Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 26
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þjóðleikhúsið hefur endurvakið þann gamla og góða sið að efna til opinberra málfunda um menn- ingarmál: um sýningar hússins og skyld umhugsunarefni. Ég segi endurvakið, því að félagslíf- ið í Reykjavík um aldamótin 1900 hverfðist um slíka fundi. Þetta voru þau ár, þegar þeir, sem lá mikið á hjarta, áttu tveggja kosta völ: að birta greinar í blöðunum, margir gerðu það, eða bjóða sam- borgurum sínum að hlýða á opin- bera fyrirlestra. Blöðin birtu þá auglýsingar eins og þessa: Einar Hjörleifsson rithöfundur heldur fyrirlestur um ættjarðarást í Iðnó í kvöld. Húsið fylltist af fólki. Og þannig skynjaði ég stemmn- inguna í gamla dómhúsinu við Lindargötu um daginn, þegar Þjóðleikhúsið bauð okkur Pétri Péturssyni prófessor í guðfræði til opinna réttarhalda um jóla- sýningu hússins á Túskildingsóp- erunni eftir Bertolt Brecht undir yfirskriftinni: Er allt til sölu? Við Pétur höfðum framsögu fram að hléi, hann fjallaði um sið- fræðina í verkinu frá kristilegu sjónarmiði og ég af sjónarhóli hagfræðingsins, og áheyrendur og frummælendur skiptust síðan á skoðunum eftir hlé. Brecht var kommúnisti og reyndi að fá áhorfendur á sitt band með því að rakka andstæðingana niður, og það var að því leyti létt verk, að auðmenn og ýmsir aðrir mátt- arstólpar samfélagsins lágu vel við höggi á þriðja áratugnum, þegar verkið var skrifað í Berl- ín. Árni Bergmann rithöfundur lýsti því eftir hlé, að uppsetning Túskildingsóperunnar í Moskvu fyrir nokkrum árum hefði hlot- ið rífandi aðsókn, af því að maf- íósarnir flykktust í leikhúsið til að stappa stálinu í sinn mann, Makka hníf. Stefán Jónsson leikstjóri lýsti hugsuninni á bak við uppsetn- inguna, þar sem einstök atriði eru í boði nafngreindra fyrir- tækja: sviðið minnir á íþrótta- leikvang, þar sem fyrirtæki hafa merkt sér völlinn, boltann og búningana. Á vellinum vakna þó aldrei grunsemdir um, að fyrir- tækin skipti sér af því, hvernig leikurinn fer. Uppsetningin á Túskildingsóperunni er hlutlaus í þessum skilningi: hún vekur engar grunsemdir um eitthvað gruggugt og gengur að því leyti í berhögg við boðskapinn í verk- inu, en hann er sá, að auðvaldinu sé ekkert heilagt og allt sé falt. Leikhúsið leyfði fyrirtækjunum ekki að borga fyrir auglýsing- arnar, þótt markaðsvirði þeirra hljóti að hlaupa á milljónum. Það hlýtur að hafa verið svolít- ið freistandi að senda mann frá leikhúsinu í fyrirtækin að gera þeim tilboð, sem þau gætu ekki hafnað. Það þótti samt ótækt, en það hefði rímað vel við þær ásak- anir, sem ganga nú á báða bóga um misnotkun auðhringa á fjöl- miðlum í krafti eignarhalds (og bókabrennuna fyrir jólin, sem DV segir Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda Landsbanka Íslands og Eddu útgáfu, hafa fyrirskipað, en hann mun síðan skv. fréttum hafa reynt að kaupa DV til að leggja blaðið niður). Á sama tíma býst Björgólfur Thor Björgólfs- son til að hasla sér völl í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og fyrrverandi ritstjóri þess blaðs er einmitt formaður Þjóðleikhús- ráðs og - á ég að halda áfram? En gjald fyrir auglýsingarnar kom sem sagt ekki til greina. Lands- bankinn styrkir leikhúsið. Stóru leikhúsin tvö í Reykja- vík eru í reyndinni eins og Ríkis- útvarpið, nema Sinfóníuhljóm- sveitin sé betra dæmi: þau eru hlutlaus fram í