriði eins og allar skoðanakannanir stað- festi. Með áðurgreindum fyrirvara um spádómsgáfu mína hef ég reyndar alltaf svarað þessari spurningu neitandi og reynt að færa nokkur rök fyrir því áliti mínu. Fyrir það fyrsta hefur mér ekki fundist að kjósendur hafi haft nokkrar forsendur til að gera upp hug sinn á þessu stigi málsins. Framboðslistar annarra flokka hafa hvorki fengið ásjónu né innihald. Álíka gáfulegt væri að spyrja: ef þú mátt velja um stafina B, D, F, S eða V, hver er þá uppáhaldsstafurinn þinn? Þótt ég viti að íslenskir kjósendur eru nokkuð fastheldnir á stuðning við flokka sína, er ég samt svo bjart- sýnn að álíta, að það skipti þá máli hverjir skipi framboðslista og leiði þá, svo og hver stefnumál listanna eru. Með öðrum orðum: ég held að kosningabarátta skipti máli og geti leitt til þess að hluti kjósenda skipti um skoðun og telji að kosningar snúist um annað og fleira en fastheldni við bókstafinn. Lítum aðeins á fortíðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan um áratugi átt fylgi í borg- inni sem nægir fyrir a.m.k. sjö borgarfulltrúum. Stundum hefur hann unnið áttunda manninn á óhagstæðri skiptingu atkvæða milli sundraðra andstæðinga. Einstaka sinnum hefur hann gert betur og fengið meirihluta atkvæða og borgarfulltrúa, en það heyrir til undantekninga. Síðustu tólf ár hefur hann farið halloka fyrir sameinuðum and- stæðingum undir merki R-list- ans. En það er ekki aðeins sam- heldni andstæðinganna, sem hefur staðið honum fyrir þrifum. Öll þessi ár hefur hann klúðrað sínum eigin forystumálum og keyrði klúðrið þó um þverbak fyrir síðustu kosningar enda fór hann þá niður í sex borgar- fulltrúa. Þetta tókst að laga með prófkjöri í haust, sem hefur gefið flokknum forskot hingað til í skoðanakönnunum, meðan aðrir flokkar hafa ekki komið saman sínum listum, hvað þá opinberað stefnumál sín. Þetta tel ég að gefi honum sjö borgarfulltrúa í upp- hafi kosningabaráttu og baráttan muni standa um áttunda fulltrú- ann. Aðildarflokkar R-listans eiga skiljanlega undir högg að sækja eftir upplausn regnhlífarsam- taka sinna. Ég tel miklar líkur á því að Framsókn nái engum fulltrúa í vor. Bæði held ég að kjósendur telji litla ástæðu til að verðlauna ráðsmennsku Alfreðs í Orkuveitunni og hafi takmark- aðan áhuga á að koma á sama stjórnarmynstri í borginni og á landsvísu: hætta á að Fram- sókn komist í oddaaðstöðu og að aðstoðarmaður forsætisráðherra hljóti borgarstjóraembættið. Nóg er nú veldi þessa smáflokks samt. Auk þess fæ ég ekki með nokkru móti séð að Framsókn hafi nokkru hlutverki að gegna í íslenskri pólitík eftir að henni hefur heppnast með einarðri liðveislu samstarfsflokksins að færa eignir SÍS sáluga yfir í traustar hendur afkomenda flokkseigenda og kaupfélags- stjóra. Ef yfirstandandi prófkjör Samfylkingarinnar heppnast vel gæti hún hugsanlega verið með 5 fulltrúa inni í upphafi kosn- ingabaráttu með möguleika til að vinna þann sjötta í baráttunni. Þá eru eftir tveir til þrír fulltrú- ar fyrir VG og Frjálslynda að bít- ast um. Morgunblaðið, sem nú hefur snúið við blaðinu og gerst hreint flokksmálgagn Sjálfstæðis- flokksins eftir nokkurra áratuga útivist, hefur lýst því yfir að flokkurinn hafi nú staðsett sig á miðjunni svo traustum fótum að þaðan verði honum ekki hagg- að héðan af svo stutt sem er til kosninga. Samfylkingin hafi flæmt sig út í ystu vinstri myrk- ur. Hvaða öfgafólk skyldi nú vera þar í framboði?: Steinunn Valdís, sem sagt er að hafi hlotið borg- arstjóraembættið með blessun Halldórs Ásgrímssonar; Stefán Jón Hafstein, sem talið hefur sér það til gildis að vera uppal- inn í Sjálfstæðisflokknum eins og Ingibjörg Sólrún og Dagur B. Eggertsson, sem skráði sögu öfgamannsins Steingríms Her- mannssonar í þremur bindum. Hafi Sjálfstæðisflokkurinn færst yfir að miðjunni með sigri Vilhjálms á Gísla Marteini fæ ég ekki annað séð en einu gildi hvert þessara þriggja verður hlutskarpast í prófkjörinu nú um helgina: forystusveit Sam- fylkingarinnar verður eftir sem áður á miðjum hinum pólitíska orrustuvelli, hvað sem Morgun- blaðið segir, og