Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 20
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR20 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR �������������� ���������� Það er glaðasólskin og stilla þegar Jón Sigurður Eyj- ólfsson ekur út Miðfjörð í átt að Hvammstanga sem lúrir þar við spegilsléttan sjó. Það er góð venja fyrir ferðalanga sem vilja taka púlsinn á bæjarlífinu að byrja á því að ræða við sætu stúlkuna í söluskála þorpsins meðan pylsu er sporðrennt og það er ein- mitt það sem blaðamaður hefur í hyggju. Á Hvammstanga búa um sex hundruð manns. Þorpsbúar hafa löngum haft lífsviðurværi sitt af landbúnaði og sjávarútvegi en þar er sláturhús, rækjuverksmiðja og áður voru þar mjólkurstöð og fisk- vinnsla. Aðstæður hafa hins vegar ögrað þessari tilveru þorpsbúa en þeir virðast hvergi bangnir að leita nýrra leiða í þessum efnum og reyna að færa björg í bú eftir nýjum leiðum. Þungt yfir sætu stúlkunni í sölu- skálanum Það er ekki sérlega bjart yfir Sonju Eðvaldsdóttur, sætu stúlk- unni í söluskálnaum. „Þetta er allt saman búið, það verður ekkert eftir,“ segir hún. „Rækjuverk- smiðjan er að loka og saumastof- an. Svo er verið að fækka fólki í Kaupfélaginu og eigendur kráar- innar eru að reyna að selja hana. Þannig að ég sé ekki annað en að þetta sé bara allt að verða búið en fólk er þó að reyna að gera eitt- hvað,“ segir hún á meðan pylsan er framreidd. Blaðamann fer því að gruna að heimsókn hans á Hvammstanga verði hin daprasta en til allrar lukku reyndist sá grunur ekki nær sanni enda kalla heimamenn ekki allt ömmu sína, jafnvel í lífsins ólgusjó. Einn gesta í söluskálanum áréttir það að þó að eigendur krá- arinnar hafi hug á því að selja eru þeir jafnvel að falast eftir því að fá nýja menn með sér í reksturinn svo ekki er allt útlit fyrir að heima- menn verði að leggja land undir fót til að fá sér öl í krús á næstu misserum. Selasetri ýtt úr vör Ekki þarf að keyra lengi um bæinn til þess að sjá að ekki er alls staðar verið að draga saman seglin í bænum. Til dæmis er allt á fullu í gamla verslunarhúsi bæjarins sem reist var árið 1926 en þar verður opnað Selasetur 25. júní í sumar. Hrafnhildur Ýr Víglunds- dóttir, framkvæmdastjóri Selaset- ursins, og Guðmundur Jóhannes- son stjórnarformaður voru þar innan um iðnaðarmenn að vinna að endurbótum þegar blaðamaður stakk hausnum þar inn um dyra- gættina. „Hérna við Vatnsnesið er alltaf hægt að sjá sel, allavega er það mjög sérstakt ef hann lætur ekki sjá sig,“ segir Hrafnhildur meðan hún hugar að selskinni en fjölda muna ber að líta á setrinu. Þar verða uppstoppaðir selir, munir tengdir selveiðum og gaml- ar myndir af selveiðum og útgerð á Hvammstanga. Þar verður minjagripaverslun, afgreiðsla fyrir selsskoðunarferðir á sjó og væntanlega upplýsingamiðstöð ef samningar um það nást við sam- gönguráðuneytið. Einnig verður boðið upp á fræðslusýningar um seli í sal gamla verslunarhússins. Vanir að þurfa að bjarga sér „Fólkið hér er afskaplega dug- legt,“ segir Hrafnhildur. „Við höfum hvorki stóriðju, sem mér finnst svo sem jákvætt, og svo föllum við jafnan milli báts og bryggju þegar kemur að lands- byggðarmálum svo hér hafa menn þurft að finna sitt lífsviðurværi svolítið upp á eigin spýtur og fólk hikar ekki við það. Það þýðir hins vegar að ekki er verið að vinna að svo stórum verkefnum hérna en fólk hefur nóg fyrir sig og sína.“ Af slíku frumkvæði nefndir Hrafnhildur sem dæmi að nú á að fara að tappa vatni á flöskur til að flytja út, annar er með rörbúta- framleiðslu í bílskúrnum hjá sér sem er eina slíka framleiðslan á landinu. Einnig eru vaskir menn að vinna að verkefni í ferða- mennsku sem ber heitið Grettis- tak. Þegar það verður orðið að veruleika, sem væntanlega verður sumarið 2007, geta menn þreytt víkingaþrautir í sérstökum fjöl- skyldugarði og upplifað Grettis- sögu með myndrænum hætti í húsakynnum sem þessir nútíma víkingar hafa nú þegar fest kaup á. Þorpið á sinn bangsa Vart er hægt að yfirgefa þorpið án þess að hitta einn dáðasta mann þess. Það birtir yfir hverju andliti þegar minnst er á hann Bangsa. Þegar spurt er hvað hann heiti réttu nafni verður hins vegar fátt um svör. Fáeinir vita þó að Bangsi heitir réttu nafni Björn Sigurðs- son. Blaðamaður rakst á hann í bókasafninu þar sem hann heldur iðulega til, starfsfólki og bóka- safnsgestum til mikillar ánægju. „Ég hef aldrei verið kallaður annað en Bangsi og ég vona að þar verði engin breyting á,“ segir Bangsi meðan krakkarnir þyrpast að honum. Hann veiddi og verkaði áður hákarl, byggði skektur og sótti sjóinn hart en er nú kominn á eftirlaun og tekur lífinu með ró. Það er glatt á hjalla á Hvamms- tanga þegar bókasöfn um land allt halda svokallaðan bangsadag hátíðlegan 27. október. Ekki þarf að geta þess að sá dagur er tileink- aður Bangsa á Bókasafninu á Hvammstanga og er hann þá knús- aður í bak og fyrir og sérstök bangsaterta borin á borð. Vanir að þurfa að bjarga sér HARÐFISKHJALLUR Á HVAMMSTANGA Allt útlit er fyrir að hjallurinn hans Bangsa verði eini staðurinn þar sem fiskur verður verkaður á Hvammstanga. JÓN SIGURÐUR BANGSADAGUR Á BÓKASAFNINU Bangsi skipar mikilvægan sess á bangsadag sem haldinn er hátíðlegur á bókasafni Hvammstanga sem og öðrum bókasöfnum. Önnur bókasöfn búa þó ekki svo vel að hafa lifandi bangsa. HRAFNHILDUR ÝR VÍGLUNDSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Í SELASETRINU Unnið er að því hörðum höndum að koma Selasetrinu á kopp en það verður væntanlega opnað 25. júní í sumar. Þá verður merkilegu verslunarhúsi frá 1926 fundið hlutverk við hæfi en það hefur verið frekar eymdarlegt undanfarin ár. JÓN SIGURÐUR Íbúafjöldi í desember 2005: 581 Íbúafjöldi í desember 1997: 641 Íbúafjöldi í desember 1991: 689 Sveitarfélag: Húnaþing vestra. Helstu atvinnufyrirtæki: Rækju- verksmiðjan Meleyri, Sláturhús K.V.H., Forsvar ehf. Hugbúnaðar- og bókhaldsfyrirtæki, Heilbrigðisstofnun Hvammstanga, Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga. Skólar: Grunnskóli Húnaþings vestra. Leikskóli Húnaþings vestra Tónlistarskóli Vestur-Húnavatnssýslu Vegalengd frá Reykjavík: 197 km Hvammstangi Fyrirhuguð lokun Rækjuverksmiðjunnar Meleyri er það mál sem vissulega mest er til umræðu á Hvammstanga. Öllum 23 starfs- mönnunum í 20 stöðugildum hefur verið sagt upp. Verksmiðjan hefur undanfarin sjö ár verið rekin af fyrirtækinu Ísfangi sem er með aðsetur á Ísafirði. Blaðamaður gerði sér leið í Meleyri þegar starfsfólk var að ganga frá eftir vinnslu dagsins. „Við erum svo sem ekki alveg búnir að afskrifa þetta,“ segir Örn Gíslason vinnslustjóri. „Ef ástandið skánar eitthvað þá reynum við vissulega að halda áfram. Það er svo sem engin nýlunda að rækjuvinnsla loki í einhvern tíma þó svo að við höfum svo að segja unnið sleitulítið frá því að vinnsla hófst hér um 1972.“ Rækjan sem unnin er í Meleyri er flutt inn frá Kanada, Frakklandi og Grænlandi en þó mest frá norskum skipum sem eru á veiðum í Barentshafi. Undanfarin ár hefur nær engin rækja fundist við Húnaflóa sem áður var fullur af rækju. „Það er náttúrlega ekkert bjart yfir fólkinu hérna en við höldum í vonina. Sjálfur er ég ekkert farinn að leiða hugann að því hvað ég geri ef það verður lokað hér fyrir fullt og allt. Ég myndi helst ekki vilja fara suður en maður veit þó aldrei.“ Um framtíðina á Hvammstanga segir Örn: „Ég veit ekki hvernig þetta fer allt saman. Það er óneitanlega hart í ári nú um þessar mundir. Margir telja að framtíðin felist í uppstoppuðum selum og átöppuðum vatns- flöskum, ég skal ekkert um það segja. Kannski gengur þetta,“ segir Örn og fer að smúla svo blaðamaður á fótum fjör að launa. ATVINNUREKANDINN: MELEYRI Ein elsta rækjuverksmiðja landsins ÖRN GÍSLASON VINNSLUSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.