Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 52
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Svavar Sigurður Sæbjörnsson Miðnestorgi 3, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Guðbjörg Svala Guðnadóttir Sesselja Svavarsdóttir Grétar Sigurbjörnsson Sigurgeir Svavarsson Soffía Gunnþórsdóttir Fjóla Svavarsdóttir Torfi Gunnþórsson Sæbjörn Ágúst Svavarsson Bryndís Guðrún Kristjánsdóttir barnabörn og systkini. Á þessum degi árið 1959 var Fidel Castro svarinn í embætti forsætisráðherra Kúbu. Hann var aðeins 32 ára gamall og því yngsti maðurinn til að gegna því embætti frá upphafi. Fidel Castro fæddist 13. ágúst árið 1926 og vann sem ungur drengur á sykurreyrsekrum og sótti skóla jesúíta og síðar Belén- framhaldsskólann í Havana. Árið 1945 hóf Castro háskólanám og lauk laganámi árið 1950. Sem lögmaður í Havana gætti hann hagsmuna hinna fátæku. Hann bauð sig fram til kúb- verska þingsins árið 1952 en þáver- andi einræðisherra Kúbu, Fulgencio Batista, aflýsti kosningunum. Fidel Castro gerði fyrstu bylt- ingartilraun sína 26. júlí 1953, en þá gerði hann misheppnaða árás á herstöð í Santiago de Cuba. Eftir árs útlegð í Mexíkó gekk Castro á land í Oriente-héraði á Kúbu ásamt 80 mönnum í desember 1956. Flestir þessara manna féllu eða voru handteknir, en eftir rúm- lega tveggja ára skæruliðabaráttu Castros og manna hans hraktist einræðisherra Kúbu, Fulgencio Batista, frá völdum og flýði í útlegð. Manuel Urrutia var skipaður forseti hinnar nýju stjórnar, en Castro varð yfirmaður hersins. Castro var gerður forsætisráð- herra árið 1959 en í júlí sama ár var forsetanum ýtt út úr stjórninni og varð Castro þar með leiðtogi Kúbu og hefur verið það síðan. ÞETTA GERÐIST > 16. FEBRÚAR 1959 Castro settur forsætisráðherra Kúbu CASTRO MERKISATBURÐIR 1878 Silfurdollari er tekinn í notkun sem gjaldmiðill í Bandaríkjunum. 1916 Rússneski herinn nær borginni Ezerum í Armeníu úr höndum Tyrkja í fyrri heimstyrjöldinni. 1920 Fyrsta dómþing Hæstaréttar Íslands er háð. 1963 Lag Bítlanna, Please, please me, kemst í efsta sæti breska vinsældarlistans. 1981 Eitt mesta ofviðri í manna minnum á Íslandi hefst um kvöldið. 1994 Um 200 látast þegar harður jarðskjálfti skekur eyna Súmötru 1995 Hornsteinn er lagður að nýju húsi Hæstaréttar við Lindargötu. VALA FLOSADÓTTIR (1978-) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Sá sem hefur trú á sjálfum sér getur tekið sínar ákvarðanir og staðið fyrir sínu.“ Vala Flosadóttir er stangarstökkv- ari sem hefur náð geysilega góðum árangri. Hún var kosin íþróttamaður ársins árið 2000. ANDLÁT Jón Pálmi Rögnvaldsson matsveinn, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði, er látinn. Jóhannes G. Svavarsson, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. febrúar. Sigríður Kristjánsdóttir frá Súða- vík, lést þriðjudaginn 7. febrúar. Sigurður Sveinsson, Gullsmára 10, Kópavogi, lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 13. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Guðmundur Jónsson (Mannsi), verður jarðsung- inn frá Langholtskirkju. 13.00 Erlendur Steinar Ólafsson, Miðtúni 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju. 15.00 Huldar Örn Andrésson verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. Heljarmikil veisla var haldin í félags- miðstöðinni Frostaskjóli í Vesturbæ í vikunni. Tilefnið var tuttugu ára afmæli Frostaskjóls en það var opnað með pomp og prakt 14. febrúar árið 1986 sem félagsmiðstöð fyrir ungl- inga. „Það má í raun segja að Frosta- skjól sé að verða fullorðið,“ segir Jón Ragnar Jónsson forstöðumaður glað- lega, en Frostaskjól er ekki eingöngu félagsmiðstöð í dag heldur ber heitið Frístundamiðstöðin Frostaskjól og hefur umsjón með starfsemi félags- miðstöðvarinnar Frosta í Frosta- skjóli, félagsmiðstöðvarinnar 101 í Austurbæjarskóla og frístundaheim- ila