Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 66
16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR46
DHL-deild karla:
HAUKAR-VALUR 33-28
Mörk Hauka: Árni Sigtryggson 10, Andri Stefan 10,
Kári Kristjánsson 4.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10, Jónas
Stefánsson 7/2
Mörk Vals: Sigurður Eggertsson 6, Davíð Hös-
kuldsson 6, Mohamedi Loutotifi 5.
Varin skot: Pálmar Pétursson 13/2, Hlynur
Jóhannesson 7.
HK-KA 35-32
Mörk HK: Tomas Eitutis 9, Elías Már Halldórsson
9, Valdimar Þórsson 7.
Mörk KA: Jónatan Magnússon 8, Nikola Jankovic
7, Ólafur Sigurgeirsson 5.
ÍR-STJARNAN 27-27
Mörk ÍR: Hafsteinn Ingason 6, Tryggvi Haraldsson
6, Ragnar Helgason 5.
Mörk Stjörnunnar: Titi Kalandadze 12, Arnar
Theódórsson 4, Þórólfur Nielsen 4.
ÞÓR AK.-SELFOSS 33-27
Mörk Þórs: Arnór Gunnarsson 9, Aigans Lazdins
7, Rúnar Sigtryggsson 6.
Mörk Selfoss: Atli Kristinsson 10, Davíð Ágústsson
7, Vladimir Duric 4.
VÍK/FJÖ-ÍBV 34-29
Mörk Vík/Fjö: Björn Guðmundsson 9, Sverrir
Hermannsson 7, Sæþór Fannberg 5, Sveinn Þor-
geirsson 5.
Mörk ÍBV: Grétar Þór Eyþórsson 7, Michal Dostalik
6, Mladen Cacic 5.
AFTURELDING-FRAM 18-27
Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarson 4, Vlad
Trufan 3.
Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 9, Sergei Ser-
enko 6, Þorri Gunnarsson 5.
FH-FYLKIR 28-27
Mörk FH: Valur Örn Arnarson 10, Daníel Berg
Grétarsson 6, Hjörtur Hinriksson 4.
Mörk Fylkis: Heimir Örn Árnason 6, Eymar Kruger
6, Arnar Jón Agnarsson 5.
STAÐA EFSTU LIÐA
FRAM 16 12 2 2 453-407 26
HAUKAR 16 12 1 3 477-428 25
VALUR 16 11 1 4 495-444 23
FYLKIR 16 8 2 6 441-409 18
STJARNAN 15 7 4 4 433-405 18
KA 15 7 3 5 412-407 17
ÍBV 16 7 1 8 472-503 15
AFTURELD. 16 6 2 8 400-415 14
ÍR 16 6 2 8 511-501 14
HK 16 6 2 8 444-457 14
FH 16 6 1 9 444-451 13
ÞÓR 16 4 3 9 450-473 11
SELFOSS 16 3 1 12 428-499 7
VÍK/FJÖ 16 3 1 12 433-494 7
DHL-deild kvenna:
VALUR-FH 27-26
Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 11, Alla Gor-
gorian 7, Rebekka Skúladóttir 4, Drífa Skúladóttir 4.
Mörk FH: Maja Gronbæk 8, Þóra B. Helgadóttir 6,
Eva Albrectsen 3.
STAÐA EFSTU LIÐA
VALUR 13 11 0 2 358-298 22
HAUKAR 12 10 0 2 374-313 20
ÍBV 12 9 1 2 327-277 19
STJARNAN 12 8 1 3 312-271 17
Evrópukeppni félagsliða:
L. LOVECH-STRASBOURG 0-2
L. MOSKVA-SEVILLA 0-1
A. BRATISLAV-L. SOFIA 0-1
HERTHA BERLIN-R. BUCHAREST 0-1
BASIL-MÓNAKÓ 1-0
LILLE-S. DONETSK 3-2
HEERENVEEN-ST. BÚKAREST 1-3
ROSENBORG-ZENET 0-2
SCHALKE-ESPANYOL 2-1
BOLTON-MARSEILLE 0-0
UDINESE-LENS 3-0
CLUB BRUGGE-ROMA 1-2
Enska úrvalsdeildin:
BLACKBURN-SUNDERLAND 2-0
1-0 Craig Bellamy (38.), 2-0 Craig Bellamy (63.).
Enska 1. deildin:
COVENTRY-SHEFF. WED 2-1
SOUTHAMPTON-PRESTON 0-0
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
KÖRFUBOLTI Áfrýjunardómstóll
KKÍ staðfesti í gær dóm dómstóls
KKÍ í máli Hamars/Selfoss gegn
Keflavík. Hamar/Selfoss kærði
leikinn þar sem Guðjón Skúlason
var í leikmannahópi Keflavíkur í
leiknum en hann hafði ekki leik-
heimild.
Dómstóll KKÍ dæmdi því
Hamri/Selfossi sigurinn í leikn-
um en Keflavík áfrýjaði á þeirri
forsendu að Guðjón hefði engan
þátt tekið í leiknum og þar af leið-
andi ekki verið beinn þátttakandi
í leiknum. Á þau rök féllst áfrýj-
unardómstóllinn ekki og dómur-
inn stendur því óhaggaður. - hbg
Mál Hamars gegn Keflavík:
Fyrri dómur
staðfestur
GUÐJÓN SKÚLASON Vera hans á vara-
mannabekk gegn Hamri/Selfossi er búin
að kosta Keflavík tvö stig.
GOLF Suður-afríski kylfingur-
inn Ernie Els snýr aftur í PGA-
mótaröðina eftir átta mánaða
fjarveru vegna meiðsla um helg-
ina þegar hann tekur þátt í opna
Nissan-mótinu sem fram fer á
Riviera-golfvellinum. Allir fimm
efstu kylfingarnir á heimslistan-
um verða með á mótinu en það
gerist æ sjaldnar núorðið. Þeir
fimm efstu eru auk Els, Tiger
Woods, Vijay Singh, Retief Goos-
en og Phil Mickelson.
Hinn 36 ára gamli Els sleit
krossband í fyrra og hefur tekið
sér góðan tíma til að ná sér að
fullu vegna meiðslanna. Els á von
á mikilli samkeppni, þá sérstak-
lega frá Woods sem hefur sigrað á
síðustu þremur mótum sem hann
hefur tekið þátt í og er því sjóð-
heitur um þessar mundir.
Els stefnir á að taka árinu með
meiri ró en áður til að einbeita sér
heldur að góðum árangri í stór-
mótunum, en Els keppir iðulega
á öllum mótum sem hann kemst
á, hvar í heiminum sem þau eru
haldin. - hþh
Nissan-mótið í golfi:
Els snýr aftur
ERNIE ELS Snýr aftur um helgina.
NORICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, bíður í ofvæni
eftir leiknum gegn Liverpool í FA
bikarkeppninni á laugardaginn.
Þessir fornu fjendur mætast á
Anfield Road og vilja Evrópu-
meistararnir ólmir hefna ófar-
anna í deildarleik liðanna fyrir
skömmu þegar Rio Ferdinand
skoraði sigurmark leiksins þegar
komið var fram yfir venjulegan
leiktíma.
„Augljóslega vilja bæði lið
komast áfram í næstu umferð.
Andrúmsloftið, hefð klúbbanna
og saga þeirra, leikir þeirra og
stuðningur áhorfenda, þetta
blandast allt saman í stórkost-
legan knattspyrnuleik. Þetta er
leikurinn sem ég hlakka alltaf
mest til,“ sagði Ferguson en liðin
há einnig harða baráttu um annað
sæti deildarinnar.
- hþh
Liverpool og Man. Utd. leika:
Sir Alex getur
ekki beðið
FÓTBOLTI Fáir, ef nokkrir, eru
jafn blóðheitir og dyggir stuðn-
ingsmenn síns félags en Ruth
Crawshaw, 63 ára gömul amma
frá Bolton. Crawshaw var valinn
stuðningsmaður mánaðarins hjá
ensku úrvalsdeildinni í nóvem-
ber sl. og þótt fyrr hefði mátt
vera − amman hefur ekki misst
af deildarleik með Bolton í bráð-
um 47 ár.
Þeir eru orðnir yfir tvö þús-
und talsins, leikirnir sem hún
hefur samfellt mætt á með Bolt-
on frá árinu 1959, bæði heima og
heiman, og hefur hún á þeim tíma
heimsótt um 250 útivelli á Bret-
landseyjum og víðar. Að sjálf-
sögðu fylgir hún liði sínu einnig
á Evrópuleikina ytra og á þessari
leiktíð einni hefur hún farið til
Búlgaríu, Tyrklands og Póllands.
