Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 8
8 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR ATVINNUMÁL Um þrjátíu manns hefur verið sagt upp störfum á Hvammstanga það sem af er þessu ári. Í síðustu viku sagði rækju- verksmiðjan Meleyri upp öllum starfsmönnum sínum, en þar voru tuttugu stöðugildi. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga sagði upp fimm starfsmönnum um síðustu mánaðamót vegna breyt- inga í rekstri. Svo hafa stjórnend- ur Freyjuprjóns ákveðið að leggja niður saumastofuna og því hefur fimm starfsmönnum verið sagt upp þar. Freyjuprjón rekur áfram prjónastofu og þar starfa sjö. Að sögn Arnar Gíslasonar, vinnslustjóra á Meleyri, höfðu sex starfsmenn þegar sagt upp áður en til hópuppsagnarinnar kom. Þar af voru þrír Pólverjar sem hyggjast snúa til síns heima en alls störfuðu fimm Pólverjar í verksmiðjunni. „Það má eiginlega segja að það hafi orðið hamskipti hjá Kaupfé- laginu,“ segir Valgerður Kristj- ánsdóttir kaupfélagsstjóri. „Við seldum vöruflutningadeildina fyrir skemmstu, lögðum niður inn- lánsdeildina sem var orðin barn síns tíma og svo höfum selt helm- ingshlut okkar í sláturhúsinu og allt kallar þetta á breytingar á rekstrinum,“ bætir hún við. Að sögn Stefáns Eiríkssonar framkvæmdastjóra flytur Freyju- prjón aðallega út voðir til Rúss- lands en þarlendir taka þátt í rekstri fyrirtækisins. „Við höfum vissulega nokkrar áhyggjur af atvinnumálunum en hins vegar eru einnig tækifæri í sjónmáli sem við bindum talsverð- ar vonir við,“ segir Skúli Þórðar- son sveitarstjóri. „Þar vil ég nefna flutning Fæðingarorlofssjóðs hingað í Húnavatnssýslu sem félagsmálaráðherra hefur ráðgert í lok þessa árs. Síðan hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónust- unni í dreifbýlinu hér í kring og við vonumst til að sem flest atvinnutækifæri skapist þar. Svo eru tvö stór ferðaþjónustuverk- efni í gangi sem við bindum mikl- ar vonir við en það er Selasetrið og svokallað Grettistak sem er mikið verkefni sem verið er að vinna að.“ Einnig er fyrirhugað að hefja átöppun og útflutning á vatni frá Hvammstanga. jse@frettabladid.is Þrjátíu hafa misst vinnuna á Hvammstanga frá áramótum Sveitarstjórinn á Hvammstanga hefur áhyggjur af atvinnumálum í bænum. Síðan um áramót hafa um þrjátíu manns misst vinnuna. Vonast er til að starfsemi Fæðingarorlofssjóðs verði flutt á Hvammstanga. VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Kaupfélags- stjórinn segir að fimm starfsmönnum hafi verið sagt upp vegna breytinga. FRÁ HVAMMSTANGA Íbúar á Hvammstanga hafa þurft að þola þungar raunir á þessu ári en eitt fyrirtæki hættir senn rekstri og tvö önnur hafa fækkað starfsfólki. Uppsagnirnar eru því orðnar um þrjátíu á þessu ári. STRASSBORG, AP Evrópuríki þurfa strangari reglur um eftirlit með leyniþjónustum sínum og betra eftirlit með erlendum útsendurum sem starfa innan landamæra þeirra. Þetta sagði Terry Davis, forseti Evrópuráðsins, þegar hann kynnti skýrslu ráðsins um fanga- flug bandarísku leyniþjónustunn- ar CIA í Strassborg á miðvikudag. Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar óyggjandi sannanir fyrir því að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði starfrækt leynileg fang- elsi í Evrópu fyrir meinta fylgi- smenn al-Kaída. Hún leiddi hins vegar í ljós að víða væri pottur brotinn. Davis sagði ljóst að löggjöf um leyniþjónustur væri víða ófull- nægjandi. Ætti það hvorttveggja við um leyniþjónustur viðkomandi landa og eftirlit með erlendum erindrekum. Hann sagði jafn- framt að nær ómögulegt væri fyrir stjórnvöld í aðildarríkjunum að vita hvort Mannréttindasátt- máli Evrópu væri brotinn með flugi um lofthelgi þeirra. Evrópuráðið krafði ríkisstjórn- ir allra aðildarríkja sinna um svör við spurningum um löggjöf þeirra og vitneskju um fangaflug CIA. Íslensk stjórnvöld svara því til að engin sértæk löggjöf sé um eftirlit með erlendum útsendurum. Þá segjast þau