Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 12
12 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Nýjar rannsóknir benda til að notkun snuðs á svefn- tíma dragi úr líkum á vöggudauða. Því er mælt með henni í nýjum leiðbeiningum sem landlæknir hefur sent frá sér um aðgerðir til varnar skyndidauða ungbarna. Leiðbeiningarnar hafa verið sendar öllu heilbrigðisstarfsfólki sem annast ungbarnavernd. Skyndidauði ungbarna, öðru nafni vöggudauði, er skilgreindur þannig að ung- barn, oftast á aldrinum 2-4 mánaða, deyr í svefni án undanfarandi veikinda. Vönduð krufning með viðeig- andi rannsóknum leiðir ekki í ljós dánarorsök. Tíðni vöggudauða hér á landi hefur verið með því lægsta sem þekkist í nálægum löndum. Í ljósi þessara rannsókna er mælt með að börn noti snuð meðan þau sofa, en þó ekki fyrr en brjóstagjöf er komin vel á veg. Aukin áhersla er lögð á að ungbörn sofi á bakinu. Ef það reynist af einhverjum ástæðum erfitt er mælt með að þess sé gætt að börnin geti ekki oltið á grúfu. Þá er foreldrum ráðlagt að koma í veg fyrir reykingar á heimilum ungbarna og að þau sofi jafnan í eigin rúmi. Enn fremur að þau séu höfð á brjósti ef þess er nokkur kostur og forðast skal að nota kodda undir höfuð ungabarna og að ofdúða þau. - jss GEGN VÖGGUDAUÐA Landlæknir mælir með notkun snuðs og brjóstagjöf. Niðurstöður rannsóknar til varnar vöggudauða sýna gagnsemi snuða: Minnka líkur á vöggudauða SKOÐANAKÖNNUN Traust almenn- ings til lögreglunnar hefur aukist um 12 prósent á milli ára sam- kvæmt könnun Gallup og hefur ekki mælst eins mikið síðan 1993. Háskóli Íslands nýtur mests trausts allra, en 86 prósent þjóð- arinnar segjast bera traust til hans. Traust almennings er minnst til Alþingis og dómskerf- isins eða 43 prósent en hefur þó aukist um átta prósent frá síðustu könnun. Traust til umboðsmanns alþingis hefur minnkað um fimm prósent en það er eina embættið sem nýtur minna trausts nú en við síðustu mælingu. - shá Þjóðarpúls Gallup: Fleiri treysta lögreglunni TÍBESKT NÝÁR Stúlka frá Tíbet tekur til við að hnýta bænaflögg á þriðja degi nýárshá- tíðar Tíbeta í Dharamsala í Indlandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LONDON, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagðist í breska þinginu í fyrradag vonast til að fangabúðum Bandaríkjahers við Guantanamoflóa á Kúbu verði lokað. Jafnframt minnti hann á ástæðurnar fyrir opnun þeirra. „Ég vona að réttarferlið verði sett af stað svo að hægt verði að loka Guantanamoflóa-búðunum,“ sagði Blair. Hann bætti því við að búðirnar væru til komnar „vegna verstu hryðjuverka sem heimur- inn hefur nokkurn tímann upplif- að, þegar 3.000 blásaklausir menn týndu lífi í New York“. Nærri 500 fangar dvelja í búð- unum en eingöngu um tugur þeirra hefur verið formlega ákærður. - smk Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo: Blair vill láta loka fangabúðunum FANGI Bandarískir hermenn með fanga í Guantanamo-fangabúðunum. NORDICPHOTOS/AFP VEGAGERÐ Verktakafyrirtækið Jarðvélar ehf. stefnir að verklok- um við tvöföldun tólf kílómetra langs vegarkafla Reykjanesbraut- ar ári fyrr en kveðið er á um í útboðsgögnum. Framkvæmdir hóf- ust í lok nóvember og samkvæmt útboðsgögnum er gert ráð fyrir verklokum 1. júlí árið 2008. Jóhann Bergmann, deildar- stjóri hjá framkvæmdasviði Vega- gerðarinnar, segir að verktaki njóti góðs af takist honum að skila verkinu fyrr en samningar kveði á um. Samanlagt geti verktakinn fengið í sinn hlut yfir fjörutíu milljónir króna í flýtifé standi hann við það markmið að skila verkinu 1. júlí á næsta ári. Verkið er umfangsmikið og felur meðal annars í sér gerð mislægra gatna- móta við Voga- og Grindavíkur- veg. „Verkið kostar um 1,1 millj- arð króna en að meðtöldum hönnunar-, eftirlitskostnaði og öðrum útgjöldum nemur heildar- kostnaður liðlega 1,8 milljörðum króna,“ segir Jóhann. Hafnar eru framkvæmdir við Reykjanesbrautina í Garðabæ og einnig er í undirbúningi að tvö- falda brautina frá Hafnarfirði að Krísuvíkurvegi. Við lok þessara verkþátta er aðeins eftir að tvö- falda átta kílómetra langan veg- kafla á allri Reykjanesbraut. - jh FRAMKVÆMDIR VIÐ REYKJANESBRAUT Verktakafyrirtækið Jarðvélar ráðgerir að ljúka tvö- földun 12 kílómetra vegkafla allt að ári fyrr en samið er um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jarðvélar keppast við tvöföldun Reykjanesbrautar: Tvöfalda brautina á tvöföldum hraða Engjaþykkni – allir eiga sitt uppáhald NISSAN X-TRAIL Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 Ríkulegur staðalbúnaður 17" álfelgur, litað gler, 6 diska geislaspilari, 3 drifstillingar, loftkæling, sjálfskipting, útvarpsfjarstýring í stýri, sóllúga. E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 5 8 9 Nissan X-Trail Sport 2.690.000 kr. FULLBÚINN Á FRÁBÆRU VERÐI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.