Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 3. mars 2006 29
BRÉF TIL BLAÐSINS
AF NETINU
Viðræður Íslands og Bandaríkj-
anna um varnarmál hafa nú hafist á
ný. Það þykja stórfréttir, að Banda-
ríkin skuli láta svo lítið að tala við
Íslendinga enda þótt engar fréttir
af efni viðræðnanna hafi borist.
Víst þykir þó, að viðræðurnar snú-
ist fyrst og fremst um það hvað
Íslendingar vilji borga mikið.
Málum er sem sagt komið þannig,
að það fer eftir því hvað Íslending-
ar reiða fram mikla peninga, hvort
Bandaríkin halda áfram uppi loft-
vörnum hér á landi eða ekki. Er það
undarleg staða þegar haft er í huga,
að í gildi er varnarsamningur milli
Íslands og Bandaríkjanna og sam-
kvæmt honum eiga Bandaríkin að
annast varnir Íslands. Það stendur
ekkert í samningnum um það, að
Ísland eigi að greiða fyrir varnirn-
ar. Þegar Davíð var forsætisráð-
herra sagði hann, að ef Bandaríkja-
menn vildu ekki standa við
samninginn gætu þeir farið heim
með allt sitt hafurtask. Undir það
skal tekið.
Staða varnarliðsins komst á dag-
skrá hér um síðustu kosningar,
þegar Bandaríkjamenn tilkynntu
skyndilega einhliða, að þeir ætluðu
að flytja herþoturnar fjórar á brott
frá Keflavíkurflugvelli. Ríkisstjórn-
in stakk bréfi um þetta efni undir
stól og birti ekki fyrr en eftir kosn-
ingar! Síðan hefur verið staðið í
stanslausu stappi um það hvort unnt
væri að fá Bandaríkjamenn til þess
að falla frá því að flytja herþoturn-
ar á brott. Bandaríkjamenn telja
enga þörf á því að hafa þoturnar
lengur staðsettar á Keflavíkurflug-
velli. Þeir telja unnt að sinna flug-
vörnum Íslands frá Bretlandseyj-
um. Jafnframt hefur komið skýrt í
ljós af hálfu bandarískra embættis-
manna, að þeir telja ekki lengur
þörf á varnarliði hér á landi vegna
breytts ástands í varnarmálum í
Evrópu.
En íslensk stjórnvöld hafa lamið
hausnum við steininn og óskað eftir
því, að varnarliðið og herþoturnar
verði áfram hér á landi hvað sem
líði áliti Bandaríkjanna á nauðsyn
varna á Íslandi.Verður þess ekki
vart, að Bush Bandaríkjaforseti
meti mikils „greiðann“, sem íslensk-
ir stjórnarherrar gerðu honum með
því að styðja ólöglegt árásarstríð
hans á Írak. Eftir nokkurt þref
íslenskra og bandarískra stjórn-
valda komu Bandaríkjamenn með
þá tillögu, að Íslendingar tækju þátt
í kostnaði við veru varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli! Íslendingar
eiga sem sagt að borga fyrir að fá
að hafa herinn áfram. Þannig stend-
ur málið nú.
Ágreiningur um skiptingu kostn-
aðar er mjög mikill og eru Banda-
ríkjamenn með óraunhæfar hug-
myndir um hlut Íslendinga í
kostnaðinum. Til þess að fegra
málið er látið líta svo út, að Ísland
vilji greiða fyrir þyrlusveitir Kefla-
víkurflugvallar og rekstur flug-
vallarins a.m.k að hluta til. Ég tel,
að best væri, að herinn færi frá
Íslandi. Varnarliðið kom hingað að
frumkvæði Bandaríkjanna vegna
ótryggs ástands í heiminum á meðan
ógn stafaði frá Sovetríkjunum. Sú
ógn er ekki lengur til staðar og
Bandaríkjamenn vilja fara með her-
inn á brott. Við eigum að leyfa þeim
það. Síðan eigum við að ræða við
NATO og jafnvel Evrópusambandið
um varnir Íslands og biðja NATO að
meta nauðsyn Íslands fyrir varnar-
viðbúnað í landinu. NATO á að
tryggja varnir Íslands en þær eiga
ekki að byggja á tvíhliða samningi
við Bandaríkin, þar eð slíkur samn-
ingur miðast við hagsmuni Banda-
ríkjanna fyrst og fremst. ■
Semjum við Evrópu um varnir Íslands
UMRÆÐAN
VARNIR ÍSLANDS
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
Forgangsröðum eldri borgarar!
