Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 26
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Eitt sinn var minn gamli, góði lærimeistari Friedrich von Hayek staddur á ráðstefnu, þar sem margt var skrafað. Hann dottaði um stund, reis síðan skyndilega upp og sagði: „Nútímamenn hafa gleymt muninum á samþykki og umburðarlyndi.“ Þetta var vitur- lega mælt. Við þurfum ekki að samþykkja eitthvað, þótt við hljótum að umbera það. Vestur- landamenn lærðu umburðarlyndi í blóðugum trúarstyrjöldum allt frá miðöldum og fram á átjándu öld. Reynslan kenndi þeim að vera sammála um að vera ósam- mála, þótt þeir áskildu sér síðan hver og einn rétt til eigin skoðun- ar. Mér verður hugsað til orða von Hayeks, þegar ég horfi á frétta- myndir af mótmælaaðgerðum múslima um víða veröld gegn skopmyndum af Múhameð í dönsku blaði. Svo virðist sem þátttakendur í þessum aðgerðum telji, að dönsk stjórnvöld verði að bera ábyrgð á skopmyndunum. En þeir gera sér ekki grein fyrir muninum á samþykki og umburð- arlyndi. Í Danmörku þurfa stjórn- völd ekki fremur en á Íslandi að samþykkja eitthvað, þótt þau hljóti að umbera það. Eini aðilinn, sem ber ábyrgð á skopmyndun- um, er auðvitað danska blaðið, sem birti þær. Við getum verið samþykk eða ósamþykk danska blaðinu, en það er fráleitt að kenna allri dönsku þjóðinni eða stjórnvöldum í land- inu um birtingu þessara skop- mynda. En þetta leiðir hugann að því, að hugsunarháttur sumra múslima virðist vera afar ólíkur því, sem gerist á Vesturlöndum. Getur verið, að óumburðarlyndi sé snarari þáttur í íslam en kristni? Samuel Huntington, sem hefur skrifað merkilegt rit um ný átakamál að kalda stríðinu loknu, bendir á, að munurinn á Múham- eð og Kristi er, að Múhameð var í senn spámaður og herforingi, en Kristur var langt frá því að vera hernaðarsinni. Múhameð þeysti um á fráum hesti og sveiflaði sverði, en Kristur var krýndur þyrnikórónu og krossfestur. Þrátt fyrir margar sannar sögur af óumburðarlyndi krist- inna manna fyrr á öldum verður að minna á, að í kristni er falinn skýr greinarmunur á andlegu og veraldlegu valdi. Menn eiga að gjalda keisaranum það, sem keis- arans er, og Guði það, sem Guðs er, sagði Kristur. Þessi munur er ekki nærri því eins skýr í íslam. Þar hefur iðulega sami maður ráðið andlegu og veraldlegu lífi, og svo er raunar enn í löndum eins og Íran. Óumburðarlyndi sumra múslima kann að stafa af þessu. Þeir hafa aldrei lært að gera greinarmun á andlegu og veraldlegu valdi. Þess vegna halda þeir, þegar dönsk stjórn- völd umbera eitthvað, að þau séu um leið að samþykkja það. Við Vesturlandamenn getum ekki látið trúarofstækisfólk í löndum múslima svipta okkur því hugsunarfrelsi, sem er dýrkeypt- ur ávöxtur frelsisbaráttu fyrri alda. Við verðum að mega gagn- rýna íslam, eins og múslimar hljóta að mega gagnrýna kristna trú. En munurinn á samþykki og umburðarlyndi snýr raunar líka að öðru nýlegu álitamáli íslensku. Samkynhneigt fólk á Íslandi hefur háð merkilega réttindabar- áttu, sem á allan minn stuðning, og er nú svo komið, að menn af sama kyni geta lögum samkvæmt hafið staðfesta samvist. