Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 3. mars 2006 29 BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU Viðræður Íslands og Bandaríkj- anna um varnarmál hafa nú hafist á ný. Það þykja stórfréttir, að Banda- ríkin skuli láta svo lítið að tala við Íslendinga enda þótt engar fréttir af efni viðræðnanna hafi borist. Víst þykir þó, að viðræðurnar snú- ist fyrst og fremst um það hvað Íslendingar vilji borga mikið. Málum er sem sagt komið þannig, að það fer eftir því hvað Íslending- ar reiða fram mikla peninga, hvort Bandaríkin halda áfram uppi loft- vörnum hér á landi eða ekki. Er það undarleg staða þegar haft er í huga, að í gildi er varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna og sam- kvæmt honum eiga Bandaríkin að annast varnir Íslands. Það stendur ekkert í samningnum um það, að Ísland eigi að greiða fyrir varnirn- ar. Þegar Davíð var forsætisráð- herra sagði hann, að ef Bandaríkja- menn vildu ekki standa við samninginn gætu þeir farið heim með allt sitt hafurtask. Undir það skal tekið. Staða varnarliðsins komst á dag- skrá hér um síðustu kosningar, þegar Bandaríkjamenn tilkynntu skyndilega einhliða, að þeir ætluðu að flytja herþoturnar fjórar á brott frá Keflavíkurflugvelli. Ríkisstjórn- in stakk bréfi um þetta efni undir stól og birti ekki fyrr en eftir kosn- ingar! Síðan hefur verið staðið í stanslausu stappi um það hvort unnt væri að fá Bandaríkjamenn til þess að falla frá því að flytja herþoturn- ar á brott. Bandaríkjamenn telja enga þörf á því að hafa þoturnar lengur staðsettar á Keflavíkurflug- velli. Þeir telja unnt að sinna flug- vörnum Íslands frá Bretlandseyj- um. Jafnframt hefur komið skýrt í ljós af hálfu bandarískra embættis- manna, að þeir telja ekki lengur þörf á varnarliði hér á landi vegna breytts ástands í varnarmálum í Evrópu. En íslensk stjórnvöld hafa lamið hausnum við steininn og óskað eftir því, að varnarliðið og herþoturnar verði áfram hér á landi hvað sem líði áliti Bandaríkjanna á nauðsyn varna á Íslandi.Verður þess ekki vart, að Bush Bandaríkjaforseti meti mikils „greiðann“, sem íslensk- ir stjórnarherrar gerðu honum með því að styðja ólöglegt árásarstríð hans á Írak. Eftir nokkurt þref íslenskra og bandarískra stjórn- valda komu Bandaríkjamenn með þá tillögu, að Íslendingar tækju þátt í kostnaði við veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli! Íslendingar eiga sem sagt að borga fyrir að fá að hafa herinn áfram. Þannig stend- ur málið nú. Ágreiningur um skiptingu kostn- aðar er mjög mikill og eru Banda- ríkjamenn með óraunhæfar hug- myndir um hlut Íslendinga í kostnaðinum. Til þess að fegra málið er látið líta svo út, að Ísland vilji greiða fyrir þyrlusveitir Kefla- víkurflugvallar og rekstur flug- vallarins a.m.k að hluta til. Ég tel, að best væri, að herinn færi frá Íslandi. Varnarliðið kom hingað að frumkvæði Bandaríkjanna vegna ótryggs ástands í heiminum á meðan ógn stafaði frá Sovetríkjunum. Sú ógn er ekki lengur til staðar og Bandaríkjamenn vilja fara með her- inn á brott. Við eigum að leyfa þeim það. Síðan eigum við að ræða við NATO og jafnvel Evrópusambandið um varnir Íslands og biðja NATO að meta nauðsyn Íslands fyrir varnar- viðbúnað í landinu. NATO á að tryggja varnir Íslands en þær eiga ekki að byggja á tvíhliða samningi við Bandaríkin, þar eð slíkur samn- ingur miðast við hagsmuni Banda- ríkjanna fyrst og fremst. ■ Semjum við Evrópu um varnir Íslands UMRÆÐAN VARNIR ÍSLANDS BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Forgangsröðum eldri borgarar! Að verða aldraður og vera meðhöndl- aður eins og óvita barn hlýtur að taka mikið á. Það er réttlætismál að þessum málum verði komið í lag og það strax. Við eigum nóg af peningum, forgangur er allt sem þarf. Það er ótrúlegt að mann- réttindi skuli vera fyrir borð borin þegar kemur að hinum þöglu hópum sem geta enga björg sér veitt lengur. Ef vilji væri fyrir hendi væri löngu búið að ráða bót á málefnum eldri borgara. Að aðskilja hjón vegna sjúkdóma/aldurs er grimmilegt. Við eigum að geta boðið upp á mann- sæmandi valkosti. Það er því nauðsyn- legt að byggja upp fleiri dvalarheimili þar sem eldri borgarar fá þá þjónustu sem sniðin er að þörfum þeirra. Setjum málið í forgang. Leysum allan vandann strax. Emma Holm fjármálastjóri. Jeppar í Afganistan Engin stofnun er jafn karllæg og herinn og með þátttöku í starfi NATO er Ísland að ganga inn í það umhverfi þó Íslend- ingar eigi engum eiginlegum hersveitum á að skipa. Í því ljósi er mjög áhugavert að skoða þá ákvörðun að senda sérútbúna jeppa til Afganistans á þeirri fosendu að þekking Íslendinga á þeim sé sérfram- lag Íslands til alþjóðlegrar friðargæslu. [...] Jeppinn, eins og við flest þekkjum, er tengdur íslensku karlmennskunni mjög nánum böndum og þess vegna er athyglisvert að við skulum senda þetta karlmennskutákn hinnar herlausu þjóðar inn á vígvöllinn í Afganistan. Birna Þórarinsdóttir á kistan.is. Listastyrkir Á þeim tímum sem við lifum í dag, hér á Ísa-köldu landi, gætir þess oft að einka- vædd fyrirtæki styrki list á einhvern hátt. Það getur oft verið jákvætt og ekki ber að alhæfa of mikið í þeim efnum. En lög- mál markaðarins eru slæg og á vissum sviðum og hjá vissum fyrirtækjum hefur tilhneigingin orðið sú að byrjað er að stýra listinni. Styrkirnir geta skuldbundið listafólkið og neytt í ákveðinn farveg til þess að fyrirtækið græði sem mest. Rík- isstyrkir til lista setja engar skorður fyrir listsköpunina, og eiga ekki að gera það. Styrkjum list, stýrum henni ekki. Emil Hjörvar Petersen á murinn.is. Gagn en ekki gaman Flestir fara í háskóla vegna þess að þeir telja að það muni gagnast þeim í fram- tíðinni. Menn fara ekki þessa leið af því þeir vilji fórna sér fyrir aðra eða hafi almannaheill í huga. [...] En meginatriðið er að það er ekkert ranglæti í því fólg- ið að fólk greiði sjálft fyrir háskólanám sitt og skólagjöld þurfa ekki að hindra nokkurn mann í að afla sér hagkvæmrar menntunar. Það getur hins vegar mögu- lega hindrað einhvern í að sækja sér menntun sem ekki er arðbær fyrir hann eða aðra. Þá hlýtur hins vegar að blasa við sú spurning hvort eitthvað sé athuga- vert við það? Vefþjóðviljinn á andriki.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.