Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 44
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR16 VISSIR ÞÚ ... ... að hleraköngulóin frá Kaliforníu getur staðist kraft sem er allt að 38- faldri þyngd hennar? Þetta jafngildir því að manni tækist að halda dyrum lokuðum þrátt fyrir að lítil þota þrýsti á hurðina hinu megin frá. ... að lengsta skordýrið sem mælst hefur er broddskordýr sem finnst í frumskógum Borneó? ... að búkur broddskordýrsins er 328 millimetrar en séu fótleggirnir teknir með í reikninginn mælist dýrið 546 millimetrar? ... að oft vantar fótleggi á brodd- skordýrið þar sem lappirnar eiga það til að rifna af þegar dýrið hefur hamskipti? ... að lengd kakkalakka er að jafnaði á bilinu 0,6 til 7,6 millimetrar? ... að lengd Megaloblatta longipenn- is kakkalakkans er 97 millimetrar og hann er 45 millimetrar á breidd? ... að Megaloblatta longipennis hefur vængi og því getur þessi hlussa flogið? ... að lirfa pólýfemusarfiðrildisins er gráðugasta kvikindið í dýraríkinu? ... að lirfan étur því sem samsvarar 86.000-faldri fæðingarþyngd sinni fyrstu 56 daga ævi sinnar? ... að í samanburði við lirfuna jafn- gildir þetta því að fjórtán marka barn fengi 273 tonn af næringu á sama tímabili? Signý Sæmundsdóttir ætti að vera flestum kunn en hún hefur tekið þátt í mörgum óperum og söngdagskrám hér á landi sem og erlendis. Hún kennir einnig við Söngskólann í Reykjavík og Nýja Tónlistarskólann. Signý hefði ekkert á móti því að eyða heilli helgi í París. „Ég myndi bóka mig á eitthvert flott hótel þar sem þægindi og góð þjónusta væru í fyrirrúmi, skila töskunum af mér og hafa mig til svo ég gæti byrjað að skoða mig um og njóta borgarinnar, enda mikið að sjá og upplifa í París. Þegar færi að kvölda myndi ég finna mér ekta gott franskt veitingahús sem byði upp á sælkeramat í hæsta gæðaflokki. Ég er ekki viss um hvað ég myndi fá mér en það væri eitthvað sem kitlaði bragðlaukana. Eftir matinn væri svo tilvalið að fara í leikhús eða óperu og myndi það fullkomna kvöldið.“ Eftir sýninguna færi Signý í göngutúr með- fram bökkum Signu og þaðan upp á hótel að sofa þar sem sunnudagurinn yrði tekinn snemma. „Á sunnudeginum kæmi ekkert annað til greina en að fara í messu í Notre Dame. Það er ótrúleg upplifun.“ Eftir messuna væri komið að fluginu heim og Signý myndi mæta endurnærð til vinnu á mánudeginum eftir þessa frábæru helgi. Að njóta Parísar til fulls Signý Sæmundsdóttir HVUNNDAGURINN 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10 Um 150.000 lesendur Leitin hefst hér! – mest lesna fasteignablaðið Þú finnur allar nýjustu fasteignirnar í Allt – fasteignum sem fylgir frítt með Fréttablaðinu alla mánudaga. Ekki missa af mest lesna fasteignablaðinu í vikubyrjun! Allar eignir eru skráðar á visir.is svo þú getur fylgst með fasteignamarkaðnum jafnóðum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.