Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 56
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR40 tonlist@frettabladid.is Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Frumsýnd 3. mars Sendu SMS skeytið JA PPF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Vinningar eru: Bíómiðar fyrir 2, DVD myndir, Tölvuleikir, Varningur tengdur myndinni, Myndavélar og margt fleira 1. FRÆFREÐINN FÁVITI 2. SYSTEM OF A DOWNLONELY DAY 3. NInE INCH NAILSEVERY DAY IS EXACTLY THE SAME 4. AMPOPCLOWN 5. JEFF WHO?BARFLY 6. RICHARD ASHCROFTBREAK THE NIGHT WITH COLOUR 7. SINGAPORE SLINGSAUL 8. BULLET FOR MY VALENTINEALL THESE THINGS I HATE 9. THE DARKNESSIS IT JUST ME? 10. FUTUR FUTURECODE CIVIL X-LISTINN TOPP TÍU LISTI X-INS 977 FRÆ Hljómsveitin Fræ er komin á topp X-listans með lagið sitt Freðinn fáviti. > í spilaranum hjá ritstjórninni Ghostigital: In Cod We Trust, Nick Cave og Warren Ellis: The Proposition (úr kvikmynd), David Gilmour: On An Island, Corrine Bailey Rae: Corrine Bailey Rae, The Little Willies: The Little Willies og Epo 555: Mafia. Wulfgang er ung og upp- rennandi hljómsveit sem undanfarið hefur verið að taka upp í hljóðverinu Sýrlandi á vegum hins nýja plötufyrirtækis Cod Music. Freyr Bjarnason ræddi við söngvarann Huga Garðars- son um framtíðaráform sveitarinnar. Wulfgang var stofnuð í október í hitteðfyrra og hefur verið nokkuð iðin við tónleikahald að undan- förnu. Spilaði hún síðast á Gauki á Stöng í gærkvöldi en hún tók einn- ig þátt í hljómsveitarkeppninni Battle of the Bands á síðasta ári án þess að bera sigur úr býtum. Metnaðarfull indí-rokksveit Svo virðist sem Cod Music bindi miklar vonir við sveitina því þar er því haldið fram að hún muni sigra heiminn. „Í rykmettuðu her- bergi í miðborg Reykjavíkur í okt- óber 2004 sköpuðu örlögin Wulf- gang. Fimm ungir og ákafir listamenn komu saman til að búa til meistaraverk sem átti eftir að hrista upp í stoðum okkar nútíma- menningar,“ segir á vefsíðu Cod Music. Er því bætt við að Wulf- gang sé bæði þétt og metnaðarfull indí-rokksveit. Hugi Garðarsson söngvari vill ekki taka alveg jafndjúpt í árinni og stendur á síðunni enda er sveit- in rétt að fara í gang af fullri alvöru. Engu að síður hafa þeir félagar þegar sett stefnuna á útlönd. „Stefnan er sett á að fá að spila fyrir fleiri en Íslendinga, þó svo að við myndum vilja spila fyrir þá alla líka,“ segir Hugi. „Við erum að byggja upp erlenda teng- iliði og tökum þessu mjög alvar- lega.“ Húðflúruð byrjun Upphafið af samstarfi Wulfgang og Cod Music, sem Frosti í Mínus starfar fyrir, á sér nokkuð skemmtilega sögu. „Frosti í Mínus var í tattúi hjá JP Tattú og þá var Jón Páll með þetta lag okkar [Machinery] í spilaranum hjá sér. Frosta fannst þetta svo flott og spurði hverjir þetta væru og Jón sagði að þetta væri íslenskt band. Frosti hafði upp á símanum hjá okkur og byrjaði að spila þetta á X-inu. Þá fór þetta allt að gerast smám saman. Við erum að vakna til lífsins og vonandi verðum við lífseigir,“ segir Hugi og segir Wulfgang eiga nóg efni í stóra plötu. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru þeir Örvar, Ívar, Björn og Davíð. Þess má geta að Arnar Guð- jónsson, söngvari Leaves, tók upp Machinery í hljóðveri sveitarinn- ar, Leaves Studio. Spilum það sem okkur langar Hugi skilgreinir tónlist Wulfgang sem heimspekirokk því textarnir eru á heimspekilegum nótum og fjalla um það hvernig er að vera manneskja undir hinum ýmsu kringumstæðum. „Við erum allir blúsrokk-músí- kantar en bindum okkur ekki við neina ákveðna stefnu. Við spilum bara það sem okkur langar og ég held að það sé einlægasta leiðin. Þannig brýst karakterinn best í gegnum músíkina,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Ákafir heimspekirokkarar WULFGANG Hljómsveitin Wulfgang er komin í samstarf við hið nýstofnaða fyrirtæki Cod Music. MYND/SIGURJÓN GUÐJÓNS.Morrissey og Deftones hafa bæst í hóp þeirra hljómsveita sem munu spila á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Áttunda sólóplata Morrissey, Ringleader of the World, kemur út í næsta mánuði auk þess sem Defto- nes er að gefa út sína fimmtu plötu síðar á árinu. Einnig hafa bæst við Birdy Nam Nam frá Finnlandi og Steva Angello & Sebastian Ingrosso frá Svíþjóð. Áður höfðu sveitir á borð við Sigur Rós, Franz Ferdinand, Tool og rapparinn Kanye West tilkynnt komu sína á Hróarskeldu. ■ Morrissey bætist við MORRISSEY Breski popparinn spilar á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Áttunda hljóðversplata rokk- sveitarinnar Pearl Jam kemur út þann 1. maí. Platan verður sam- nefnd sveitinni og kemur í kjöl- far Riot Act sem var gefin út árið 2002. Upptökustjóri er Adam Kasper sem vann mikið með grudgesveitinni Soundgarden á sínum tíma. „Þarna verða nokkur rokklög og nokkrar ballöður, þetta eru engin kjarnorkuvísindi,“ sagði Stone Gossard, gítarleikari Pearl Jam. „Við erum mjög stoltir af þessum nýju lögum og höldum að almenningur eigi eftir að fíla þau betur en mörg önnur sem við höfum gert að undanförnu.“ Fyrsta smáskífulag plötunnar, hið pönkaða World Wide Suicide, verður fáanlegt gefins í tvo daga á heimasíðu Pearl Jam frá og með áttunda mars. Áttunda platan í verslanir 1. maí PEARL JAM Rokksveitin Pearl Jam er að gefa út sína áttundu hljóðversplötu. > Plata vikunnar Nick Cave and Warren Ellis: The Prop- osition (Úr kvikmynd) „Þessi plata meistara Nicks Cave og fiðluleikarans Warren Ellis, sem kemur út á mánudag, er uppfull af fallegri tónlist úr vestranum The Proposition. Cave samdi jafnframt handrit myndarinnar.“ > Popptextinn „People just ain´t no good. I guess that´s well understood. You can see it everywhere you look. People just ain´t no good.“ Nick Cave hefur litla trú á mannfólkinu í People Ain´t No Good af meistaraverkinu Boatman´s Call. Hljómsveitirnar Ampop, Dikta og Hermigervill eru á leið í tónleikaferð um landið í samvinnu við Rás 2. Farið verður á sex staði á landsbyggðinni og endað í Reykjavík með beinni útsendingu á Rás 2. Ferðin hefst 10. mars í Menntaskólanum á Egilsstöðum og lýkur 17. mars á Nasa. Þetta er í fyrsta skipti sem Rás 2 stendur fyrir tónleikaferð um landið, en áður hefur stöðin aðstoðað listamenn á borð við Jón Ólafsson, Jagúar, Bubba Morthens, Hörð Torfason og núna síðast Sign við að rokka hring- inn og bera fagnaðarerindið út um allt land. Ampop mun fara fyrir hópnum en sam- nefnd plata sveitarinnar er ein vinsælasta plat- an á Íslandi um þess- ar mundir. Dikta mun einnig stíga á stokk en plata sveitarinnar Hunt- ing for Happiness hefur fengið góðar viðtökur sem og lagið Breaking the Waves. Þriðji flytjandinn, Hermigervill, hefur vakið mikla athygli fyrir magn- aða tónleika undan- farna mánuði. Auk þess mun Rás 2 bjóða einni efnilegri hljómsveit frá hverju sveitarfélagi sem verður heimsótt að stíga á stokk og hefja tónleik- ana í sínum heimabæ. Á tónleikaferð um landið AMPOP Hljómsveitirnar Ampop, Dikta og Hermigervill eru á leiðinni í tónleikaferð um landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.