Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 10
10 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR
eftir 2 daga !
FUGLAFLENSAN Að minnsta kosti níu
dauðar álftir hafa fundist á eyjum
sem tilheyra Danmörku í Eystra-
salti, skammt frá þeim stað þar sem
þýsk yfirvöld hafa staðfest að veir-
an H5N1, sem veldur fuglaflensu,
hafi fundist í dauðum álftum.
Sýni úr álftunum eru nú til rann-
sóknar hjá yfirvöldum í Danmörku
en líklegt er talið að fuglarnir hafi
dáið úr H5N1 veirunni.
Í samtali við AP fréttastofuna
sagði Per Christansen, sem vinn-
ur við rannsóknir á fuglunum, að
rannsóknirnar væru framkvæmd-
ar með það í huga að um líklegt
fuglaflensutilfelli væri að ræða.
„Við getum ekki útilokað að sumir
fuglanna sem fundust á eyjun-
um í Eystrasalti hafi verið með
fugla flensu. Hins vegar þarf það
ekki að vera óeðlilegt þó það finn-
ist dauðir fuglar á þessum slóðum.
Veturinn hefur verið afar kaldur
og því má allt eins rekja dauða fugl-
anna til þess.“
Samkvæmt staðfestum tölum
Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar
hafa nú níutíu manns dáið af völd-
um fuglaflensunnar á heimsvísu.
Matthías Hannes Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Reykjagarðs,
sem er einn stærsti kjúklingafram-
leiðandi landsins, segist ekki finna
fyrir minnkandi sölu á kjúkling-
um þrátt fyrir að fuglaflensan sé
nú farin að greinast í nágranna-
löndum Íslands. „Við finnum ekki
fyrir neinni söluminnkun. Við
fylgjumst afar vel með útbreiðslu
fugla flensunnar og höfum þegar
gert viðbragðsáætlun í nánu sam-
starfi við yfirdýralækni. Hér á
Íslandi eru afar litlar líkur á því að
það komi upp smit í íslenskum ali-
fuglabúum. En það er að sjálfsögðu
ástæða til þess að hafa áhyggjur af
fuglaflensunni en því betur er afar
ólíklegt að hún komist alifuglabú
hér á landi.“
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segist ekki gera sér
grein fyrir því hvaða áhrif það
muni hafa á ferðaþjónustuiðnað
hér á landi ef fuglaflensa breiðist
út í nágrannalöndum okkar. „Við
höfum ekki fundið fyrir því að það
sé að draga úr straumi ferðamanna
hingað til lands. Það var fjölgun á
ferðamönnum hér á landi í janúar
frá því í fyrra. En vissulega fylgj-
umst við með gangi mála og við
munum vafalaust bregðast við því
ef fugla flensan berst hingað.“
magnush@frettabladid.is
TURNER Á UPPBOÐI Starfsmaður uppboðs-
hússins Christie‘s ber vatnslitamynd eftir
breska málarann J.M.W. Turner á uppboð í
Lundúnum í gær. Búist var við að myndin,
sem var máluð í Sviss 1841-1844, seldist á
minnst tvær milljónir sterlingspunda eða
220 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJARAMÁL Deila Kennarasambands
Íslands og framhaldsskólakenn-
ara harðnar með hverjum degin-
um. Óánægja er með samkomu-
lag Kennarasambands Íslands og
menntamálaráðherra um samstarf
í skólamálum sem gert var fyrir
stuttu. Kennarar fullyrða að for-
ystan hafi ekki haft umboð til að
skrifa undir samninginn og gagn-
rýna vinnubrögð KÍ harðlega.
Aðildarfélög KÍ birtu yfirlýs-
ingu í gær og vísa því algjörlega
á bug að forystan hafi ekki haft
umboð til að gera samninginn.
Kemur fram í yfirlýsingunni að
undirbúningur samkomulagsins
af hálfu KÍ sé í fullu samræmi
við þær vinnuaðferðir sem tíðkast
hafa í áratugi. Á sama tíma liggja
fyrir yfirlýsingar frá kennurum
tólf framhaldsskóla þar sem lýst
er furðu á vinnubrögðum for-
ystunnar og fullyrt er að samn-
ingurinn sé marklaus eða í besta
falli vafasamur.
