Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 18
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur SVONA ERUM VIÐ > Fjöldi gistinótta á hótelum í desember. Heimild: Hagstofa Íslands 28.469 13.873 Íslendingar Útlendingar Tæplega fjögur þúsund morð voru framin í El Salvador á síðasta ári og hafa þau ekki verið fleiri í sjö ár. Um 80 prósent hinna myrtu voru skotnir til bana. Langflest morðanna má rekja til gengja sem tröll- ríða salvadorsku samfélagi. Hættulegast þeirra er Mara Salvatrucha. Mara Salvatrucha á rætur sínar að rekja til níunda áratugarins þegar borgarastyrjöldin í El Salvador geisaði. Meira en hundrað þúsund manns létust í styrjöldinni og um milljón manna flutti til Bandaríkj- anna, stór hluti ólöglega. Flestir innflytjendanna fóru til Kaliforníu og settust að í Los Angeles, sem oft hefur verið nefnd höfuðborg götugengjanna. Þeir komu sér þaki yfir höfuðið í spænskumælandi hverfum borg- arinnar. Þar urðu þeir hins vegar fyrir aðkasti mexíkóskra gengja og annarra. Sér til varnar stofn- uðu þeir sér því sitt eigið gengi. Við Pico Union í Los Angeles varð sem sagt til gengið Mara Salv- atrucha sem þýðir einfaldlega gengi drengja frá El Salvador. Gengið gengur einnig undir heit- inu MS 13. 50 þúsund meðlimir Mara Salvatrucha átti síðan eftir að vaxa hraðar en nokkurn óraði fyrir. Á fyrri hluta síðasta áratug- ar gripu bandarísk stjórnvöld til þess ráðs að senda meðlimi geng- isins aftur til síns heima, til Mið- Ameríku. Þar náði gengið fótfestu og nú er svo komið að í því eru um 50 þúsund meðlimir víðs vegar um Mið-Ameríku og í Bandaríkjunum, á jafn ólíkum stöðum og Alaska og Flórída. Mara Salvatrucha er því ólíkt öðrum götugengjum í Bandaríkjunum að því leyti að það teygir anga sína til annarra landa og hefur náin tengsl við El Salvad- or. Nú er svo komið að Mara Salv- atrucha veður uppi í El Salvador, Gvatemala og Hondúras, þannig að þarlend stjórnvöld vita ekki sitt rjúkandi ráð. Í El Salvador og Hondúras hafa verið samþykkt lög sem á spænsku nefnast Super Mano Dura sem heimila lögreglu- mönnum að handtaka menn sem þykja líklegir til að vera í meðlim- ir gengja. Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkj- unum hafa gagnrýnt bandarísk stjórnvöld fyrir að vísa liðsmönn- um Mara Salvatrucha frá Banda- ríkjunum án þess að láta ákærur eða nokkur skjöl um afbrot við- komandi fylgja. Þetta hefur orðið til þess að þegar glæpamennirnir koma aftur til síns heima sleppa þeir við refsingu og byrja strax að vinna að því að koma sér aftur norður til fyrirheitna landsins. Reyndar er þetta ekki alltaf svo einfalt því margir meðlimir í genginu óttast mjög að vera vísað úr landi því í Mið-Ameríku er annað gengi sem tekur oft á móti þeim – þó varla sé það opnum örmum. Það gengi ber spænska heitið Sombra Negra sem þýðir Svarti skugginn. Sombra Negra er gengi harðsvíraðra lögreglu- og hermanna sem hafa það eitt að markmiði að myrða meðlimi glæpagengja. Þetta eru menn sem vilja láta hart mæta hörðu og eru orðnir langþreyttir á máttleysi löggæsluyfirvalda. Smygla eyturlyfjum, vopnum og fólki Mara Salvatrucha er glæpagengi með stóru G-i. Gengið smyglar eit- urlyfjum í stórum stíl frá Mexíkó til Bandaríkjanna og hefur tengsl við stóra eiturlyfjahringi í Suður- Ameríku. Gengið smyglar einnig fólki og vopnum yfir landamærin og stelur þúsundum bíla í Banda- ríkjunum á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum frá saksóknara í Orange-sýslu í Kaliforníu er talið að um 80 prósent allra bíla í El Salvador hafi verið stolið í Banda- ríkjunum. Dómsmál í Virginíu, þar sem meðlimur Mara Salvatrucha var dæmdur fyrir morð, veitti ákveðna innsýn í starfsemi geng- isins. Í vitnaleiðslum kom fram að meðlimir gengisins eiga beinlínis refsingu yfir höfði sér, ráðist þeir ekki á meðlimi úr öðrum gengj- um. Þannig upplýsti eitt vitnið að ef meðlimur Mara Salvatrucha gerðist uppvís að því að ráðast ekki gegn óvininum kæmu for- ingjar MS 13 upp sérstökum dóm- stóli götunnar. Viðkomandi væri síðan dæmdur til að þola harðar barsmíðar í 13, 26 eða 39 sekúnd- ur. Meðlimir Mara Salvatrucha eru alræmdir fyrir að nota hand- sprengjur, sveðjur og hríðskota- byssur gegn óvinum sínum. Eitt af