Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 8. FEBRÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR10 F R É T T A S K Ý R I N G Íslensku bankarnir segja gagnrýni erlend- ra greiningarfyrirtækja á stöðu þeirra að stórum hluta byggða á misskilningi og ætla að efla til þeirra upplýsingagjöf. Þeir segja greiningarfyrirtækin rugla fram- virkum samningum saman við eign bank- anna. Þá benda bankarnir á að afkoma þeirra sé góð burtséð frá gengishagnaði, jafnvel mun betri en gerist og gengur hjá grónum bönkum á meginlandi Evrópu. Þá segja bankarnir að með auknum umsvif- um erlendis séu þeir síður háðir sveifl- um á hlutabréfamarkaði hér. Fram kom í máli Björgólfur Guðmundsson, formanns bankastjórnar Landsbankans, á aðalfundi hans um helgina, að um 35 prósent af heildarútlánum bankans séu til erlendra aðila og stór hluti innlendra lána sé til fyrirtækja sem hafi nær allar tekjur í erlendum myntum. SKÝRSLUR VEKJA SPURNINGAR Skýrslur greiningarfyrirtækjanna tveggja, Barklay’s Capital Research og Credit Sights, sem komu út rétt fyrir mánaða- mót, urðu hins vegar til að vekja nokkurn óróa og spurningar í hugum margra. Fyrir helgi var til að mynda lögð fram á Alþingi fyrirspurn til viðskiptaráðherra þar sem kallað var eftir áliti Fjármálaeftirlitsins á skýrslum greiningarfyrirtækjanna. Í skýrslunum er meðal annars dregið í efa lánshæfismat virtra matsfyrirtækja á bönkunum, en þau fá mjög víðtækan aðgang að gögnum bankanna við sínar úttektir. Það veikir óneitanlega gagnrýni greiningarfyrirtækjanna tveggja að hún virðist, að minnsta kosti að hluta, byggð á misskilningi. Engu að síður geta áhrif neikvæðra skrifa um bankana verið nokk- ur þar sem þau geta haft áhrif á viðhorf fjárfesta til kaupa í skuldabréfum bank- anna, en þeir fjármagna starfsemi sína að stærstum hluta með útgáfu slíkra bréfa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Alveg klárt er að um bankana gildir ekki að illt umtal sé betra en ekkert,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri í Landsbankanum. Hann segir bankana helst geta brugðist við þeirri tegund af gagnrýni sem sett var fram í lok síðasta mánað- ar í skýrslum greiningarfyrirtækjanna Barclays Capital og Credit Sights með því að veita skýrari og betri upplýsingar á sem flestum stöðum. „Á mánudaginn vorum við með fund í London þar sem mættir voru tæplega 300 manns. Þar fórum við yfir afkomu bankans og á þetta eflaust eftir að skila sér á næstunni í betri upplýsingum gagnvart markaðnum.“ Hann segir ljóst að stór hluti gagnrýn- innar byggi á hreinum og klárum misskiln- ingi sem þurfi að leiðrétta og vísar alfarið á bug orðum um óheilbrigð eignatengsl. „Eitt sem okkur hefur dottið í hug og erum að vinna að núna er að stofna sérstakt félag um framvirka samninga. Hingað til hefur þetta allt verið skráð á Landsbankann, en fræðilegur möguleiki væri að vera með eitthvert millifélag með öðru heiti til að koma í veg fyrir misskilning,“ segir hann og nefnir sem dæmi að Landsbankinn í Lúxemborg eigi ekki eitt einasta bréf, heldur sé þar um að ræða vörslureikninga fyrir viðskiptavini, sem að sama skapi mætti stofna sérstakt félag um. Með þessu segir hann hægt að eyða misskilningi um að bréfin væru áhætta eða eign bankans. GRUNNAFKOMAN ER GÓÐ Sigurjón segir greiningarfyrirtækin gjarnan staldra við hversu stór hluti starfsemi bankanna sé fjármagnað- ur með útgáfu skuldabréfa á erlendum mörkuðum. „Skýringin á því er einföld. Þjóðin er ung og hér hafa ekki safnast upp stórkostlegir sjóðir. Því hefur alltaf þurft að afla erlends lánsfjármagns til að byggja upp innlent atvinnulíf. Þá er búið byggja hér upp þannig kerfi að þunginn af sparnaði einstaklinga er með skipuleg- um hætti færður inn í lífeyrissjóðakerfið, ekki bankana,“ segir hann og bætir við að til viðbótar hafi stuðningur bankanna við útrás fyrirtækja og útlán á erlendum mörkuðum kallað á meira fjármagn sem skýri aukningu undanfarinna ára. Eins segir Sigurjón þá áherslu sem greiningarfyrirtækin leggja á hlut geng- ishagnaðar bankanna skjóta skökku við. „Auðvitað er rétt að ekki er hægt að gera ráð fyrir slíkum gengishagnaði á hverju ári og að hlutabréfaverð hækki alltaf. Enda erum við búnir að setja inn í skýringar hjá okkur að reikna inn svokallaða grunnafkomu, en þar sést und- irliggjandi afkoma bankans óháð öllum gengishagnaði.