Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 48
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR28 Tíu ár eru liðin frá því að tekið var upp eitt samræmt neyðarnúmer - 112 - hérlendis. Allir landsmenn vita hvert ber að hringja ef mikið liggur við. Með einu símtali í 112 er hægt að fá viðeigandi aðstoð lögreglu, slökkviliðs, lækna eða sjúkraflutningamanna auk fjölda annarra aðila allt eftir því hver þörfin er. Þótt símtal í 112 á örlaga- stundu geti sannarlega bjarg- að mannslífum er það oft ekki nóg. Mikilvægt er að allir kunni undirstöðuatriði í skyndihjálp til að geta brugðist við áður en fagfólk kemur til aðstoðar. Öll getum við sem borgarar lent í því að koma fyrst á slysstað, hvort sem það er inni á heim- ilum, vinnustað eða úti á götu. Rétt og skjót viðbrögð á neyðar- stundu er án efa eitt það mikil- vægasta sem við lærum á lífs- leiðinni. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði kross Íslands sem hluti af honum hafa beitt sér að því í áratugi að mennta almenning í skyndihjálp. Rauði kross Íslands er skuldbundinn samkvæmt samningi við stjórnvöld til að stuðla að þekkingu landsmanna í skyndihjálp svo við getum verið við öllu búin þegar til þarf að taka. Þetta hlutverk sitt tekur Rauði kross Íslands mjög alvarlega og leggur áherslu á að sinna því sem best. Í könnun sem Rauði kross Íslands lét nýverið gera kemur fram að mikill meirihluti þjóð- arinnar hefur hlotið einhverja undirstöðuþjálfun í skyndihjálp og fjöldi manns hefur óvænt þurft að bregðast við aðstæð- um þar sem reynt hefur á þessa þekkingu. Fyrstu viðbrögð á vettvangi geta bjargað manns- lífi, það hefur sagan margsýnt og sannað. Rauði kross Íslands hefur undanfarin fimm ár staðið að vali á skyndihjálparmanni árs- ins. Með því vill félagið vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að læra skyndihjálp og verða þannig hæfari til að veita aðstoð á vettvangi slysa og áfalla. Hinar fjölmörgu tilnefn- ingar sem borist hafa alls stað- ar að af landinu sýna glögglega að allir geta átt von á að lenda í þeim aðstæðum að þurfa með snarræði að bjarga sjálfum sér eða öðrum, hvort sem þeir eru við leik eða störf. Atvikin eru jafn fjölbreytt og tilnefningarnar eru margar: móðir blæs lífi í ungbarn sem hættir að anda, kona bjargar samstarfskonu sinni með því að losa um aðskotahlut í hálsi, maður hnoðar vinnufélaga sinn sem lendir í hjartastoppi og með þekkingu sinni í skyndihjálp bjargar annar ókunnum manni sem liggur hjálparlaus í götunni. Og skyndihjálparmaður ársins, Guðrún Björk Sigurjónsdóttir, bjargaði tveimur börnum frá drukknun með snarræði sínu og kunnáttu. Þó aðeins einn sé útnefnd- ur skyndihjálparmaður ársins er hver og einn sem tilnefndur er hversdagshetja sem bjargað hefur mannslífi. Í flestum til- fellum var það við aðstæður sem eru hluti af daglegu lífi, aðstæð- ur sem hver og einn gæti hæg- lega lent í. Við búum öll yfir þeim dýr- mæta hæfileika að geta bjarg- að lífi en suma vantar einungis herslumuninn til að ná tökum á tækninni sem til þarf. Þekking í skyndihjálp getur skipt sköp- um. Þrátt fyrir að útkallstími sjúkrabíls sé einungis örfáar mínútur á höfuðborgarsvæðinu geta tafarlausar endurlífgunar- tilraunir nærstaddra tvö- eða þrefaldað líkur á að endurlífgun takist. Það er nauðsynlegt að kunna að nota neyðarnúmerið 112 þegar mikið liggur við. Það er okkar von að með því að vekja athygli á mikilvægi skyndihjálpar muni sífellt fleiri vakna til vitundar um að það er einnig nauðsyn að læra skyndihjálp. Þeir sem áhuga hafa á að læra skyndihjálp geta snúið sér til deilda Rauða kross Íslands um allt land. Boðið er upp á bæði lengri og styttri námskeið. Einnig má fá ítarlegar upplýsing- ar um skyndihjálp á vef Rauða kross Íslands www.rki.is. Höfundur er framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands. Allir geta bjargað mannslífi Undirritaður var nefndur á nafn í uppsláttarfrétt á síðu tvö í Frétta- blaðinu á sunnudag. Eftir lestur fréttarinnar gat ég alls ekki áttað mig á því hver fréttin var. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að gera veður út af þessum smá- munum því ég er sannfærður um að blaðamennskan á þessu blaði og víðsýni hljóti að færast í betra horf, nú þegar Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson eru sestir í rit- stjórastóla. Mig langar þó að gera nokkur atriði í greininni að umtalsefni þó ég ætli mér ekki þá ósvinnu að leiðrétta allar rangfærslurnar. Slegið er upp í fyrirsögn að höfuð- stöðvar lettneska fyrirtækisins Vislande séu í yfirgefnum íbúðum. Ef það væri í sjálfu sér fréttnæmt á Íslandi að fólk færi til vinnu og yfirgæfi íbúðir sínar á meðan, væri væntanlega ekki rými fyrir annað í dagblöðum landsmanna. Nú veit ég vegna tengsla minna að nefndar íbúðir eru íbúðir stjórnarmanna fyrirtækisins en fyrirtækið hefur starfstöð í Riga. Fyrirtækið hefur aðeins eitt heimilisfang í Lettlandi en ekki á nokkrum stöðum eins og segir í fréttinni. Blaðamaður lýsir þeirri skoð- un sinni að íbúðirnar séu í hrör- legum blokkum. Hverju er verið að miðla til okkar Íslendinga með þessum uppslætti? Hver er frétt- in? Hvaða blæ er verið að setja á fyrirtækið með því að ljúga því að höfuðstöðvar þess séu í yfirgefn- um íbúðum? Skaði sem hlýst af slíkum rangfærslum og svertingu hlýtur að vera á ábyrgð blaðsins. Fjölmargar greinar í þessum dúr hafa birst á undanförnum misser- um. Vislande hefur sýnt umburðar- lyndi allar götur og ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Undirritaður tekur upp hanskann hér einfald- lega af því að honum ofbýður. Ennfremur segir í fréttinni að lettneskir bílstjórar á vegum Vislande hafi komið fyrir Héraðs- dóm Austurlands síðasta vor og að þeir hafi verið ákærðir fyrir að vinna án atvinnuleyfis. Ekkert meira sagt. Ekkert um niðurstöðu dómsins eða lyktir málsins. Það upplýsist hér með að dóm- arinn kvað upp þann úrskurð að þessir menn hefðu verið ákærð- ir að ósekju. Mér persónulega finnst það vera meiri frétt en sú að þeir hafi verið ákærðir. Sigur Vislande í þessu máli hefur þó reynst dýrkeyptur, því starfs- menn Vinnumálastofnunar hafa lagt fyrirtækið og eiganda þess í einelti síðan, sem má m.a. sjá af frægu innanhússskeyti Unnar Sverrisdóttur lögfræðings Vinnu- málastofnunar sem opinberaðist og meiðyrðum forstjóra Vinnu- málastofnunar Gissurar Péturs- sonar í Kastljósþætti í kjölfarið. Persónulega finnst mér það frétt- næmt að þetta fólk skuli halda störfum sínum eftir að upplýst hefur verið um samsæri þeirra gegn saklausu evrópsku fyrir- tæki sem leggur sig í líma að fara að lögum. Fleira mætti tína til fréttnæmt sem virðist hafa farið framhjá