Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2006
Afkoma norskra laxeldisfyrir-
tækja var mjög góð á fjórða árs-
fjórðungi og í mörgum tilvikum
yfir væntingum að því er fram
kemur í Morgunkorni Íslands-
banka. Afkoma þriggja stórra
fyrirtækja, Pan Fish, Fjord Sea-
food og Cermaq, sem skiluðu
öll uppgjörum á síðustu dögum,
var mun betri en á sama tíma í
fyrra.
Ástæðurnar fyrir góðri
afkomu laxeldisfyrirtækja er
hátt heimsmarkaðsverð á laxi auk
þess sem sameining fyrirtækja
hefur lækkað framleiðslukostnað.
Þannig var meðalverð á ferskum
útfluttum laxi frá Noregi 25 pró-
sentum hærra á fjórða fjórðungi
2005 en á fjórða fjórðungi 2004.
Samtals nam hagnaður fyrir-
tækjanna þriggja 607 milljónum
norskra króna á þriðja fjórðungi,
sem jafngildir 5,7 milljörðum
króna. Sá hagnaður varð reyndar
ekki allur til í eldisstarfsemi því
fyrirtækin stunda einnig annars
konar sjávarútvegsrekstur.
Horfur í laxeldisstarfseminni
eru nokkuð góðar samkvæmt til-
kynningum sem fylgdu uppgjör-
unum. Áfram er búist við að verð
á laxi haldist þokkalega hátt á
þessu ári en fari þó að gefa eftir á
seinni hluta ársins og verði nokk-
uð lægra á næsta ári. - hhs
Bjartir tímar í norsku laxeldi
Hlutabréf í Alfesca, áður SÍF,
hækkuðu töluvert við opnun
markaðarins í gærmorgun eftir
tilkynningu um að hagnaður
félagsins hefði verið 1.130 millj-
ónir króna á þremur síðustu mán-
uðum ársins 2005.
Afkoman var betri en allar
greiningardeildirnar höfðu
reiknað með en þær spáðu um
1.020 milljóna hagnaði að meðal-
tali.
Núverandi rekstrarár Alfesca
hófst í byrjun júlí og er hagnað-
ur félagsins á tímabilinu því um
890 milljónir króna. Verulegur
viðsnúningur er því á milli fyrsta
og annars fjórðungs en hafa ber í
huga að mikill hagnaður myndast
vegna jólasölunnar.
Jakob Sigurðsson, forstjóri
félagsins, er sáttur við útkomuna
og bendir á að fyrirtækið hafi
aukið markaðshlutdeild sína á
helstu afurðum þrátt fyrir að ytri
aðstæður hafi verið erfiðar. Vísar
hann þar til þess að hráefnisverð
á laxi hefur haldist hátt.
Rekstrarhagnaður Alfesca
fyrir afskriftir var um 2,1 millj-
arður króna á öðrum ársfjórð-
ungi. Söluaukning á milli ára var
7,5 prósent á sama grunni og í
fyrra. - eþa
GOTT UPPGJÖR ALFESCA Hagnaður félags-
ins á síðustu þremur mánuðum ársins nam
1,1 milljarði króna.
Alfesca fyrir ofan
spár markaðarins