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Þjóðkirkjunnar, er hins vegar tregur til að ganga lengra og leyfa hjónabönd fólks af sama kyni innan vébanda kirkjunnar. Margir hafa hneykslast á honum. Ég hef oft gagnrýnt séra Karl fyrir vanhugsuð ummæli um stjórnmál. En hér hafa gagnrýn- endur biskups fæstir reynt að skilja hann. Að skoðun hans er hjónabandið sakramenti, sem er sérstaks eðlis og ekki unnt að breyta með einu pennastriki. Kirkjan eigi ekki frekar en aðrir að þurfa að samþykkja eitthvað, sem hún telji í ósamræmi við hlutverk sitt, þótt hún hljóti að umbera það. Það er síðan annað mál, að orð séra Karls væru eðli- legri, hefðu ríki og kirkja verið skilin að, eins og sjálfsagt er, ekki síst kirkjunnar vegna. Samþykki og umburðarlyndi Í DAG TRÚMÁL HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Þrátt fyrir margar sannar sögur af óumburðarlyndi kristinna manna fyrr á öldum verður að minna á, að í kristni er falinn skýr greinarmunur á andlegu og veraldlegu valdi. Menn eiga að gjalda keisaran- um það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er, sagði Kristur. ÞAU VORU Í FRÉTTUM VIKUNNAR Vestanvindar Eftir mikla orrahríð sá Ólína Þorvarðardóttir sér ekki stætt á að sitja áfram sem skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og bað um lausn frá embættinu þegar ráðningartímabili hennar lýkur í sumar. Best í heimi Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur blásið til sóknar og vill að Háskóli Íslands skipi sér í röð 100 bestu háskóla heims á næstu árum. Tap fyrir Trínidad og Tóbagó Eyjólfur Sverrisson stýrði landsliði karla í knattspyrnu í fyrsta sinn á þriðjudag þegar Ísland beið lægri hlut gegn Trínidad og Tóbago. Það gengur bara betur næst. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj öl m ið la kö nn un G al lu p ok tó be r 20 05 . Heimsviðburður Hlutverk þingmanna er í í ákveðnum skilningi að breyta þjóðfélaginu til batn- aðar. Skilningur þeirra á þessu hlutverki er misjafn og forgangsröðun mála eftir því. Vopn þeirra er löggjafarvald og vettvangur þeirra er Alþingi. Segja má að íslenskar þingkonur hafi farið afar óhefðbundna leið í þessu hlutverki sínu í fyrrakvöld þegar þær fluttu Píkusögur eftir Eve Ensler á sviði Borgarleikhússins. Þetta gerðu þær í þágu V-samtakanna sem vinna gegn nauðgunum og ofbeldi á konum og fengu samtökin allan ágóðann af sýningunni. Það er áreiðanlega rétt mat Sivjar Friðleifsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þegar hún segir á vefsíðu sinni að Píkusögu- sýning þingkvennanna hafi verið heimsviðburður og ætti að fara á spjöld sögunnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem konur kjörnar á þjóð- þingi taka verkið til sýningar.“ Ekki var annað að heyra en að karlar á þingi væru stoltir yfir leiksigrum starfs- systra sinna þegar mætt var til leiks á Alþingi í gær. Erfiður hlátur Siv segir á heimasíðu sinni: „Strax í upphafi sýningarinnar gátum við á sviðinu fundið að áhorfendur voru mjög móttækilegir fyrir verkinu. Gaf það okkur kraft og þor til að leggja okkur allar í túlkunina. Sýningin tókst framúrskarandi vel. Bókstaflega allt gekk upp. Sorglegu kaflarnir snertu við áhorfendum og fyndnu hlutar verksins komu salnum til að veina úr hlátri. Líklega skemmtu allir, bæði við og áhorfendur, sér mest í stunukaflanum svokallaða. Drífa Hjartardóttir tók trú- ræknisstununa, hálftrúrækn- isstununa og óperusöng- konustununa. Ég tók áður-stununa, næstum-stununa, akúrat-þarna-stununa og vélbyssustununa. Síðan tókum við, konurnar á Alþingi, þrjár óvæntar raðfull- nægingarstunur salnum til skemmtunar. Nokkrir þingkarlar voru á sýningu starfs- systra sinna í fyrrakvöld, þeirra á meðal Steingrímur J. Sigfússon. Siv segir svo frá: „Mér skilst að Steingrímur J. Sigfús- son hafi átt hvað erfiðast á sýningunni þegar Drífa Hjartardóttir tók trúræknis- stununa, sem var tjáning án hljóða, því hann hló svo mikið að hann fékk tak í nýgróin rifbeinin.