Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 58
maturogvin@frettabladid.is
16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR38
> Dragðu fram grillið
...og útbúðu gómsætar sam-
lokur með grilluðu eggaldini,
sætum kartöflum og kúrbít.
Þetta bragðast óstjórnlega
vel.
Vín frá Chianti svæðinu í Toskana eru
einhver þekktustu vín Ítalíu. Picc-
ini er prýðilegt Chianti-vín, dágott
borðvín á hagstæðu verði. Vínið er
framleitt úr 90-95% sangiovese og
5-10% canaiolo þrúgum sem eru
mikið ræktaðar í Toskana.
Þetta vín er með falleg-
um ljós rúbínrauðum lit,
miklu jafnvægi, rúnnuðu
og mjúku bragði og mildu
eftirbragði. Þetta ein-
staklega þægilega vín
er hentugt með súpum,
pasta, ostum og rauðu
kjöti. Það er fremur
þurrt, sykur er undir
2 gr. í hverjum lítra
og hentar vel eitt og
sér.
Verð í Vínbúðum
990 kr.
PICCINI:
Dágott borðvín frá Chianti
DAX skammtari
snertifrír
DAX handspritt
í snertifr.
DAX handsápa
mild 600ml m.dælu
197kr.
5.973 kr.
650 kr.
Hreinar hendur
örugg samskipti
Jóhanna Runólfsdóttir
Sjúkraliði, ráðgjafi hjá RV
R
V
62
03
C
DAX handáburður
250ml
238 kr.
Í da
g 16
. feb
rúar
kyn
nir
Jóh
ann
a ha
nds
prit
t,
han
dsá
pu o
g kr
em
frá
DAX
í ve
rslu
n RV
mill
i kl.
14:
00 o
g 17
:00.
Víntímaritið Wine Spectator velur árlega 100 bestu
vínin að mati vínrýna tímaritsins. Listans er ævin-
lega beðið með nokkurri eftirvæntingu enda hefur
hann mikil áhrif á sölu þeirra vínframleiðenda sem
eru svo heppnir að komast á listann. Listinn fyrir
2005 vakti nokkra athygli fyrir þá slagsíðu amer-
ískra vína sem er á honum, en Kalifornía er ótví-
ræður sigurvegari þetta árið með 24 vín á listan-
um. Fjögur vín frá Oregon komast á listann og tvö
frá Washington. Vagga vínmenningarinnar, Frakk-
land, kemur næst með 20 vín og Ítalía með 15 en
Spánn er sem dvergur með aðeins sex vín.
Efst á lista trónir vínið Insignia frá Joseph
Phelps. Meðalverð vínanna á topp 100 er um 4000
kr. en vínin á topp 10 eru flest dýrari, kosta að
meðaltali um 10.000 kr.
Afar fá toppvínanna fást
hérlendis, Joseph Phelps
fékkst hér fyrir nokkrum
árum en er ekki lengur
á markaði. Brunello di
Montalcino frá Castello
Banfi er eina topp 10 vínið
sem fæst almennt í vín-
búðum en einnig er hægt
að sérpanta fleiri vín. Chât-
eau d‘Yquem er á sérlista og
Puente Alto Don Melchor frá
Concha y Toro fæst á betri veit-
ingahúsum.
Wine Spectator velur
100 bestu vínin
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
Skyndibita. Engin spurning.
Fyrsta minningin um mat?
Það er sjálfsagt hrá paprika sem ég gæddi mér
á í kerrunni hjá móður minni á Strikinu fjögra
eða fimm ára.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Ég fór með hljómsveitinni minni, Jan Mayen, á
Argentínu á föstudag og fékk nautasteik, sem
er hugsanlega það besta sem ég hef bragðað.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Mér finnst það sem kemur úr sjónum síst, en
mér finnst ekkert vont þannig séð.
Leyndarmál úr eldhússkápunum?
Þetta snýst allt um krydd.
Hvað borðar þú til að láta þér líða betur?
Ég borða það mikið af nammi að ég fæ mér
yfirleitt eitthvað hollt til að líða vel. Mér líður
alltaf betur eftir að hafa borðað banana.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum?
Kók.
Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt
tækir þú með þér?
Harðfisk.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur
borðað?
Ég hef borðað alls konar exótískan mat,
snigla, froskalappir og hvaðeina og finnst það
fínt en ég held að það sé ekkert skrítnara en
íslenski þorramaturinn.
MATGÆÐINGURINN: ÁGÚST BOGASON ÚTVARPSMAÐUR
Bananar bæta líðanina
Margrét Kristín Sigurðardóttir
söngkona sem jafnan kallar sig
Fabúlu er einstaklega klár í að
galdra fram glæsilegar afmæl-
iskökur og gefur hér uppskrift
að dýrindis sjóræningjaköku. „Ég
hélt nýlega sjóræningjaafmæli
þar sem allir voru klæddir eins
og sjóræningjar og meira að segja
afi líka,“ segir hún og hlær. „Þegar
krakkarnir eiga afmæli velja þau
hvers konar köku þau vilja og
í þetta sinn varð sjóræninginn
fyrir valinu. Þá baka ég venjulega
súkkulaði köku í kringlóttu formi
og sker hana í tvennt með tvinna
svo ég hafi meiri flöt til að vinna
úr. Svo sker ég kökuna með hníf og
móta líkamshlutana og púsla þeim
saman eins og formið á að vera,“
segir Margrét einbeitt og greini-
legt að hún er enginn nýgræðing-
ur í faginu.
„Svo bý ég til kremið og þek
alla kökuna með því, öll samskeyti
og allar hliðar. Það er fínt að nota
bara góðan hníf í það. Þegar því
er lokið hefst aðalfjörið því þá
skreytum við. Þá erum við búin að
byrgja okkur upp af nammi sem
notað er í skreytinguna og síðast
fórum við í búð þar sem var svona
„bland í poka“-standur. Þar völd-
um við nammið eftir litum og svo
hófst skreytingin. Það er óskap-
lega gaman að leyfa krökkunum
að taka þátt í þessu,“ segir Mar-
grét og bætir við að kökurnar hafi
vakið mikla lukku hjá yngri kyn-
slóðinni. „Sjóræningjakakan varð
þó fyrir því óhappi að hún hrundi
í gólfið rétt áður en hún var borin
fram í afmælinu. Vinkona mín
púslaði henni saman og ég held
að það hafi enginn tekið eftir því
hversu krambúleraður sjóræning-
inn var.“
KAKA:
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
4 msk kakó
300 gr sykur
125 gr smjörlíki
2 1/2 dl mjólk
2 egg
KREM:
10 dl flórsykur
4 msk kakó
4 msk brætt smjör
sjóðandi vatn eftir þörfum
Hrærið saman smjörlílki og
sykur. Bætið eggjunum út í og
hrærið vel. Blandið saman þurr-
efnum í skál og bætið þeim út í
smátt og smátt um leið og mjólk-
inni er hellt út í. Hellið í vel
smurt, stórt kringlótt form og
bakið neðst í ofni við 175° í um 40
mínútur. Þegar kakan er tilbúin,
látið hana kólna. Kljúfið í tvennt
með tvinna eftir henni endi-
langri. Skerið svo formin út með
hníf og leggið fígúruna á stóra
plötu. Púslið fígúrunni saman
og þekið með kreminu á öllum
hliðum og samskeytum. Skreytið
eftir vild.
hilda@frettabladid.is
Krambúleraður sjóræningi
MARGRÉT KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Söngkonan knáa valdi að deila uppskrift að dýrindis
sjóræningjaköku með lesendum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR