Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 36
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR Elvar Torfason er kokkur á Thorvaldsen bar. Hann er einn þeirra fimm kokka sem keppa um titilinn Matreiðslumaður ársins 2006. Elvar kláraði kokkanámið fyrir þremur árum og hefur ekki keppt um titilinn Matreiðslumaður ársins áður. „Ég byrjaði að vinna á Sjávar- kjallaranum og vann þar í tvö ár en síðasta árið hef ég verið á Thor- valdsen bar,“ segir hann. Elvar er mjög ánægður í starf- inu. „Það er gaman að elda góðan mat og mér finnst lætin í eldhúsinu skemmtileg,“ segir hann. Elvari þykir skemmtilegt að elda allan mat. „Eftirréttir eru kannski í mestu uppáhaldi hjá mér,“ segir Elvar, sem heldur mikið upp á kryddið kóríander. „Svo nota ég líka karrí og krydd sem ég bý til sjálfur,“ segir hann. Elvar segist ekki vera duglegur að elda heima hjá sér þó að honum þyki skemmtilegt að elda. „Ég fer mjög oft út að borða eða kaupi eitt- hvað tilbúið,“ segir hann. Uppskriftin sem Elvar ætlar að gefa lesendum Fréttablaðsins er að kengúrusalati með appelsínu-karrí sorbet. KENGÚRUSALAT „TERIYAKI“ MEÐ APPELS- ÍNU-KARRÍ SORBET (fyrir 4) KENGÚRA 500 g kengúra 2 stk vorlaukur 1 stk chillí (ferskt) 20 g kóríander (ferskt) 150 g Hot spot teriyaki 80 g heslihnetuolía (noisette) Kengúran er snyrt og brúnuð á pönnu á öllum hliðum í ca. 1/2 mín á hverri hlið. Hún er síðan sett inn í ofn á 200° c í ca. 4 mín. Þá er hún tekin út og látin kólna. Kjötið er síðan skorið niður í þunnar sneiðar og blandað saman við teriyaki og heslihnetuolíuna. Vorlaukur, chillí og kóríander er skorið fínt niður og blandað saman við kengúruna og sósuna. APPELSÍNU-KARRÍ SORBET 1 tsk gult karríduft 170 ml kókosmjólk 1 tsk rifin engiferrót 1 1/2 msk sykur 100 ml appelsínusafi 83 ml hreint jógúrt 10 g lime safi 10 g kóríander (ferskt) Engifer er rifið fínt niður og app- elsínusafinn kreistur úr appelsín- unum. Öllu er síðan blandað saman nema jógúrtinu og soðið saman þar til sykurinn er uppleystur. Blandan er síðan kæld og þá er jógúrtinu hrært út í og fínt söxuðu kóríander bætt út í að lokum. Þetta er síðan sett í ísvel og fryst. Einnig er hægt að setja blönduna í form og frysta, en þá skal hræra í blöndunni með klukkutíma millibili þangað til hún hefur náð að frjósa. SALAT rucola-salat kóríander mynta granateplafræ edamame-baunir appelsínu-lauf Rucola-salati, kóríander og myntu er blandað saman og velt upp úr ólífuolíu og kryddað með maldon- salti. Því næst er edamame-baunum og granateplafræjum blandað saman við. Í lokin er síðan kengúrusneiðun- um raðað undir og ofan á salatið. Toppað með ískrapinu. Eftirréttir í uppáhaldi Kengúrusalat með appelsínu-karrí sorbet. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Elvar Torfason er kokkur á Thorvaldsen bar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. NOKKRIR VEITINGASTAÐIR HAFA ÁKVEÐIÐ AÐ FRAMLENGJA Á HÁTÍÐARMAT- SEÐILINN FRAM Á SUNNUDAG. Veitingastaðirnir eru: Apótekið – Mark Edwards Einar Ben – Ris Lacoste Listasafnið – Flora Mikula Grillið – Cornelius Gallagher (fékk verðlaun fyrir besta kjötréttinn) Perlan – Markus Winkelmann Rauðará – Barton Seaver Salt – Michael Thomas Sjávarkjallarinn – Kazuhiro Okochi Óðinsvé – Jonas Lundgren & Tina D. Vik (Tina var valin kokkur hátíðar- innar) Skólabrú – Bryan Voltaggio (fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn) Vox – Kalle Lindroth (fékk verðlaun fyrir besta eftirréttinn) Meira Food and fun Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.