“ Í lok sýningarinnar var meðal annars kallað ofan af sviðinu: Þegar búið verður að útrýma ofbeldi gegn konum...“. Gall þá í Ögmundi Jón- assyni sem stóð upp í salnum: „Þá geta konur gengið óhræddar heim á kvöldin.“ Einn leikhúsgestanna muldraði þá með sér: „Er hann nú farinn að grípa fram í hér líka.“ johannh@frettabladid.is Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fyrsta sinn í gær. Sex einstaklingar og samtök hlutu verðlaunin en auk þeirra voru átján tilnefndir af dómnefnd sem vann úr yfir 200 tilnefningum frá lesendum blaðsins. Líklega var fyrst hreyft við þeirri hugmynd fyrir hátt í þrem- ur árum að efna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Hug- myndin hefur s vo lifað með okkur og þróast þar til í vetur að ákveðið var að taka af skarið og hrinda henni í framkvæmd. Við sem hér á blaðinu störfum erum stolt af því að Samfélagsverð- laun Fréttablaðsins séu nú orðin að veruleika. Í framtíðinni verð- ur veiting Samfélagsverðlaunanna árlegur viðburður og ætlunin er að gera þau að eftirsóknarverðum heiðri fyrir þá sem þau hljóta. Einhverjir kunna að spyrja sig hvers vegna við viljum veita Samfélagsverðlaun og hver sé tilgangur þeirra. Svarið er ein- falt. Alls staðar í samfélaginu eru samborgarar okkar að láta gott af sér leiða með margvíslegum hætti, gera eilítið meira en borgaraleg skylda segir til um, eða jafnvel miklu meira. Mark- mið Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins er að gera slík verk sýnileg. Í fyrsta lagi vegna þess að þessir samborgarar okkar vinna iðulega störf sín í hljóði, jafnvel þannig að fáir vita af þeim aðrir en þeir sem góðverkanna njóta. Í öðru lagi langar okkur að heiðra fólk sem með alls kyns góðgerða- og sjálfboðastarfi gerir meira en hægt er að ætlast til af venjulegum borgurum. Síðast en ekki síst eru þessi góðverk dregin fram í dagsljósið vegna þess að þau kunna að verða öðrum til eftirbreytni og kynning þeirra getur þannig breitt út það sem vel er gert. Ýmislegt sem vel er gert er viðurkennt á margan hátt, til dæmis á sviði menningar og lista, íþrótta og viðskipta svo eitthvað sé nefnt. Fréttablaðið er hreykið af því að efna nú til verðlaunaveit- inga til handa þeim sem með breytni sinni í stóru eða smáu hafa tekið að sér hlutverk sem hafa gert mörgum eða fáum gott. Viðbrögð frá lesendum létu ekki á sér standa þegar til þeirra var leitað við að tilnefna til Samfélagsverðlaunanna. Liðlega 300 tilnefningar bárust og tóku til yfir 200 einstaklinga og samtaka í þeim sex flokkum sem verðlaunin náðu til. Þegar tilnefninga- fresturinn var runninn út tók dómnefnd við. Blaðið var svo hepp- ið að fá til liðs við sig öndvegisfólk, þau Davíð Scheving Thor- steinsson, Guðjón Friðriksson og Svanfríði Jónasdóttur, sem lögðu af mörkum óeigingjarnt og gott starf. Verk dómnefndar var umfangsmikið og iðulega stóð hún frammi fyrir því að valið var erfitt milli þeirra fjölmörgu sem lesendur höfðu tilnefnt. Verðlaunahöfum og öllum tilnefndum er hér óskað til hamingju með að vera í hópi þeirra sem valdir voru til að hljóta Samfélags- verðlaun Fréttablaðsins í fyrsta sinn. Allt þetta fólk er svo sann- arlega verðugt þess að athygli sé vakin á verkum þess og á þakkir skildar fyrir framlag sitt til að gera samfélagið okkar betra. SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fyrsta sinn í gær. Góðverk gerð sýnileg Alls staðar í samfélaginu eru samborgarar okkar að láta gott af sér leiða með margvíslegum hætti, gera eilítið meira en borgaraleg skylda segir til um, eða jafnvel miklu meira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.