Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 56
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR36 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 13 14 15 16 17 18 19 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Bára Grímsdóttir og Chris Foster flytja þjóðlög frá Íslandi og Englandi á tónleikum, sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi stendur fyrir í Norræna húsinu.  20.00 Hljómsvetin Thugz on Parole mun leika fyrir dansi ásamt Original melody og kynæsandi leynigestum á Fimmtudagsforleik í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5.  22.00 Breska hljóm- sveitin The Ruhes spilar í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt Bluebird og Idir. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Leikritið Maríubjallan eftir Vassily Sigarev verður frumsýnt í Rýminu, nýju leikhúsi Leikfélags Akureyrar. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. ■ ■ SKEMMTANIR  Trúbadorarnir Pétur Jesú (Örn) og Stefán Örn syngja og tralla á Café Victor. ■ ■ FYRIRLESTRAR  17.00 Heimspekingurinn Garrett Barden fjallar um uppgötvanir í nátt- úruvísindum og tilvist guðs í erindi sínu á Heimspekitorgi Háskólans á Akureyri, sem haldið er í stofu K201 á Sólborg við Norðurslóð. ■ ■ FUNDIR  14.00 Rannsóknastefna um hug- og félagsvísindi verður haldin í ReykjavíkurAkademíunni. Erindi flytja Guðrún Nordal, Jón Ólafsson, Viðar Hreinsson, Stefán Ólafsson, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, Gretar L. Marinósson og Halldór Benjamín Þorbergsson. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. (húsið opnar kl. 17.00) Austurbær - Föstudagurinn 17. feb kl.18. Miðasala hefst kl 16 og húsið opnar kl 17. www.tonabaer.is Leikfélag Akureyrar vígir í kvöld nýtt leikhús, Rýmið, með frumsýningu á Maríu- bjöllunni, kraftmiklu og mögnuðu nútímaverki eftir Vassily Sigarev. „Þetta er gríðarlega stórt fram- faraskref fyrir okkur,“ segir Magn- ús Geir Þórðarson leikhússtjóri og ræður sér varla fyrir kæti. „Þarna erum við að fá til frambúðar nýtt rými, sem nýtist okkur bæði til sýninga og sem æfingaaðstaða. Þarna fáum við líka aðstöðu fyrir söfnin okkar, bæði búninga- og leikmyndasafn.“ Nýja húsið, sem hefur feng- ið nafnið Rýmið, er skammt frá Samkomuhúsinu, sem Leikfélag Akureyrar mun áfram nota fyrir leiksýningar. Í Rýminu opnast hins vegar ýmsir möguleikar fyrir Leikfélagið í uppsetningu á leiksýningum, því sýningarrýmið er í grunninn „svartur kassi“ þar sem hægt verður að stilla sýning- um upp með ýmsum hætti. „Þetta er með góðri lofthæð og mjög sveigjanlegt, því þarna verð- ur hægt að hafa áhorfendur hvar sem er í salnum. Þetta er akkúrat það sem okkur hefur vantað.“ Nýja Rýmið verður vígt með frumsýningu á Maríubjöllunni, leikriti eftir ungt rússneskt leik- skáld, Vassily Sigarev, sem vakið hefur töluverða athygli. Margir kannast við hann vegna sýningar Þjóðleikhússins síðasta vetur á verki hans Svört mjólk. „Hann skrifar mikið um árin eftir fall Sovétríkjanna, hvern- ig allt leysist upp og þessar nýju valdaklíkur,“ segir Álfrún Örn- ólfsdóttir, einn leikenda í Maríu- bjöllunni. „Fólk sem hefur ekkert lengur til að trúa á og það eina sem kemur í staðinn eru peningar. Þeir eru orðnir hreyfiaflið í lífinu, en eru samt af skornum skammti hjá flestum.“ Aðrir leikarar eru Esther Talia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þráinn Karlsson, en leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Í Maríubjöllunni segir frá 19 ára pilti, Dima, sem býr í blokk við hliðina á kirkjugarðinum, þaðan sem hann stelur legsteinum og selur. Á morgun hefur hann her- þjónustu en í kvöld heldur hann vinum sínum kveðjupartí. Þangað koma vinir hans, þeir Slavik og Arkasha, auk stúlknanna Leru og Júlkuu, en það er Álfrún sem leik- ur Júlkúu. „Hún er háskólanemi þarna í Rússlandi og mætir ásamt eldri frænku sinni í þetta kveðjupartí. En hún er ókunnug og af allt öðru sauðahúsi en hinir krakkarnir, er af aðeins efnaðri fjölskyldu og kann mannasiði. Hin koma öll frá erfiðari heimilisaðstæð- um, drykkfelldum fjölskyldum þar sem ekki er mikið af pening- um. En henni finnst spennandi að koma inn í þennan heim. Hún er mjög forvitin að eðlisfari. Svo sjáum við kvöldstund í lífi þessa unga fólks, sjáum hvernig örlög þeirra fléttast saman og árekstra sem verða milli þessara ólíku heima.“ ■ ÚR SÝNINGU LEIKFÉLAGS AKUREYRAR Í Maríubjöllunni segir frá lífi ungs fólks í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Maríubjallan í nýju Rými ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ������������������������������������������������� �������������� ������������������������������������������������� ��������� ����������������� ����������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����������������������� ������������������������������������������������ ����������������������������� ������������������������������������������� ���������� �������������������� Fös. 17. Feb. Örfá sæti laus Lau. 25. Feb. Fös. 3. Mars. Mind Camp eftir Jón Atla Jónasson Sun. 19. Feb. Síðustu sýningar Námsmenn og Vörðufélagar fá miðann á Mind Camp á 1000 kr. í boði Landsbankans Ef eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson Vestmanneyjar Þrið. 21. Feb. kl. 9, 11 og 13 Uppselt Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. SÝNT Í IÐNÓ KL. 20 MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700 örfá sæti laus örfá sæti laus örfá sæti laus laus sæti örfá sæti laus laus sæti laus sæti fimmtudagur föstudagur laugardagur föstudagur laugardagur föstudagur laugardagur 16.02 17.02 18.02 24.02 25.02 03.03 04.03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.