kosningabarátt- an mun verða háð á hennar for- sendum. Þetta eru mín rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engan veginn unnið þessar kosn- ingar fyrirfram. Meðan listabókstafir hafa ekki fengið líf og lit, andlit og innihald er of snemmt að ganga út frá því að einhver fylkingin sé með unnið tafl. Þvert á móti tel ég að allt stefni í spennandi kosninga- slag með tvísýnum úrslitum. ■ Uppáhaldsbókstafurinn Í DAG PRÓFKJÖR OG KOSNINGAR ÓLAFUR HANNIBALSSON Meðan listabókstafir hafa ekki fengið líf og lit, andlit og inni- hald er of snemmt að ganga út frá því að einhver fylkingin sé með unnið tafl. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Hópur fyrrverandi bankamanna óánægður með lífeyrisréttindi sín Lífeyrissjóðir standi undir nafni Lífeyrissjóðir landsmanna hafa yfirleitt eflst á síðustu árum, þótt áraskipti hafa verið af ávöxtun sjóðanna vegna ýmissa ytri aðstæðna bæði hér á landi og erlendis. Þeir eru orðnir verulegt afl á fjármálamarkaði hér og hafa í mörgum tilfellum hagnast vel á því, þótt undantekningar séu þar á. Sagt hefur verið að mörg lönd hafi litið öfundaraugum til lífeyrissjóðakerfisins hér á landi og gjarnan viljað búa til sama kerfi fyrir landsmenn sína. Það skýtur þess vegna svolítið skökku við að þeir sem greitt hafa samviskusamlega í lífeyrissjóði sína svo árum skipti fái svo ekki út úr sjóðum sínum það sem þeir höfðu búist við þegar kom að greiðslu lífeyris. Allt ber þetta að sama brunni, og það er að lífeyr- issjóðirnir séu stórir og sterkir og geti tekist á við hlutverk sitt, sem er að greiða út réttlátan lífeyri og örorkubætur. Þá þarf fjárfestingarstefnan að vera þannig að þeir geti mætt óvæntum áföllum Staðreyndir um að hópur bankamanna hafi nú um margra miss- era skeið staðið í baráttu til að rétta hlut sinn varðandi lífeyris- greiðslur hafa verið raktar hér á síðum Fréttablaðsins og víðar að undanförnu. Einstaklingar hafa rekið nokkur slík mál fyrir dóm- stólum, en ekki haft erindi sem erfiði fram til þessa. Dómendur í Hæstarétti skiptust í tvo hópa í afstöðu sinni, en það nægði samt ekki til þess að lífeyrisþegar ynnu málið. Innan tíðar verður væntanlega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur mál á hendur Landsbanka Íslands og tveimur ráðherrum, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, vegna lífeyrisskuldbind- inga. Það er Lífeyrissjóður bankamanna sem höfðar málið. Stefna í þessu máli var gefin út um mitt síðsta ár, og af einhverjum ástæð- um hefur dregist að taka það fyrir. Gera má ráð fyrir að hér sé um prófmál að ræða sem getur tekið til fjölda manna, og það verður ekki síst fylgst með því vegna þess að um er að ræða mál sem tengist sölu ríkiseigna. Þetta er reyndar ekki eina dæmið um að lífeyrissjóðir hafi skert lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sinna, því fjöldi manna hefur orðið að una því að réttindagreiðslur úr lífeyrissjóðum sem fólk hefur greitt í svo áratugum skiptir hafa verið skertar. Sumir þess- ara sjóða hafa verið litlir og vanmáttugir og ekki staðist óvænt áföll, eða þá fjárfestingarstefnan hefur ekki heppnast sem skyldi. Hjá öðrum hefur aukning örorkugreiðslna haft það í för með sér að sjóðirnir hafa orðið að skerða almennar lífeyrisgreiðslur. Allt ber þetta að sama brunni, og það er að lífeyrissjóðirnir séu stórir og sterkir og geti tekist á við hlutverk sitt, sem er að greiða út réttlátan lífeyri og örorkubætur. Þá þarf fjárfestingarstefnan að vera þannig að þeir geti mætt óvæntum áföllum, og því mega þeir ekki hafa öll eggin í sömu körfunni, eins og stjórnendum þeirra núorðið er orðið ljóst. Horfur eru á því að flest allir lífeyrissjóðir landsins hafi verið með góða ávöxtun á síðasta ári, en það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna hið gagnstæða. Góðærið hér og uppgangur á mörgum sviðum skilar sér í góðri afkomu lífeyrissjóðanna og er vonandi að svo verði áfram, svo samviskusamir launþegar þurfi ekki að búa við skert lífeyrisréttindi þegar þar að kemur. ■ AUGL†SINGASÍMI 550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.