Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 70
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR54 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 opið alla laugardaga 10-14 GLÆNÝ LÚÐA SKÖTUSELUR TÚNFISKUR 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 LÁRÉTT 2 himinn 6 klukka 8 kletta- sprunga 9 ætt 11 málmur 12 óróleg 14 splæs 16 í röð 17 horfðu 18 hætta 20 tveir eins 21 merki. LÓÐRÉTT 1 lummó 3 einnig 4 lögtak 5 blekking 7 heimilistæki 10 gagn 13 fljót- færni 15 gorta 16 auð 19 númer. LAUSN HRÓSIÐ ...fær Dorrit fyrir að koma vel fyrir í tímaritinu Singapore Tatler. LÁRÉTT: 2 loft, 6 úr, 8 gjá, 9 kyn, 11 ál, 12 ókyrr, 14 stang, 16 tu, 17 sáu, 18 ógn, 20 mm, 21 mark. LÓÐRÉTT: 1 púkó, 3 og, 4 fjárnám, 5 tál, 7 ryksuga, 10 nyt, 13 ras, 15 guma, 16 tóm, 19 nr. Reykjavíkurnætur í janúar og febrúar eru víst alveg jafn mikið í frásögur færandi og aðrar nætur ársins. Ég hafði greinilega rangt fyrir mér að halda að þessir mánuðir væru góðir til að taka frí frá skrifum. Ég hélt nefnilega að flestir Reykvíkingar hefðu óeðlilega lágan púls á þessum tíma og væru allir í fýlu. Svo er hreint alls ekki! Ekki nóg með það heldur tók bróðurpartur vinkvenna minna upp á því, um og eftir jólin, að hætta með kærustum sínum. Þar af leiðandi er sko heldur betur nóg fyrir mig að smjatta á næstu föstudaga. Takk fyrir það! Held að það sé vel við hæfi að byrja á enn einni hrakfallasögunni. Um jólahátíðina var ein þessarra góðu kvenna á leiðinni í svaka fínt boð. Hún var í dröppuðum topp og vildi halda elegansinum og vera í samlitum brjóstahaldara. Málið var þó að þessi ákveðni brjóstahaldari var ekki „undra“ og gerði lítið fyrir brjóstin hennar sem höfðu því miður allt að því horfið í „reboundmegruninni“. Í því skyni að krydda aðeins til á þessu svæði kippti hún litlum púðum úr öðrum og smellti inn fyrir. Þetta áhættuatriði tókst svo vel til að hún nældi sér í einn vel byggðan læknanema og skellti sér með honum heim. Eftir nokkur glös um kvöldið og undir áhrifum ómældrar gleði gleymdi hún stund og stað og brjóstahaldarapúðunum. Þegar hiti hafði færst í leikinn smellti hann af henni haldaranum sem studdi við þessi þrýstnu og djúsí brjóst. Þegar honum hafði tekist að vippa honum af henni duttu púðarnir hallærislega hægt á gólfið og eftir stóðu pínulítil krúttin. Einu viðbrögðin sem hún fékk upp úr sér var að beygla á sér munninn. Þá brá hún á það ráð að bleyta varirnar og setja á þær stút. Morgunninn eftir var vandræðalegur að vanda. Hún staulaðist á lappir um hádegið og fór að búa sig undir að strjúka. Þegar hún hafði fundið fötin sín, báða sokkana, eyrnalokkana og var viss um að hún hefði engin ummerki skilið eftir sig, hentist hún fram á gang í skóna og hringdi á leigubíl. Þegar leigubíllinn var að renna í hlað birtist náunginn í anddyrinu. Með bros á vör spurði hann hvort hún væri kannski að gleyma einhverju. Að sjálfsögðu stóð tungan í henni svo hún splæsti í hann einu krúttubrosi og kippti af honum púðunum. Það sem stóð eftir hjá mér eftir frásögnina var þessi spurning: Vita menn að við notum ótrúlegustu hluti til að lúkka eftir þeirra höfði án þess að það sé endilega svo, eða sjá þeir okkur sem algera glæpona og finnst þeir illa sviknir þegar heim er komið? Svo er hin spurn- ingin: Myndu þeir ekki gera það sama ef það væri samþykkt í samfélaginu? Ég segi: Verum eins og okkur líður best og ef það er álitið sem svik og landráð þá er ráð að setja punktinn yfir i-ið hvort eð er! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR VELTIR AUKAHLUTUM FYRIR SÉR Svik eða sexí? Leikarinn Benedikt Erlingsson mun frumsýna einleikinn Mr. Skallagrímsson hinn 13. maí í til- efni af opnun Landnámssetursins í Borgarnesi auk þess sem hann er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Einleikurinn er byggður á Egilssögu og innblásinn af sagna- hefð sögualdar á Íslandi. Mark- miðið er að vekja áhuga áhorfenda á að lesa Egilssögu og aðrar Íslend- ingasögur. Er verkið ætlað full- orðnum og börnum allt frá átta ára aldri. „Þetta er einleikur með sjálfum mér í öllum hlutverkum þar sem ég ætla að reyna að segja sögu Egils Skallagrímssonar,“ segir Benedikt. „Ég hef einu sinni áður staðið fyrir þjóðlegri sagna- skemmtun og hún stóð yfir í tvö og hálft ár og endaði sem sjónvarps- skemmtun,“ segir hann í léttum dúr og á þar við leikritið Orms- tungu sem sló rækilega í gegn á sínum tíma. Benedikt segist ekki vita hversu mörg hlutverk hann muni leika í einleiknum. „Ég á eftir að telja hlutverkin. Ég verð að segja alla þessa rosalegu sögu og hef bara tvo tíma til þess. Fólk þarf að keyra í Borgarnes til að sjá þetta þannig að ég þarf af standa mig og ljúka mér af á réttum tíma svo að fólk geti komist heim á skikkan- legum tíma,“ segir hann. Þrátt fyrir að Benedikt sjái einn um öll hlutverkin í sýningunni verða þekktir fagmenn honum til halds og trausts. Leikstjóri verður Peter Engkvist sem einnig stýrði Ormstungu, Mugison mun semja tónlistina við verkið og Ragnar Kjartansson listamaður mun sjá um leikmynd en Kjartan Ragnars- son faðir hans er frumkvöðullinn að gerð einleiksins ásamt eigin- konu sinni Sigríði Margréti. „Egill er fyrsta kynslóð af Íslendingi og saga hans tengist landnámssögunni,“ segir Bene- dikt. „Ég ætla ásamt fleiri sagna- mönnum að standa fyrir skemmt- un í Landnámssetrinu og það er eiginlega mín höfuðlausn að gera þessa sýningu,“ bætir hann við og hlær. „Það eru tíu ár síðan ég frum- sýndi Ormstungu og þetta er svona „kommbakk“.“ Aðspurður segist hann fremur vera angistarfullur en spenntur að ráðast í þetta viða- mikla verkefni. Benedikt hefur búið í Dan- mörku að undanförnu og er um þessar mundir að fara að leika í nýjustu mynd hins umdeilda Lars Von Trier, Direktören for det hele, ásamt leikstjóranum Friðriki Þór Friðrikssyni. Tökur á myndinni, sem fjallar um innrás íslenskra kaupsýslu- manna í danskt efnahagslíf, hefj- ast á mánudaginn. Segist Benedikt mjög spenntur fyrir því að vera loksins að verða skandinavísk kvikmyndastjarna. freyr@frettabladid.is BENEDIKT ERLINGSSON: FRUMSÝNIR EINLEIKINN MR. SKALLAGRÍMSSON Þetta er mín höfuðlausn BENEDIKT ERLINGSSON Benedikt Erlingsson hefur samið einleikinn Mr. Skallagrímsson sem verður frumsýndur 13. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Svör við spurningum á síðu 8 1 Alcoa. 2 Jóhannes Gunnarsson. 3 Teheran. [ VEISTU SVARIÐ ] FRÉTTIR AF FÓLKI Franska söngkonan Keren Ann, sem er í dúettn- um Lady & Bird ásamt Barða Jóhannssyni, hefur verið hér á landi undanfarna daga til að taka upp ný lög með Barða. Ekki er víst hvenær önnur plata dúettsins kemur út en sú fyrsta leit dagsins ljós fyrir þremur árum við góðar undirtektir. Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen og eiginkona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, eignuðustu sinn þriðja strák á miðvikudaginn. Eiður Smári var í eldlínunni með landslið- inu á þriðjudagskvöldið þegar það tapaði fyrir Trínidad og Tóbagó og bar nýburinn greinilega hag föður síns fyrir brjósti, beið með að koma í heiminn þar til dómarinn hafði flautað leikinn af. Drengurinn er ljóshærður og vó 3,6 kíló en mæðginunum heilsast vel. Eiði gefst þó ekki mikill tími til að vera með drengnum nýfædda því hann er á leið til Barcelona ásamt félagsliði sínu Chelsea. Þar verður á brattann að sækja því liðið tapaði heima 2-1. Alþingismaðurinn og ofurbloggar-inn Össur Skarphéðinsson hefur tekið góða spretti á heimasíðu sinni en hann náði nýjum og áður óþekkt- um hæðum með Afríkupistlum sínum sem hann skrifaði frá Tógó. Stílfimi og frásagnargáfa Össurar naut sín í botn um litla drenginn Dieudonné, eða Gjöf Guðs, sem hann kynntist á barnaheimili Spes-samtakanna í Tógó. Þeir bundust slíkum tilfinningaböndum að Össur virðist hafa átt erfitt með að slíta sig frá honum og þegar heim til Íslands var komið skrifaði hann saknaðarfullan pistil um Donna sinn, eins og hann kallaði snáðann, og lýsir hvernig Donni litli hljóp til hans í hvert skipti sem Össur kom á heimilið. Rithöfundar og bókmenntaspekingar hafa keppst við að lofa þennan pistil Össurar og þannig segir til dæmis Illugi Jökulsson í athugasemdakerfi síðu Össurar að hann megi eiga það að „þessi texti um hann Donna er einhver sá fegursti sem ég hef lengi lesið. Og hefðu ýmis Nóbelsskáld mátt gefa af sér fingur til að festa viðlíka á blað.“ Sjálfur hefur Össur sagt vinum sínum að hann hafi heillast svo gersam- lega af svörtu Afríku að hann hyggi senn á aðra för - og vilji helst ekkert koma heim aftur. fb/fgg/þþ Björn Stefánsson, trommuleikari Mínus, hefur verið valinn fjórði besti trommari sögunnar af hinu virta rokktímariti MetalHammer. Efstur á listanum er Corey Taylor úr Slipknot, Nico McBrain úr Iron Maiden er í öðru sæti og Lars Ulrich úr Metallica í því þriðja. Lesendur tímaritsins stóðu að kosningunni og því verður þetta að teljast mikill heiður fyrir Bjössa. „Þetta er hálfspes og eiginlega bara ótrúlegt,“ segir Bjössi. „Ég er búinn að fylgjast með þessu blaði og þessum árslistum síðan ég var tólf ára og þetta er frekar mikið sjokk,“ segir hann. „Lars Ulrich er ástæðan fyrir því að maður fór að gera þetta sem maður er að gera í dag og maður hlustaði ekki á annað en Metallicu á sínum tíma. Síðan er hann þarna rétt fyrir ofan mig.“ Bjössi byrjaði að tromma þegar hann var tólf ára en segist hafa séð ljósið þegar hann var fimmtán og hefur varla gert annað síðan. Hann segir í léttum dúr að nú sé stefnan sett á að komast á topp listans. „Það þýðir ekkert annað. Núna verður maður bara að halda áfram en maður verður fyrst að melta þetta aðeins sjálfur.“ Fjórða breiðskífa Mínus er í vinnslu og mun sveitin að öllum líkindum klára hana í næsta mán- uði. - fb Fjórði besti trommari sögunnar BJÖSSI Í MÍNUS Trommuleikarinn knái hefur verið valinn fjórði besti trommari sögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.