Grandaskóla, Melaskóla, Vestur- bæjarskóla og Austurbæjarskóla. Starfsemin er því umfangsmikil enda starfa um sjötíu manns á þess- um sex vinnustöðum og hátt í fimm hundruð börn sækja þjónustu þangað að einhverju leyti. Jón Ragnar telur styrk Frosta- skjóls hafa falist í staðsetningunni. „Hér er sterk hverfavitund og við erum hluti af því sérstöku andrúms- lofti sem ríkir hér í Vesturbænum,“ segir hann og telur að þeir sem hafi stundað félagsmiðstöðina hafi sterk- ar taugar til hennar. „Við erum til dæmis með marga starfsmenn sem hafa verið unglingar í félagsmiðstöð- inni,“ segir Jón Ragnar sem segir engan einn atburð standa upp úr í sögu Frostaskjóls. „Við reynum að gera hvert starfsár eftirminnilegt bæði fyrir þá sem hér vinna og þá sem sækja þjónustuna. Kannski má segja að það merkilegasta sem við gerum sé að skapa minningar,“ segir Jón Ragn- ar og telur unglinga í dag frábæra. Hátíðahöldum er langt í frá lokið og verða ýmsar uppákomur á næst- unni tileinkaðar afmælinu. Í gær var haldið þorrablót í boði bændafélags Frostaskjóls, í dag fer fram svokölluð barátta um Vatnsmýrina þar sem full- trúar félagsmiðstöðvanna Frosta og 101 keppa í ýmsum greinum. Á föstu- daginn ætlar hljómsveitin Í svörtum fötum að spila fyrir dansi á afmæl- isballi Frosta og glæsilegt sundpartí verður í Sundhöll Reykjavíkur föstu- daginn 24. febrúar. ■ FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN FROSTASKJÓL: HELDUR UPP Á 20 ÁRA AFMÆLI Frostaskjólið fullorðnast SKAPAR MINNINGAR Jón Ragnar Jónsson, forstöðumaður Frostaskjóls, segir að mikilvægasta starf félagsmiðstöðvarinn- ar sé að skapa góðar minningar. Í GÓÐUM GÍR Þessir hressu krakkar af frístundaheimilum í Vesturbæ sungu lagið Við Reykjavíkurtjörn fyrir gesti og gangandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýr vefur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis ins var opnaður í gær af Jóni Kristjánssyni heilbrigð- isráðherra. Heilsugæslu- stofnanir á höfuðborgar- svæðinu sameinuðust í eina stofnun 1. janúar 2006. Þá var útbúinn nýr vefur sem inniheldur upplýsingar um þjónustu allra starfseininga stofnunarinnar. Það eru fimmtán heilsugæslustöðv- ar auk starfsemi Heilsu- verndarstöðvarinnar, Mið- stöðvar heimahjúkrunar og Geðheilsu eftirfylgd/iðju- þjálfun. Starfsmenn stofnunar- innar eu 678 og þjóna alls 187 þúsund manns. Á hinum nýja vef verð- ur boðið upp á að senda skráningarbeiðni rafrænt á heilsugæslustöð auk þess sem aðgengi að upplýsing- um hefur verið auðveldað til muna. ■ Nýr heilsugæsluvefur UPPLÝSINGAVEITA Á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um allar starfs- einingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. AFMÆLI Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria, er 34 ára. Björn Thoroddsen gítarleikari er 48 ára. Ægir Frímann Sigurgeirsson prestur er 61 árs. Svanhildur Sigurðar- dóttir myndhöggvari er 61 árs. VINALEGUR TÍGUR Tígurtemjar- inn Budi leikur við sex mánaða Súmötru-tígurinn Eka í Raguna dýragarðinum í Jakarta í Indónesíu. Súmötru-tígrar eru í útrýmingar- hættu en bein þeirra er og vinsælt að nota við hefðbundnar austur- lenskar lækningar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Grunnskólahátíðin í Hafn- arfirði verður haldin í dag. Hún er fyrir nemendur í unglingadeildum sem einnig standa að hátíðinni ásamt íþrótta og tómstundaráði Hafnarfjarðar. Sýnd verða leikrit og atriði úr söngleikj- um í hátíðarsal Víðistaða- skóla klukkan tvö og fjögur en í kvöld verður dansleikur í íþróttahúsi skólans. Hljóm- sveitirnar Sign, Jakobínar- ína og Í svörtum fötum leika fyrir dansi og sigurvegarar úr Hraunrokki og söngva- keppni Hafnarfjarðar koma fram. ■ Grunnskólahá- tíð í Hafnarfirði LEIKA FYRIR DANSI Hljómsveitin Jakobínarína heldur ásamt öðrum uppi stuði á dansleik fyrir hafnfirsk ungmenni í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.