Fréttablaðið - 03.03.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 03.03.2006, Síða 2
2 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR Sjálfskipt og allt allt öðruvísi 1.750.000,- Sjálfskipt, 1.8 l. vél og hlaðin aukabúnaði ���������������� ����������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. DÓMSMÁL Árni Geir Norðdahl Eyþórsson var í gær dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsis af Hæstarétti vegna kaupa og inn- flutnings á hassi og kókaíni árið 200 Hæstiréttur mildaði þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðasta ári þar sem umrætt magn kókaíns var í veikara lagi. Þá var og fallist á upptöku tæpra 200 þúsund króna sem Árni Geir hafði greitt send- anda kókaínsins sama dag og hann var handtekinn. Náði lögregla að stöðva sendinguna áður en mót- takandi vitjaði hennar. - aöe Eiturlyfjasmyglari: Hæstiréttur mildar dóm ELDSVOÐI Greiðlega gekk að slökkva eld sem kviknaði í hús- næði Stöðvar 2 á Lynghálsi seinni- partinn í gær og engin slys urðu á fólki. Tilkynning um mikinn reyk barst slökkviliði laust fyrir klukk- an fjögur. Virtist sem eldur hefði kviknað í mötuneyti hússins en skamman tíma tók að slökkva hann eftir að slökkvilið kom á vett- vang. Eldsupptök eru ókunn en allar útvarpsstöðvar 365 fjölmiðla sem eru til húsa að Lynghálsi duttu tímabundið út vegna eldsins. - aöe Eldsvoði á Lynghálsi: Útvarpsstöðvar duttu út VIÐ LYNGHÁLS Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ SPURNING DAGSINS? Reinhard, eru álög á ykkur? Nei, engin álög á okkur en við erum í mörgum lögum. Bandaríski álrisinn Alcoa vill skoða nánar hugmyndir um uppsetningu álvers við Bakka á Húsavík. Reinhard Reynisson er bæjarstjóri Húsavíkur. DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að máli Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni skuli frestað til 21. apríl. Lögmaður Hannesar Hólm- steins, Heimir Örn Herbertsson, gerir ráð fyrir því að málið verði endurupptekið í Englandi á næstu dögum. Hannes Hólmsteinn var fyrir enskum dómstóli dæmdur til þess að greiða Jóni Ólafssyni tólf millj- ónir króna vegna meiðandi ummæla sem hann lét falla um Jón á heimasíðu sinni. Heimir Örn vonast til þess að málið verði tekið upp að nýju í Englandi. „Málinu hefur nú verið frestað til 21. apríl og í millitíðinni heldur það ferli áfram sem nú er hafið í Englandi, en það er að fá úrskurð þarlendra dómstóla til þess að fá málið endurupptekið í Englandi.“ Sigríður Rut Júlíusdóttir, lög- maður Jóns, sagði það hafa komið sér á óvart þegar héraðsdómur ákvað að fresta málinu en segir þó þessa staðfestingu Hæstarétt- ar ekki breyta neinu um efnisleg atriði málsins. „Nú bíður málið til 21. apríl og þá mun efnisleg með- ferð um málið halda áfram.“ - mh Dómsmáli Hannesar Hólmsteins og Jóns Ólafssonar var í gær frestað til 21. apríl: Efnislegri meðferð frestað HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Freistar þess að fá dómsmál endurupptek- ið í Englandi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STÓRIÐJA Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, gagn- rýndi harðlega þátt stjórnvalda í staðarvali fyrir álver á Norður- landi í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. „Að erlendum fyrir- tækjum skuli selt algert sjálf- dæmi um stór og afdrifarík mál af þessu tagi sem hafa gríðarleg áhrif, ekki bara á viðkomandi svæði heldur á náttúru og efnahag landsins alls, er örugglega sérís- lenskt fyrirbæri bundið við ríkis- stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“ Ögmundur beindi máli sínu til forsætisráherra og sagði nokkra samráðherra hans hafa sett fram fyrirvara um frekari uppbygg- ingu stóriðju. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði að nú þegar hefði Orkuveita Reykjavíkur gefið vil- yrði fyrir fjörutíu af hundraði ork- unnar sem þarf til stækkunar álversins í Straumsvík. „Ég veit ekki betur en að í stjórn Orku- veitunnar sitji meðal annars fulltrúi frá flokki fyrir- spyrjanda.“ Halldór rakti síðan að Straumsvíkurfram- kvæmdirnar kynnu að verða mest- ar fram til ársins 2010, en þungi framkvæmda á Norðurlandi síðar. „Ef þetta gengur upp hefur hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur frekari orku til að selja á þessu tímabili sem fram- undan er.“ Halldór sagði að áður- greind álver kynnu að skapa allt að 2.500 störf. Hagvöxtur yrði 5 til 6 prósentum meiri en annars yrði og tekjur ríkissjóðs allt að 15 millj- örðum meiri ár hvert. Í heiminum væri verið að reisa álver með 1.100 þúsund tonna framleiðslu- getu sem fengju raforku frá jarð- gufu- og vatnsaflsvirkjunum. Ef ekki væru nýttir slíkir orkugjafar yrði einfaldlega framleitt meira af áli með rafmagni frá kolaorku- verum með margfalt meira útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði það mat Samfylkingarinnar að ekki væri rúm fyrir meira en 250 þúsund tonna aukningu álframleiðslunnar á næstu tíu árum. Því bæri að fresta hluta af áliðjuáformunum enda lægi ekk- ert á. Forsætisráðherra hefði enda tekið undir slíkt þegar mat Fitch um lánshæfi íslenska ríkisins var lagt fram á dögunum. Ingibjörg taldi enn fremur að tímabært væri að athuga hvort orkufyrirtækin í landinu ættu ekki að greiða fyrir aðganginn að orkulindunum. johannh@frettabladid.is ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Forsætisráðherra telur að fram til ársins 2015 sé rúm fyrir tvö álver en virðist ekki gera ráð fyrir álveri í Helguvík í því sambandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ Selja álrisum sjálf- dæmi um stór mál Vinstri grænir á Alþingi gagnrýna stjórnvöld og telja að þau hafi selt erlendum álfyrirtækjum sjálfdæmi um mál sem snerti íslenska náttúru og þjóðarhag. For- sætisráðherra segir fátt nýtt hafa gerst og rúm sé fyrir tvö álver til ársins 2015. ÖGMUNDUR JÓNASSON STÓRIÐJA „Við óskum Húsvíkingum til hamingju með áfangann og áhuga Alcoa á að kanna álfram- leiðslu þar. Það er tilfinning sem við þekkjum,“ segir Árni Sigfús- son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, en hann gagnrýnir þátt stjórn- valda í staðarvalinu og forgangs- röðun stjórnvalda. Suðurnesjamenn hafa átt í við- ræðum við forsvarsmenn Norð- uráls um álver í Helguvík sem hugsanlega yrði reist þar í tveim- ur til þremur áföngum. Árna þykir sem Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðarráðherra mismuni bæj- arfélögum við forgangsröðun verkefna. „Það er umhugsunar- efni hvernig stjórnvöld velja úr atvinnusvæði og atvinnufyrir- tæki. Iðnaðarráðherra hefur ekki farið fyrir okkur til útlanda til að undirrita viljayfirlýsingu við stóran álframleiðanda, sem er þó aðeins einn af mörgum sem sýnt hafa áhuga.“ Árni segir að haldið verði áfram viðræðum við forsvarsmenn Norð- uráls. Mat verði lagt á umhverfis- áhrif og kostir við orkuöflun kann- aðir. „Ég er hlynntur minni framleiðslueiningum vegna þess að álver ætti ekki að vera afger- andi eða eina stoð atvinnulífsins,“ segir Árni Sigfússon. Ekki náðist samband við Val- gerði Sverrisdóttur í gær, en hún er stödd í Bandaríkjunum. - jh ÁRNI SIGFÚSSON OG VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir iðn- aðarráðherra ekki hafa farið til útlanda fyrir Reykjanesbæ til að undirrita viljayfirlýsingu við stóran álframleiðanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Bæjarstjóri Reykjanesbæjar gagnrýnir forgangsröðun iðnaðarráðherra í stóriðju: Sitjum ekki við sama borð ÍTALÍA, AP Í niðurstöðu rannsóknar sem gerð var á vegum ítalska þingsins á morðtilræðinu við Jóhannes Pál II páfa árið 1981 segir að það sé „hafið yfir allan skynsamlegan vafa“ að Sovét- stjórnin í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Í drögum að skýrslu rannsókn- arnefndarinnar sem AP-frétta- stofan fékk í hendur í gær segir að Sovétstjórnin hafi álitið páfa á þessum tíma mikla ógn við Aust- urblokkina vegna stuðnings hans við pólsku verkalýðshreyfinguna Samstöðu og fleiri andófshreyf- ingar. Í réttarhaldinu yfir tilræð- ismanninum, Tyrkjanum Mehmet Ali Agca, náðist engin niðurstaða í það hvað hefði rekið hann til að skjóta páfa. - aa Ítölsk rannsókn á páfatilræði: Sovétmenn á bak við tilræði VINNUMARKAÐUR Lögregla fór að Dugguvogi 10 síðdegis í gær vegna tilkynningar um að útlendingar væru þar við framkvæmdir án atvinnuleyfis í fyrirtæki á ann- arri hæð hússins. Lögregla verður kölluð þangað aftur í dag. Magnús Sædal byggingafull- trúi, hefur staðfest að ekki hefur verið veitt leyfi fyrir þessum framkvæmdum. Hann hefur óskað eftir að þær verði stöðvaðar. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins var búið að læsa dyrum staðarins í gær þannig að fulltrúar byggingafulltrúaemb- ættisins komust ekki inn til að stöðva framkvæmdir. - ghs DUGGUVOGUR 10 Fulltrúar byggingafulltrúa embættisins komu að læstum dyrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Árangurslaus ferð lögreglu: Vilja stöðva framkvæmdir DÓMSMÁL Hæstiréttur féllst á kröfu ríkisins að námur og námu- réttindi á jörðinni Skipalóni í Hörgárbyggð væru eign ríkisins en ekki landeigenda en þeir höfð- uðu mál vegna hagnýtingar á sandi, möl og grjóti á landareign- inni. Um prófmál var að ræða. Kröfu sína byggði ríkið á ákvæði í afsali þar sem réttindi til námuvinnslu voru undanskilin sölu jarðarinnar árið 1959 en dóm- urinn taldi að hugtakið ætti við um hagnýtingu þeirra jarðefna sem þar fundust og féllst því á kröfu ríkisins. - aöe Prófmál í Hæstarétti: Fallist á kröfu ríkisins

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.