Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 28
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR28 Vert er að vekja athygli á ráðstefnu, sem haldin verður í dag, föstudag, á Grand Hótel, sem fjallar um æsk- una, eins og yfirskrift þessarar greinar bendir til, og stöðu fjöl- skyldunnar í nútímasamfélagi. Þar munu fulltrúar ýmissa samtaka og stofnana fjalla um barnið, æskuna og hvernig samfélagið allt ber ábyrgð á æsku þessa lands. Enginn mótmælir því að foreldr- arnir eru fyrstu og áhrifamestu uppalendur og kennarar barna sinna. En fleiri aðilar koma að upp- eldi á einu barni, reyndar svo marg- ir að það hefur verið sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn. Í þessu þorpi eru leikskólarnir gríð- arlega áhrifamiklir í uppeldi barna, því flest börn á aldrinum 2ja til 6 ára eru í leikskóla 8-9 tíma dag hvern. Síðan taka grunnskólarnir við, skóladagvistin, íþróttahúsin, nágrannarnir, verslunareigendur og fólkið í þorpinu. Það eru því nán- ast allir hinu fullorðnu sem mæta barninu sem hafa mótandi áhrif á uppeldi þess með einum eða öðrum hætti. Því hlýtur það að vera mjög mikilvægt að hinir fullorðnu geri sér grein fyrir þessum áhrifum sínum og ekki síður að þeir séu til- búnir að axla sína ábyrgð á uppeldi barnanna í þorpinu og velji að veita börnunum jákvætt og uppbyggj- andi veganesti. Nú gæti einhver hugsað hvort ekki væri til of mikils ætlast af fólki almennt að það beri ábyrgð á uppeldi á börnum sem það þekkir ekki neitt. Þeim sem það hugsa mætti svara með tilvísun í mismun- andi sjónarmið, t.d. hagkvæmis- sjónarmið og siðferðislegt sjónar- mið. Hagkvæmissjónarmiðið er kannski augljóst, börnin í þorpinu eru börn í dag en munu erfa landið og taka við stjórn þess þegar fram líða stundir og við sem erum full- orðin í dag gætum orðið ansi háð þeirra gildum og lífsviðhorfum síðar. Maður uppsker nefnilega eins og maður sáir. Siðferðislega sjónarmiðið er kannski ekki eins auljóst og því mjög ögrandi og að mínu mati mjög þarft að velta því fyrir sér. Á ég að gæta bróður míns? Á ráðstefnunni verður m.a. varpað ljósi á þessi siðferðilegu gildi og viðhorf til barna. Að ráð- stefnunni standa fjögur bæjarfélög: Garðabær, Mosfellsbær, Reykja- nesbær og Seltjarnarnesbær. Skráning fer fram á www.congress. is. Hvað ungur nemur, gamall temur. Höfundur er leikskólafulltrúi Mosfellsbæjar. Hve glöð er vor æska? Myndbirtingar Jótlandspóstsins danska af Múhameð spámanni hafa vakið mikil og sterk viðbrögð um allan heim. Vestrænir mannrétt- indapostular tjá reiði sína með áframhaldandi myndbirtingum á meðan múslimar líkama móðgun sína í mólotovkokteilum á sendi- ráðsveggjum danska ríkisins. Hjart- næm skrif ýmissa frömuða þjóðar- innar um hversu nauðsynlegt það sé að leyfa hömlulausa umræðu hafa ekki farið framhjá neinum. Brýnt hefur verið fyrir þjóðinni að lýð- skrumurum megi aldrei leyfast að skerða tjáningarfrelsið með rökum trúarofstækis í krafti ofbeldis. Mikilvægt atriði hefur reyndar gleymst að mestu í umræðunni. Það vill svo óheppilega til að í 125. gr. almennra hegningarlaga segir: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragða- félags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mán- uðum... Að auki má benda á hæsta- réttardóm frá árinu 1984 þar sem forsprökkum tímaritanna Spegils- ins og Samvisku þjóðarinnar var dæmd refsing á grundvelli áður- nefnds ákvæðis. Sakarefnið var að birta bæði í lesmáli og myndmáli háð um Þjóðkirkjuna. Það þótti auka á saknæmi brotsins að trúar- kenningar kirkjunnar voru á háðs- kan hátt tengdar mjög alvarlegum glæpum. Annað þekkt tilvik um meint brot gegn