enga vitneskju hafa um að nokkur opinber starfsmað- ur eða embættismaður hafi hjálp- að til við fangaflug. Þess vegna hafi ekki þótt ástæða til að hefja opinbera rannsókn. ■ TERRY DAVIS Forseti Evrópuráðsins kynnir skýrsluna í Strassborg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Niðurstaða rannsóknar Evrópuráðsins á meintu fangaflugi CIA: Eftirliti er víða ábótavant SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Próf- kjör framsóknarfélaganna í Mjóa- fjarðarhreppi, Fjarðabyggð og á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði verður haldið 4. mars næstkom- andi. Prófkjörið er bindandi fyrir fjögur efstu sætin. Guðmundur Þorgrímsson, Sig- rún Júlía Geirsdóttir og Þorberg- ur Hauksson bjóða sig fram í fyrsta sæti listans. Eiður Ragnars- son býður sig fram í fyrsta til annað sæti og Líneyk Anna Sæv- arsdóttir í annað til þriðja sæti. Jóhanna Guðný Halldórsdóttir býður sig fram í fjórða sæti. Taln- ing fer fram á Hótel Reyðarfirði að kvöldi kjördags. - shá Framsóknarflokkurinn: Prófkjör á Austurlandi Heimilisofbeldi algengt Heimilisof- beldi er vandi í Kína sem annars staðar. Ný könnun bendir til að slíkt ofbeldi tíðkist á minnst 30 prósentum heimila í landinu og að gerræðismennirnir séu í 90 prósentum tilfella karlmenn. Innflutningur margfaldast Kínversk stjórnvöld gera ráð fyrir að innflutningur til landsins muni tvöfaldast á næstu fimm árum. Meirihlutinn mun koma frá nágrannalöndum í Asíu. KÍNA Lögreglan skoðar málið Grunur verkalýðshreyfingarinnar um að Litháum við störf við Dugguvog 10 í Reykjavík sé ekki borgað samkvæmt kjarasamning- um er til rannsóknar hjá rannsóknarlög- reglunni. VINNUMARKAÐUR Stofnfrumur ekki til gagns Stofn- frumumeðferð gerir ekkert gagn fyrir þá sem eru á batavegi eftir hjartaáfall samkvæmt nýrri könnun. Eldri kannanir bentu til að stofnfrumur hjálpuðu við endurnýjun hjartans og blóðstreymis um það. Ný tegund farsíma Motorola hefur tryggt sér einkarétt á farsíma með innbyggðum gítar. Verður hann eins og gítar í laginu og hægt að plokka lyklaborðið eins og strengi á raunveru- legum gítar. VÍSINDAFRÉTTIR Lík finnast Öryggissveitir fundu lík 29 hermanna og grunaðra uppreisnar- manna í Nepal á miðvikudag, eftir að til skotbardaga kom þeirra í millum daginn áður. Ofbeldisalda hefur gengið yfir Nepal síðan vopnahléi lauk þar í landi fyrr í vetur. NEPAL VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir fyrirtækið sem hefur hug á að reisa álver við Húsavík? 2 Hver er formaður Neytendasam-takanna? 3 Hver er höfuðborg Írans? GAZA-BORG, AP Einn helsti for- sprakki herskáu hreyfingarinnar Heilagt stríð íslams fórst þegar bíll hans sprakk í Gaza-borg á mið- vikudag. Hreyfingin kenndi Ísraelsher um og hótaði hefndum, en tals- menn Ísraelshers sögðu herinn ekki hafa komið nálægt tilræðinu. Talsmenn Ísraelshers hafa hingað til verið fljótir að taka ábyrgð á því þegar þeir drepa forsprakka herskárra hreyfinga Palestínu- manna. Maðurinn sem fórst, Khal- ed Dahdouh, er sagður hafa lifað níu tilræði Ísraelshers af og hafa stjórnað daglegum eldflaugaárás- um hreyfingarinnar á Ísrael. Hreyfingin Heilagt stríð íslams hefur ekki haldið vopnahléið sem ríkt hefur síðastliðið ár, og sem Hamas-hreyfingin, sem nú stend- ur í stjórnarmyndun í Palestínu, hefur virt. Jafnframt lét einn ísraelskur landtökumaður lífið og tveir særð- ust í tveimur skotárásum í gær. Árásirnar eru raktar til herskás arms Fatah-hreyfingarinnar sem palestínski forsetinn Mahmoud Abbas tilheyrir. Ísraelsher og landtökumenn yfirgáfu Gaza-svæðið síðastliðið sumar, eftir 38 ára hersetu. - smk Foringi herskárrar hreyfingar drepinn á Gaza: Ísraelsher segist ekki ábyrgur BÍLSPRENGJA Palestínskur lögreglumaður reynir að slökkva eld í bíl sem sprakk og varð einum manni að bana í Gaza-borg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ársfundur 2006 SVÖR Á BLS. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.