Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 10
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR FRAMKVÆMDIR Unnið er að því hörðum höndum að stækka land- svæðið við Grundarfjarðarhöfn um 7.500 fermetra. Það er sanddæluskipið Perlan sem vinnur að landfyllingunni en fyrirhugað er að henni ljúki í lok maí og hægt verði að byggja þar síðla sumars. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra verður fyrirtækjum sem þjónusta skip og fyrirtæki við hafnarsvæðið boðið að byggja á landfyllingunni. Meðal þeirra fyrirtækja sem falast hafa eftir svæði á landfyll- ingunni eru stjórnendur Snæ- frosts en þeir hafa hug á að reisa þar frystihótel. - jse Unnið að landfyllingu í Grundarfirði: Land numið úr sjó UNNIÐ AÐ LANDFYLLINGU Dæluskipið Perla að störfum í Grundarfirði með Kirkjufellið í baksýn. Hafnarsvæðið við Grundarfjarðarhöfn verður stækkað um 7.500 fermetra. ����������������� Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu bílinn núna í 50 50 600 og tryggðu þér meira öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum erlendis hvert sem leið þín liggur. 50 50 600 • www.hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 16 24 03 /2 00 6 Tilboð Bókaðu fyrir 1. apríl og fáðu 1.000 Vildarpunkta fyrir leigu hvar sem er í heiminum V I L D A R P U N K T A R 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI DÓMSMÁL Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, lagði áherslu á hversu þungum sökum Eyjólfur Sveinsson, Sveinn Eyjólfsson og Marteinn Jónasson eru bornir í máli sínu í héraðsdómi í gær. Munnlegur málflutningur í máli ríkislögreglustjóra gegn tíu einstaklingum sem komu að stjórnun fyrirtækja tengdum Frjálsri fjölmiðlum á árum 2000 til 2002, hófst í gær. Eyjólfur, Sveinn og Marteinn eru sakaðir um brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatt, og er Eyjólfur Sveinsson ákærður fyrir afskipti sín af sex fyrirtækjum sem ekki stóðu í skilum við hið opinbera. Hann er að auki ákærður fyrir umboðssvik vegna ólöglegrar millifærslu á peningum. Samtals eru kröfurnar á Eyjólf rúmlega 61 milljón króna en kröf- urnar á Martein Jónasson, sem ákærður er fyrir fyrir störf sín í þágu Markhúss-markaðsstofu ehf., Nota bene hf. og Info Skilta- gerðar, nema samtals um 63 millj- ónum króna. Halldór Jónsson, lögmaður Eyjólfs Sveinssonar, fór hörðum orðum um verklag efnahagsbrota- deildar við rannsókn málsins í ræðu sinni og sagði það með ólík- indum að ekkert væri lagt upp úr því að upplýsa nákvæmlega hvernig stjórn fyrirtækjanna, sem voru til rannsóknar, hafi verið háttað. Halldór nefndi einnig að greini- legt væri að mikið kapp hefði verið lagt á það að „orða Eyjólf við sem flest ákæruatriði,“ því hefðbundin meðstjórnendastörf, eins og Eyjólfur er meðal annars ákærður fyrir, væru ekki brotleg þar sem dagleg stjórnun og rekst- ur væri ekki í höndum stjórnar- manna. Halldór sagði það stjórn- ast af geðþóttaákvörðunum ríkislögreglustjóra hvaða ein- staklinga skyldi ákæra, en í nokkrum málanna eru útvaldir stjórnarmenn ákærðir en öðrum sleppt. Jón sagði í viðtali við Frétta- blaðið í gær að ekki hefði verið talin þörf á því að ákæra alla stjórnarmenn í nokkrum ákæru- liðum, þar sem aðeins þeir sem teldust til „virkra stjórnarmanna“ væru ákærðir. Halldóri var tíðrætt um þátt Eyjólfs í máli fyrirtækisins Nota bene hf. en þar er hann ákærður sem einn af stjórnarmönnum og þótti Halldóri það einkennilegt að ekki væri lögð á það áhersla á upplýsa aðkomu allra stjórnar- manna að Nota bene hf. Karl Þór Sigurðsson er í sama máli ákærður sem meðstjórnandi en auk þeirra er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins á þeim tíma, Marteinn Jónasson, ákærður. Aðrir stjórnarmenn fyrirtækisins á þeim tíma sem rannsókn máls- ins náði til eru ekki ákærðir. Jón H. B. Snorrason lagði á það mikla áherslu í umfjöllun um alla ákæruliði málsins að stjórnendur fyrirtækja, hvort sem þeir væru stjórnarformenn, fulltrúar í stjórn eða stjórnendur ákveðinna sviða, gætu aldrei vikið sér undan þeirri ábyrgð sem störfum þeirra fylgdi. magnush@frettabladid.is Ónákvæmni við rannsókn Halldór Jónsson, lögmaður Eyjólfs Sveinssonar, var harðorður í garð ríkislögreglustjóra í héraðsdómi í gær. Halldór sagði það með ólíkindum hversu óná- kvæm og ómarkviss rannsókn málsins væri. JÓN H. B. SNORRASON OG RAGNAR HALL Ragnar Hall, lögmaður Sveins Eyjólfssonar, einn þeirra sem deildu kröftuglega á Jón H. B. Snorrason, yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, í ræðu sinni í gær en munnlegum málflutningi lögmanna sakborninga verður áframhaldið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.