sama ákvæði var páskaþáttur Spaugstofunnar árið 1997 þar sem „blindir fengu Sýn“ og fleira í þeim dúr. Ríkissaksókn- ari tók umræddan þátt til rannsókn- ar án þess þó að gefin væri út ákæra. Samkvæmt þessu hefði mynd- birting Jótlandspóstsins mögulega verið refsiverð á Íslandi. Ekki verð- ur annað séð en að rökstuðningur Hæstaréttar í Spegilsmálinu eigi nánast orðrétt við um skopmyndirn- ar af Múhameð spámanni. Þar eru einmitt trúarkenningar múslima tengdar alvarlegum glæpum á borð við sjálfsmorðsárásir og hryðju- verk. Hitt er svo annað mál hvort ákvæðið standist 73. gr. stjskr. þar sem fjallað er um tjáningarfrelsið. Undanþágur frá mannréttindakafla stjórnarskrárinnar hafa verið víkj- andi á undanförnum árum og gildis- svið þeirra þrengst. Þannig er óvíst að dómstólar í dag kæmust að sömu niðurstöðu og árið 1984. Sérstaklega ber að líta til dóms Mannréttinda- dómstóls Evrópu frá 1992 þar sem íslenska ríkið var talið hafa brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði MSE með lagaákvæði sem bannaði móðganir í garð opinberra starfs- manna. Vel mætti hugsa sér að sömu sjónarmið ættu við um 125. gr. hegn- ingarlaga. Að sú takmörkun sem hún setur tjáningarfrelsinu sé ekki nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi heldur sé þvert á móti til þess fallin að draga úr umræðu um málefni sem varða almenning miklu líkt og árekstrar menningarheima gera um þessar mundir. Hvers vegna er annars nauðsyn- legt að vernda trúarskoðanir gagn- vart háði með refsilögum þegar aðrar lífsskoðanir fólks geta verið skotspónn háðfugla refsilaust? Þannig verða t.d. þeir sem aðhyllast stefnu ákveðinna stjórnmálaflokka að þola háðsglósur um stjórnmála- skoðanir sínar bótalaust. Trúrækni er ekki og á ekki að vera merkilegra áhugamál en hvað annað. Enda hefur Guð verið dauður nokkuð lengi. Höfundur er laganemi og fram- sóknarmaður. Múhameð, tjáningarfrelsið og hegningarlöginUMRÆÐANUPPELDI BARNA GUNNHILDUR SÆMUNDSDÓTTIR UMRÆÐAN MYNDBIRTINGAR JÓTLANDSPÓSTS- INS HAUKUR LOGI KARLSSON Alveg er þetta dæmigert fyrir mig og kettina mína í Listasetrinu að Hólmaslóð 4: Á sama tíma og íslenskir stjórnmálamenn bjóða fram þrælsterka framboðslista í þrælsterkum úrslitum, langar mig til að stofna nýtt stjórnmálaafl. Já, þetta geri ég reyndar svolítið gegn betri vitund. Númeralógían kenn- ir mér nefnilega að forsprakkar Samfylkingarinnar séu miklir meistarar. Sömu sögu er að segja um jálkana í Framsókn, Hvað sem hver segir spái ég þeim velgengni. Ég er þó ekki alveg jafn viss um framtíð Kristins óþekktarorms, sem ég deili helst skoðunum með en fær á baukinn fyrir að gagn- rýna Flokkselítuna. Meira að segja Steini gamli puttaslysari er líka óánægður, þó hann sé hættur, en heldur sér í formi með Angelica og nennir ekki að byrja á nýjum ævisögum tengdar öðrum Flokki. Engin teikn eru um grundvallar- breytingar á Flokknum, að minnsta kosti ekki jafn afdrifaríkum og urðu á þeim bæ í stjórnartíð með Sjálfstæðisflokknum. Í raun gæti Framsóknarflokkurinn allt eins verið annar vængur Bróðurflokks- ins í Valhöll, kannski bara úreltur landsbyggðarflokkur hins stóra höfuðborgarflokks í mótun? Á þessu tímaskekkjuskeiði Framsóknar til hægri, hefur Sam- fylkingin eiginlega gleymt sinni fyrri vinstri stefnu sem átti að vera róttæk, þó hann skildi við Vinstri Græna og tekið við miðju- hlutverki Framsóknarflokksins til forna í meginatriðum. Nema í umhverfismálum, þar hefur Flokkurinn látið peningahyggjuna ráða og metið atkvæðaóvissuna þannig að hann ætti að tvístrast í afstöðunni til Hálendisins, svo hann fengi sem flesta til liðs við sig. Og Vinstri Grænir gerðu útslag- ið með því að vilja meiri völd en misstu um leið þau tök sem þeir áttu og Steingrímur J. getur í fyrsta sinn farið í ærlegt frí og finnst hann ekki vera nauðsynleg- ur, þó hann sé trúlega einn nauð- synlegasti aðhaldsþingmaður Íslands...