Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 70
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SÚR HVALUR 30% afsláttur af harðfiski og hákarli Opið alla laugardaga 10-14 LÁRÉTT: 2 gáski 6 einnig 8 arinn 9 meðvit- undarleysi 11 guð 12 reyna 14 langt op 16 þreyta 17 sæ 18 fiskur 20 bor 21 hnappur. LÓÐRÉTT: 1 rusl 3 í röð 4 pressa 5 fugl 7 sveppur 10 tæki 13 framkoma 15 lýð 16 dauði 19 tveir eins. LAUSN: HRÓSIÐ ...fær Baldvin Jónsson fyrir að breyta Reykjavík í gósenland fyrir sælkera en hann er einn af skipu- leggjendum Food & Fun hátíðar- innar sem haldin er í fimmta sinn í lok febrúar. Tónlist Undanfarið hef ég verið að hlusta töluvert á Depeche Mode, því ég er að fara á tónleika með þeim í Parken í Kaupmannahöfn seinna í mánuðinum. Annars hlusta ég á popp, rokk, djass, klassík, R&B og já eiginlega allt nema þungarokk. Bók Mestallur minn tími fer í lestur í lögfræðinni. En bækur sem hafa höfðað sérstaklega til mín eru bækur eins og Alkemistinn, Da Vinci lykillinn og Body Language. Ég hef mjög gaman af bókum með heimspekilegu ívafi, ljóðabókum o.s.frv. Bíómynd Síðasta bíómynd sem ég sá var The Flightplan með Jodie Foster sem var mjög góð að mínu mati. Annars hef ég gaman af að horfa á þessar gömlu góðu myndir eins Dirty Dancing, Foot- lose, Flashdance o.fl. Mér finnst mjög gaman og afslappandi að horfa á góða grínmynd. Borg Ég er mjög hrifin af London og hún hefur verið í uppáhaldi síðustu árin. Í dag finnst mér hins vegar Kaup- mannahöfn alltaf verða meira og meira spennandi. Ég hef lengi átt þann draum að fara til Parísar og vona að sá draumur rætist næsta sumar. Búð Mango er ein af mínum uppáhalds- fataverslunum og ég hef lagt töluvert á mig til að finna slíka búð þegar ég hef verið erlendis. Annars versla ég mikið í verslunum eins og Karen Millen, GK, Sand, Kulture, Zara.... Verkefni Ég er ritstjóri fyrir tímaritið Takturinn sem er nýtt tímarit innan laga- deildar HR og fjallar um málefni líðandi stundar í máli og myndum, ásamt því að vera málgagn laganema í HR. Fyrsta tölublaðið verður gefið út í næstu viku. Síðan er ég formaður í hinum nýstofn- aða Stúdentadansflokki og einnig dansari í flokknum. Æfingar hjá Stúd- entadansflokknum hófust 1. febrúar sl. svo það hefur verið í mörgu að snúast undanfarnar vikur um leið og ég stunda krefjandi laganám. Einnig er ég í ritstjórn tímaritsins Lögréttu sem er faglegt tímarit innan lagadeildar HR, sem birtir ritrýndar greinar frá lögfræðingum. AÐ MÍNU SKAPI MARGRÉT A. EINARSD., RITSTJÓRI TAKTSINS OG FORM. STÚDENTADANSFLOKKSINS Dirty Dancing, London og Mangó LÁRÉTT: 2 ærsl, 6 og, 8 stó, 9 rot, 11 ra, 12 prófa, 14 klauf, 16 lú, 17 sjó, 18 áll, 20 al, 21 tala. LÓÐRÉTT: 1 sorp, 3 rs, 4 strauja, 5 lóa, 7 gorkúla, 10 tól, 13 fas, 15 fólk, 16 lát, 19 ll. Roger Waters, fyrrverandi leiðtogi hljómsveitarinnar Pink Floyd, held- ur tónleika í Egilshöll 12. júní. Þar mun hann taka öll helstu lög Pink Floyd auk þess sem hann mun flytja meistaraverk sveitarinnar, Dark Side Of The Moon, í heild sinni og í raun í lengri útgáfu en á plöt- unni sjálfri. Waters mun jafnframt spila um það bil helminginn af plöt- unni The Wall. Roger Waters var sköpunar- krafturinn á bak við helstu verk Pink Floyd en hann samdi alla texta hljómsveitarinnar og um áttatíu prósent af lögunum og er án efa einn áhrifamesti tónlistarmaður 20. aldarinnar. Skemmst er að minnast þátttöku Pink Floyd með Waters inn- anborðs á Live 8 tónleikunum síð- asta sumar sem vakti mikla athygli. Spratt upp orðrómur um að sveitin ætlaði að koma saman á ný en ekki er víst hvort af því verður. Með Waters í för kemur hópur valinkunnra tónlistarmanna en í föruneyti hans verða yfir 30 manns. Ekkert verður sparað svo þessir tónleikar verði sem glæsilegastir og verða m.a. risaskjáir notaðir auk þess sem sérstakt surround-hljóð- kerfi verður notað. Fragtflugvél mun koma til Íslands með 10-15 tonn af græjum sem verða notaðar á tónleikunum auk alls þess besta í hljómflutnings- tækjum sem innlendir aðilar geta útvegað. Roger Waters, sem gefur út nýja plötu í haust, mun aðeins halda fimmtán tónleika á þessu ári í heim- inum og er því um einstæðan við- burð að ræða. - fb Waters til Íslands „Vertu ógesslega velkomin skil- urrru!“ Þessi kveðja tekur á móti öllum þeim sem heimsækja nýja aðdáendasíðu Silvíu Nóttar, sil- vianott.com, sem hin sautján ára Ástrós Lilja Einarsdóttir úr Hafn- arfirði hefur stofnað. Yfir sex þúsund manns hafa heimsótt síðuna síðan hún var sett upp þann 12. febrúar sem hlýtur að teljast mjög góður árangur. Ýmsan fróðleik er að finna á síðunni um þessa umdeildu sjón- varps- og tónlistarkonu, m.a. Eur- ovision-lagið Til hamingju Ísland, þætti með Silvíu Nótt og viðtöl við hana. Hið merkilega er að Ástrós heldur einnig úti aðdáendasíðu Birgittu Haukdal, birgittaworld. com, sem mun einmitt keppa við Silvíu Nótt í úrslitakeppni Eurov- ision á laugardaginn. Sú síða hefur verið uppi í eitt og hálft ár og fékk eitt sinn tvö þúsund heimsóknir á einum og sama deginum. Mætti því ætla að Ástrós Lilja verði afar tvístígandi þegar kemur að úrslitastundinni í beinni útsend- ingu Ríkissjónvarpsins. „Ég held bara með báðum, Birgittu og Silvíu, og kýs þær báðar,“ segir Ástrós Lilja. „Það má kjósa fimm sinnum úr hverjum síma,“ bætir hún við en segist ekki hafa ákveðið nákvæmlega hvernig hún ætli að framkvæma kosninguna. Ástrós fór að sjá forkeppnina þann fjórða febrúar þar sem þær Silvía og Birgitta komust báðar áfram. Hún segist hafa skemmt sér mjög vel en því miður komist hún ekki á lokakeppnina vegna þess að uppselt sé á viðburðinn. Verður hún því að láta sér nægja að fylgjast spennt með í beinni útsendingu. Aðspurð segist Ástrós ekki skilja allt fjaðrafokið sem varð þegar lagi Silvíu var lekið á netið fyrir nokkrum vikum síðan. „Mér finnst þetta kjaftæði. Hún lak þessu ekki á netið sjálf. Mér finnst að það ætti ekki að refsa henni fyrir það ef eitthvað svona skeður,“ segir hún. Þrátt fyrir að Ástrós sé eldheit- ur aðdáandi Silvíu, rétt eins og flestar vinkvenna hennar, hefur hún ekki verið það alla tíð. „Fyrst fór hún ógeðslega í taugarnar á mér, ég bara þoldi hana ekki. Síðan þegar fór að líða á þættina fór mér að finnast hún skemmtileg og fyndin.