Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2006 11 Niðurstöður bandarískrar rann- sóknar benda til þess að lífslíkur HIV-smitaðra fari eftir afbrigðum veirunnar. Rúmlega 300 HIV-smit- aðir einstaklingar í Úganda tóku þátt í rannsókninni, þar af 203 sýktir af D-afbrigði veirunnar, 53 af A-afbrigði og 70 af raðbrigði beggja afbrigða, AD. Aðstandendur rannsóknarinn- ar segja að tíu prósent þeirra sem voru sýktir af D-afbrigðinu hafi látist innan þriggja ára frá smiti, en enginn þeirra sem sýktir voru af A-afbrigðinu. Meðal þeirra sem tóku þátt í rannsókninni var meðallíftími frá smiti 8,8 ár hjá A-sýktum einstakl- ingum en 6,9 ár hjá D-sýktum. Þeir sem voru sýktir af AD-raðbrigðinu lifðu að meðaltali 5,8 ár frá smiti. Stjórnandi rannsóknarinnar segir niðurstöðurnar geta hjálpað læknum að ákveða meðferð við sýkingu. Ljóst sé að afbrigði veir- unnar ráðist misjafnlega hratt á líkamann, meðal annars vegna þess að D-afbrigðið drepur ónæm- isfrumur hraðar en A-afbrigðið. ■ Misfljótvirk HIV-afbrigði AD-afbrigði veirunnar stystan tíma að draga fólk til dauða. Krabbameinsfélagið fékk fjörutíu milljónir króna að gjöf frá Íslandsbanka í síðastliðn- um mánuði. Stefnt er að því að endurnýja tækjabúnað og taka upp stafræn leitartæki. Áætlaður heildarkostnaður er 340 milljónir. Á dögunum fékk Krabbameins- félag Íslands nýtt leitartæki að gjöf frá Íslandsbanka. Um er að ræða stafrænt röntgentæki sem nýtist til forvarnastarfs Krabba- meinsfélagsins í leit að meinum í brjóstum kvenna og kostar tækið fjörutíu milljónir króna. Röntgentækjabúnaður leitar- stöðvarinnar þarfnast endurnýj- unar á næstu þremur árum og því fagnar Krabbameinsfélagið fram- lagi Íslandsbanka. Sú endurnýjun mun byggjast á velvilja styrkj- enda þar sem forvarnastarf bygg- ir eingöngu á þjónustusamningi við heilbrigðismálaráðuneyti. Nýja tækið byggir á stafrænni röntgentækni sem gerir mögulegt að færa myndir beint inn á tölvu í stað hefðbundinna röntgenfilma. Slík tækni gefur möguleika á nákvæmari greiningu lítilla æxla og gagnast aðferðin best í brjóst- um yngri kvenna og kvenna með þéttan brjóstavef ásamt því að konur verða fyrir minni geislun við leitina. Tækið hefur marga aðra kosti, meðal annars er hægt að senda myndir til úrlestrar hvert sem er í heiminum. Afköstin verða meiri og stafræna tæknin gefur jafnari og betri myndgæði en filmutæknin. Leitarsvið Krabbameins- félagsins mun þurfa fimm slík tæki, þrjú á röntgendeild Leitar- stöðvar, eitt fartæki fyrir lands- byggðina og eitt tæki á Akureyri, auk tölvubúnaðar til úrlestrar mynda sem teknar eru með staf- rænni tækni. Áætlaður heildar- kostnaður við endurnýjun er um 340 milljónir. Gjöf Íslandsbanka er því kærkomin og skref í átt að settu marki. ■ Endurnýjun tækjabúnaðar þörf Kristján Sigurðsson yfirlæknir, Guðrún Agnarsdóttir og Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, sem afhenti peningagjöfina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var í Úganda eru afbrigði HIV-veirunnar misfljót að draga smitaða einstaklinga til dauða. NÁNIR KOSSAR VIÐ MARGA EINSTAKL- INGA AUKA LÍKURNAR Á HEILAHIMNU- BÓLGU SAMKVÆMT NÝLEGRI RANN- SÓKN. Franskir kossar, eða kossar með tungu, gera bakteríunni sem veldur heila- himnubólgu kleift að komast á milli einstaklinga. Ástralskur rannsóknarhópur stóð fyrir rannsókn sem leiddi þetta í ljós. 144 unglingar með heilahimnu- bólgu voru rannsakaðir og kom meðal annars í ljós að sumir höfðu kysst allt upp í sjö mismunandi einstaklinga á einu kvöldi. Tíðni sjúkdómsins meðal unglinga í Bretlandi og í Bandaríkjunum hefur hækkað mikið síðastliðinn áratug. Talið er víst að einn af hverj- um tíu unglingum beri bakteríuna sem veldur heila- himnubólgu. Aðstandendur rannsóknarinnar bættu því við að fjölda annarra baktería mætti finna í hálsi fólks. Bakterían sem veldur heilahimnubólgu er þess vegna ekki eina hættulega bakterían sem flakkað getur á milli með djúpum og innilegum kossum. Aðstandendur rannsóknarinnar bentu enn fremur á að unglingar þyrftu að fara að breyta þessu ,,lausláta“ hegð- unarmynstri sínu. Kossar geta leitt til heilahimnubólgu Taktu þér tak! Ertu á aldursbilinu 16 til 30? Viltu ná kjörþyngd? TÆKI OG TÍMAR: ● líkamsrækt við skemmtilega tónlist ● leiðbeiningar um mataræði ● fundir, aðhald, vigtun og mælingar KVÖLDTÍMAR Um er að ræða 8 vikna námskeið 3 sinnum í viku. Aðhaldsfundir í hverri viku. Ótakmarkaður aðgangur að opna kerfi nu og tækjasal. Við búum yfi r traustri þekkingu og reynslu, hjá okkur ríkir notalegt andrúmsloft og við gætum fyllsta trúnaðar. Stundatafl a TT-3 og TT-4 Kl Mán Þri Mið Fim Fös 17:30 TT-3 18:40 TT-4 19:20 TT-3 20:15 TT-3 TT-4 TT-3 TT-4 21:10 TT-4 TT-3 TT-4 TT-3 - 16-20 ára TT-4 - 21-30 ára Vertu velkomin í okkar hóp! Hafðu samband! Skráning hafi n E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.