“ Þá segir hann ekkert fyrirsjáanlegt um niðursveiflu hér auk þess sem stoðir íslenska bankakerfisins hafi breyst þannig að sífellt stærri hluti sé óháður íslenskum aðstæðum. „Sama á við um öll stærstu íslensku fyrirtækin, sem auðvitað eru stærstu viðskiptavinir bankanna.“ Ástæða þess hversu greiningarfyrir- tækjunum er starsýnt á gengishagnað bankanna kann að vera að þeir eiga meira af hlutabréfum en algengt er um aðra banka á Norðurlöndum. Sigurjón segir þó horfa öðruvísi við ef miðað er við þýska eða bandaríska banka. „Að maður tali nú ekki um stærri fjárfestingarbanka. Ef Landsbankinn er tekinn sem dæmi liggur þetta á bilinu fjögur til fimm prósent af heildareignum. Um áramót áttum við um það bil 60 milljarða í hlutabréfum af 1.400 milljarða efnahag, það eru rétt rúmlega fjögur prósent.“ DRIFKRAFTUR BREYTINGA Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka, segist hafa átt fund með fulltrúa Credit Sights og hefur trú á því að tekist hafi að koma á framfæri leiðréttingu á ákveðnum rangfærslum í skýrslu fyrir- tækisins um bankana. Líkt og Sigurjón í Landsbankanum segir Bjarni beinlínis rangt að um svokallað krosseignarhald sé að ræða í tilviki Íslandsbanka, enda sé verið að rugla saman eignarhaldi og framvirkum samningum. „Bankinn á ekki í sínum stærstu hluthöfum,“ segir hann. Á mánudag hélt bankinn svo stóran fund með fjárfestum í London til að kynna afkomuna og taldi Bjarni að sá fundur gæti hjálpað til með umræðu um íslensku bankana. Sama dag hélt Landsbankinn sambærilegan fund. Bjarni segir ljóst að áhugi greining- arfyrirtækja á íslensku bönkunum sé meiri en nokkru sinni. „Íslensku bank- arnir þurfa því að sinna þessari upp- lýsingagjöf mun meira en áður, enda sumir hlutir gerðir öðruvísi á Íslandi en annars staðar og það þarf að útskýra.“ Þá segir Bjarni einnig verið að skoða hluti á borð við að stofna sérstakt félag til að halda utan um framvirka samninga bank- ans. „Íslenska bankakerfið hefur verið drifkraftur breytinga í Norður-Evrópu og hefur í rauninni umhverfst á mjög stuttum tíma,“ segir hann og undrast því ekki þótt menn staldri við þessa þróun í greiningarfyrirtækjum. Bjarni segir Íslandsbanka alla tíð hafa lagt mikla áherslu á dreifingu í fjár- mögnun bankans, að hægt sé að sækja fjármagn til margra landa og efnahags- svæða og ólíkra tegunda fjárfesta. „Á síðasta ári náðum við í 6.000 milljónir evra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í yfir 200 útgáfum, þannig að sú starfsemi er orðin gríðarlega umfangsmikil. Og að sama skapi hefur staðan batnað mjög mikið. Árið 1998 þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins fór í sína fyrstu alþjóða- fjármögnun var 100 prósent af áhættunni gagnvart Íslandi og þar af um 55 pró- sent gagnvart íslenskum sjávarútvegi.“ Bjarni segir engu að síður ljóst að bankar hér reiði sig í meira mæli á alþjóðlega skuldabréfamarkaðinn en bankar í öðrum löndum Evrópu. „Íslenski markaðurinn er svo lítill og býður ekki upp á annað en krónufjármögnun, en af okkar efnahags- reikningi eru ekki nema um 15 prósent sem fjármögnuð eru í krónum.“ FJÖR Í FJÁRMÁLAGEIRA Útrás bank- anna hefur vakið athygli og aukið áhuga á þeim hjá greiningarfyrirtækjum erlendis. Það kallar um leið á aukna upplýsingagjöf bankanna til þeirra. Myndin er tekin í verð- bréfafyrirtækinu Teather & Greenwood í London en Landsbankinn keypti fyrirtækið í byrjun síðasta árs. Fréttablaðið/Teitur Bankarnir segja gagnrýni byggða á misskilningi Bæði Íslandsbanki og Landsbanki funduðu með fjárfestum í Bretlandi á mánudag. Íslensku bank- arnir reyna að bregðast við gagnrýni greiningarfyrirtækja á rekstur þeirra. Óli Kristján Ármannsson greinir frá viðbrögðum bankanna, sem búast við að aukin upplýsingagjöf skili brátt árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.