fingurgóma. En þannig á útvarp að vera og er það yfirleitt, þótt til séu stöðv- ar eins og sjónvarpsstöðin Fox í Bandaríkjunum, þar sem þátta- stjórnendur húðskamma viðmæl- endur sína, ef orðinu er hallað á repúblíkana, og morðstöðin í Rúöndu, þar sem þulirnir hvöttu til þjóðarmorðs. Leikhús þurfa ekki að vera hlutlaus, þótt þau séu að miklu leyti kostuð af almannafé. Nóg er af þeim, sem sjá sér hag í að halla sér að yfir- völdunum. Leikhús þurfa því helzt að vera í stjórnarandstöðu líkt og góð dagblöð og góðir rit- höfundar. Þar eiga þau heima. Það hæfir heilbrigðri verkaskipt- ingu í lýðræðislandi. Leikhúsin myndu komast nær áhorfendum, held ég, ef þau reyndu að hrista svolítið upp í þeim, tilfinningum þeirra, skoðunum og vitsmunum - og það útheimtir tæpitungu- lausa orðræðu um ýmis umdeild þjóðfélagsmál í stað þrúgandi þagnar. Þennan þráð vantar enn í íslenzkt leikhús og bókmenntir, en Íslendingasögur Þráins Bert- elssonar, Dauðans óvissi tími (2004) og Valkyrjurnar (2005), eru þakkarverðar undantekning- ar frá aðalreglunni, því að þær ríma að ýmsu leyti vel við raun- veruleikann. Mæli með þeim, og Túskildingsóperunni. Og Lands- bankanum. ■ Hvernig leikhús viljum við? Í DAG HLUTVERK LEIKHÚSA ÞORVALDUR GYLFASON Leikhús þurfa því helzt að vera í stjórnarandstöðu líkt og góð dagblöð og góðir rithöfundar. Þar eiga þau heima. Það hæfir heilbrigðri verkaskiptingu í lýðræðislandi. Dekkjamynstur Umræðan um myndbirtingar Jótlands- póstsins á Múhameð spámanni virðist í mikilvægustu atriðum vera komin í gömul hjólför þægilegrar svarthvítrar heimsmyndar. Með: Eru Bandaríkjamenn ekki sverð okkar og skjöldur í baráttunni fyrir mannréttindum og vestrænum gildum, eins og tjáningarfrelsi? Eru þeir ekki að koma á lýðræði í Írak? Er það ekki von allra heiðvirðra Íraka að sú tilraun takist vel og mannrétt- indi múslimskra kvenna verði til dæmis virt? Móti: Er ekki ólgan og uppreisnarhugurinn í Arabalöndunum eins og óhjákvæmileg við- brögð við pólitískum og hernaðarlegum afskiptum Banda- ríkjamanna í þessum heimshluta? Og hvað eiga Bandaríkjamenn með að skipta sér af stjórnarfari þarna þótt það sé ekki með sama sniði og guðsbless- aða lýðræðið á Vesturlöndum? Og er ekki allt í lagi að biðjast afsökunar á orðum og gjörðum yfirleitt? Er nokkuð verið að afnema stjórnarskrárákvæðin um rit- og tjáningarfrelsi þar með? Menn þekkja meira að segja dekkja- mynstur hjólfaranna. Vinstrimaðurinn Bush Ævinlega er hressandi að lesa eða hlusta á orðræðu sem ber með sér skýra, einfalda og rökrétta hugsun. Slík orðræða hefur einnig burði til að laða til sín atkvæði þegar að kosningum kemur. Ungir frjálshyggjumenn falla iðulega í þennan flokk. Hugsun og hugmyndafræði þeirra er skýr, djörf og yfirleitt sjálfri sér samkvæm. Hún var líka skýr hugsun og hugmynda- fræði Guðmundar Arnar Jónssonar verkfræðings sem talaði fyrir tekjujöfnun í greinarstúf í Morgunblaðinu í fyrradag. Með einföldum hætti sýndi hann fram á að tekjujafnandi skattkerfi í Bandaríkj- unum, Noregi og á Írlandi dregur síður en svo úr hagvexti. „Þannig hafa þeir tekjulægri á Íslandi hæstu jaðarskattana af löndunum fjórum, meðan þeir tekjuhærri á Íslandi hafa lægstu jaðarskatt- ana.“ Og segir undir lokin: „Við jafnaðarmenn munum í næstu kosningum etja kappi við tvo íhaldsflokka sem láta Georg Bush líta út sem vinstri- mann í skattamálum.“ johannh@frettabladid.is Skeifan 4 S. 588 1818 Það fór þá aldrei svo að konum í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands fjölgaði ekki. Fyrir tveimur árum birtist lítil samantekt í Fréttablaðinu á fjölda kvenna sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna fimmtán sem mynda hina svonefndu Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Í ljós kom að þær voru þrjár. Karlarnir voru hins vegar 86. Nú, tveimur árum síðar, sitja konur í stjórnum fimm þessara fyrirtækja. Þar af er ein og sama konan í tveimur stjórnum. Karlar sitja í áttatíu stjórnarsætum. Þetta er aukning um 2,5 prósentustig og með sama áfram- haldi verður hlutfall karla og kvenna í stjórnunum orðið jafnt eftir 35 ár. Þá verður árið 2041 runnið upp. Misjafnar ástæður liggja að baki vali einstakra stjórnar- manna en allir starfa þeir í krafti tiltekins eignarhluta í viðkom- andi félagi. Og engum blöðum er um það að fletta að karlar eiga meiri peninga en konur. Það má glögglega sjá á kynjahlutföllun- um í stjórnunum. Það er eðlilegt að eigendur stærstu hlutanna sitji í stjórn- um fyrirtækjanna og hafi þannig bein áhrif á stefnu þeirra og störf. Það er líka eðlilegt – og reyndar samkvæmt leiðbeiningum Kauphallarinnar um stjórnarhætti fyrirtækja – að stjórnarmenn skuli vera þeim hæfileikum búnir að geta rækt skyldur sínar. Enn fremur teljast það góðir stjórnarhættir að að minnsta kosti tveir af fimm stjórnarmönnum séu óháðir stórum hluthöfum í félaginu. Erfitt er að átta sig á hvort sú sé raunin og reyndar má efast um það. Fljótt á litið virðast flestar stjórnirnar mannað- ar karlmönnum (vitaskuld) sem tengjast helstu eigendum með einum eða öðrum hætti. En á því eru vissulega undantekningar. En í ljósi þess að það skuli teljast góðir stjórnarhættir að hafa stjórnarmenn um borð sem beinlínis eru valdir vegna þekkingar og kunnáttu sinnar er með ólíkindum að ekki skuli fleiri konur veljast til slíkra starfa. Eða ríkir enn efi í samfélaginu um hvort konum sé treystandi til að gegna ábyrgðarstörfum? Eða ríkir sá efi kannski aðeins meðal karlanna í kaupsýslunni? Reglulega er rætt um hlut kvenna í stjórnmálum og jafnan harmað að þær skuli ekki ná árangri til jafns við karla. Minna fer fyrir umræðum um hlut kvenna í viðskiptalífinu en málið er þó rætt við og við. Í haust var birt skýrsla nefndar sem starfaði á vegum við- skiptaráðherra og fjallaði um aukin tækifæri kvenna í stjórn- um fyrirtækja. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur að leiðum til að fjölga konum í stjórnum. Meðal þeirra er að birta reglulega lista með upplýsingum um fjölda og hlutfall kvenna í stjórnum, að víkka leitarskilyrði og sjóndeilarhring við skip- anir í stjórnir og að hvetja fyrirtæki til að setja konur á dag- skrá. Besta leiðin – og um leið sú sjálfsagðasta – er hins vegar að líkindum sú að fá karlmenn í áhrifastöðum til að gera málið að sínu. Það er nefnilega þar sem rót ástandsins er. Karlarnir standa sig ekki. Aðalfundahrina ársins 2006 er hafin en það er á slíkum fund- um sem stjórnarmenn fyrirtækja eru kosnir. Allir ríku karlarn- ir í samfélaginu ættu nú að sjá sóma sinn í að gera málið að sínu og fá hæfileikaríkar konur til liðs við sig. ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Telja má konur sem sitja í stjórnum fyrirtækja í úrvalsvísitölunni á fingrum annarrar handar. Karlar og konur í kaupsýslunni Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.