Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2006 3
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Nýlega lauk í París „Haute cout-
ure“ tískusýningunum en hátísk-
an er sá fatnaður sem eingöngu
er sérsaumaður og aðeins ein
flík saumuð af hverju. (Ólíkt því
sem tískuskríbentar Moggans
halda þá skapaði Tom Ford aldrei
„Haute couture“ fyrir Gucci eða
YSL heldur „ready-to-wear“, svo
munurinn sé skýrður.) Verðið
er eftir því, hleypur á nokkrum
milljónum kjóllinn. Um nokkurt
skeið hefur verið talað um þessa
hátísku sem deyjandi listgrein.
Hönnuðir telja þetta ekki aðeins
vera tísku heldur listsköp-
un. Eftir seinna stríð hönnuðu
hundrað og sex frönsk tískuhús
hátísku. Í dag eru ekki eftir nema
tíu og gæti enn fækkað ef marka
má afkomu þeirra og þá kröfu í
dag að allt skili hagnaði og marg-
ir hönnuðir segja það ekkert
leyndarmál að engan gróða sé að
hafa af hátískunni, aðeins kostn-
að. Áður var allt saumað í hönd-
unum í Frakklandi, nú er margs-
konar handverk að hverfa vegna
þess að það þykir of dýrt að nota
strútsfjaðrir eða handsaumaðar
blúndur, handverksiðnaðurinn
færist til Asíu þar sem vinnu-
aflið kostar lítið.
Tísku- og lúxusiðnaðurinn
hefur heilmikið breyst síðustu
ár og viðskiptavinir láta sífellt
verr að stjórn. Þeir eru ekki
tryggir einu merki lengur held-
ur velja úr mörgum. Ekki nóg
með það heldur getur nú peysa
frá Zöru gengið með gallabuxum
með fínu merki og eftirlíkingu af
Chanel-jakka. Þetta hefði verið
óhugsandi hjá þeim sem eru
loðnir um lófana fyrir tveimur
til þremur árum. Nú heitir þetta
lífsstíll og þykir flott. Áður voru
það tískuhönnuðir sem lögðu lín-
urnar en nú er öldin önnur. Hönn-
uðirnir hafa sífellt minni áhrif
því nú eru það tískuskrifstofur
(bureaux de styles) sem gefa út
tískuhefti (cahiers de tendances)
með því sem koma skal í efnum,
litum, sniðum og fleiru og tísk-
an verður fyrir vikið einsleitari.
Tískuhúsin hafa reyndar eitt af
öðru verið gleypt af stórum keðj-
um, aðallega tveimur (LVMH og
Gucci-group) ef frá eru taldar
nokkrar undantekningar eins og
Chanel svo dæmi séu tekin. Þess
vegna er það nú fyrsta reglan að
skila hagnaði, ekki að hanna eitt-
hvað ódauðlegt og bylta tískunni.
Hönnuðir eyða í dag eins miklum
tíma í fundi yfir fjárhagsáætlun-
um eins og við teikniborðið.
Samkeppnin verður sömuleið-
is sífellt harðari og ódýru merkin
eins og H&M, Zara og Gap taka
sífellt stærri sneið af kökunni,
hvert með sinni aðferð. Zara
getur tekið upp snið frá öðrum
á tíu dögum og H&M fær heims-
fræga hönnuði eins og Karl Lag-
erfeld og Stellu McCartney til
að hanna fyrir sig, sem tryggir
biðraðir fyrir framan búðirnar.
Það blæs því ekki byrlega fyrir
hátískunni með sína tvöhundruð
viðskiptavini í heiminum.
Hátíska á heljarþröm
Verslunin Trílógía selur fallega
hönnun sem nú má fá á góðu
verði.
Verslunin Trílógía á Laugaveginum
sker sig úr hvað varðar ýmislegt
sem viðkemur rekstrinum. Vörurn-
ar eru einstakar, íslenskar og erlend-
ar, listasýningar og aðrar uppákom-
ur eru haldnar þar með reglulegu
millibili og nú þegar útsölutíðin er
á enda í öllum verslunum er Ungfrú
útsala að stíga á stokk í Trílógíu.
Ungfrú útsala er afskaplega lag-
leg þetta árið, girnilegar hátísku-
flíkur eru nú falar á flottu verði
enda er 35 prósenta afsláttur af
öllum vörum nema þeim sem versl-
unin tekur að sér í umboðssölu.
Næstu tvær vikurnar mun
Ungfrú útsala spígspora um
sandsteinalagt gólf Trílógíu svo
fyrir þá sem áhuga hafa á hátísku
er skilyrði að skreppa á Lauga-
veginn og berja ungfrúna augum
áður en vor- og sumarlínan yfir-
tekur verslunina.
Ungfrú útsala
Bleik peysa
á 5.100 kr.
Hvítur toppur 6.400 kr.
Pallíettukjóll 59.900 kr.
Hálsmen á
3.900 kr.
Pils með sebramynstri 6.900 kr.
Appelsínugular
blúndubuxur
3.900 kr.
Buxur 20.700 kr.
www.jbj.is - fyrir árshátíðina
VOR
2006
Grófir málmskartgripir og
fylgihlutir eru nokkuð áberandi
um þessar mundir.
Vinsælt er um þessar mundir að
pönka útlitið örlítið upp með fylgi-
hlutum úr málmum með miðalda-
legum skreytingum. Hönnuðurinn
Ugo Cacciatori frá Toskana-héraði
á Ítalíu aðhyllist þennan stíl og
sækir hugmyndir sínar til endur-
reisnarinnar á Ítalíu og rómantíska
tímabilsins á Englandi. Stíllinn
hjá honum er sjóræningjalegur og
einskorðast ekki aðeins við fylgi-
hluti því hann hannar einnig föt og
húsgögn í þessum stíl.
Ekki er auðvelt að innrétta húsið
sitt í sjóræningjastíl hér á landi en
hægt er að flikka upp á útlitið og
njóta þess að vera flottur og spes á
sama tíma. Hálsmen og eyrnalokk-
ar með steinaskreyttum smáhníf-
um, þykk armbönd úr ópússuðu
silfri með flúri og steinum ásamt
rifnum gallabuxum og belti með
hauskúpusylgjum eru hlutir sem
fullkomna pönkaralúkkið.
Það er varla nokkrum blöð-
um að fletta um það að vinsældir
pönkaða sjóræningjaútlitsins hafa
fylgt í kjölfarið á myndinni Pirates
of the Caribbean þar sem Johnny
Depp fór með aðalhlutverkið.
Sjóræn-
ingjastíll
Húfa með hauskúpumunstri passar vel
inn í pönkaralúkkið og kemur sér vel hér á
landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN