Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 48
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Ég er að prófa að standa á einni löpp lengi og standa á haus og svona, bara svona til að gá hvort allt fúnkeri eins og venjulega,“ segir Þor- valdur, sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í dag. Fyrir honum er dagurinn í dag mikilvægur og bendir hann á að miðað við lífslíkur Íslendinga standi hann í miðjunni á lífinu akkúrat um þessar mundir. „Þetta er kjörinn tími til að setjast aðeins niður og fara yfir hvað hefur verið í gangi,“ segir Þorvaldur, sem segist meðal annars velta fyrir sér hvort honum hafi gengið gott til í lífinu. Hann neitar alfarið að hræðsla sé í honum vegna afmælisins, hann sé frekar forvitinn að sjá hvað gerist. „Mér líður andlega og lík- amlega eins og mér hefur alltaf liðið. Ef eitthvað er þá er ég töluvert betur á mig kominn en þegar ég var þrí- tugur. Maður er að spá í hve- nær og hvort finnur maður eitthvað svona: Heyrðu, núna er ég byrjaður að vera hinum megin.“ Þorvaldur segist að minnsta kosti ætla að gera heiðarlega tilraun til að sjá á sér breytingarnar í dag. „Ég ætla að prófa að mæla mig allan og athuga hvort ég finni það.“ Prófanirnar fara þó ekki fram á heimili Þorvaldar, því hann eyðir afmælinu í sól- inni á Kanaríeyjum. „Ætli ég sé ekki á flótta undan sjálf- um mér, eða að minnsta kosti einhverju, fyrst ég get ekki verið heima,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður segist hann ekki vera mikið afmæl- isbarn í sér, að minnsta kosti hafi hann aldrei haldið stór- veislu heldur frekar valið að gera vel við sig og sína nán- ustu með ferðalögum eða bústaðardvöl. Í ár bregður hann því ekki frá reglunni en bætir við að vegna flutninga væri veisla í dag hvort eð er úti úr myndinni. Þorvaldur segist þó vel geta hugsað sér að halda upp á tímamótin með kollegum seinna í mán- uðinum og jafnvel vígja nýja húsnæðið í leiðinni. „Þá veit ég líka aðeins hvernig þetta er,“ bætir hann svo við og hlær. ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON: FERTUGUR Í DAG Mælingar í miðju lífsins ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON TÓNLISTARMAÐUR Á þessum degi árið 1875 var óperan Carmen eftir Georges Bizet frumsýnd fyrir fullu húsi í París. Þótt óperan sé ein sú vinsælasta í heiminum í dag voru áhorfendur sammála um að óperan hefði verið hörmuleg í flesta staði. Sagt var að allir Par- ísarbúar sem eitthvað vildu hafa að segja um almenningsálitið hefðu verið viðstaddir sýninguna í Comique óperunni og það hefði verið samdóma álit þeirra að Bizet hefði alvarlega stigið út af sporinu með óperunni nýju. Hún þótti allt of nútímaleg og algjörlega siðlaus. Söguþráðinn í óperuna sótti Bizet í samnefnda smásögu eftir Prosper Mérimée. Hún gerist í Andalúsíuhéraði á Spáni og fjall- ar um sígaunastúlkuna Carmen og ástarraunir hennar. Það var ekki fyrr en óperan var frumsýnd í Englandi þremur árum seinna sem vinsældir hennar tóku að rísa. Því miður var það of seint fyrir Bizet því hann lést einungis þremur mán- uðum eftir frumsýninguna og fékk því aldrei að sjá frægðarsól Carmen rísa. Eins og flestir vita gefst íslensku áhugafólki kostur á að sjá þessa sögufrægu sýningu í Borgarleikhúsinu. ÞETTA GERÐIST > 3. MARS 1875 Carmen stígur á stokk í fyrsta sinn ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR LEIKUR Í CARMEN MERKISATBURÐIR 1879 Fyrsta konan, Belva Ann Bennett Lockwood, kemur fram fyrir hæstarétti Banda- ríkjanna. 1974 Þota frá flugvélaginu Turkish Airlines brotlendir nálægt París og allir 345 farþegar hennar látast. 1984 Kristján Harðarson slær 27 ára gamalt Íslandsmet í langstökki og stekkur 7,79 metra. 1984 Kvikmyndin Atómstöðin er frumsýnd. Myndin er byggð á sögu Halldórs Laxness og leikstýrt af Þorsteini Jónssyni. 1991 Lettland og Eistland ganga til atkvæða um sjálfstæði frá Sóvíetríkjunum. 1997 Björk Guðmundsdóttir tekur við tónlistarverðlaun- um Norðurlandaráðs í Osló. ALEXANDER GRAHAM BELL (1849-1922) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Þegar dyr lokast opnast aðrar; en við horfum oft svo lengi og með svo mikilli eftirsjá á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki þær sem eru okkur opnar.“ ALEXANDER GRAHAM BELL KOMST Í SÖGUBÆKURNAR ÞEGAR HANN FÆRÐI OKKUR EINA MESTU UPFINNINGU ALLRA TÍMA: SÍMTÆKIÐ. ANDLÁT Héðinn Emilsson, Bröndukvísl 22, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 1. mars. Kristín Jóhannesdóttir, Þórsgötu 12, Reykjavík, andaðist þriðjudag- inn 28. febrúar. Hjördís Jónsdóttir Rasmus, áður til heimilis í Furugerði 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ sunnudaginn 26. febrúar. JARÐARFARIR 13.00 Halla Margrét Ásgeirs- dóttir, Hrísmóum 13, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ. 13.00 Kristmundur Dalmann Jóhannesson, Skipholti 46, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju. 13.00 Sólveig Hjálmarsdóttir, Þúfubarði 13, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju. 13.00 Sigurður Trausti Kjartans- son iðntæknifræðingur, til heimilis í Kaupmannahöfn, áður Hjarðarhaga 44, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Þráinn Jónsson, Ekrusíðu 9, Akureyri, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Arngrímur Vilhjálmsson frá Dalatanga, Blikabraut 11, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Kristbjörg Pétursdóttir fyrrverandi kennari, Holta- gerði 84, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju. 15.00 Óli Viktorsson (Ole Willesen) garðyrkjumaður, Æsufelli 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 15.00 Gróa Bjarney Helgadóttir, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laug- arneskirkju. Ráðstefna um stöðu barna í íslensku samfélagi verður haldin í dag á Grand hótel í Reykjavík. Hún ber yfir- skriftina Hve glöð er vor æska? og er samstarfsverk- efni Garðabæjar, Mosfells- bæjar, Reykjanesbæjar, Sel- tjarnarness, Heimilis og skóla, menntamálaráðuneyt- isins og Íslandsbanka. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stíga í pontu og ræða um málefni sem tengjast börnum. Bak- grunnur þeirra er ólíkur og erindin eftir því, en meðal þeirra sem taka til máls eru rithöfundar, menntafólk og einstaklingar úr atvinnulíf- inu. Meðal annars heldur Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, erindi sem kallast Staða barnafjöl- skyldunnar í dag og Guðrún Helgadóttir ræðir um barn- ið og bernskuna í sögulegu samhengi. Ráðstefnan hefst klukk- an hálf níu í dag og stendur til klukkan eitt. Ráðstefnustjóri er Jón- mundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, en Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, stjórnar pallborðsumræðum. Frek- ari upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna á heimasíðunni congress.is. Ræða um málefni ungmennaInnilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Svavars Sigurðar Sæbjörnssonar Miðnestorgi 3, Sandgerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs Garði fyrir góða umönnun, Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Svala Guðnadóttir Sesselja Svavarsdóttir Grétar Sigurbjörnsson Sigurgeir Svavarsson Soffía Gunnþórsdóttir Fjóla Svavarsdóttir Torfi Gunnþórsson Sæbjörn Ágúst Svavarsson Bryndís Guðrún Kristjánsdóttir og barnabörn. Lilja Sigurgeirsdóttir Sólgötu 2, Ísafirði, er sextug í dag, 3. mars. Af því tilefni býður hún vinum og vanda- mönnum að samgleðjast sér í sal Oddfellow á Ísafirði laugardaginn 4. mars kl. 15. Afmæli 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI AFMÆLI Ólafur Darri Ólafs- son leikari er 33 ára. Ragna Sara Jóns- dóttir fjölmiðlakona er 33 ára. Atli Eðvaldsson er 49 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.