“ Fari svo að Silvía Nótt vinni Eur- ovision-keppnina hér á landi eins og margir hafa spáð á Ástrós þann draum heitastan að sjá lokakeppn- ina í Grikklandi í maí. „Mig lang- ar það náttúrlega geðveikt mikið en það kostar náttúrlega pening. Það gæti orðið frekar erfitt,“ segir aðdáandi Silvíu Nóttar og Birgittu Haukdal númer eitt á Íslandi. freyr@frettabladid.is ÁSTRÓS LILJA: STOFNAÐI AÐDÁENDASÍÐUR SILVÍU NÓTTAR OG BIRGITTU Ætlar að kjósa þær báðar ÁSTRÓS LILJA Ástrós hefur umsjón með tveimur aðdáendasíðum: Silvíu Nóttar og Birgittu Haukdal. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. ROGER WATERS Fyrrverandi forsprakki Pink Floyd er á leiðinni hingað til lands í sumar. FRÉTTIR AF FÓLKI Á þessum stað í Fréttablaðinu í gær var greint frá gremju Barts Cameron, ritstjóra tímaritsins Reykjavík Grapevine, í garð Baltasars Kormáks, leikstjóra, sem átti að hafa fleygt nýjasta tölublaði Grapevine út af Kaffibarnum vegna neikvæðs dóms um kvikmynd hans A little trip to heaven. Þetta segir Baltasar hins vegar að sé af og frá, enda hefur hann annað við tíma sinn að gera en henda rusli út af Kaffibarnum, sem hann á hlut í. Þar fyrir utan hefur Baltasar upplýst að umrætt tölublað Grapevine hafi ekki borist inn á Kaffibarinn og því hafi ekki verið neitt Grapevine til þess að henda. Tildrög fréttar-innar var tölvupóstur til blaðamanna Fréttablaðsins frá Cameron þar sem hann hélt þessu fram fullum fetum og vandaði Baltasar ekki kveðjurnar með fúkyrðaflaumi sem vart er hafandi eftir. Hann lét þess þó getið að það væri ljóst að „þeir sem þyrftu mest á gagnrýni að halda gætu ekki tekið henni“. Það skýtur því óneitanlega skökku við að í frétt á vefnum grapevine.is í gær sór Cameron þetta allt saman af sér og kom sökinni alfarið á Fréttablaðið. Sagði hann að ritstjórn Grapevine hafa haft samband við Baltasar og komist að raun um að hann hefði aldrei hent Grapevine út af barnum og ekki einu sinni lesið dóminn sem átti að hafa valdið öllu fjaðrafokinu. Grapevine bítur svo höfuðið af skömm- inni í niðurlagi netfréttarinnar þar sem Fréttablaðið er sagt hafa farið með rangt mál í mola gærdagsins þegar Cameron var sagður „óhress“ með Baltasar. Haft er eftir ritstjóranum að hann hafi „aldrei verið annað en hress“. Þessi fullyrðing hans verður þó að teljast vægast sagt hæpin í ljósi reiðilesturs hans í áður- nefndum tölvupósti. Hringavitleysan hélt svo áfram; laust eftir hádegi í gær var fréttinni á heimasíðu blaðsins breytt og hún færð eilítið nær sannleikanum og loks fjarlægð af heimasíðunni. Þessi margföldu sinnaskipti Camerons hljóta óhjákvæmilega að vekja upp spurningar um þá blaðamennsku sem stunduð er undir ritstjórn hans á Grapevine. Blaða- menn Fréttablaðsins þurfa hins vegar að bíta í það súra epli að hafa verið gripnir í bólinu með því að taka Cameron trúan- legan sem örugga heimild, í stað þess að fara sjálfir á stúfana. -þþ/-bs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.