fréttamiðlum. Svipað tilvik og þetta á Austurlandi átti sér stað á Selfossi um líkt leyti. Þá tók Ólafur Helgi Kjartansson Sýslumaður á Selfossi til sinna ráða, handtók nokkra lettneska starfsmenn Vislande, yfirheyrði, dró fyrir dómara og fékk þá dæmda, allt á rúmlega degi án þess að gefa lögmanni starfs- mannanna og Vislande færi á að verja málstað þeirra. Þetta gerð- ist í réttarríkinu Íslandi nú um stundir. Þetta finnst mér vera frétt og verkefni fyrir alvöru blað að kafa ofan í! Hengjum ekki bakara fyrir smið. Ilona Milcha gekk ekki frá samningum milli Íslands og Evr- ópusambandins. Það gerðu ráða- menn þjóðanna. Eitt markmið með þessum samningum er að styrkja réttindi einstaklinga til vinnu og búsetu í þeim tilgangi að efla lífsgæði og skilvirkni í Evrópu. Því fyrr sem frumkvöðlar eins og Ilona nýta þau tækifæri sem samningar og lagarammi heimila, því fyrr næst markmiðið. Furðufréttir og sorpblaðamennska UMRÆÐAN LETTNESKAR STARFSMANNA- LEIGUR ÖRN KARLSSON VÉLAVERKFRÆÐINGUR Ennfremur segir í fréttinni að lettneskir bílstjórar á vegum Vislande hafi komið fyrir Héraðsdóm Austurlands síð- asta vor og að þeir hafi verið ákærðir fyrir að vinna án at- vinnuleyfis. Ekkert meira sagt. Ekkert um niðurstöðu dómsins eða lyktir málsins. UMRÆÐAN SKYNDIHJÁLP KRISTJÁN STURLUSON Þrátt fyrir að útkallstími sjúkrabíls sé einungis örfáar mínútur á höfuðborgarsvæð- inu geta tafarlausar endur- lífgunartilraunir nærstaddra tvö- eða þrefaldað líkur á að endurlífgun takist. Rök menntamálaráðherra fyrir styttingu náms til stúdentsprófs eru eftirfarandi: „Íslendingar eru ekki vitlausari en aðrir, því er ekkert því til fyrirstöðu að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár.“ Hvílík einföldun! Málið snýst auðvitað ekki um það hvort Íslendingar séu vitlausari en aðrir heldur um forskotið sem íslenskir stúdentar hafa í dag. Spurningin er hvort halda eigi í það forskot sem íslenska skóla- kerfið hefur fram yfir önnur eða hvort skera skuli niður og stíga skref aftur á bak. Skólakerfi þar sem stúdentar útskrifast 19 ára eru í heild öðru- vísi og árangurinn sömuleiðis, nefnilega verndaðir einstakling- ar, sem aldrei hafa kynnst öðru en skólabekknum. Ég er þýsk að uppruna og hef kynnst því af eigin raun hvernig það er að alast upp í vernduðu skólaumhverfi til 19 ára aldurs. Ég hika ekki við að full- yrða að tvítugur Íslendingur er miklu þroskaðri og sjálfstæðari en jafnaldri hans í Þýskalandi og því betur undir það búinn að tak- ast á við sjálfstætt nám í háskóla. Íslenskir stúdentar standa betur að vígi varðandi persónulegan þroska og námsundirbúning en aðrir af því að þeir fá árin til tvítugs til að þroskast og læra í raun „fyrir lífið“ með skólanámi á veturna og þátttöku í raunverulegu atvinnulífi á sumrin. Í Danmörku er stefnan einmitt að lengja námið til stúd- entsprófs um eitt ár vegna þess að reynslan sýnir að 19 ára stúdent- ar eru ekki nægjanlega vel undir sjálfstætt háskólanám búnir. Ætli hér verði búið að koma styttingunni á, þegar Danir verða búnir að lengja námið til stúdents- prófs um eitt ár? Danir lengja nám UMRÆÐAN STYTTING NÁMS TIL STÚDENTS- PRÓFS MAJA LOEBELL Ætli hér verði búið að koma styttingunni á, þegar Danir verða búnir að lengja námið til stúdentsprófs um eitt ár?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.