vörumerkjum þeirra er að skera eistun undan mönnum sem þeir telja sig eiga sökótt við og gefa hundunum sínum þau. Geng- ið sýnir lögreglunni enga virðingu og hafa meðlimir þess meðal ann- ars myrt fjölda lögreglumanna í Mið-Ameríku sem og þrjá banda- ríska alríkislögreglumenn. Land í heljargreipum MS 13 MERKTIR GENGINU Allir meðlimirnir Mara Salvatrucha eru húðflúraðir og flestir í bak og fyrir. Algengast er að þeir séu með bókstafinn „M“ flúraðan á sig eða „MS“. Talan „13“ er einnig algengt húðflúr sem og spænska orðið „sureno“ eða styttingin á því „sur“. NORDICPHOTOS/AFP STÓRHÆTTULEGIR MORÐINGJAR Meðlimir Mara Salvatrucha bera ábyrgð á fjölda morða í El Salvador, sem og öðrum ríkjum Mið-Ameríku og Bandaríkjunum. Þeir hafa einnig verið dæmdir fyrir mútur, nauðganir, fíkniefnasölu, innbrot, rán og ólöglega sölu vopna, svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja „skatt“ á fíkniefnasölu og vændi sem stundað er á svæðum sem þeir ráða yfir. NORDICPHOTOS/AFP Drög að nýju frum- varpi um kynferðis- brot þar sem gert er ráð fyrir að vændi verði með öllu refsilaust var lagt fyrir ríkisstjórn til kynningar í vikunni. Í núgildandi lögum er refsing við vændi sé það til fram- færslu. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um Kvenna- athvarf, telur þetta frumvarp af hinu góða en að það gangi ekki nógu langt í núverandi mynd. Hvaða áhrif hefur það að gera vændi refsilaust með öllu? Við teljum það hafa góð áhrif. Það sjónarmið, að konur sem fara út í vændi af félagslegri neyð séu gerðar að glæpamönnum, er aftan úr steinöld. Frumvarpið er vissulega skref í áttina en við viljum sjá þetta ganga lengra. Telurðu að við ættum að taka sænsku leiðina upp á Íslandi? Já, við viljum að sænska leiðin verði farin hérlendis. Það eru kaupendur vændis sem hafa val um að kaupa þessa þjónustu. Vegna þessa valds bera þeir ábyrgð. Allar rannsóknir benda til þess að konur fari í vændi af félagslegri og fjárhagslegri neyð. Lög eiga að dekka það en ekki taka mið af hugsanlegum undantekningum. SPURT & SVARAÐ NÝTT VÆNDISFRUMVARP Viljum ganga lengra DRÍFA SNÆDAL Framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf Mikil umræða hefur farið fram um áliðnað hér á landi að undanförnu. Í gær var straumi hleypt á fyrstu kerin sem fylgja stækkun Norðuráls á Grundartanga en það er aðeins einn áfanginn enn í stækkun álversins þar. Hver er saga álversins á Grundartanga? Álverið tók til starfa árið 1998 en þá var það í eigu fyrirtækisins Columbia Ventures Corpor- ation sem síðan er í eigu Kenneth D. Peterson Jr. Fyrsta skóflustungan var tekin í apríl 1997 og var álverið risið aðeins 14 mánuðum síðar. Árið 2004 festi fyrirtækið Century Aluminum kaup á álverinu en það var áður dótturfyrirtæki Col- umbia Ventures Corporation. Hversu mikið hefur álverið stækkað frá upphafi? Í upphafi var framleiðslugetan 60 þúsund tonn en eftir stækkunina 2001 var hún orðin um 90 þúsund. Í gær var straumur settur á ný ker sem mun auka framleiðslugetuna um 130 þúsund tonn svo eftir þá stækkun verður hún orðin 220 þúsund tonn. Ekki verður þar staðar numið því fyrirhuguð er ein stækkunin enn árið 2008 en þá á að auka framleiðslugetuna um 40 þúsund tonn til viðbótar. Þá verður búið að fjórfalda framleiðslugetuna og rúmlega það frá upphafi. Hvað starfa margir við álverið? Nú starfa um 195 starfsmenn við álverið en stækkunin mun hafa það í för með sér að þeim fjölgi um 160 og verða því orðnir 355. Þessi stækkun er einnig nokkuð merkileg fyrir þær sakir að þessi nýi hluti álversins verður knúinn áfram af raforku frá jarðvarma eingöngu og er það eins- dæmi í þessum iðnaði. Sú orka kemur frá Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja. FBL-GREINING: ÁLVERIÐ GRUNDARTANGA Framleiðslan meira en fjórfaldast FRÉTTASKÝRING TRAUSTI HAFLIÐASON trausti@frettabladid.is JÓN ÞÓR ÓLAFSSON OG VINKONA HANS VORU LEIDD TIL AFTÖKU AF VILLIMÖNNUM „ÞESSIR HÓPAR SAMANSTANDA AF ATVINNUGLÆPAMÖNNUM“ TEKIN AF LÍFI Samúðarkveðjur Auglýsing sem stærsta orkufyrirtæki El Salvador birti í tveimur stærstu dagblöðum landsins á þriðjudag. Í henni er fjölskyldu Jóns Þórs vottuð samúð. 2x15-lesið 15.2.2006 20:42 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.