Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 10
3. mars 2006 FÖSTUDAGUR
FRAMKVÆMDIR Unnið er að því
hörðum höndum að stækka land-
svæðið við Grundarfjarðarhöfn
um 7.500 fermetra.
Það er sanddæluskipið Perlan
sem vinnur að landfyllingunni en
fyrirhugað er að henni ljúki í lok
maí og hægt verði að byggja þar
síðla sumars. Að sögn Bjargar
Ágústsdóttur bæjarstjóra verður
fyrirtækjum sem þjónusta skip og
fyrirtæki við hafnarsvæðið boðið
að byggja á landfyllingunni.
Meðal þeirra fyrirtækja sem
falast hafa eftir svæði á landfyll-
ingunni eru stjórnendur Snæ-
frosts en þeir hafa hug á að reisa
þar frystihótel. - jse
Unnið að landfyllingu í Grundarfirði:
Land numið úr sjó
UNNIÐ AÐ LANDFYLLINGU Dæluskipið
Perla að störfum í Grundarfirði með
Kirkjufellið í baksýn. Hafnarsvæðið við
Grundarfjarðarhöfn verður stækkað um
7.500 fermetra.
�����������������
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi
bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir
þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu
bílinn núna í 50 50 600 og tryggðu þér meira
öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum
erlendis hvert sem leið þín liggur.
50 50 600 • www.hertz.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
16
24
03
/2
00
6
Tilboð
Bókaðu fyrir
1. apríl
og fáðu
1.000
Vildarpunkta
fyrir leigu hvar
sem er í heiminum
V
I L
D
A R
P U N K T
A
R
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
DÓMSMÁL Jón H. B. Snorrason,
yfirmaður efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra, lagði áherslu
á hversu þungum sökum Eyjólfur
Sveinsson, Sveinn Eyjólfsson og
Marteinn Jónasson eru bornir í
máli sínu í héraðsdómi í gær.
Munnlegur málflutningur í
máli ríkislögreglustjóra gegn tíu
einstaklingum sem komu að
stjórnun fyrirtækja tengdum
Frjálsri fjölmiðlum á árum 2000
til 2002, hófst í gær.
Eyjólfur, Sveinn og Marteinn
eru sakaðir um brot á lögum um
staðgreiðslu opinberra gjalda og
virðisaukaskatt, og er Eyjólfur
Sveinsson ákærður fyrir afskipti
sín af sex fyrirtækjum sem ekki
stóðu í skilum við hið opinbera.
Hann er að auki ákærður fyrir
umboðssvik vegna ólöglegrar
millifærslu á peningum.
Samtals eru kröfurnar á Eyjólf
rúmlega 61 milljón króna en kröf-
urnar á Martein Jónasson, sem
ákærður er fyrir fyrir störf sín í
þágu Markhúss-markaðsstofu
ehf., Nota bene hf. og Info Skilta-
gerðar, nema samtals um 63 millj-
ónum króna.
Halldór Jónsson, lögmaður
Eyjólfs Sveinssonar, fór hörðum
orðum um verklag efnahagsbrota-
deildar við rannsókn málsins í
ræðu sinni og sagði það með ólík-
indum að ekkert væri lagt upp úr
því að upplýsa nákvæmlega
hvernig stjórn fyrirtækjanna,
sem voru til rannsóknar, hafi
verið háttað.
Halldór nefndi einnig að greini-
legt væri að mikið kapp hefði
verið lagt á það að „orða Eyjólf
við sem flest ákæruatriði,“ því
hefðbundin meðstjórnendastörf,
eins og Eyjólfur er meðal annars
ákærður fyrir, væru ekki brotleg
þar sem dagleg stjórnun og rekst-
ur væri ekki í höndum stjórnar-
manna. Halldór sagði það stjórn-
ast af geðþóttaákvörðunum
ríkislögreglustjóra hvaða ein-
staklinga skyldi ákæra, en í
nokkrum málanna eru útvaldir
stjórnarmenn ákærðir en öðrum
sleppt.
Jón sagði í viðtali við Frétta-
blaðið í gær að ekki hefði verið
talin þörf á því að ákæra alla
stjórnarmenn í nokkrum ákæru-
liðum, þar sem aðeins þeir sem
teldust til „virkra stjórnarmanna“
væru ákærðir.
Halldóri var tíðrætt um þátt
Eyjólfs í máli fyrirtækisins Nota
bene hf. en þar er hann ákærður
sem einn af stjórnarmönnum og
þótti Halldóri það einkennilegt að
ekki væri lögð á það áhersla á
upplýsa aðkomu allra stjórnar-
manna að Nota bene hf.
Karl Þór Sigurðsson er í sama
máli ákærður sem meðstjórnandi
en auk þeirra er framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins á þeim tíma,
Marteinn Jónasson, ákærður.
Aðrir stjórnarmenn fyrirtækisins
á þeim tíma sem rannsókn máls-
ins náði til eru ekki ákærðir.
Jón H. B. Snorrason lagði á það
mikla áherslu í umfjöllun um alla
ákæruliði málsins að stjórnendur
fyrirtækja, hvort sem þeir væru
stjórnarformenn, fulltrúar í stjórn
eða stjórnendur ákveðinna sviða,
gætu aldrei vikið sér undan þeirri
ábyrgð sem störfum þeirra
fylgdi.
magnush@frettabladid.is
Ónákvæmni
við rannsókn
Halldór Jónsson, lögmaður Eyjólfs Sveinssonar, var
harðorður í garð ríkislögreglustjóra í héraðsdómi í
gær. Halldór sagði það með ólíkindum hversu óná-
kvæm og ómarkviss rannsókn málsins væri.
JÓN H. B. SNORRASON OG RAGNAR HALL Ragnar Hall, lögmaður Sveins Eyjólfssonar,
einn þeirra sem deildu kröftuglega á Jón H. B. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra, í ræðu sinni í gær en munnlegum málflutningi lögmanna sakborninga
verður áframhaldið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA