Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 62
46 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 28 1 2 3 4 5 6 Föstuudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍR og Afturelding mæt- ast í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi.  19.15 Valur og Fylki mætast í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni.  19.15 Þór Ak. og HK mætast í DHL-deild karla í handbolta á Akureyri.  19.15 KR og FH mætast í DHL- deild karla í handbolta í DHL-höllinni í Frostaskjólinu.  19.15 Selfoss og Vík/Fjö mæt- ast í DHL-deild karla í handbolta á Selfossi. ■ ■ SJÓNVARP  19.00 Gillette World Sport á Sýn. Íþróttir í lofti, láði og legi.  19.30 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur um deildina.  20.00 Motorworld á Sýn.  20.25 Supersport á Sýn.  20.30 World supercross á Sýn.  23.00 Intersport-deildin á Sýn. Útsending frá leik Keflavíkur og Snæfells í úrslitunum í fyrra. HAFNABOLTI Barry Bonds er einn dáðasti og umdeildasti íþrótta- maður Bandaríkjanna. Hann á einstakan feril að baki sem hafna- boltamaður en margir vilja meina að hann hafi náð sínum árangri með hjálp ólöglegra lyfja en Bonds er vel flæktur í Balco- hneykslið enda einn af stærstu skjólstæðingum fyrirtækisins. Bonds er orðinn 42 ára gamall og er enn að puða í þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna. Það sem keyr- ir hann áfram þessa dagana er atlaga að einu virtasta metinu í bandarískum íþróttum en það er fjöldi heimahafnarhlaupa á ferl- inum eða „home run“ eins og það er kallað á frummálinu. Þá nær leikmaður að slá boltann út fyrir völlinn og hleypur allan hringinn í mark. Hank Aaron náði 755 heima- hafnarhlaupum á sínum ferli og það met hefur nú staðið í tugi ára. Næstur er Babe Ruth með 715 og svo Bonds þriðji með 708. Bonds stefnir að því að ná Ruth fljótlega og ef vel tekst til gæti hann náð Aaron á þessu tímabili. Bandaríkjamenn vilja að sjálf- sögðu skrásetja þessa atlögu Bonds að metinu almennilega og því mun kvikmyndatökulið fylgja Bonds hvert fótmál á tímabilinu og vikulega verður sendur út raunveruleikaþáttur sem fjallar um þessa atlögu Bonds að meti Aaron. - hbg Vel fylgst með hafnaboltahetjunni Barry Bonds: Raunveruleikaþáttur gerður um Bonds FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Árni Thor Guðmundsson gæti verið á leiðinni til ÍA en félagið hefur fengið leyfi til að ræða við leik- manninn. ÍA er í leit að miðvörð- um eftir að Reynir Leósson og Gunnlaugur Jónsson fóru frá lið- inu en Árni Thor hefur getið sér gott orð með HK í 1. deildinni. Árni Thor mætti á æfingu hjá ÍA um síðustu helgi en Skagamenn hafa hug á að semja við leik- manninn. „Við viljum semja við Árna. Þetta snýst allt um peninga, hvað hann vill og hvað HK vill fá fyrir hann,“ sagði Eiríkur Guð- mundsson, formaður meistara- flokksráðs ÍA, við Fréttablaðið í gær.