Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 16
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR nær og fjær VERBÚÐARLÍFIÐ Í GAMLA DAGA Myndirnar eru frá verbúðunum Ásgarði og Grænu höllinni á Höfn í Hornafirði og voru teknar 1982. Þar var oft mikið fjör enda blómleg útgerð og vinnsla í bænum. Farandverkamennirnir komu víða að og bundust sterkum böndum. Farandverkamenn sem bjuggu í verbúðum á Höfn í Hornafirði á áttunda og níunda áratugunum ætla að hittast og gera sér glaðan dag á laugardagskvöldið. „Nú þegar það gengur svona illa að manna störf úti á landi fannst okkur kjörið að hittast og rifja upp farandverkamannalífið,“ segir Stefán Sturla Sigurjónsson sem með félögum sínum Andrési Kolbeinssyni og Óla Jóni Ólasyni efnir til gleðskaparins. Fer hann fram á Fjörukránni á laugardags- kvöldið. Þeir Andrés, Óli og Stefán bjuggu saman í verbúðunum Ásgarði og Skakkanum á Höfn í Hornafirði og langar til að hitta aðra sem bjuggu þar á árabilinu 1975 til 1985. Raunar er allt far- andverkafólk velkomið, sama hvar það var og hvenær. „Þó að við miðum við Horna- fjörðinn þá var það nú þannig að þessi stóri hópur farandverka- manna bjó saman á fleiri stöðum,“ segir Stefán Sturla og nefnir sem dæmi Súgandafjörð, Vestmanna- eyjar og Vopnafjörð. Margir voru á flandri milli staða, fóru, komu og fóru aftur. Sá var háttur farand- verkamannanna. Margt af þessu fólki var goðsögnum líkast og nefnir Stefán Sturla að Morthens- bræðurnir Bubbi og Tolli hafi verið „stóru karlarnir“. Þremenningarnir hafa í aðdraganda gleðskaparins velt verbúðarlífinu fyrir sér og komist að ákveðinni niðurstöðu. „Yfir- leitt var þetta ungt fólk sem fór á vertíð á sumrin til að vinna fyrir skólagöngunni veturinn eftir. Þegar lög voru sett sem meinuðu ungu fólki að vinna þá dó sú hugs- un að námsmenn þyrftu að vinna fyrir sér. Nú tekur fólk bara lán. Farandverkamenn unnu fyrir sér og þess vegna er þetta menning,“ segir Stefán Sturla sem jafnframt vill meina að ungt fólk hafi borið meiri virðingu fyrir peningum í þá daga, enda þurfti það að þræla fyrir þeim sjálft. „Og kannski er það hluti af eirðarleysi unga fólks- ins í dag og jafnvel fíkniefna- neyslu að það hefur ekki þessa hugsun lengur,“ segir hann. Eins og gengur fór fólkið sem þeir þremenningarnir kynnt- ust í verbúðunum í ýmsar áttir, en í hópnum eru meðal annars forstjórar, framkvæmdastjórar, fjármálastjórar og bílstjórar svo eitthvað sé nefnt. Sjálfir vinna þeir við leiklist, hótelstjórnun og kvótasölu. Stefán segir lífið í verbúð almennt hafa verið gott og saknar þess að verbúðir heyri nánast sög- unni til. „Þarna skapaðist ævilöng vinátta og fullt af hjónaböndum og ungt fólk átti þess kost að fara og vinna fyrir næsta vetri. Nú hefur unga fólkið ótrúlega fá tækifæri og lítinn metnað til að vinna þessi störf sem fyrir tuttugu til þrjá- tíu árum þótti sjálfsagt mál að vinna.“ bjorn@frettabladid.is Verbúðarlíf er menning VERBÚÐARÁRIN RIFJUÐ UPP Óli Jón Ólason hótelstjóri, Stefán Sturla Sigurjónsson leikari og Andrés Kolbeinsson kvótasali ætla að skella sér á Fjörukrána á laugardagskvöldið og vonast til að hitta sem flesta sem voru samtíða þeim í verbúð á Höfn í Hornafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA En þér er ekki treyst „Ég er tilbúin til að sitja í nefndum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sinna yfir höfuð þeim hlutverkum sem mér er treyst fyrir.“ OKTAVÍA JÓHANNESDÓTTIR, BÆJARFULLTRÚI Á AKUREYRI, Í FRÉTTABLAÐINU. Erðanú fólk „Þeir vilja bara reka alla íbúana inn í strætó hvað sem það kostar. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum hins vegar virða valfrelsi einstaklingsins.“ GUNNAR BIRGISSON, BÆJARSTJÓRI Í KÓPA- VOGI, UM VINSTRI GRÆNA OG STRÆTÓMÁL Í MORGUNBLAÐINU. ÁSTFANGIN Gussi og Ída létu vel hvort að öðru á Valentínusardaginn sem var á þriðjudag. Ísbirnirnir búa í dýragarðinum í New York og una hag sínum vel í snjónum sem þar er núna.FRÉTTABLAÐIÐ/AP „ORÐRÉTT“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.