Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 54
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR38 Nýtt gallerí, Anima, verður opnað við Ingólfsstræti í dag. Þar verður tónlistinni gert hátt undir höfði, ekki síður en myndlistinni. „Slembilukka“ nefnist sýning Bjarna Sigurbjörnssonar myndlist- armanns, sem opnuð verður í nýju galleríi við Ingólfsstræti í dag. Galleríið heitir Anima og er til húsa að Ingólfsstræti 8. Bjarni er þekktur fyrir tilrauna- kenndar efnahvarfamyndir sem hann efur málað á gagnsæjan flöt. Í verkunum má lesa átök málarans við efnið og skynja hvernig hreyf- ingar hans grípa inn í og móta myndflötinn og ferla efnanna sem renna um hann. Meginverk sýningarinnar verða þrjú málverk sem mynda þrenn- ingu, þar sem ein hreyfing gengur í gegnum allar þrjár myndirnar og yfirtekur salinn ... Slamm, Slumm og Splass. Eigandi nýja gallerísins er Hólmfríður Jóhannesdóttir. Hún er söngkona og söngkennari og ætlar sér að gera tónlistinni jafn hátt undir höfði og myndlistinni í þessu nýja galleríi sínu. „Þetta byrjaði allt saman þannig að ég fór að leita mér að æfinga- húsnæði,“ segir Hólmfríður. Sú leit bar engan árangur fyrr en hún rakst á þetta 100 fermetra húsnæði við Ingólfsstrætið, í sama húsi og gallerí i8 var fyrst staðsett. „Ég sá það strax fyrir mér að hafa þarna flygil og gallerí og sam- eina þetta tvennt, gera eitthvað nýtt.“ Hólmfríður ætlar að reka þarna söngskóla, sem verður opinn þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtudaga, en galleríið verður svo opið föstu- daga, laugardaga og sunnudaga. „Svo er líka meiningin að hafa sýninguna opna meðan ég er að kenna ef söngnemandinn vill. Það væri svolítið skemmtilegt. Svo eru gluggarnir svo stórir að fólk sér alltaf inn.“ Þótt Hólmfríður komi úr tónlist- arheiminum er myndlistarheimur- inn ekki langt undan. Hún hefur starfað á Listasafni Íslands í tvö ár, „og svo er kærastinn minn mynd- listarmaður, þannig að ég er búin að vera svolítið tengd myndlistinni síðustu árin.“ Kærastinn hennar er Kristinn Már Pálmason, sem verður sýn- ingastjóri Gallerísins. Nú þegar er búið að skipuleggja næstu sýningar, en ný sýning verð- ur opnuð í galleríinu í hverjum mánuði. BJARNI SIGURBJÖRNSSON, HÓLMFRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR OG KRISTINN MÁR PÁLMASON Bjarni verður fyrstur myndlistarmanna til þess að opna sýningu í splunkunýju galleríi þeirra Hólmfríðar og Kristins við Ingólfsstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Opnað með Slembilukku HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 28 1 2 3 4 5 6 Föstudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Þórir kemur fram í verslun- inni 12 Tónum.  21.30 Ragnheiður Gröndal söng- kona heldur tónleika á Café Kulture ásamt þriggja manna hljómsveit sem skipa, Haukur Gröndal klarinett, Ástvaldur Traustason harmonikka og Róbert Þórhallsson bassi.  22.00 Hljómsveitirnar Nilfisk, Weapons og Sprengjuhöllin halda tónleika á Ellefunni.  23.00 Þórir heldur tónleika á Grand Rokk ásamt hljómsveit. Einnig kemur fram Jakobínarína og hugs- anlega óvæntir gestir. ■ ■ OPNANIR  16.00 Hulda Hákon opnar sýn- inguna Munaskrá í Bananananas á horni Laugavegar og Barónsstígs.  17.00 Hulda Hákon opnar sýn- ingu sína, Ebita, í 101 Gallery á Hverfisgötu 18a.  Sýning á ljósmyndaröðinni Calcutta / Bombay eftir Christopher Taylor verður opnuð í Skotinu, Ljósmyndasafni Íslands, á 6. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Virkjunin eftir Nóbelsverðlaunahafann Elfriede Jelinek verður frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins í leikgerð Maríu Kristjánsdóttur. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.00 Hópurinn GroupG heldur fyrirlestur og sýningu á Hvalaverkefninu í LHÍ, Laugarnesvegi 91. Hópurinn fjallar um þróun verksins og sýningarferð til Tókýó og Seoul. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. „Venjulega á fólk ekkert að koma við málverkin, bara horfa á þau, en á þessari sýningu verður fólk að labba upp að málverkunum og snerta þau. Það hafa allir gert sem komið hafa á sýninguna. Fólk verður að káfa á þessu,“ segir Birgir Breiðdal myndlistarmað- ur, sem um síðustu helgi opnaði sýningu í Einholti 6 ásamt konu sinni, Ásu Heiðar Rúnarsdóttur myndlistarkonu. Þetta er í senn myndlistar- og hönnunarsýning, því Birgir sýnir málverk en Ása notuð húsgögn sem hún hefur gefið andlitslyft- ingu að eigin hætti. Sýningu sína nefna þau Mun- úðarfull, og vísa þar til áferðar verkanna sem beinlínis kalla á snertingu. „Ég mála bara í áferðum,“ segir Birgir um málverkin sín, og bætir því við að þau séu „svört og hvít og svo smá rauður litur með sem varalitur til að poppa þetta aðeins upp“. Meira vill hann ekki segja um málverkin sín, en lýsir því nánar hvernig Ása meðhöndlar hús- gögnin til þess að gefa þeim nýtt líf. Til dæmis festir hún á þau ljósmyndir, þekur þau með grænu flaueli eða munstri úr perlum eins og börnin nota til þess að „perla“ með. „Við erum með lifandi sýningu þar sem við bjoðum öðrum lista- mönnum að koma og vera með atriði.“ Á opnuninni setti til dæmis drekkhlaðið ávaxtaborð sterkan svip á sýninguna og sá leikur verður endurtekinn á morgun, þótt maturinn verði af öðru tagi. Eftir viku verður síðan tónlistaratriði með Hlöðver Jök- ulssyni og Tómasi A. Ragnars- syni. Æskilegt að snerta BIRGIR BREIÐDAL Birgir stendur þarna við 50 ára gamlan „Kiljanstól“, sem afi hans smíðaði á sínum tíma en hlotið hefur nýstárlega andlitslyftingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.