Þá sér hún einnig flesta leiki
vara- og unglingaliði Bolton.
„Ég hef verið aðdáandi frá
því að ég var 15 ára og áhuginn á
liðinu fer ekki minnkandi. Liðið
hefur sjaldan verið betra og ég
skemmti mér konunlega á vell-
inum í hvert sinn sem ég mæti,“
sagði Crawshaw þegar hún tók
við verðlaununum í lok síðasta
árs. - vig
Dyggasti aðdáandi Bolton á Englandi er 63 ára gömul kona:
Hefur ekki misst af leik frá árinu 1959
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FEBRÚAR
13 14 15 16 17 18 19
Fimmtudagur
■ ■ SJÓNVARP
08.55 Vetrarólympíuleikarnir á
RÚV. Bein útsending.
18.30 Vetrarólympíuleikarnir á
RÚV. Samantekt.
20.10 Golf á Sýn. Inside the PGA
20.35 Aflraunir á Sýn. Sterkasti
maður heims 2005.
21.55 Kappakstur á Sýn. A1 Grand
Prix. Umfjöllun um heimsbikarinn.
23.55 Vetrarólympíuleikarnir á
RÚV. Samantekt (e).
FÓTBOLTI Þær staðhæfingar hinna
fjölmörgu spekúlanta um að Real
Madrid væri ekki lengur knatt-
spyrnufélag með helsta áherslu á
fótbolta heldur gróða, fengu byr
undir báða vængi í gær þegar
upplýst var að spænska stórveldið
væri búið að steypa Manchester
United af stóli sem ríkasta fót-
boltafélag heims. Þetta er í fyrsta
sinn síðan endurskoðendafyrir-
tækið Deloitte hóf að reikna út
lista ríkustu félaga heims fyrir
níu árum sem Man. Utd er ekki í
efsta sæti.
Ekki er tekið tillit til auðæfa
þeirra sem eiga félögin, heldur
aðeins veltu og gróða félaga á
síðustu leiktíð. Tekjur Real Madr-
id jukustu um heil 17% á milli
tímabila á síðasta ári þrátt fyrir
að árangur liðsins hafi verið einn
sá lakasti í áraraðir. Heildargróð-
inn reyndist vera 328 milljónir
dollara en gróði Man. Utd var
293 milljónir dollara. AC Milan
er í þriðja sæti með gróða upp á
234 milljón dollara en þar á eftir
kemur Juventus með fimm millj-
ónum minna. Chelsea er í 5. sæti
listans með tæplega 221 milljón
dollara í gróða á síðasta ári.
Í skýrslu Deloitte kemur fram
að stærstur hluti gróða Real
Madrid sé tilkomin vegna auglýs-
inga og sölu ýmiss konar varnings
en tekjur enskra félaga megi að
stærstum hluta rekja til miðasölu
á leikjum en tekjur ítalskra félaga
stafi fyrst og fremst af sölu á
sjónvarpsrétti. Helstu ástæðurn-
ar fyrir minni gróða Man. Utd eru
sagðar vera slakur árangur liðs-
ins í meistaradeildinni á síðustu
leiktíð og sjónvarpstekjurnar sem
félagið varð af í kjölfarið.
Þrjú félög féllu af lista 20 rík-
ustu félaga í ár – Marseille, Aston
Villa og Rangers, en í stað þeirra
koma Everton, Lyon og Valencia
inn á listann.
- vig
Manchester United er ekki lengur ríkasta félagslið í heimi:
Real Madrid býr til mestu peningana
DAVID BECKHAM Stendur sig kannski ekki
vel á vellinum en færir Real Madrid miklar
tekjur í gegnum auglýsingar.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
10 RÍKUSTU FÉLÖGIN
FÉLAG GRÓÐI*
1. Real Madrid 328
2. Man. Utd 246
3. AC Milan 234
4. Juventus 229
5. Chelsea 221
6. Barcelona 208
7. Bayern Munchen 190
8. Liverpool 181
9. Inter 177
10. Arsenal 171
* Í milljónum dollara
HANDBOLTI „Við horfðum upp á
algjörlega ömurlega dómgæslu
hér í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni
Óskarsson, þjálfari Valsmanna,
eftir að liðið beiðlægri hlut gegn
Haukum í toppslag DHL-deild-
ar karla í handbolta sem fram fór
í gærkvöldi. Atvikið sem Óskar
Bjarni vísar helst til með þessum
ummælum sínum átti sér stað strax
á 8. mínútu leiksins þegar dómar-
arnir, þeir Anton Gylfi Pálsson og
Hlynur Leifsson, vísuðu Baldvini
Þorsteinssyni af velli fyrir að fara
með höndina í andlit Andra Stefans,
leikmanns Hauka. Dómurinn var
glórulaus í meira lagi, verðskuld-
aði hugsanlega tvær mínútur en að
gefa Baldvini beint rautt spjald var
einfaldlega óskiljanleg ákvörðun
hjá dómurunum, sem áttu annars
hrikalegan dag og höfðu engin tök
á leiknum.