Þetta breytir ekki því að Vinstri Grænir eru að verða tíma- skekkja líka. Þeim er svo í nöp við peningamennina sem færa samt aurana í kassann og borga ekki aðeins undir þá nýja stóla heldur gera Ísland að stórveldi á borð við bresku og dönsku krúnurnar til samans, að andstöðuremman finnst af þeim langar leiðir og ekki veit ég hver framtíð þeirra yrði, hvað þá framtíð litlu kapítalist- anna sem reyna að rembast við að reka fyrirtæki án nokkurrar hvatningar, ef þeir yrðu einráðir á Íslandi. Samt verður maður að kjósa þá til að landinu verði ekki endanlega eytt og breytt í niður- suðudós tilbúin til útflutnings og / eða þar til maður kemst sjálfur á Þing! Já, þar hitti maður naglann á höfuðið: Er þá ekki betra að eyða kröftunum í að umpóla neikvæðn- ina í jákvæða uppbyggingu og fá alla frústreruðustu stjórnmála- menn landsins, líka Reynslu- boltana í Bransanum, ásamt öllum hugsjónafólkinu, til liðs við sig. Og búa til nýjan Flokk!? Já, Flokk sem sameinar allt hið jákvæða úr hinum flokkunum - og hristir því saman við ferskar og göfugar hug- sjónir lifandi stundar. Flokk sem er ekki að reyna að færast miðju, heldur er í Miðjunni, án þess þó að verða leiðinlegur Miðjumoðs- flokkur sem ekur seglum eftir vini - allan tímann. Flokk sem forðast öfgar og sem vill halda landinu hreinu í sálarjafnvægi heillrar þjóðar. Flokk sem berst fyrir rétt- læti og friði í heiminum og beitir ekki til þess vopnaburði, heldur stefnir helstu leiðtogum heims á Friðarþing. Flokk sem tekur sjálf- stæðar ákvarðanir í öllum málum og styður einkaframtakið með ráði og dáð í þágu heildarinnar. Flokk sem vill breyta forgangs- röðinni og eyða fjármunum frem- ur í forvarnir en vonlausar og endalausar plásturstilraunir. Flokk sem breytir víni í berjasafa - því enginn hefur lengur áhuga á að drekka sig fullan ef hann fær að fylgja draumum sínum og köll- un eftir - og kemur á jafnvægi í þjóðarbúskapnum með skynsam- legum fjárfestingum í samvinnu við Peningamennina og styður útrás þeirra og landvinninga svo framarlega sem þeir ( ekki bara Björgólfur) styðja menninguna og hin varanleg gæði landsins. Flokk sem kann að markaðsetja Ísland út frá heilbrigðri og fjölskyldu- vænni pólitík sem börnin okkar geta hlakkað til að erfa. Kæru Landar, látið ekki glepj- ast af gylliboðum nýkjörinna Próf- kjörsmanna, þó hagsmunir ykkar séu í veði og þeir séu klárir. Látið ekki kaffæra óánægjuraddir ykkar í peningaþvætti flokka sem alltaf eru að Nálgast... ef ekki hið hárfína jafnvægi miðjunnar, þá eitthvað annað óskilgreinanlegt. Gerið eitthvað í málinu Núna. Kjósið yfir ykkur Flokk Hugsjóna ykkar ekki seinna en í Dag, Krist- inn, Steingrímur og þið, allir hinir... Já, takið höndum saman - þetta er ekki bara brandari. Sá flokkur gæti heitið: Íslenski Miðjuflokkurinn, eða bara Miðju- flokkurinn, eða kannski öllu held- ur: Nýir og óháðir... eða eitthvað á þá lund. Hann gæti meira að segja heitið: Breiðfylkingin. En þá er ég viss um að færi um suma. Lifið heil! Höfundur er rithöfundur. Eigum við að stofna nýjan flokk? UMRÆÐAN PÓLITÍSKAR HRÆRINGAR Á ÍSLANDI BENEDIKT S. LAFLEUR Skeifan 4 • s. 5881818 betra bragð betri gæði betra verð Allt í tælenska matinn Kæru Landar, látið ekki glepj- ast af gylliboðum nýkjörinna Prófkjörsmanna, þó hagsmun- ir ykkar séu í veði og þeir séu klárir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.