Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 33
Í kvk er einnig að finna úrval fal- legra skartgripa. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Það er alltaf jákvætt þegar íslenskir hönnuðir ná að koma vörum sínum á framfæri. Í dag verður opnuð ný verslun þar sem íslensk föt og skart fylla hillur og rekka. Verslunin heitir kvk og er á Laugavegi 27. Fatahönn- uðirnir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Íris Eggertsdótt- ir eiga veg og vanda af búðinni en þær ráku áður verslunina Pjúra. Íris og Kolbrún eru hvor með sína hönnunarlínuna en öll fötin í versluninni hafa þær hannað sjálfar. Lína Kolbrúnar kallast Kow en lína Írisar Rokkmantík, en auk þess selja þær eigið skart og vel valda aðkeypta gripi. Það er löng leið frá hugmynd að flík. „Það er mismunandi hvernig hug- myndavinnan fer fram. Stundum stinga hugmyndirnar bara upp koll- inum, stundum koma þær út frá öðrum flíkum sem við útfær- um svo eftir eigin höfði og stundum sjáum við efni sem okkur langar að vinna með,“ segir Kolbrún. „Svo prófum við að sníða og sauma en við saumum öll fötin sjálfar í vinnustofunni okkar.“ Í kvk er hægt að finna flíkur bæði fyrir fínu boðin og hvunndaginn. „Við leggjum mikið upp úr fallegum en jafnframt þægileg- um fötum. Það er vel hægt að vera smart í þægilegum fötum,“ segir Kolbrún. Eins og nafn verslunarinnar gefur til kynna er búðin ætluð fyrir konur. Í framtíðinni stefna Íris og Kolbrún þó á að gefa út sameiginlega línu og að innan hennar verði einhver karlmannsföt, íslenskum karl- peningi til ómældrar ánægju. tryggvi@frettabladid.is Rokkmantík og Kow fyrir íslenskar konur Boðið er upp á fjölmargar sýningar í miðbænum á morgun. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsinu Tryggvagötu 15. Klukkan 12 til 19. 28 ár, eða um tíu þúsund dagar, eru liðnir frá því að Friðrik Örn eignaðist sína fyrstu myndavél, þá átta ára að aldri. Myndirnar á sýningunni spanna allt þetta tímabil fram til dagsins í dag. Gallerí Humar og frægð, Kjör- garði Laugavegi 59. Klukkan 12 til 18. Sýning á vegum Leikminjasafns Íslands um götuleikhópinn Svart og sykurlaust. Þar verða ljós- myndir, leikmunir og kvik- myndasýningar. Handverk og Hönnun, Aðal- stræti 12, 2. hæð. Klukkan 13– 17. Á sýningunni Auður Austurlands eru fjölbreyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Austurlandi svo sem lerki, líparíti, hreindýra- skinni, horni og beini. Art-Iceland, Skóla- vörðustígi 1a. Klukk- an 16-19. Arnór G. Bieltvedt verður með sýning- una Hjartsláttur lifandi náttúru. Ólaf- ur Grétarsson spilar ljúfa tóna á gítar til að undirstrika ljósa og lifandi tóna listaverk- anna. Safn, Laugavegi 37. Klukkan 14- 18. Sýning á verkum einnar þekkt- ustu myndlistarkonu heims, Roni Horn. Verkin eru um tuttugu talsins frá 1985-2004 og eru öll í eigu Safns. Sýningin ber heitið „Some Photos“. Flest verka Roni Horn eru ljósmyndir sem hún hefur tekið á Íslandi en hún hefur dvalið hér reglulega síðan 1975. Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23. Klukkan 14-18. Tvær sýningar verða opnaðar á morgun. Á jarðhæð opna Huginn Þór Arason og Jóhann Atli Hin- riksson sýninguna Glory hole og í kjallaranum opnar Sara Björns- dottir sýninguna Hellirinn á bak við ennið. Textílkjallarinn, Lokastíg 28. Klukkan 14-17. Þrettán listakonur sem áður ráku Listakot sýna í Loka listmuni unna í tengslum við Hallgríms- kirkju og Leif heppna. Munirnir munu síðan þróast áfram í minja- gripi fyrir verslun Loka sem verður opnuð í vor. Graf- ík, textíll, gler, leir og málun. Gítarspil, handverk og Leifur heppni Sýning á verkum mynd- listarkonunnar Roni Horn verður í Safni á morgun.Rokkmantík FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Kjóll úr Kow-línu Kobrúnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Kow FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Rokkmantík. Bæði kjóllinn og hálsmenið er úr smiðju Írisar. LANGUR LAUGARDAGUR 30% afsláttur AF ÖLLUM VÖRUM Fimmtudag- þriðjudags FÖSTUDAGUR 3. mars 2006 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.