„Þetta var algjört grín og dóm-
gæslan var nánast hlægileg allan
leikinn. Þetta er dýrt því það lítur
út fyrir að við verðum án Baldvins
í leiknum mikilvæga gegn Fram í
næstu viku,“ bætti Óskar Bjarni við
en Baldvin mun að öllu óbreyttu fá
eins leiks bann fyrir að hafa fengið
beint rautt spjald.
Fjarvera Baldvins hafði mikil
áhrif á Valsliðið og var hans sárt
saknað í sóknarleik liðsins. Brott-
vísunin átti sér stað í stöðunni 4-3
fyrir heimamenn og var gestunum
augljóslega brugðið. Haukar náðu
í kjölfarið fjögurra marka forystu
sem átti eftir að aukast jafnt og þétt
það sem eftir lifði hálfleiksins og
var staðan 19-13 í hálfleik, heima-
mönnum í vil.
Valsmenn komu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og minnkuðu
muninn jafnt og þétt. Með stífum
varnarleik og miklum stuðningi
áhorfenda náðu þeir að minnka
muninn niður í eitt mark þegar um
15 mínútur voru eftir en þá spýttu
heimamenn í lófana á ný og náðu
forskoti sem þeir áttu ekki eftir að
láta af hendi. Lokatölur urðu 33-28
og halda Haukar því 2. sæti deildar-
innar. „Strákarnir sýndu frábæran
karakter með því að koma til baka
og hefðum við jafnað leikinn tel ég
að leikurinn hefði farið á annan
veg,“ sagði Óskar Bjarni.
Leikmenn Vals léku flestir
langt undir getu framan af leik en
allir bættu leik sinn verulega í síð-
ari hálfleik. Sigurður Eggertsson
var bestur, skoraði 6 mörk auk þess
sem hann átti fjölmargar stoðsend-
ingar. Hjá Haukum áttu áðurnefnd-
ur Andri Stefan og Árni Sigtrygg-
son mjög góðan leik og skoruðu 10
mörk hvor.
Fram heldur toppsæti deildar-
innar eftir auðveldan sigur á Aftur-
eldingu í Mosfellsbænum, 27-18, en
í Austurbergi skildu ÍR og Stjarnan
jöfn, 27-27 í hörkuleik. Það var horn-
armaðurinn knái Ragnar Helgason
sem skoraði jöfnunarmark ÍR þegar
um hálf mínúta var eftir af leiknum
í gær en heimamenn sluppu með
skrekkinn á síðustu sekúndunni
þegar þrumuskot Tite Kalandadze
hafnaði í þverslánni.
Leikurinn var mjög sveiflu-
kenndur og höfðu heimamenn í ÍR
yfirhöndina framan af leik. Leik-
menn Stjörnunnar komu grimmir
til leiks í síðari hálfleik og náðu
fljótlega að snúa leiknum sér í vil.
ÍR gafst hins vegar aldrei upp og
uppskar sanngjarnt jafntefli á end-
anum. Gestirnir söknuðu Patreks
Jóhannessonar sem lék ekki með í
gær en Kalandadze var frábær og
skoraði 12 mörk. Þá vakti mikla
athygli að Konráð Olavsson lék með
Stjörnunni á ný eftir langa fjarveru
og virtist í ágætu formi.
- vig, - hþh.
Glórulaust rautt spjald
Haukar unnu góðan sigur á Valsmönnum í toppslag DHL-deildar karla í gær-
kvöldi þar sem dómararnir voru í aðalhlutverki. Fram er sem fyrr á toppnum.
RAUTT SPJALD Baldvin Þorsteinsson hjá Val trúði varla sínum eigin augum þegar hann fékk
að líta rauða spjaldið í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI