Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 18
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Ung hetja Gylfi Bragi Guðlaugsson er blaðberi sem á sinni föstu morgungöngu með blöðin fann brunalykt úr íbúðarhúsi í Hlíðunum. Hann brást hárrétt við, byrjaði á að hringja á Neyðarlínuna og vakti svo íbúa hússins. Ungt fólk sem sýnir slíkt snarræði er svo sannarlega öðrum fyrirmynd. „Þetta verður örugglega til þess að fólk treystir mér enn frekar sem er alveg æðislegt,” sagði Gylfi eftir verðlauna- afhendinguna. MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR FORMAÐUR FÉLAGS ELDRI BORGARA Í REYKJAVÍK Kynning Gönguferðir Göngu-Hrólfs 2006 Nýja Skátabúðin, Faxafeni, 4 mars frá 13-16. Laugardaginn 4. mars verður kynning á gönguferðum Göngu-Hrólfs í Nýju Skátabúðinni í Faxafeni frá 13.00 - 16.00. Á sama tíma mun starf- smaður verslunarinnar kynna hentugan göngubúðnað. Göngu-Hrólfar fá 15% afslátt af vörum Nýju Skátabúðarinnar þennan dag og þeir sem bóka ferð á staðnum fá 5000 þúsund krónu afslátt. Spennandi og fjölbreyttar gönguferðir til ólíkra áfangastaða. Slóvakía: hefðbundin og léttur taktur. Nýtt Ítalía: Dólomítar og Toskana. Hefðbundin, og matgæðinga-ferð Krít: Fjallaklifur og kajakar aukinn taktur Nýtt Majorka: Hefðbundin taktur. Pýreneafjöll: hefðbundinn taktur Krít: hefðbundinn og léttur taktur Tyrkland: Lýkíuleiðin hefðbundinn taktur Nýtt Bustið af gönguskónum takið fram stuttbuxurnar og sólvörnina og haldið til fjalla á fjarlægum slóðum. Nánari upplýsingar og bókanir hjá Úrval Útsýn í síma 585-4000 eða á tölvupósti tonsport@uu.is http://www.uu.is/ithrottir/gonguferdir www.gonguhrolfur.is Göngu Hrólfur – Frumkvöðlar á sviði gönguferða erlendis Gönguferðir í þínum takti > Hlutfall stóriðju af raforkunotkun á Íslandi. Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Hvunndagshetjan Guðbjörn Magnússon er sá Íslendingur sem oftast hefur gefið blóð og allt bendir til þess að hann nái því að gefa blóð í hundrað og fimmtugasta sinn á þessu ári. Blóðgjafar eru dæmi um sjálfboða- liða sem í kyrrþey vinna ákaflega brýnt starf í þágu samfélagsins. Ljóst er að þörf fyrir blóð fer stöðugt vax- andi og því er mikilvægt að hvetja sem flesta til leggja sitt af mörkum. „Þessi verðlaun eru tileinkuð þeim í Blóðbankanum sem gera það alltaf jafn gaman að koma þangað,” sagði Guðbjörn. Til atlögu gegn fordómum Toshiki Toma er prestur innflytjenda á Íslandi. Hann hefur unnið afar óeigingjarnt starf við að bæta íslenskt samfélag með því að benda á fordóma og beina umræðu um innflytjendamál og trúmál inn á nýjar brautir. Toshiki hefur einnig mátt þola persónulegar árásir vegna baráttu sinnar gegn fordómum. „Þetta er mikill heiður en það sem ég geri er samvinnuverkefni svo það eru fleiri en ég sem deila heiðrin- um,” sagði Toshiki. Uppfræðari ársins Hjónin Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Lilja Gísladóttir eru afreksfólk í frjálsum íþróttum. Þau standa fyrir framúrskarandi frjálsíþróttastarfi meðal barna og unglinga í ÍR. Sér- staklega hafa þau hjónin stutt vel við unglingsstúlkur í félaginu með þeim árangri að mun færri hætta íþróttaiðkun en áður. „Þetta er viðurkenning á faglegu starfi sem er unnið innan íþróttahreyfingarinnar sem yfirleitt er unnið í kyrrþey,” sagði Þráinn. Framlag til æskulýðsmála Blátt áfram er forvarnaverkefni UMFÍ gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Frumkvöðlar og forkólfar þessa starfs eru systurnar Svava og Sigríður Björnsdætur. Starf þeirra er einstaklega óeigingjarnt og ötult og einkennist af mikilli fórnfýsi og sterkri hugsjón. „Þetta segir mér að samfélagið er sátt við það sem við systur erum að gera,” sagði Sigríður. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur gagnrýnt sjórnvöld harðlega að undan- förnu, meðal annars vegna skatta- mála, heimaþjónustu og húsnæð- ismála. Margrét Margeirsdóttir veitir félaginu forstöðu. Ættu eldri borgarar að halda lífeyri sínum óskertum? Já, þeir ættu að gera það. Alveg hiklaust. Finnst eldri borgurum þeir fá litla athygli stjórnvalda? Já, við fáum ekki mikla athygli. Við viljum að ályktanir og áskoranir okkar séu teknar alvar- lega og stjórnvöld taki tillit til þeirra þegar unnið er að málefnum aldraðra. Það er ekki gert í dag. Er gott að eldast á Íslandi? Bæði og. Heilbrigðisþjónusta er sennilega í lagi en það er ekki neitt skipulag eða heildarstefna í þjónustu við aldraða. Þessi málaflokkur hefur verið lengi útundan. Það er eins og stjórnvöld geti ekki skilið að það verður að taka okkur alvarlega. SPURT & SVARAÐ ÖLDRUNARMÁL Takið okkur alvarlega 2001 2003 20042002 64 ,9 % 64 ,4 % 63 ,4 %64 ,5 % „Alls staðar í samfélaginu eru samborgarar okkar að láta gott af sér leiða með margvíslegum hætti. Gera eilítið meira en borgaraleg skylda segir til um eða jafnvel miklu meira. Markmið samfélags- verðlaunanna er að gera slík verk sýnileg, jafnvel öðrum til eftir- breytni, en líka að heiðra þessa samborgara okkar sem láta gott af sér leiða en vinna iðulega störf sín í hljóði.“ Að svo sögðu kynnti Steinunn Stefánsdóttir, formaður dómnefndar, hina tilnefndu einn af öðrum við hátíðlega athöfn sem haldin var í gær á Hótel Sögu vegna veitingu Samfélagsverð- launa Fréttablaðsins. Lesendur Fréttablaðsins sendu inn 300 tilnefningar og voru 200 tilnefndir svo úr vöndu var að ráða hjá dómnefndinni. Hana skipuðu auk Steinunnar, Guðjón Friðriks- son sagnfræðingur, Davíð Scheving Thorsteinsson fram- kvæmdastjóri og Svanfríður Jónas- dóttir fyrrverandi þingkona. Þrír verðlaunahafar hlutu 150 þúsund krónagjafabréf frá Ice- landair, tveir hlutu fartölvu og milljón króna ávísun var afhent fyrir aðalverðlaunin, Samfélags- verðlaunin sjálf. Þau hlutu Forma sem eru samtök átröskunarsjúk- linga. „Þetta eru ekki aðeins verð- laun fyrir samtökin heldur er málefnið nú viðurkennt,“ sagði Alma Geirdal, annar forsvars- manna samtakanna, að verð- launaafhendingu lokinni. Verðlaun voru veitt í sex flokk- um en þeir voru, auk Samfélags- verðlaunanna sjálfra, Hvunn- dagshetjan, Ung hetja, Uppfræðari ársins, Framlag til æskulýðsmála og Til atlögu gegn fordómum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Samfélagsverð- launin og sagði í ræðu sinni að löngu væri kominn tími til að veita verðlaun sem þessi. Um 130 gestir voru viðstaddir athöfnina. Hljómsveitin Barduk- ha og kvartettinn Cammerarctica léku fyrir gesti sem einnig gæddu sér á mat og drykk. jse@frettabladid.is Tileinkað öllum þeim sem vinna góðverk sín í hljóði VERÐLAUNAHAFAR SAMFÉLAGSVERÐLAUNANNA Þráinn Hafsteinsson, Þórdís Lilja Gísladóttir, Sigríður Björnsdóttir, Alma Geirdal, Edda Ýrr Einarsdóttir, Toshiki Toma, Gylfi Bragi Guðlaugsson og Guðbjörn Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hvernig verður ál til? Ál eða aluminium sem framleitt er í álverum á borð við álver Alcan í Straums- vík og Norðuráli í Hvalfirði er framleitt úr súráli sem er efnasamband áls og súrefnis sem jafnframt nefnist áloxíð. Efnaformúla þess er Al2O3 og vísar til þess að það samanstendur af álfrum- eindum (Al) og súrefnisfrumeindum (O) í hlutföllunum tveir á móti þremur. Súrál er hvítt, púðurkennt efni og aðalhráefnið í lokaframleiðslu á áli í álverum líkt og í Straumsvík og hjá Norðuráli. Hvað er súrál? Súrál er framleitt úr áloxíðríku málmgrýti sem nefnist báxíð og er það einkum að finna í Karíbahafinu, Ástralíu og Afríku. Súrál sem notað er í Straumsvík er til dæmis fengið frá Ástralíu. Í álverinu er súráli breytt í ál við rafgreiningu, sem nefnist álbræðsla í daglegu tali. Þegar sterkum rafstraumi er hleypt á ker með súráli og flúorríkum efnum (flúoríðum) skilur álið sig frá súrálinu. Hvernig er endanleg vara? Álinu er síðan veitt úr kerinu í sér- staka ofna svo hægt sé að blanda því nákvæmlega saman við aðra málma. Málmurinn er hreinsaður í ferli sem nefnist mýking og síðan hellt í mót eða steyptur beint í málmstangir. Frekari framleiðsla á málminum á sér gjarnan stað og endar álið þá í einni af fjölmörg- um vörum sem við þekkjum úr daglegu lífi, allt frá því að vera gosdós í að vera þota sem flytur fólk milli heimsálfa. FBL-GREINING: ÁLFRAMLEIÐSLA Ál er notað í gosdósir og flugvélar STEINUNN STEFÁNS- DÓTTIR Dómnefnd bárust 300 tilnefning- ar og voru 200 samfé- lagshetjur tilnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.