Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 29
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Ómar Guðjónsson er ekki bara leikinn á strengi gítarsins heldur er hann líka liðtækur í eldhúsinu og býr þar oft til eitthvað gómsætt. „Ég hef gaman af að elda og hef prufað ýmislegt í eldhúsinu en er ekki fyrir mjög flókna rétti heldur læt meisturunum þá eftir,“ segir Ómar, sem á til bæði lærðra og leikra kokka að telja. Þekktastir eru líklega móðurbræður hans, Brynjar Eymundsson í Heitt og kalt og Óðinn Eymundsson hótel- haldari á Höfn. Ómar segir Óskar bróður sinn, saxófónleikara, líka hafa erft mat- reiðslugenin. „Óskar er í allt öðrum klassa en venjulegur mataráhugamaður eins og ég,“ segir hann brosandi og bætir við með ögn meira sjálfstrausti: „Ég hef þó smitast að einhverju leyti af honum og hef mallað eitt og annað í gegnum tíðina.“ Ómar hefur ekki alltaf mikinn tíma í matreiðsluna og því eru einfaldir og fljót- legir réttir í uppáhaldi enda er hann oft að spila á kvöldin. Nú á sunnudagskvöldið ætlar hann til dæmis að spila í poppmessu í Vídalínskirkju í Garðabæ í tilefni æskulýðs- dagsins þar sem gospeltengd tónlist mun hljóma ásamt öðru. Ómar var æskulýðsfull- trúi Garðasóknar í tvö ár og ætlar nú meðal annars að leika undir hjá söngkonunni Rannveigu Káradóttur sem hefur tekið við því hlutverki af honum. En fyrst ætlar hann að elda handa fjöl- skyldunni sojakjúkling sem er bæði góður og þægilegur í meðförum. Í hann notar hann kjúklingabringur sem hann brúnar á pönnu og raðar í eldfast mót, hrærir saman eina dós af satay-sósu frá Thai Choi, eina dós af jógúrt án bragðefna og 3-4 matskeiðar af hnetusmjöri með hnetum og hellir yfir kjúklinginn. Bakar þetta svo í ofninum í 15- 20 mínútur og ber fram með salati, hrís- grjónum og brauði. Eldar einfalda og fljótlega rétti Ómar Guðjónsson gítarleikari. Gallerí Húsgögn að Dalvegi er með allt að sjötíu prósenta afslátt af vörum sínum um helg- ina á lokadögum útsölunnar. Duka Kringlunni er með tuttugu prósenta afslátt af stálpottum. Flúðasveppirnir eru nú komnir í nýjar umbúðir. 250 gramma sveppaöskjurnar er nú orðnar svartar á lit í stað fyrir að vera bláar. Var þetta gert svo neyt- endur ættu auðveldara með að greina milli íslenskra og erlendra sveppa. Kauphlaup í Smáralind um helg- ina. Mikið af góðum tilboðum á nýjum vörum. ALLT HITT [MATUR TILBOÐ] GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 3. mars, 62. dagur ársins 2006 Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.29 13.40 18.52 Akureyri 8.17 13.24 18.33 MANGÓ FYRIR BLÓÐLAUSA Mangó er ættaður frá Asíu og er einn vinsælasti suðræni ávöxturinn. Hann er ríkur af vítamínum, steinefnum og járni. MATUR 6 ÍSLENSK HÖNNUN Í NÝRRI VERSLUN Í dag verður opnuð verslunin KVK þar sem íslensk föt og skart fylla hillur og rekka. Fatahönnuðurnir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Íris Eggertsdóttir eiga veg og vanda af búðinni. LANGUR LAUGARDAGUR 5 Njótum náttúrunnar Skoðið ferðaáætlun Útivistar á www.utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.