Að verða aldraður og vera meðhöndl-
aður eins og óvita barn hlýtur að taka
mikið á. Það er réttlætismál að þessum
málum verði komið í lag og það strax.
Við eigum nóg af peningum, forgangur
er allt sem þarf. Það er ótrúlegt að mann-
réttindi skuli vera fyrir borð borin þegar
kemur að hinum þöglu hópum sem geta
enga björg sér veitt lengur. Ef vilji væri
fyrir hendi væri löngu búið að ráða bót á
málefnum eldri borgara. Að aðskilja hjón
vegna sjúkdóma/aldurs er grimmilegt.
Við eigum að geta boðið upp á mann-
sæmandi valkosti. Það er því nauðsyn-
legt að byggja upp fleiri dvalarheimili þar
sem eldri borgarar fá þá þjónustu sem
sniðin er að þörfum þeirra. Setjum málið
í forgang. Leysum allan vandann strax.
Emma Holm fjármálastjóri.
Jeppar í Afganistan
Engin stofnun er jafn karllæg og herinn
og með þátttöku í starfi NATO er Ísland
að ganga inn í það umhverfi þó Íslend-
ingar eigi engum eiginlegum hersveitum
á að skipa. Í því ljósi er mjög áhugavert að
skoða þá ákvörðun að senda sérútbúna
jeppa til Afganistans á þeirri fosendu að
þekking Íslendinga á þeim sé sérfram-
lag Íslands til alþjóðlegrar friðargæslu.
[...] Jeppinn, eins og við flest þekkjum,
er tengdur íslensku karlmennskunni
mjög nánum böndum og þess vegna er
athyglisvert að við skulum senda þetta
karlmennskutákn hinnar herlausu þjóðar
inn á vígvöllinn í Afganistan.
Birna Þórarinsdóttir á kistan.is.
Listastyrkir
Á þeim tímum sem við lifum í dag, hér á
Ísa-köldu landi, gætir þess oft að einka-
vædd fyrirtæki styrki list á einhvern hátt.
Það getur oft verið jákvætt og ekki ber
að alhæfa of mikið í þeim efnum. En lög-
mál markaðarins eru slæg og á vissum
sviðum og hjá vissum fyrirtækjum hefur
tilhneigingin orðið sú að byrjað er að
stýra listinni. Styrkirnir geta skuldbundið
listafólkið og neytt í ákveðinn farveg til
þess að fyrirtækið græði sem mest. Rík-
isstyrkir til lista setja engar skorður fyrir
listsköpunina, og eiga ekki að gera það.
Styrkjum list, stýrum henni ekki.
Emil Hjörvar Petersen á murinn.is.
Gagn en ekki gaman
Flestir fara í háskóla vegna þess að þeir
telja að það muni gagnast þeim í fram-
tíðinni. Menn fara ekki þessa leið af því
þeir vilji fórna sér fyrir aðra eða hafi
almannaheill í huga. [...] En meginatriðið
er að það er ekkert ranglæti í því fólg-
ið að fólk greiði sjálft fyrir háskólanám
sitt og skólagjöld þurfa ekki að hindra
nokkurn mann í að afla sér hagkvæmrar
menntunar. Það getur hins vegar mögu-
lega hindrað einhvern í að sækja sér
menntun sem ekki er arðbær fyrir hann
eða aðra. Þá hlýtur hins vegar að blasa
við sú spurning hvort eitthvað sé athuga-
vert við það?
Vefþjóðviljinn á andriki.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar