Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 52
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! Heiða og Geita-Pétur, Hans og Gréta og meira að segja Mjallhvít stíga fram á stóra sviði Þjóðleik- hússins í kvöld. Frumsýnt verður leikritið Virkjunin eftir austurríska Nóbels- verðlaunahafann Elfriede Jelinek. „Verkið snýst um skíðaparadísina Kaprun í Austurríki,“ segir María Kristjánsdóttir, sem fékk það hlut- verk að búa til leikgerð að einni sýningu upp úr texta skáldsins, sem María segir að gæti hæglega dugað sem efni í fimm til sex leik- sýningar. Leikgerðin er byggð á þýðingu Hafliða Arngrímssonar en leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. „Kaprun er eins konar mynd- líking fyrir framfara- og hagvaxt- artrú okkar og græðgina sem fylg- ir í kjölfarið,“ bætir María við, „og hvað þessi trúarbrögð kosta bæði okkur og náttúruna. Elfriede setur þetta allt saman í vítt samhengi og mættum við gjarnan læra af henni í umræðunni um Kárahnjúka- virkjun og áliðnaðinn hér á landi.“ Rétt hjá litla austurríska bænum Kaprun er gríðarstór vatnsaflsvirkjun, sem lengi vel var stærsta virkjun Evrópu. Virkj- unin var lengi í smíðum og er talið að um 160 manns hafi látist, sam- kvæmt opinberum tölum þar um. Fyrir nokkrum árum varð síðan alvarlegt slys í Kaprun þegar 158 skíðamenn brunnu inni í lest á leiðinni upp á jökul. „Lestin var smíðuð úr efnum sem fuðruðu upp og búningarnir þeirra voru líka úr efnum sem fuðruðu upp. Þau fórust þarna út af gróðasjónarmiðum iðnaðarins, má segja.“ Elfriede Jelinek er ekki þekkt fyrir að fara hefðbundnar leiðir í skrifum sínum. Hún er óhrædd við að tala um viðkvæma hluti og ekki síður óhrædd við að brjóta niður allt hefðbundið form í skáldsagna- gerð sinni jafnt sem leikritum. „Hún notar mikið tilvitnanir frá skáldum, heimspekingum og tónskáldum og skeytir þeim saman. Svo vitnar hún líka mjög mikið í klisjur og yfirborðssnakk sem fjölmiðlar demba yfir okkur.“ María segir enga eiginlega atburðarás og enga persónur vera í verkinu, í það minnsta ekki í þeim skilningi sem venjulega er lagður í persónur og atburðarás í leikhúsum. Þær persónur sem koma við sögu eru fengnar upp úr ævintýr- um og sögum. Þarna stíga meðal annars fram þau Hans og Gréta og Mjallhvít, og að sjálfsögðu Heiða og Geita-Pétur beint úr Ölpunum. Hver persóna skiptist síðan upp í margar persónur, þannig eru til dæmis margar Heiður og margir Pétrar. „Þessar persónur birtast á svið- inu og tala og tala og tala,“ segir María. „En það gerist margt engu að síður,“ bætir hún við enda er verið að fjalla um stóra atburði og stór siðferðileg mál. Virkjað í lítilli paradís LÍF Í SKUGGA VIRKJUNAR Þrjú eintök af Geita-Pétri og þrjú eintök af Heiðu í alpahéruðum Austurríkis. GroupG er hönnunarhópur sem samanstendur af nemendum á þriðja hári í vöruhönnun við Lista- háskóla Íslands. Hópurinn hefur sett upp sýningu í húsi Listahá- skólans í Laugarnesinu og verður hún opin um helgina. „Upphafið var hvalur og við ákváðum að vinna út frá þeirri hugmynd að nýta allan hvalinn eins og sauðkindin var nýtt í gamla daga,“ segir Björg Ólafsdóttir en á sýningunni reyna hönnuðirnir að virkja öll skynfæri sýningargests- ins; sjón, bragð, heyrn og snert- ingu. „Við bjuggum saman til eitt verk og í hluta þess notuðum við innri eyru hvala en þau eru mjög falleg. Inn í hvert eyra settum við hátalara svo úr varð hljóðverk en verkið samanstendur meðal ann- ars af þrjátíu innri eyrum. Við notuðum hvalahljóð, ekki þennan hefðbundna hvalasöng heldur önnur hljóð sem hvalirnir gefa frá sér.“ Hópurinn hafði samband við annan hönnunarhóp að nafni Designers Block og sóttist eftir að fá að sýna með honum. Það gekk eftir og GroupG sýndi verk- ið bæði í Tókýó og Seúl í fyrra og fékk mjög góðar viðtökur. „Það gekk heldur brösuglega að koma beinunum alla leið á þessum skamma tíma sem við höfðum en sendiráðið í Japan hjálpaði okkur mjög mikið. Auk þess viljum við þakka styrktaraðilum okkar,“ segir Björg að lokum. Sýningin í Laugarnesinu verður opin frá eitt til fimm á laugardag og sunnudag og í dag verður þar fyrirlestur klukkan fjögur um ferli og ferða- lag hvalaverkefnisins. Fyrir frek- ari upplýsingar um verkið og hóp- inn er bent á heimasíðuna www.groupg.lhi.is. - bg HVALUR Hönnunarhópurinn GroupG sýnir verk sitt í húsnæði Listaháskólans í Laugar- nesinu um helgina. Hvalur í Laugarnesinu Kl. 13.10 Þóra Ellen Þórhallsdóttir fjallar um áhrif orkuvinnslu á náttúru- verðmæti og menningarminjar á Raunvísindaþingi í Reykjavík, sem haldið er í Öskju, Náttúru- fræðahúsi Háskóla Íslands, í dag og á morgun. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur haft í nógu að snúast þessa vikuna, því hún hefur boðið rúmlega 3.500 leikskólabörnum af höfuðborgarsvæðinu á tónleika í Háskólabíói. Þar hefur hljómsveitin flutt ævintýrið um Dimmalimm í búningi Atla Heimis Sveinssonar. Garðar Thór Cortes og Halla Vilhjálms- dóttir leika og syngja en einnig koma fram á þess- um tónleikum nemendur úr Listdansskólanum og Kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdótt- ur. Edda Heiðrún Backman leikstýrir en hljómsveit- arstjóri er Bernharður Wilkinson. Heimsóknir leikskólanna á tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar hafa verið árlegur viðburður í tæp 15 ár. Síðustu leikskólatónleikarnir að þessu sinni voru á miðvikudaginn, en á morgun verður hljómsveitin áfram á fjölskylduvænum nótum því þá verða haldnir tónleikar klukkan 16 þar sem Kór Kársnesskóla kemur aftur fram með hljómsveitinni. Stjórnandi verður sömuleiðis Bernharður Wilkinson. Efnisskráin er fjölskrúðug og spennandi, fjöldi verka eftir þekkta höfunda, svo sem forleikur og söngur götustráka úr óperunni Carmen, karlakóralagið Hraustir menn og syrpa úr söngleiknum Sound of Music. Fjölskylduvæn Sinfónía > Ekki missa af ... ... sýningunni Stillansar í Nýlistasafninu sem lýkur um helgina. Þar sýna þrjár Önnur, þær Anna Guðjónsdóttir, Anna Hallin og Anna Líndal, textílverk, teikningar, ljósmyndir, málverk, postulín, myndbandsverk og trésmíði. ... sýningunni Dagar mannsins í Gerðu- bergi, þar sem sýnd eru myndverk Thors Vilhjálmssonar og sýnd upptaka frá ritþingi Gerðubergs þann 21. janúar síðastliðinn þar sem Thor sat fyrir svör- um um líf sitt og listamannsferil. Myndlistarkonan Hulda Hákon opnar tvær sýningar í dag. Hulda er ekki einhöm í list sinni og sýn- ingarnar eru býsna ólíkar. Önnur heitir EBITA en á henni kemur Hulda með sína sýn á þetta tísku- fyrirbæri sem hefur bergmálað í nánast öllum viðskiptafréttum síð- ustu misseri. Á hinni sýningunni vinnur Hulda svo úr munaskrá Jóhannesar Kjarval en slíkar skrár geta vitaskuld sagt margt um persónu þess sem skráin hefur verið haldin yfir. „Á EBITA-sýningunni er ég með texta úr bronsi á veggjunum og frekar drusluleg gifsverk á gólfinu. Elegansinn er því á veggj- unum en andstæðan á gólfinu,“ segir Hulda sem fylgist vel með fréttum úr viðskiptalífinu þótt hún hafi að eigin sögn ekki „hunds- vit á viðskiptum“. „Ég hef tekið eftir því að for- svarsmenn fyrirtækja tala mikið og fjálglega um EBITUNA sína og fór því að grafast fyrir um hvað þetta er.“ EBITA er í stuttu máli rekstr- arhagnaður fyrir afskriftir en Hulda telur vel hægt að yfirfæra hugtakið yfir á annað en viðskipta- lífið. „Getur ekki verið að við eigum öll okkar EBITU, til dæmis þegar við horfum til lífsham- ingju?“ spyr listakonan og bætir því við að mikið tal um EBITU virðist fela í sér einhvers konar feigð. „Ég er svo heppin að ganga að alls konar sérfræðingum á Gráa kettinum. Þar ræddi ég EBITUNA við einn viðskiptavin sem hafði lent í því í tvígang að fyrirtæki sem hann vann hjá fóru á hausinn. Skömmu áður en sjoppunum var lokað hafði hann heyrt stjórnend- ur tala mikið um EBITUNA þannig að nú veit hann af biturri reynslu að ef stjórnendur tala of mikið um EBITU er tími til kominn að taka pokann sinn.“ Hulda opnar svo einnig sýn- ingu unna upp úr munaskrá Kjar- vals í Bananananas á horni Bar- ónstígs og Laugavegar í dag. „Ég las þessa skrá fyrst fyrir nokkrum árum en þetta eru 350 spjöld og á þau eru letruð innihaldslýsingar á kössum sem starfsmenn Reykja- víkurborgar notuðu þegar þeir tæmdu vinnustofu Kjarvals í lok sjöunda áratugarins. Þetta er fal- leg lesning og dálítið eins og að lesa ljóðabálk.“ Hulda segir að slík upptalning á persónulegum munum og því sem fólk heldur til haga segi mikið um persónu hvers og eins. „Ég hugsaði út í það þegar ég vann verkið að ég myndi varla kæra mig um að það yrði gengið svona nærri mér og allt sem ég ætti yrði tekið og skráð niður. Það er samt gaman að þessi skrá skuli vera til en þarna ægir öllu saman; úrklipp- um úr blöðum þessa tíma, eftir- prentunum, fálkaorðu, penslum, grjóti, hreindýri úr plasti, meitli, kjálkabeini úr kind og öskubakka úr gleri,“ segir Hulda sem hefur dregið upp all sérstæða mynd af Kjarval með munaskránni. thorarinn@frettabladid.is Lífshamingja eftir afskriftir HULDA HÁKON Sýnir EBITUNA sína í 101 Gallery en í verkinu kemur hún einnig inn á frelsi listamannsins. „Við erum eina stéttin í landinu sem hefur leyfi frá almenningi til að segja það sem okkur sýnist. Mér þykir mjög vænt um það frelsi og nýti mér það í textum verk- ana á gólfinu sem eru meðal annars sögur af daðri og spéhræðslu.“ FRETTABLADID/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.