Árni vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. - hþh Skagamenn í miðvarðaleit: ÍA vill semja við Árna Thor FÓTBOLTI Bjarni Jóhannsson, þjálf- ari Breiðabliks, er í leikmannaleit þessa dagana og horfir hann út fyrir landsteinana í þeim efnum. Breiðablik var með norskan sókn- armann á æfingum hjá sér og þá er von á öðrum Norðmanni sem kemur í næstu viku. „Við ætlum að styrkja liðið með eins og þremur erlendum leik- mönnum fyrir komandi sumar. Við erum með eins góða tengiliði og hægt er en þetta tekur allt sinn tíma. Við reynum að vanda okkur við þetta eins og við getum en þetta er alltaf visst happdrætti, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Bjarni. - hþh Bjarni Jóhannsson: Leitar til Noregs BREIÐABLIK Blikar fagna hér 1. deildarsæt- inu síðastliðið vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, skrifaði nýlega opin- skáan pistil á heimasíðu Vals þar sem hann ræðir meðal annars um nauðsyn þess að lið hafi yfir að ráða leikmanni með smá illmennskublóð í sér. Óskar Bjarni segir að Val vanti einmitt slíkan varnarmann. „Leikmenn sem við getum flokkað í þann flokk að taka mjög hart á andstæðingum sínum og jafnvel vilj- andi, farið eins langt og dómarinn leyfir eru leikmenn eins og (Alexi) Trufan, Þorbjörn Jensson, Patrekur Jóhannes- son, Arnar Pétursson og mulningsvélin eins og hún lagði sig,“ segir Óskar Bjarni meðal annars í pistli sínum og bætir við: „Ég vil taka fram að þetta eru góðir leikmenn og ég lít upp til þeirra.“ Fréttablaðið leitaði til Óskars Bjarna og spurði hann virkilega hvort íþróttin væri ekki komin á hálan ís ef það þyrfti virkilega að vera nánast ofbeldismaður til að ná árangri í varnarleik. „Það er nú bara þannig að handbolti er ekkert „elsku mamma“. Það þarf að geta barið frá sér og menn þurfa að vera verulega fastir fyrir,“ sagði Óskar Bjarni og stóð fast á sínu. „Það er þessi fína lína sem dómararnir hafa sem leikmenn þurfa að komast eins nálægt og kostur er. Þú átt að spila eins fast og dómarinn leyfir. Og ég neita því ekki að ég vil fá meiri baráttu í mína menn,“ segir hann. Óskar Bjarni segir einnig að dómarar séu á reiki með hvenær eigi að gefa rautt spjald og hvenær ekki. „Ég tel mig ekki hafa svona fastan leikmann í mínu liði en samt höfum við fengið þrjú rauð spjöld í vetur. Á sama tíma hafa okkar leikmenn verið kýldir viljandi niður og aðeins brottvísun gefin fyrir. Að þessu leyti þyrftu dómarar að vera búnir að skoða þá leikmenn sem eru hvað grófastir, t.d. á myndbandi og sjá hvernig þeir spila. Það eru leikmenn sem brjóta illa af sér viljandi og svo eru leikmenn sem gera það ekki viljandi. Og oftar en ekki eru það þeir sem brjóta viljandi af sér sem sleppa með refsinguna.“ ÓSKAR BJARNI ÓSKARSSON, ÞJÁLFARI VALS: SEGIR LÆRISVEINA SÍNA ÞURFA AÐ VERA FASTARI FYRIR Leikmenn þurfa að hafa illmennskublóð FÓTBOLTI Í dag hleypir Fréttablaðið og Vísir.is af stokkunum nýjum lið sem heitir „Lesendur spyrja“. Les- endur Fréttablaðsins og Vísi geta í þessari fyrstu lotu spurt íþrótta- mann ársins, Eið Smára Guðjohn- sen, spjörunum úr en ætlunin er að vera með slíkt viðtal á tveggja vikna fresti. Með því að fara inn á Vísi.is er hægt að senda inn spurningu á Eið Smára og svör landsliðsfyrirlið- ans munu birtast í Fréttablaðinu og á Vísi.is 19. mars næstkomandi. Frestur til að skila inn spurning- um rennur út á miðnætti miðviku- daginn 15. mars. ■ Eiður Smári Guðjohnsen: Svarar spurn- ingum lesenda EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Mun svara spurningum lesenda Fréttablaðsins og Vísis. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Það er svo gott sem frá- gengið að Alfreð Gíslason verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik og taki við starfinu af Viggó Sigurðssyni sem sagði starfinu lausu um jólin. Eftir að ljóst varð að Viggó myndi ekki halda áfram með liðið ákvað stjórn HSÍ að freista þess að fá Alfreð í starfið og þeim virðist ætla að verða að ósk sinni. Alfreð er á milli starfa þessa dagana en hann var rekinn frá Magdeburg undir lok síðasta árs en var áður búinn að semja við Gummersbach um að taka við þjálfun liðsins sumarið 2007. Alfreð gekk frá starfslokasamn- ingi við Magdeburg í gær eftir langa mæðu og honum er því frjálst að taka við íslenska lands- liðinu og stýra því næsta eina og hálfa árið. Það vakti athygli að þýski net- miðillinn Handball World skyldi lýsa því yfir í gær að í dag yrði haldinn blaðamannafundur þar sem Alfreð yrði kynntur sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Guðmundur Ingvarsson, formað- ur HSÍ, vildi ekki staðfesta þær fréttir og varðist allra frétta. Spurður um hvort Alfreð væri að taka við liðinu sagði Guðmundur einfaldlega „no comment“ og sagð- ist myndu svara spurningum í dag. Fréttablaðið náði sambandi við Alfreð um kvöldmatarleytið í gær og það var létt yfir honum. „Það er ágætt að þetta er frágengið. Þetta er fín lausn og gott að geta horft fram á veginn,“ sagði Alfreð en hann vildi ekkert ræða um hvern- ig starfslokum hans við Magde- burg væri háttað. Það lá því næst beinast við að spyrja hvort hann væri að taka við íslenska landslið- inu? „Hvað heldur þú?“ sagði Alfreð og hló dátt. Hann neitaði í kjölfar- ið algjörlega að tjá sig um málið en hló mikið og var greinilega mjög kátur með lendinguna í mál- inu. Hann staðfesti þó við blaða- mann að hann væri á leið til Íslands í dag. Um ástæður farar- innar vildi hann ekki tjá sig en heimildir Fréttablaðsins herma að það sé formsatriði að ganga frá samningnum og verður að öllum líkindum boðað til blaðamanna- fundar seinni partinn í dag þar sem tilkynnt verður um ráðningu Alfreðs. henry@frettabladid.is Ekkert því til fyrirstöðu að Alfreð taki við landsliðinu Alfreð Gíslason mun að öllum líkindum verða ráðinn sem landsliðsþjálfari í handknattleik í dag. Alfreð gekk frá starfslokasamningi við Magdeburg í gær. NÝR LANDSLIÐSÞJÁLFARI? Alfreð Gíslason sést hér gefa fyrrverandi lærisveinum sínum hjá Magdeburg góð ráð. Hann verður væntanlega ráðinn landsliðsþjálfari í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þórhallur í Þrótt Þórhallur Hinriksson hefur ákveðið að leika með Þrótturum í 1. deildinni á komandi sumri. Þórhallur er þrítugur miðjumaður sem kemur frá Val en hann hefur leikið fimm landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá hefur Þorsteinn Gíslason skipt yfir í Þrótt frá ÍA en hann hefur aðallega vermt varamannabekkinn hjá Skaga- mönnum á undanförnum árum. > Heiðar Davíð úr leik Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á Opna spænska áhuga- mannameistaramótinu í gær frekar en á fyrsta keppnisdegi og lék á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Heiðar Davíð lék á sjö höggum yfir pari í fyrra- dag og er úr leik, en þeir keppendur sem höfnuðu í 32 efstu sætunum halda áfram og keppa í holukeppni í úrslit- um. Heiðar Davíð varð í 52.--63. sæti en þess má geta að hann vann þetta mót fyrir tveimur árum síðan. Hefur sé› DV í dag? flú Vill kaupa íbúð í Reykjavík SEAN LENNON ELSKAR ÍSLAND 2x10 - lesið 2.3.2006 21:07 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.