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, segir
að margir kennarar geri ekki
athugasemdir við samninginn því
þeir skilji að um samkomulag um
samvinnu sé að ræða. Hann telur
að óánægjan sé aðallega í bekkj-
arskólunum og mótmælin hafi að
miklu leyti verið drifin áfram af
kennurum þeirra skóla. -shá
Engin sátt í deilu kennaraforystunnar og framhaldsskólakennara:
Gagnrýni kennara hafnað
SAMNINGURINN HANDSALAÐUR Sam-
komulagið er mjög umdeilt og kennarar
framhaldsskólanna hafa véfengt allt sem
viðkemur því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HELSTU FARFUGLAR SEM HINGAÐ KOMA Á NÆSTU MÁNUÐUM
MEST HÆTTA ER Á ÞVÍ
AÐ SMIT BERIST MEÐ
ÁLFTUM EÐA GÆSUM
Heimild: Náttúrufræðistofnun
Nær allir íslenskir farfuglar koma frá
Bretlandseyjum. Annaðhvort hafa þeir þar
vetursetu eða fara þar um vor og haust.
ÁLFTIR og GÆSIR, fimm tegundir í það heila
koma, að mestu leyti frá Bretlandseyjum.
KRÍAN kemur lengst að allra
farfugla, frá sunnanverðri
Afríku og stundum lengra að.
SPÓI kemur frá
Vestur-Afríku (m.a.
Senegal) í maí.
Lítill hluti íslenskra
ÁLFTA og GÆSA hefur
vetursetu í Suður- og
Vestur-Noregi.
SKÓGARÞRÖSTUR
kemur frá Bretlandi,
Frakklandi, Spáni
og Portúgal í apríl.
LÓAN kemur aðallega frá Bretlandi í apríl.
HEILBRIGÐISMÁL Hettusótt heldur
áfram að ganga hér á landi, þrátt
fyrir umfangsmiklar bólusetningar,
að því er fram kemur í Farsóttar-
fréttum Landlæknisembættisins.
Í janúar 2006 var hettusótt
staðfest hjá 15 einstaklingum hér
en auk þess bárust tilkynningar
um 12 óstaðfest tilfelli. Sex hinna
staðfestu tilfella voru hjá einstakl-
ingum fæddum eftir 1985, en ekki
er ljóst hversu margir þeirra höfðu
áður verið bólusettir gegn hettu-
sótt. Hettusótt heldur því áfram
að ganga þrátt fyrir bólusetningar-
átakið sem hófst í byrjun desember
2005, en ætla má að um 9.000 ein-
staklingar hafi verið bólusettir.- jss
Landlæknisembættið:
Hettusóttin
gengur áfram
Fuglaflensan finnst
í nágrannalöndum
Veiran sem veldur fuglaflensu hefur nú fundist í dauðum álftum á eynni Rügen
sem tilheyrir Þýskalandi. Hagsmunaaðilar hér á landi segjast ekki finna fyrir
áhrifum flensunnar. Undirbúningur undir frekari útbreiðslu er hafinn.
Engin samræmd próf ,,Líklegt er að
samræmd próf leggist af hjá grunn-
skólanemum verði framhaldsskólinn
styttur,“ sagði menntamálaráðherra
við umræður í gær um breytingar á
frumvarpi um styttingu náms til stúd-
entsprófs.
Styrkir til ættleiðingar Foreldrar
sem ættleiða frá útlöndum munu geta
sótt um styrki samkvæmt þingsálykt-
unartillögu sem nú bíður samþykktar á
Alþingi.
ALÞINGI
Ámæli vegna Sellafield Kjarn-
orkuendurvinnslustöðin í Sellafield á
Englandi uppfyllir ekki evrópsk viðmið
sem eiga að tryggja að geislavirk efni
séu aðeins notuð í friðsamlegum
tilgangi.
BRETLAND
NOREGUR, AP Neyðarviðbragðsá-
ætlun vegna miltisbrandssmits
var sett í gang í herstöð Atlants-
hafsbandalagsins í Stafangri í
Vestur-Noregi, eftir að þangað
barst bréf sem innihélt torkenni-
legt hvítt duft. Erling Kristians-
en, talsmaður hersins, sagði að
borgaralegur starfsmaður við
herstöðina hefði komist í snert-
ingu við efnið og fengið bráðaað-
hlynningu í varúðarskyni. Rann-
sókn á duftinu stendur yfir.
Bréfið var að sögn Verdens
Gang sent frá Bandaríkjunum og
var stílað á bandaríska hermenn í
NATO-stöðinni. ■
Miltisbrands-skelkur í Noregi:
Dularfullt duft
í NATO-stöð